Fara í innihald

Dalvík

Hnit: 65°58′21″N 18°31′55″V / 65.97250°N 18.53194°V / 65.97250; -18.53194
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Dalvíkurkaupstaður)

65°58′21″N 18°31′55″V / 65.97250°N 18.53194°V / 65.97250; -18.53194

Dalvík, 2005

Dalvík er sjávarpláss við Eyjafjörð, í mynni Svarfaðardals í Dalvíkurbyggð. Bærinn var upphaflega innan Svarfaðardalshrepps, en var gerður að sérstökum hreppi 1. janúar 1946. Dalvík fékk kaupstaðarréttindi 22. apríl 1974. Íbúar í Dalvíkurbyggð (Dalvík, Litli-Árskógssandur og Hauganes) voru 1.860 í janúar árið 2022.

Eitt og annað

[breyta | breyta frumkóða]
  • 2. júní árið 1934 varð jarðskjálfti við Eyjafjörð sem olli miklu tjóni á Dalvík og um 200 manns urðu heimilislausir. [1]. Upptök hans voru skammt frá byggðinni. Skjálfti þessi er nefndur Dalvíkurskjálftinn.
  • Þann 7. júní 1998 sameinuðust Dalvíkurkaupstaður og Svarfaðardalshreppur á ný ásamt Árskógshreppi undir nafninu Dalvíkurbyggð.
  • Fiskidagurinn mikli var haldinn í ágúst ár frá 2001 til 2019, og 2023. Bæjarbúar buðu hátíðargestum upp á fiskisúpu og fyrirtæki gáfu hverjum sem vildi að smakka á sjávarafurðum sínum án endurgjalds. Hátíðinni lauk jafnan með miklum útitónleikum og flugeldasýningu. [2]
  • Gísli, Eiríkur, Helgi, Kaffihús/bar og sögusetur um Bakkabræður.
  • Sýndarvélin sem Android-stýrikerfið fyrir farsíma keyrir á nefnist Dalvik eftir bænum Dalvík þaðan sem höfundur hennar, Dan Bornstein, rekur ættir sínar.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Um 300 manns heilmilislaus; grein í 24. stundir 2008
  2. Fiskidagurinn mikli lagður af Rúv, 6/11 2023
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.