Vallhumall
Útlit
(Endurbeint frá Achillea millefolium)
Vallhumall | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vallhumall nálægt Amiens í Frakklandi
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Achillea millefolium L., 1753 |
Vallhumall (fræðiheiti: Achillea millefolium) er fjölær jurt af körfublómaætt. Blómin hvít en stilkurinn og laufin græn. Aðalblómgunartíminn er í júlí. Hæð plöntunnar er 10 - 50 sentimetrar. Vallhumall er algengur um allt norðurhvel jarðar.
Vallhumall er frekar algeng planta á Íslandi og vex að mestu á Norðausturlandi og Suðvesturlandi. Kjörlendi plöntunnar er valllendi. Plantan dreifir sér ekki vel á hálendi en á Norðausturlandi eru nokkur dæmi um að hún finnist ofar en 500 metra fyrir ofan sjávarmál.
Plantan er oft notuð í alls konar græðandi smyrsl,[1] te og sem bragðbætir í bjór.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Home Herbal: Cook, Brew & Blend Your Own Herbs. DK Pub. 2011. ISBN 978-0-7566-7183-9.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Achillea millefolium.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Vallhumall.