Broddvespur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Apocrita)
Broddvespur
Andrena sp.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Æðvængjur (Hymenoptera)
Undirættbálkur: Broddvespur (Apocrita)

Broddvespur (fræðiheiti: Apocrita) er undirættbálkur skordýra af ættbálkinum æðvængjur. Geitungar, býflugur og maurar eru broddvespur. Varppípa kvendýra er stundum áberandi og er hefur stundum þróast í stungugadd sem dýrið notar bæði til varnar og til að lama veiðibráð. Lirfurnar eru fótalausar og blindar og eru annað hvort aldar upp inni í hýsli (jurt eða dýri) eða í hólfi í búi sem móðir þeirra sér um.

Vanalega er broddvespum skipt í tvo meginhópa, sníkjuvespur (Parasitica) og gaddvespur (Aculeata). Geitungaættin (Vespidae) og býflugnaættin (Apidae) eru gaddvespur.

Flestar tegundir sníkjuvespna eru litlar. Sníkjuvespur verpa eggjum sínum inn í eða á öðru skordýri (eggi, lirfu eða púpu) og lirfa þeirra vex og þroskast inn í eða á hýslinum. Hýsillinn er næstum alltaf drepinn. Margar sníkjuvespur eru notaðar við lífræna stjórnun til að draga úr meindýrum eins og fiðrildislirfum.

Þær broddvespur sem hvorki eru sníkjuvespur né félagsskordýr gefa lirfum sínum bráð (venjulega lifandi og lamaða) eða frjódufti og hunangslög. Félagsskordýr í hópi broddvespna gefa lirfum sínum veiðibráð, frjóduft og hunangslög eða fræ, sveppi og egg.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.