Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir (fædd 5. september 1972) er frumkvöðull og fyrrverandi borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík og sat í borgarstjórn frá árinu 2006 til ársins 2013. Þorbjörg Helga sat meðal annars sem formaður Umhverfis- og samgönguráðs og Leikskólaráðs. Þorbjörg Helga er gift Hallbirni Karlssyni verkfræðingi og eiga þau fjögur börn.

Þorbjörg Helga er fædd og uppalin í Reykjavík, dóttir Vigfúsar Árnasonar endurskoðanda og Ólafar Björnsdóttur ljósmóður og hjúkrunarfræðings. Hún er stúdent frá Verslunarskóla Íslands. Hún er með BA-próf í uppeldisfræði frá Háskóla Íslands og MA-próf í námssálfræði frá Washington-háskóla í Seattle. Áður starfaði hún sem verkefnastjóri og kennari við Háskólann í Reykjavík og sem ráðgjafi menntamálaráðherra Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.

Þorbjörg Helga sat í Háskólaráði Háskóla Íslands og í stjórn Lánasjóðs Sveitarfélaga. Hún var meðal annars varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og formaður hússtjórnar Borgarleikhússins.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.