Fara í innihald

Lee Harvey Oswald

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lee Harvey Oswald
Lee Harvey Oswald árið 1963, daginn eftir dauða Kennedy forseta.
Fæddur18. október 1939
Dáinn24. nóvember 1963 (24 ára)
Dallas, Texas, Bandaríkjunum
DánarorsökMyrtur
Þekktur fyrirMorðið á John F. Kennedy
MakiMarína Níkolajevna Prúsakova (g. 1961)
Börn2
Undirskrift

Lee Harvey Oswald (18. október 1939 – 24. nóvember 1963) var bandarískur marxisti og fyrrum landgönguliði í Bandaríkjaher sem myrti John F. Kennedy Bandaríkjaforseta þann 22. nóvember árið 1963. Oswald hafði verið leystur úr herþjónustu eftir að hann gekk til liðs við Sovétríkin í október árið 1959. Hann bjó í hvítrússnesku borginni Minsk þar til í júní árið 1962, en þá sneri hann heim til Bandaríkjanna ásamt rússneskri eiginkonu sinni, Marínu, og settist að í Dallas. Oswald hlaut styrk frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna til þess að snúa aftur heim þar sem umsókn hans um sovéskan ríkisborgararétt hafði verið synjað.[1]

Fimm rannsóknarlið sem skipuð voru af ríkisstjórninni komust að þeirri niðurstöðu að Oswald hefði skotið Kennedy til bana frá sjöttu hæð Texas-skólabókasafnsins á meðan Kennedy ók á opnum bíl um Dealey-torg í Dallas. Um 45 mínútum eftir að Oswald drap Kennedy skaut hann einnig lögreglumanninn J. D. Tippit til bana úti á götu.[1] Oswald flúði síðan inn í kvikmyndahús en var þar handtekinn fyrir morðið á Tippit. Oswald var síðan ákærður fyrir morðið á Kennedy en neitaði sök og sagðist vera „blóraböggull“. Tveimur dögum síðar réðst næturklúbbseigandinn Jack Ruby að Oswald í beinni útsendingu í kjallara lögreglustöðvarinnar í Dallas og skaut hann til bana.

Í september árið 1964 úrskurðaði Warren-nefndin að Oswald hefði verið einn að verki og hefði myrt Kennedy með því að skjóta þremur skotum úr glugga Texas-skólabókageymslunnar.[2] Þessi niðurstaða var í samræmi við fyrri rannsóknir alríkislögreglunnar, leyniþjónustunnar og lögreglunnar í Dallas. Niðurstaðan er mjög umdeild þrátt fyrir að rannsóknir á byssukúlunum, vettvangi glæpsins og vitnisburði sjónarvotta styðji hana. Skoðanakannanir benda til þess að meirihluti Bandaríkjamanna efist um opinberu skýringuna á morðinu og fjöldi samsæriskenninga hefur verið lagður fram í gegnum árin.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 „Einkennilegur æviferill“. Morgunblaðið. 26. nóvember 1963. Sótt 4. nóvember 2018.
  2. „Fullsannað að Oswald var einn morðinginn“. Vísir. 28. september 1964. Sótt 4. nóvember 2018.