Fara í innihald

Stríðsglæpir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bandarískur hermaður kannar fórnarlömb fjöldamorðsins í Malmedy, þar sem 84 bandarískir stríðsfangar voru myrtir af SS-sveitum í Belgíu.

Stríðsglæpir eru brot á alþjóðalögum í vopnuðum átökum svo sem manndráp af ásetningi, pyntingar eða ómannúðleg meðferð, umfangsmikil eyðilegging og upptaka eigna, gíslataka og notkun eiturs eða eiturvopna.[1][2][3]

Hugtakið stríðsglæpur kom fyrst fram í skipulagsbindingu venjubundinna alþjóðalaga sem gilda um átök milli fullvalda ríkja, svo sem Lieber Code í þrælastríðinu og Haag-samningunum árin 1899 og 1907 fyrir alþjóðlegt stríð.[4] Í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar settu réttarhöldin yfir leiðtogum öxulveldanna Nürnberg-reglurnar, sem segja að alþjóðalög ákveði hvað teljist vera stríðsglæpur.[5] Árið 1949 skilgreindu Genfarsáttmálarnir nýja stríðsglæpi og samþykktu að ríki gætu farið með allsherjarlögsögu yfir stríðsglæpamönnum.[6] Í síðari tíð hafa alþjóðlegir dómstólar útvíkkað og skilgreint viðbótarflokka stríðsglæpa sem eiga við um borgarastyrjöld.[4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „69/149 stjórnarfrumvarp: refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði“. Alþingi. Sótt 11. maí 2023.
  2. „Íðorðabankinn“. idordabanki.arnastofnun.is. Sótt 12. maí 2023.
  3. „Íslensk nútímamálsorðabók“. islenskordabok.arnastofnun.is. Sótt 12. maí 2023.
  4. 4,0 4,1 Cassese, Antonio (2013). Cassese's International Criminal Law (enska) (3rd. útgáfa). Oxford University Press. bls. 63–66. ISBN 978-0-19-969492-1. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. apríl 2016. Sótt 5. október 2015.
  5. „Siðfræði. Helsinki-yfirlýsingin“. Læknablaðið. Sótt 29. júní 2024.
  6. Löggjafarþing (2000-2001). „Frumvarp til laga um framkvæmd Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn“ (PDF).