Kínverska borgarastyrjöldin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kínverska borgarastyrjöldin
Hluti af millistríðsárunum og kalda stríðinu (frá 1947)

Myndir úr kínversku borgarastyrjöldinni. Réttsælis frá efstu mynd má sjá kommúníska hermenn í orrustunni við Siping, íslamska hermenn þjóðernishersins, Maó Zedong á fjórða áratugnum, Chiang Kai-shek skoða hermenn sína, og kommúníska hershöfðingjann Su Yu í aðdraganda Menglianggu-herfararinnar árið 1947.
Dagsetning
  • 1. ágúst 1927[1] – 26. desember 1936 (fyrsta tímabilið)
    (9 ár, 4 mánuðir, 3 vikur og 4 dagar)
  • 10. ágúst 1945 – 7. desember 1949 (seinna tímabilið)
    (4 ár, 3 mánuðir, 3 vikur og 6 dagar)
Staðsetning
Niðurstaða Sigur kommúnista
Breyting á
yfirráðasvæði
  • Kommúnistar ná yfirráðum á meginlandi Kína
  • Alþýðulýðveldið Kína stofnað
  • Ríkisstjórn þjóðernissinna flýr til Taívan
Stríðsaðilar

1927–1936:
Kína Lýðveldið Kína

1927–1936:
Kommúnistaflokkur Kína

Alþýðustjórnin í Fujian (1933–1934)

1945–1949:
Kína Lýðveldið Kína

1945–1949:
Kommúnistaflokkur Kína

Leiðtogar
(formaður Kuomintang) (formaður Kommúnistaflokks Kína)
Fjöldi hermanna
2 milljónir (reglulegur liðsafli)
2.3 million (borgaralegur liðsafli) (júní 1946)[2][3][4]
1,2 milljónir (reglulegur liðsafli)
2,6 milljónir (borgaralegur liðsafli) (júlí 1945)[3][5]
Mannfall og tjón
1,5–1,7 milljónir(1945–1949)[6][4][7]
370.000~ drepnir[8][9]
2,8+ milljónir(1945–1949)
263.800 drepnir
190.000 týndir
850.000 særðir (1945–1949)[10][6]
  • Rúmlega 6 milljónir (þ. á m. óbreyttir borgarar) 1945–1949[6]
  • Fyrsta tímabilið, 1928–1937: u.þ.b. 7 milljónir (þ. á m. óbreyttir borgarar)[11]
  • Lokakafli, 1945–1949: u.þ.b. 2,5 milljónir (þ. á m. óbreyttir borgarar)[12]

Kínverska borgarastyrjöldin var stríð á milli þjóðernissinnaðrar ríkisstjórnar Lýðveldisins Kína og byltingarstjórnar kínverska kommúnistaflokksins. Þótt oft sé miðað við upphaf hennar með kommúnistauppreisninni sem hófst 1945 hófst borgarastyrjöldin í reynd í ágúst árið 1927 eftir að Chiang Kai-shek lauk við að sameina Kína á ný eftir fall Tjingveldisins og hóf svokallaða „hvíta ógnarstjórn“ í Sjanghæ. Átökum á meginlandinu lauk árið 1950 með ósigri þjóðernissinna.[13] Stríðsátökin skiptust í tvo hluta: Fyrsti hluti stríðsins var háður frá 1927 til 1937 og sá seinni frá 1946 til 1950. Á milli þessara tveggja hluta borgarastyrjaldarinnar áttu Kínverjar í stríði við Japani og stríðandi fylkingar innan Kína neyddust því til að vinna saman gegn innrásarmönnum.

Borgarastríðið markaði þáttaskil í nútímasögu Kína. Stríðinu lauk með sigri kommúnista á meginlandinu og stofnun Alþýðulýðveldisins Kína. Þjóðernisstjórn Kuomintang-flokksins neyddist hins til að flýja á eyjuna Taívan árið 1949, þar sem hún stofnaði Lýðveldið Kína. Æ síðan hafa stjórnirnar tvær hvor sínum megin við Taívansund átt í varanlegum deilum og gera báðar tilkall til þess að vera hin eina lögmæta ríkisstjórn alls Kína.

Stríðið braust út vegna hugmyndafræðilegrar baráttu kommúnista og þjóðernissinna Kuomintang-flokksins. Fylkingarnar börðust með hléum til ársins 1937 en gengu þá í bandalag til þess að berjast saman gegn innrásarher japanska keisaraveldisins. Borgarastyrjöldin hófst að nýju árið 1946, ári eftir að Japan gafst upp í september 1945. Fjórum árum síðar lauk meiriháttar átökum í borgarastyrjöldinni þegar Alþýðulýðveldið Kína hafði lagt undir sig allt kínverska meginlandið (þar á meðal eyjuna Hainan) og Lýðveldið Kína hélt aðeins yfirráðum á Taívan, Penghu, Kinmen, Matsueyjum og nokkrum smærri eyjum.

Til þessa dags hafa stjórnirnar tvær aldrei skrifað undir vopnahlé né friðarsamning og deilt er um hvort borgarastyrjöldinni hafi nokkurn tímann formlega lokið.[14] Samband stjórnanna tveggja hefur ávallt verið stirt vegna stríðshótana og tilkalls beggja stjórna til yfirráða yfir öllu Kína. Opinberlega skilgreinir Alþýðulýðveldið Kína Taívan enn sem sitt yfirráðasvæði og hefur hótað að gera innrás í Taívan ef Lýðveldið Kína lýsir einhvern tíman yfir sjálfstæði og breytir nafni sínu í „Lýðveldið Taívan“. Nú til dags eru átök ríkjanna tveggja eingöngu háð á stjórnmála- og efnahagssviðinu og stjórnirnar tvær tengjast nánum efnahagsböndum þrátt fyrir gagnkvæma óvild að orðinu kveðið.[15]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Li, Xiaobing (2012). China at War: An Encyclopedia. Bloomsbury Academic. bls. 295. ISBN 9781598844153. Afrit af uppruna á 11. apríl 2023. Sótt 27. júní 2015.
  2. Li, Xiaobing (1. júní 2007). A History of the Modern Chinese Army (enska). University Press of Kentucky. ISBN 978-0-8131-7224-8. Afrit af uppruna á 10. apríl 2023. Sótt 21. maí 2021.
  3. 3,0 3,1 Hsiung, James C. (1992). China's Bitter Victory: The War With Japan, 1937–1945. New York: M. E. Sharpe publishing. ISBN 1-56324-246-X. Afrit af uppruna á 2. apríl 2023. Sótt 27. júní 2015.
  4. 4,0 4,1 Sarker, Sunil Kumar (1994). The Rise and Fall of Communism (enska). Atlantic Publishers & Dist. ISBN 9788171565153. Afrit af uppruna á 11. apríl 2023. Sótt 6. apríl 2021.
  5. 曹, 前发. „毛泽东的独创:"兵民是胜利之本". 中国共产党新闻网. 人民网-中国共产党新闻网. Afrit af uppruna á 29. október 2020. Sótt 26. október 2020.
  6. 6,0 6,1 6,2 Lynch, Michael (2010). The Chinese Civil War 1945–49. Osprey Publishing. bls. 91. ISBN 978-1-84176-671-3.[óvirkur tengill][óvirkur tengill]
  7. Ho. Studies in the Population of China. bls. 253.
  8. Ho. Studies in the Population of China. bls. 253.
  9. White, Matthew (2011). Atrocities. W. W. Norton & Company. bls. 381. ISBN 978-0-393-08192-3.
  10. The History of the Chinese People's Liberation Army. Beijing: People's Liberation Army Press. 1983.
  11. „Twentieth Century Atlas - Death Tolls“. Afrit af uppruna á 5. mars 2011. Sótt 26. júlí 2017.
  12. „Twentieth Century Atlas - Death Tolls“. Afrit af uppruna á 5. mars 2011. Sótt 26. júlí 2017.
  13. Lew, Christopher R.; Leung, Pak-Wah, ritstjórar (2013). Historical Dictionary of the Chinese Civil War. Lanham: Maryland : The Scarecrow Press, Inc., bls. 3
  14. Leslie C. Green. The Contemporary Law of Armed Conflict. bls. 79.
  15. So, Alvin Y. Lin, Nan. Poston, Dudley L. Contributor Professor, So, Alvin Y. [2001] (2001). The Chinese Triangle of Mainland China, Taiwan and Hong Kong. Greenwood Publishing.