Halldór Halldórsson (stjórnmálamaður)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Halldór Halldórsson (f. 25. júlí 1964 í Kálfavík við Skötufjörð) er forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins.[1] Hann er fyrrum oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur og var formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 2006-2018.

Foreldrar hans eru hjónin Halldór Hafliðason (f. 22. júlí 1933 á Garðsstöðum í Ögurhreppi, N.-Ís.), bóndi í Ögri í Ögurhreppi, og María Sigríður Guðröðardóttir (f. 15. nóvember 1942). Halldór er í sambúð með Sigríði Hallgrímsdóttur framkvæmdastjóra Hallgrímskirkju.[1] Halldór á fjögur börn.

Hann var bæjarfulltrúi í Grindavík frá 1994-1996, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfjarða frá 1996-1998, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar 1998-2010, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2006-2018 og oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur frá 2014-2018.[2][1]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 BB.is, „Halldór Halldórsson fer fyrir íslenska kalkþörungafélaginu á Íslandi“ (skoðað 30. mars 2021)
  2. „Aldís nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga - Vísir“. visir.is.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]