Fara í innihald

Hólmsbergsviti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hólmbergsviti)
Hólmsbergsviti á Reykjanesskaga.

Hólmsbergsviti er 9,3 metra hár steinsteyptur sívalur turnlaga viti reistur 1956 sem stendur á Hólmsbergi norðan við Helguvík á Reykjanesskaga. Vitinn var reistur eftir teikningu Axels Sveinssonar verkfræðings, eins og Vattarnesviti og Seleyjarviti. Sveitarfélagsmörk Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar eru miðuð við vitann. Ljóseinkenni vitans er Fl(2)WRG 20s (þrískipt 2 blikkljós á 20 sekúndna fresti).