Byggðasafnið Hvoll
Byggðasafnið Hvoll við Karlsrauðatorg á Dalvík var opnað 12. desember 1987. Safnið er þrískipt; byggðasafn, náttúrgripir og persónusaga. Munir safnsins eru flestir frá Dalvík, Svarfaðardal og Árskógsströnd. Þar eru meðal annars áhöld og innanstokksmunir frá fyrri tíð sem vitna um þróun verkmenningar í sveitarfélaginu og sögu byggðarinnar. Einnig eru þar skrautmunir af ýmsu tagi gerðir af hagleiksfólki af svæðinu. Eftirmynd af Upsakristi, hinni fornu róðu úr Upsakirkju, er þar til sýnis.
Í safninu er fjöldi uppstoppaðra íslenskra fugla og dýr úr undirdjúpum sjávar. Einnig eru þar spendýr t.d. ísbjörn. Auk þess er grasasafn, skeljasafn, eggja- og steinasafn. Stórt kort af Friðlandi Svarfdæla sýnir hvaða fuglar verpa þar eða hafa viðkomu á svæðinu.
Hluti safnsins er tileinkaður minningu þekktra einstaklinga úr byggðinni — Jóhanns Svarfdælings, Kristjáns Eldjárns forseta Íslands, bræðranna Jóns, Kristjáns og Hannesar Vigfússona frá Litla-Árskógi auk sr. Friðriks Friðrikssonar æskulýðsleiðtoga.
Safnstjóri er Björk Hólm.