Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1934
Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1934 eða HM 1934 var haldið á Ítalíu dagana 27. maí til 10. júní. Þetta var önnur heimsmeistarakeppnin og sú fyrsta þar sem halda þurfti forkeppni. 32 þátttökulönd skráðu sig til keppni en sextán tóku þátt í lokakeppninni á Ítalíu. Ríkjandi meistarar Úrúgvæ neituðu að taka þátt í keppninni. Heimamenn urðu heimsmeistarar, fyrstir Evrópuþjóða eftir 2:1 sigur á Tékkóslóvakíu í úrslitaleiknum.
Val á gestgjöfum
[breyta | breyta frumkóða]Þar sem fyrsta heimsmeistarakeppnin hafði verið haldin í Suður-Ameríku þótti stjórnendum Alþjóðaknattspyrnusambandsins rétt að næsta mót færi fram í Evrópu. Tvær þjóðir sóttust eftir upphefðinni: Ítalir og Svíar. Ákvörðunin var tekin á fundi Alþjóðaknattspyrnusambandsins í Stokkhólmi í október 1934 án atkvæðagreiðslu, þar sem Svíar drógu umsókn sína til baka. Fasistastjórn Mussolini lagði mikla áherslu á að halda mótið og hét háum fjárhæðum til undirbúnings keppninnar.
Forkeppni
[breyta | breyta frumkóða]Sigurvegarar HM 1930, Úrúgvæ, voru enn sárir út í Evrópuþjóðir - þar á meðal Ítali - sem flestar sniðgengu keppnina fjórum árum fyrr vegna mikils ferðakostnaðar. Heimsmeistararnir ákváðu því að gjalda líku líkt og sátu heima og urðu þar með einu heimsmeistararnir í sögunni sem ekki freistuðu þess að verja titil sinn.
Alls skráðu 32 lið sig til leiks í forkeppni, en nokkur þeirra drógu sig þó í hlé áður en keppni hófst. Keppt var í tólf riðlum með tveimur til þremur liðum í hverjum. Einn riðillinn var skipaður liðum frá Miðausturlöndum: Tyrklandi, Egyptalandi og liði frá breska valdsvæðinu í Palestínu. Voru þetta fyrstu þáttökuliðin frá Afríku og Asíu. Af úrslitum í forkeppninni vakti helst athygli að lið Júgóslava komst ekki áfram, þrátt fyrir að hafa farið í undanúrslitin fjórum árum fyrr.
Þrátt fyrir að vera gestgjafar, fengu Ítalir ekki öruggt sæti á mótinu. Lið þeirra mætti Grikkjum í forkeppninni. Er þetta eina skiptið sem heimalið hefur þurft að berjast fyrir þátttökurétti á HM.
Lokaleikur forkeppninnar fór fram í Rómarborg fáeinum dögum áður en mótið hófst að viðstöddum 12 þúsund áhorfendum. Þar unnu Bandaríkjamenn 4:2 sigur á Mexíkó.
Þátttökulið
[breyta | breyta frumkóða]Þessi sextán lönd tóku þátt í mótinu. Tólf komu frá Evrópu, þar af níu sem tóku þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Tvö frá Suður-Ameríku, eitt frá Norður-Ameríku og Egyptaland frá Afríku, en 56 ár áttu eftir að líða uns Egyptar komust aftur í úrslitakeppni HM.
|
Leikvangar
[breyta | breyta frumkóða]Leikirnir sautján á mótinu fóru fram á átta leikvöngum í jafnmörgum borgum. Mikið var lagt í umgjörð HM, enda leit Benito Mussolini á mótið sem prýðilegt áróðurstæki. Aðsóknin olli skipuleggjendum þó nokkrum vonbrigðum, þannig var ekki uppselt á neinn leik heimamanna nema úrslitin.
Bologna | Flórens | Genúa |
---|---|---|
Stadio Littoriale | Stadio Giovanni Berta | Stadio Luigi Ferraris |
Áhorfendur: 50.100 | Áhorfendur: 47.290 | Áhorfendur: 36.703 |
Mílanó | Tórínó | Napólí |
Stadio San Siro | Stadio Benito Mussolini | Stadio Giorgio Ascarelli |
Áhorfendur: 55.000 | Áhorfendur: 28.140 | Áhorfendur: 40.000 |
Stadio Nazionale PNF | Stadio Littorio | |
Róm | Tríeste | |
Áhorfendur: 47.300 | Áhorfendur: 8.000 | |
Keppnin
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta umferð
[breyta | breyta frumkóða]Keppt var með einföldu útsláttarkeppnisfyrirkomulagi. Liðunum var styrkleikaraðað á þann hátt að átta sterkustu þjóðirnar gátu ekki dregist saman í fyrstu umferð. Allir átta leikirnir í fyrstu umferð fóru fram á sama degi og á sama tíma þann 27. maí. Því var ekki um eiginlegan opnunarleik að ræða eins og á flestum heimsmeistaramótum.
Þrjú af liðunum úr efri styrkleikaflokki töpuðu leikjum sínum: Argentína, Brasilía og Holland. Vegna innbyrðis deilna var þó enginn leikmaður úr argentínska liðinu sem hlaut silfurverðlaunin fjórum árum fyrr með á Ítalíu. Öll liðin utan Evrópu féllu úr leik í fyrstu umferð. Egyptar komu þó mjög á óvart og stóðu í sterku ungversku liði. Leikur Ítala og Bandaríkjamanna var algjör einstefna og lauk 7:1, þar sem bandaríski markvörðurinn átti þó stórleik.
23. maí 1934 | |||
Austurríki | 3-2 (e.framl.) | Frakkland | Stadio Benito Mussolini, Tórínó Áhorfendur: 16.000 Dómari: Johannes van Moorsel, Hollandi |
Sindelar 44, Schall 93, Bican 109 | Nicolas 18, Verriest 116 |
23. maí 1934 | |||
Sviss | 3-2 | Holland | San Siro, Mílanó Áhorfendur: 33.000 Dómari: Ivan Eklind, Svíþjóð |
Kielholz 7, 43, Abegglen 66 | Smit 29, Vente 69 |
23. maí 1934 | |||
Tékkóslóvakía | 2-1 | Rúmenía | Stadio Littorio, Trieste Áhorfendur: 9.000 Dómari: John Langenus, Belgíu |
Puč 50, Nejedlý 67 | Dobay 11 |
23. maí 1934 | |||
Svíþjóð | 3-2 | Argentína | Stadio Littoriale, Bologna Áhorfendur: 14.000 Dómari: Eugen Braun, Austurríki |
Jonasson 9, 67, Kroon 79 | Belis 4, Galateo 48 |
23. maí 1934 | |||
Spánn | 3-1 | Brasilía | Stadio Luigi Ferraris, Genúa Áhorfendur: 21.000 Dómari: Alfred Birlem, Þýskalandi |
Iraragorri 18, 25, Lángara 29 | Leônidas 55 |
23. maí 1934 | |||
Ungverjaland | 4-2 | Egyptaland | Stadio Giorgio Ascarelli, Napólí Áhorfendur: 9.000 Dómari: Rinaldo Barlassina, Ítalíu |
Teleki 11, Toldi 31, 61, Vincze 53 | Fawzi 35, 39 |
23. maí 1934 | |||
Ítalía | 7-1 | Bandaríkin | Stadio Nazionale PNF, Rómaborg Áhorfendur: 25.000 Dómari: René Mercet, Sviss |
Schiavion 18, 29, 66, Orsi 20, 69, Ferrari 63, Meazza 90 | Donelli 57 |
23. maí 1934 | |||
Þýskaland | 5-2 | Belgía | Stadio Giovanni Berta, Flórens Áhorfendur: 8.000 Dómari: Francesco Mattea, Ítalíu |
Kobierski 25, Siffling 49, Conen 66, 70, 87 | Voorhoof 29, 43 |
Fjórðungsúrslit
[breyta | breyta frumkóða]Allir leikir fjórðungsúrslitanna fóru fram samtímis þann 31. maí. Ítalir og Spánverjar gerðu jafntefli og þurftu að mætast að nýju. Báðar viðureignir liðanna þóttu afar grófar og urðu mikil meiðsli á leikmönnum, þannig þurftu Spánverjar að gera sjö breytingar á liði sínu milli leikjanna tveggja. Spænsku leikmennirnir voru afar ósáttir við dómgæsluna, en tvö mörk voru dæmd af liði þeirra í síðari viðureigninni.
31. maí 1934 | |||
Austurríki | 2-1 | Ungverjaland | Stadio Littoriale, Bologna Áhorfendur: 23.000 Dómari: Francesco Mattea, Ítalíu |
Horvath 8, Zischek 51 | Sárosi 60 |
31. maí 1934 | |||
Þýskaland | 2-1 | Svíþjóð | San Siro, Mílanó Áhorfendur: 3.000 Dómari: Rinaldo Barlassina, Ítalíu |
Hohmann 60, 63 | Dunker 82 |
31. maí 1934 | |||
Ítalía | 1-1 (e.framl.) | Spánn | Stadio Giovanni Berta, Flórens Áhorfendur: 35.000 Dómari: Louis Baert, Belgíu |
Ferrari 44 | Regueiro 30 |
31. maí 1934 | |||
Tékkóslóvakía | 3-2 | Sviss | Benito Mussolini leikvangurinn, Tórínó Áhorfendur: 12.000 Dómari: Alois Beranek, Austurríki |
Svoboda 24, Sobotka 49, Nejedlý 82 | Kielholz 18, Jäggi 78 |
Aukaleikur
[breyta | breyta frumkóða]1. júní 1934 | |||
Ítalía | 1-0 | Spánn | Stadio Giovanni Berta, Flórens Áhorfendur: 43.000 Dómari: René Mercet, Sviss |
Meazza 11 |
Undanúrslit
[breyta | breyta frumkóða]Undanúrslitin voru leikin 3. júní. Tékkóslóvakía vann sannfærandi sigur á Þjóðverjum. Oldřich Nejedlý skoraði öll þrjú mörk sinna manna, en hann varð markakóngur keppninnar með alls fimm mörk. Í hinni viðureigninni tókust á þau tvö lið sem sigurstranglegust voru talin. Landslið Austurríkis gekk undir heitinu Wunderteam (ísl. Undraliðið), með Matthias Sindelar fremstan í flokki. Með harðsnúnum varnarleik tókst Ítölum að brjóta niður austurrísku sóknina, auk þess sem leikið var í úrhellisrigningu.
3. júní 1934 | |||
Ítalía | 1:0 | Austurríki | San Siro, Mílanó Áhorfendur: 35.000 Dómari: Ivan Eklind, Svíþjóð |
Guaita 19 |
3. júní 1934 | |||
Þýskaland | 1-3 | Tékkóslóvakía | Stadio Nazionale PNF, Róm Áhorfendur: 15.000 Dómari: Rinaldo Barlassina, Ítalíu |
Noack 62 | Nejedlý 21, 69, 80 |
Bronsleikur
[breyta | breyta frumkóða]Leikið var um þriðja sætið á HM 1934, en enginn slíkur leikur fór fram fjórum árum fyrr. Þjóðverjar hömpuðu bronsverðlaununum eftir sigur á grönnum sínum.
7. júní 1934 | |||
Þýskaland | 3:2 | Austurríki | Stadio Giorgio Ascarelli, Napólí Áhorfendur: 7.000 Dómari: Albino Carraro, Ítalíu |
Lehner 1, 42, Conen 27 | Horvath 28, Sesta 54 |
Úrslitaleikur
[breyta | breyta frumkóða]Grípa þurfti til framlengingar í úrslitaleiknum í Rómarborg. Angelo Schiavio skoraði sigurmarkið og sitt fjórða mark í keppninni. Meðal leikmanna ítalska liðsins var Luis Monti, sem leikið hafði til úrslita fjórum árum fyrr en þá fyrir Argentínu.
10. júní 1934 | |||
Ítalía | 2-1 (e.framl.) | Tékkóslóvakía | Stadio Nazionale PNF, Róm Áhorfendur: 55.000 Dómari: Ivan Eklind, Svíþjóð |
Orsi 81, Schiavio 95 | Puč 71 |
Markahæstu leikmenn
[breyta | breyta frumkóða]Oldřich Nejedlý frá Tékkóslóvakíu varð markakóngur keppninnar. Alls voru 70 mörk skoruð af 45 leikmönnum, ekkert þeirra var sjálfsmark.
- 5 mörk
- 4 mörk
- 3 mörk