Júlíus Havsteen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Júlíus Havsteen (13. júlí 188631. júlí 1960) var lögreglustjóri á Siglufirði, en lengst af sýslumaður í Þingeyjarsýslu. Hann þýddi einnig Moby Dick eftir Herman Melville, en sú þýðing kom út árið 1970.

Júlíus lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1905 og embættisprófi í lögfræði við Kaupmannahafnarháskóla 1912. Sama ár, 12. júlí, kvæntist hann frændkonu sinni, Þórunni Jónsdóttur (10. ágúst 1888 - 28. mars 1939). Júlíus var mikill áhugamaður um öflugri landhelgisgæslu og stækkun landhelgi Íslands. Mun þar að rekja rætur til viðureignar hans við erlenda yfirgangsmenn er hann var lögreglustjóri á Siglufirði á árunum 1914-1919.

Júlíus Havsteen var var skipaður sýslumaður í Þingeyjarsýslu 27. september 1920. Tók við embætti þar 1. apríl 1921 og gegndi því til 1. júní 1956.

Árið 1921 fluttust þau hjónin búferlum til Húsavíkur ásamt 6 börnum og aldurhniginni móður Júlíusar. Árið 1925 varð Júlíus formaður vatnsveitunefndar, þeirrar fyrstu er sveitastjórnin kaus. Júlíus vann ötullega að því að síldarverksmiðja var reist á Húsavík 1937-38. Hann varð einnig formaður hafnarnefndar árið 1933 og allt til þess er hann lét af störfum sem sýslumaður 1956.

Júlíus varði um árabil tómstundum sínum til að þýða Moby Dick á íslensku og lauk verkinu nokkru fyrir andlát sitt.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.