Fara í innihald

Jacqueline Kennedy Onassis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jacqueline Kennedy Onassis
Forsetafrú Bandaríkjanna
Í embætti
20. janúar 1961 – 22. nóvember 1963
ForsetiJohn F. Kennedy
ForveriMamie Eisenhower
EftirmaðurLady Bird Johnson
Persónulegar upplýsingar
Fædd28. júlí 1929
Southampton, New York, Bandaríkjunum
Látin19. maí 1994 (64 ára) New York, Bandaríkjunum
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkurinn
MakiJohn F. Kennedy (g. 1953; d. 1963)
Aristoteles Onassis (g. 1968; d. 1975)
BörnArabella, Caroline, John yngri og Patrick
HáskóliVassar-háskóli
George Washington-háskóli
StarfRitstjóri, prófarkalesari
Undirskrift

Jacqueline Lee „Jackie“ Kennedy Onassis (fædd undir nafninu Bouvier) (28. júlí 1929 – 19. maí 1994) var eiginkona 35. forseta Bandaríkjanna, John F. Kennedy, og forsetafrú Bandaríkjanna frá árinu 1961 þar til Kennedy var myrtur árið 1963.

Jacqueline Bouvier var eldri dóttir verðbréfamiðlarans John Vernou Bouvier III og Janet Lee Bouvier. Árið 1951 útskrifaðist hún með bakkalársgráðu í frönskum bókmenntum í George Washington-háskóla og hóf vinnu hjá dagblaðinu Washington Times-Herald sem ljósmyndari.[1]

Árið 1952 kynntist Bouvier fulltrúadeildarþingmanninum John F. Kennedy í kvöldverðarboði. Í nóvember sama ár var hann kosinn á öldungadeild bandaríska þingsins fyrir Massachusetts og parið gekk í hjónaband árið 1953. Þau eignuðust fjögur börn en tvö þeirra létust sem ungbörn. Sem forsetafrú varð hún þekkt fyrir að endurnýja hvíta húsið og fyrir að leggja áherslu á listir og menningu. Þann 22. nóvember 1963 var Jacqueline Kennedy í glæsibifreið ásamt forsetanum í Dallas, Texas, þegar hann var skotinn til bana við hlið hennar. Eftir útför John F. Kennedy drógu Jacqueline og börn hennar sig úr sviðsljósinu. Hún giftist Aristoteles Onassis, einum ríkasta og frægasta manni heims á þeim tíma, árið 1968.

Eftir að seinni eiginmaður hennar lést árið 1975 átti Jacqueline fyrir sér feril sem ritstjóri og prófarkalesari bóka síðustu tvo áratugi ævi hennar. Hennar er minnst fyrir að vinna ævilangt að menningu og varðveislu sögulegra mannvirkja, auk þess sem hún var rómuð fyrir þokka sinn og smekkvísi.[2][3] Jacqueline Kennedy var jafnframt tískutákn og fötin sem hún klæddist þegar eiginmaður hennar var myrtur – bleik kápa og hattur í stíl – eru afar fræg og tengd við morðið.[4][5] Hún er ein vinsælasta forsetafrú Bandaríkjanna og var árið 1999 kosin dáðasta kona 20. aldarinnar í Bandaríkjunum í skoðanakönnun Gallup.[6]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. https://i.pinimg.com/originals/b8/81/a9/b881a947fca72c742707305836e44c82.jpg
  2. Hall, Mimi. "Jackie Kennedy Onassis: America's Quintessential Icon of Style and Grace'. USA Today. Retrieved February 13, 2011.
  3. Circa 1961: The Kennedy White House Interior by Elaine Rice Bachmann. Sótt 11. febrúar 2018.
  4. Craughwell-Varda, Kathleen (14. október 1999). Looking for Jackie: American Fashion Icons. Hearst Books. Sótt 1. maí 2011.
  5. Ford, Elizabeth; Mitchell, Deborah C. (mars 2004). The Makeover in Movies: Before and After in Hollywood Films, 1941–2002. McFarland. bls. 149. Sótt 1. maí 2011.
  6. „Gallup Most Admired Women, 1948–1998“. Gallup. Sótt 18. ágúst 2009.