Fara í innihald

Eldborg (Hnappadal)

Hnit: 64°47′46″N 22°19′15″V / 64.7961°N 22.3208°V / 64.7961; -22.3208
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eldborg
Hæð112 metri
LandÍsland
SveitarfélagBorgarbyggð
Map
Hnit64°47′46″N 22°19′15″V / 64.7961°N 22.3208°V / 64.7961; -22.3208
breyta upplýsingum
Eldborg um 1900.
Eldborg (1814-15)

Eldborg í Hnappadal er gjallgígur, 38 km fyrir norðan Borgarnes. Gígurinn rís 100 m yfir sjávarmáli en 60 m yfir hrauninu í kring og er stærstur gíga í stuttri gossprungu. Gígurinn er formfagur, sporöskjulaga eldgígur með bröttum gígveggjum mynduðum úr þunnum hraunskánum, um 200 m að lengd og 50 m á dýpt. Hann myndaðist fyrir 5-8000 árum. Hugsanlegt er að gosið hafi þar á landnámsöld samvæmt lýsingu þar.

Eldborg tilheyrir eldstöðvakerfinu Ljósufjalla.

Eldborgarhraun er kjarri vaxið og var skógurinn mikið höggvinn áður fyrr. Eldborg var friðlýst 1974. Hægt er að ganga upp á gígbarminn.

Nálægir staðir

[breyta | breyta frumkóða]
  • „Vesturland.is - Afþreying og staðir“. Sótt 16. júlí 2010.
  • „Nat.is - Eldborg“. Sótt 2. júní 2021.
  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.