Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 2014
Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 2014 fóru fram 31. maí 2014. Á kjörtímabilinu sem þá var að ljúka höfðu Besti flokkurinn og Samfylkingin myndað 9 fulltrúa meirihluta og hafði Jón Gnarr gegnt embætti borgarstjóra Reykjavíkur. Samfylkingin varð stærst flokka í kosningunum og fékk fimm borgarfulltrúa og um þriðjung atkvæða, og myndaði meirihluta ásamt fulltrúum Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Sjálfstæðisflokkurinn fékk sína verstu kosningu í borginni frá upphafi, um 25% og fjóra borgarfulltrúa.
Síðustu kosningar
[breyta | breyta frumkóða]Í sveitarstjórnarkosningunum 2010 hafði framboð Besta flokksins vakið athygli og hlaut sá flokkur sex sæti í borgarstjórn og var þar með stærsti flokkurinn í Reykjavík. Úr þeim kosningum myndaðist stjórnarsamband milli Besta flokksins og Samfylkingarinnar sem samanlagt hafði níu af fimmtán sætum í borgarstjórn.
Listar | Av | Av% | Ft | (Ft) | Δ | |
---|---|---|---|---|---|---|
B | Framsóknarflokkurinn | 1.629 | 2,7 | 0 | 1 | -1 |
D | Sjálfstæðisflokkurinn | 20.006 | 33,6 | 5 | 7 | -2 |
E | Listi Reykjavíkurframboðsins | 681 | 1,1 | 0 | 0 | - |
F | Frjálslyndi flokkurinn | 274 | 0,5 | 0 | 1 | -1 |
H | Listi framboðs um heiðarleika | 668 | 1,1 | 0 | 0 | - |
S | Samfylkingin | 11.344 | 19,1 | 3 | 4 | -1 |
V | Vinstrihreyfingin – grænt framboð | 4.255 | 7,2 | 1 | 2 | -1 |
Æ | Listi Besta flokksins | 20.666 | 34,7 | 6 | 0 | +6 |
' | auðir og ógildir | 3.496 | 5,5 | |||
Alls | 63.019 | 100 | 15 | 15 | - | |
Á kjörskrá | 85.808 | Kjörsókn | 73,4% |
Framboð
[breyta | breyta frumkóða]Jón Gnarr tilkynnti á Hrekkjavökudegi, í útvarpsþættinum Tvíhöfði á Rás 2 að hann hyggðist ekki sækjast eftir endurkjöri í kosningunum.[1] Í stað þess myndu fulltrúar Besta flokksins bjóða fram undir merkjum Bjartrar framtíðar sem var pólitískur arftaki flokksins. Jón sagði jafnframt hann teldi að stjórnarmyndun Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar undir leiðsögn Björns Blöndals eftir kosningar yrði Reykjavíkurborg best. Dögun hafa tilkynnnt um framboð í Reykjavík en sá flokkur bauð fram í síðustu Alþingiskosningum án þess að ná manni á þing.[2]
Átta flokkar verða í framboði til kosninga.[3]
Björt framtíð
[breyta | breyta frumkóða]Sveitarstjórnarkosningarnar 2014 voru fyrstu sveitarstjórnarkosningarnar sem Björt framtíð bauð fram í, en af tíu efstu sætunum á framboðslista flokksins höfðu sex frambjóðendur verið tengdir framboði Besta flokkssins.
10 efstu sæti framboðslista Bjartrar framtíðar[4] |
---|
|
Dögun
[breyta | breyta frumkóða]Stjórnmálasamtökin Dögun sem voru stofnuð 2012 og buðu fram til Alþingiskosningar 2013 en fengu engan mann kjörinn til Alþingis hafa tilkynnt um að þau hyggjist bjóða fram lista til sveitarstjórnarkosninganna 2014. Oddviti framboðsins var Þorleifur Gunnlaugsson sem hafði boðið fram á vegum Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um árabil.
8 efstu sæti framboðslista Dögunar[2] |
---|
|
Listi framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík
[breyta | breyta frumkóða]Í nóvember 2013 samþykkti kjördæmaþing framsóknarfélaganna í Reykjavík tillögu kjörstjórnar um skipan í efstu sjö sæti framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar. Kjörorð Framsóknarflokksins í Reykjavík í kosningunum verða Reykjavík fyrir alla. Þriðja apríl tilkynnti Óskar Bergsson að hann hafði ákveðið að axla ábyrgð á slælegu gengi flokksins í skoðanakönnunum og bjóða ekki fram í kosningunum.[5] Eftir ákvörðun hans um að hætta framboð var leit hafin að nýjum oddvita, en athygli vakti að Guðrún Bryndís Karlsdóttir yrði ekki valin sem nýr oddviti. Voru bæði Guðni Ágústsson og Magnús Scheving nefndir sem mögulegir frambjóðendur. Guðni hafði ætlað að lýsa yfir framboði sínu við Reykjavíkurflugvöll þann 24. apríl 2014 en hætti síðan við kvöldið áður þegar hann tilkynnti að hann myndi ekki bjóða sig fram.[6] Þann 29. apríl 2014 var síðan Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir tilkynnt sem oddviti flokksins á aukakjördæmisþingi flokksins.[7] Þann 23. maí lýsti Sveinbjörg Birna, oddviti Framsóknar, þeirri skoðun sinni að afturkalla ætti lóð sem búið var að úthluta til byggingu mosku í Reykjavík.[8] Fyrir vikið upphófst gagnrýnin umræða á netinu og Hreiðar Eiríksson sagði sig frá fimmta sæti listans.[9]
Upprunalegu 7 efstu sæti framboðslista Framsóknar[10] |
---|
|
10 efstu sæti framboðslista Framsóknar eftir 29. apríl 2014[11] |
---|
|
Píratar
[breyta | breyta frumkóða]Framboðslistakosningum Pírata lauk þann 22. febrúar og voru eftirtaldir frambjóðendur valdir á lista þeirra. Kosningarnar voru þær fyrstu sem Píratar buðu fram í á sveitarstjórnarstigi og lýsti oddviti framboðsins því yfir að verið væri að móta stefnu flokksins á það stig.
7 efstu sæti framboðslista Pírata[12] |
---|
Samfylkingin
[breyta | breyta frumkóða]Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík samþykkti þann 25. nóvember 2013 að fjórir efstu fulltrúar flokksins í borgarstjórnarkosningunum skyldu vera valdnir í flokksvali en hinir yrðu uppstilltir. Prófkjör fóru fram í netkosningu frá 7.-8. febrúar 2014 og lýsti Dagur B. Eggertsson einn því yfir að hann sóttist eftir oddvitasætinu.[13][14] Úr prófkjörinu voru Dagur B. Eggertsson, Björk Vilhelmsdóttir, Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir valin í fyrstu fjögur sætin og var það flokksstjórnar að velja hin sætin á eftir með niðurstöður prófkjörsins að leiðarljósi. Fléttulisti var notaður til þess að tryggja kynjajafnrétti.
10 efstu sæti framboðslista Samfylkingarinnar[15] |
---|
|
Sjálfstæðisflokkurinn
[breyta | breyta frumkóða]Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fóru fram 16. nóvember 2013.[16] Fjórir tilkynntu um framboð í fyrsta sætið: Hildur Sverrisdóttir, lögfræðingur, Halldór Halldórsson fyrrverandi formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi, og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi.[17] Í prófkjörinu greiddu 5.075 flokksmenn atkvæði og fyrir fyrsta sætið hlaut Halldór Halldórsson þar flest og mun hann þá vera oddviti flokksins í komandi kosningu.
10 efstu sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins[18] |
---|
Vinstrihreyfingin - grænt framboð
[breyta | breyta frumkóða]Valfundur var haldinn meðal félaga Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um efstu fimm sæti á lista þeirra og sóttu um 400 meðlimir flokksins fundinn.
5 efstu sæti framboðslista Vinstrihreyfingarinnar - grænt framboð [19] |
---|
Kannanir
[breyta | breyta frumkóða]Framkvæmd | Aðili | Úrtak | Nefna flokk | Framsóknarfl. | Sjálfstæðisfl. | Samfylkingin | Vinstri græn | Björt framtíð | Besti flokkurinn | Píratar | Aðrir |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1.4-30.4.2013 | Þjóðarpúlsinn | 2.496 (60,3%) | 78,7% | 8,6% | 31,7% | 16,7% | 7,9% | 31,9% | 3,2% | ||
15.08-14.09 2013 | Þjóðarpúlsinn | 2.682 (60,1%) | 87% | 4,1% | 31,4% | 15,1% | 10,6% | 34,8% | 4,1% | ||
6.11-18.11 | MBL | 2.600 (59%) | 2,3% | 26,6% | 17,5% | 9,0% | 29,4% | 10,1% | 5,1% | ||
nóvember 2013 | Þjóðarpúlsinn Geymt 10 febrúar 2014 í Wayback Machine | 2.066 (60,2%) | 75,8% | 3,3% | 28,7% | 20,5% | 9,3% | 33,9% | 4,3% | ||
16.1-16.2 2014 | Þjóðarpúlsinn[óvirkur tengill] | 1.730 (60,2%) | 83,0% | 3,3% | 28,5% | 18,2% | 9,7% | 28,1% | 10,9% | 1,4% | |
12.3 2014 | Fréttablaðið | 805 (65,0%) | 60,0% | 3,7% | 23,1% | 23,0% | 9,5% | 28,3% | 10,9% | 9,6% | |
20.2-19.3 2014 | Þjóðarpúlsinn[óvirkur tengill] | 2.738 (59,7%) | 82,6% | 3,6% | 23,5% | 23,5% | 9,9% | 22,7% | 13,2% | 2,1% | |
19.2-10.4 2014 | Þjóðarpúlsinn | 2100 (60%) | 87% | 3,0% | 25,5% | 27,6% | 6,5% | 24,3% | 10,5% | 2,6% | |
30.4-6.5 2014 | Félagsvísindastofnun HÍ | 4,5% | 27,2% | 30,3% | 6,0% | 19,7% | 10,0% | ||||
15.4-7.5 2014 | Þjóðarpúlsinn Geymt 4 apríl 2015 í Wayback Machine | 1.591 | 80% | 4,9% | 23,2% | 29,9% | 9,2% | 20,5% | 10,6% | 1,7% | |
12.5-15.5 2014 | Félagsvísindastofnun HÍ | 1.591 | 80% | 3,1% | 21,5% | 34,1% | 6,3% | 22,2% | 9,4% | 3,5% | |
23.5-29.5 2014 | Þjóðarpúlsinn | 1.991 | 60% | 6,9% | 22.6% | 36,7% | 7,9% | 17,8% | 6,3% | 1,7% |
- ↑ „Ætla ekki að gefa kost á mér“ Geymt 2 nóvember 2013 í Wayback Machine, Rúv.is 30. október 2013
- ↑ 2,0 2,1 Dögun samþykkti lista í Reykjavík
- ↑ „8 flokkar í framboði í Reykjavík“.
- ↑ Sveitarstjórnarmál - Reykjavík[óvirkur tengill]
- ↑ Óskar Bergsson hættir við framboð
- ↑ Vísir, Ekki bloggsorinn sem stóð í Guðna, 25. apríl 2014
- ↑ Vísir, Sveinbjörg Birna oddviti Framsóknar í Reykjavík. Listinn var skipaður fjórum konum í fjóru efstu sætunum og var því með flestan fjölda kvenna í efstu sætum framboðsins. 29. apríl 2014
- ↑ Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima
- ↑ „Við erum ekki rasistar“
- ↑ „Óskar Bergsson leiðir lista Framsóknar í borginni: Vill tryggja flugvöllinn í sessi“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. febrúar 2014. Sótt 15. apríl 2015.
- ↑ RÚV, Framsókn býður fram með flugvallarvinum, 30. apríl 2014
- ↑ „Píratar - REYKJAVÍK 2014“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. apríl 2015. Sótt 15. apríl 2015.
- ↑ Vísir, Flokksmenn völdu fjóra efstu fulltrúa Samfylkingarinnar í Reykjavík, 26. nóvember 2013
- ↑ 18. janúar 2014, Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík, Fréttablaðið
- ↑ Dagur fer fyrir 30 frambjóðendum í Reykjavík
- ↑ Prófkjör Sjálfstæðismanna fer fram í nóvember
- ↑ Tuttugu gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Geymt 27 október 2013 í Wayback Machine Viðskiptablaðið, 25. okt. 2013
- ↑ Niðurstöður úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
- ↑ Sóley Tómasdóttir leiðir lista VG í Reykjavík[óvirkur tengill]