Ljósufjöll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ljósufjöll eru fjallgarður og eldstöðvarkerfi á Snæfellsnesi.[1] Eldborg á Mýrum og Grábrók eru hlutir þess. Allt saman er kerfið um 90 km langt. Ríflega 20 eldgos hafa orðið í Ljósufjallakerfinu eftir að ísöld lauk. Hæstu tindar eru yfir 1000 metrum.

Flugslysið í Ljósufjöllum[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1986 brotlenti flugvél frá Flugfélaginu Erni í Ljósufjöllum með þeim afleiðingum að fimm fórust og tveir slösuðust alvarlega.[2]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Kristján Már Unnarsson (9. febrúar 2015). „Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness“. Vísir.is. Sótt 22. maí 2018.
  2. „Ísing og niðurstreymi orsök flugslyssins?“. Dagblaðið Vísir. 7. apríl 1986. Sótt 22. maí 2018.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]