Fara í innihald

Kynþáttamörkun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kynþáttamörkun[1] á við um það þegar kynþáttur og/eða húðlitur er notaður til þess að greina á milli einstaklinga eða hópa fólks og mismunun gagnvart þeim réttlæt á slíkum forsendum. Slík mörkun á fólki byggir oft á ómeðvitaðri hlutdrægni og staðalímyndum.

Í löggæslu birtist kynþáttamörkun með þeim hætti að einstaklingur eða hópur fólks er grunaður um saknæmt athæfi vegna kynþáttar og/eða húðlits frekar en sönnunargagna.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu (19. maí 2022). „Kynþáttamörkun“. Kjarninn. Sótt 22. maí 2022.