Þorleifur Gunnlaugsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þorleifur Gunnlaugsson (fæddur 27. mars 1955) er íslenskur stjórnmálamaður. Þorleifur er menntaður dúklagningameistari, en hefur unnið við sjómennsku og ýmis verkamannastörf.

Þorleifur var varaformaður og síðan formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík, auk þess að sinna ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Hann var varaborgarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í borgarstjórn Reykjavíkur frá 2006 til september 2007, þegar hann tók sæti í borgarstjórn Reykjavíkur. Hann var varaborgarfulltrúi og borgarfulltrúi VG til ársins 2014 og fulltrúi flokksins í velferðarráði og umhverfis- og samgönguráði.

Á yngri árum sat Þorleifur í stjórnum ýmissa róttækra vinstri samtaka. Á árunum 1971-1983 sat hann í stjórn KSML í Reykjavík og í miðstjórn KSML(b). Þá var hann formaður BSK og átti sæti í miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga. Þorleifur hefur verið virkur í ýmsum öðrum félagasamtökum og hagsmunafélögum. Á árunum 1986-2009 sat hann í stjórn og framkvæmdastjórn SÁÁ, hann var formaður Félags dúklagninga- og veggfóðrarameistara, auk þess að eiga sæti í stjórn Meistarasambands byggingamanna.

Eiginkona Þorleifs er Hjálmdís Hafsteinsdóttir, félagsliði. Synir Þorleifs eru Haraldur Ingi, athafnamaður, fæddur ´77 og Jökull, fæddur ´81. Vefur Þorleifs Geymt 17 júlí 2011 í Wayback Machine