Stríðsglæpir

Stríðsglæpir eru brot á alþjóðalögum í vopnuðum átökum svo sem manndráp af ásetningi, pyntingar eða ómannúðleg meðferð, umfangsmikil eyðilegging og upptaka eigna, gíslataka og að nota eitur eða eiturvopn.[1][2][3]
Hugtakið stríðsglæpur kom fyrst fram í samsetningu hefðbundinna alþjóðalaga sem gilda um stríð milli fullvalda ríkja, svo sem Lieber Code í þrælastríðinu og Haag-samningana frá 1899 og 1907 fyrir alþjóðlegt stríð.[4] Í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar stofnuðu réttarhöldin yfir leiðtogum öxulveldanna til Nürnberg-reglurnar, sem segja að alþjóðalög ákveði hvað teljist vera stríðsglæpur. Árið 1949 skilgreindu Genfarsamningarnir nýja stríðsglæpi og staðfesti að ríki gætu farið með allsherjarlögsögu yfir stríðsglæpamönnum.[4][5] Í seinni tíð hafa alþjóðlegir dómstólar bætt við nýjum tegundum stríðsglæpa sem eiga við um borgarastyrjöld.[4]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „69/149 stjórnarfrumvarp: refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði“. Alþingi . Sótt 11. maí 2023.
- ↑ „Íðorðabankinn“. idordabanki.arnastofnun.is. Sótt 12. maí 2023.
- ↑ „Íslensk nútímamálsorðabók“. islenskordabok.arnastofnun.is (enska). Sótt 12. maí 2023.
- ↑ 4,0 4,1 4,2 Cassese, Antonio (2013). Cassese's International Criminal Law (3rd. útgáfa). Oxford University Press. bls. 63–66. ISBN 978-0-19-969492-1. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. apríl 2016. Sótt 5. október 2015.
- ↑ Löggjafarþing (2000-2001). „Frumvarp til laga um framkvæmd Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn“ (PDF).