Fara í innihald

Gullkollur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Anthyllis vulneraria)
Gullkollur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Belgjurtabálkur (Fabales)
Ætt: Ertublómaætt (Fabaceae)
Undirætt: Faboideae
Ættkvísl: Anthyllis
Tegund:
A. vulneraria

Tvínefni
Anthyllis vulneraria
L.

Gullkollur (fræðiheiti Anthyllis vulneraria) er jurt af ertublómaætt. Talið er að Gullkollur hafi verið fluttur til Íslands sem fóðurjurt í Selvog og þaðan breiðst út.

Hann er tví eða fjölær jurt með gul (sjaldan rauðgul eða rauð) blóm. Hann nær allt að 20 sm hæð. Hann er góð fóðurjurt fyrir skepnur en vegna smæðar hentar hann einkum til beitar.

Útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Gullkollur er útbreiddur í Evrópu, Litluasíu og Norður Afríku, á sólríkum stöðum í þurrum og kalkríkum jarðvegi. Á Íslandi er hann mestmegnis bundinn við suðvesturhornið og einkum nágrenni Selvogs.

Undirtegundir

[breyta | breyta frumkóða]

Gullkollur er með nokkrar undirtegundir sem eru bundnar mismunandi hlutum útbreiðslusvæðisins:

  • Íslenskur gullkollur(Anthyllis vulneraria ssp. borealis)
  • Aðaltegundin (Anthyllis vulneraria ssp. carpathica)
  • Danskur gullkollur (Anthyllis vulneraria ssp. danica)
  • Finnskur gullkollur (Anthyllis vulneraria ssp. fennica)
  • Laplands gullkollur (Anthyllis vulneraria ssp. lapponica)
  • Rauðblóma gullkollur (Anthyllis vulneraria ssp. praepropera)
  • Lítill gullkollur(Anthyllis vulneraria ssp. vulneraria)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.