Fara í innihald

Nosema apis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nosema apis
Vísindaleg flokkun
Ríki: Fungi
Fylking: Microsporidia
Flokkur: Dihaplophasea
Ættbálkur: Dissociodihaplophasida
Ætt: Nosematidae
Ættkvísl: Nosema
Tegund:
N. apis

Tvínefni
Nosema apis
(Zander, 1909)

Nosema apis er Microsporidia, örsmátt, einfrumu sníkjudýr sem nýlega var endurflokkað sem sveppur sem leggst aðallega á hunangsbý. Það veldur þarmaveiki, sem einnig er kölluð nosemosis eða nosema, og er einn algengasti sjúkdómurinn í býflugum.[1] Dvalarstig N. apis eru langlíf gró sem þola öfgar í hitastigi og þurrk, og er ekki hægt að drepa með því að frysta sýkt hólf.

Einkenni sýkinnar eru tiltölulega almenn, sem gerir erfitt um vik að greina hana frá öðrum býflugnasjúkdómum. Hún kemur helst fram að vori eftir langvarandi leiðindaveður, þó gæti hún verið vetrarsjúkdómur sem fyrst er tekið eftir þegar býræktendur skoða kúpurnar. Þernurnar verða verst úti, síður druntarnir. Drottningin er sjaldan smituð þar sem drottningin er sjaldan fóðruð af smituðum þernum. Augljósasta einkennið er skita. Hún lýsir sér sem gular rendur utan á búinu og í alvarlegum tilfellum, innan í búinu. Býin geta verið ófleyg ("skríðandi") vegna ósamhæfðra vængja (disjointed).

Viðbótareinkenni eru; gildari afturbolur, veikara stunguviðbragð, og snemmbúin drottningarskifti. Ef drottningin er sýkt, þá skemmast eggjastokkarnir og eggjaframleiðsla fellur niður, sem gerir líklegt að henni verði skift út. Sjúkdómsferlið sem var lýst af Higes et al.. í Spáni fyrir N. ceranae er aðeins frábrugðið því hjá N. apis. Breytingarnar í meltingarkerfinu voru umtalsvert alvarlegri en hjá N. apis, tengdar miklum og útbreiddum frumuskemmdum. Aftur á móti vantaði hefðbundin einkenni hjá N. ceranae, svo sem skita, skrið, fjöldi dauðra býflugna í búinu og svo framvegis. Býin deyja frekar utan búsins, sem veldur fæðuskorti, og að lokum hruni búsins. Ritter (CVUA Freiburg) tilkynnti að einkenni geti komið fram allt árið hjá N. ceranae, öfugt við N. apis.s[2] Að vetrarlagi deyja sum búin fljótt og þá eru býin dauð í búinu (á Spáni eru búin yfirleitt tóm).

Meinafræði

[breyta | breyta frumkóða]

Nosema apis er einfruma sníkjudýr í alibýflugum (Apis mellifera). Tegundin er í flokkinum Microsporidia, sem áður var talinn til frumdýra, en eru nú flokkuð sem sveppir eða skyld sveppum.[3] N. apis er með gró sem þola öfgar í hitastigi og þurrk. Áþekk tegund fannst 1996 í Apis cerana í Asíu, sem var nefnd Nosema ceranae. Lítið er vitað um einkenni eða feril sýkinnar annað en að hún virðist herja verr á alibýflugur. Ekki er einu sinni vitað hvenær hún kom til Evrópu.

Þessar tvær tegundir eru ekki greinanlegar við almenna skoðun, heldur einvörðungu með sameinda-erfðatækni svo sem polymerase chain reaction.

Nýskriðin bý eru alltaf ósmituð. Býin þurfa að gleypa gróin til að smitast. Gróin spíra fljótlega eftir inntöku. Þegar gróið er búið að koma sér fyrir í frumu byrjar það að vaxa og fjölga sér. Á sex til 10 dögum eru þekjufrumurnar fullar af nýjum gróum. Þekjufrumur eru vanalega losaðar í maga þar sem þær rifna og losa meltingarensím. Þegar smitaðar frumur losna á svipaðan hátt, losa þær 30–50 milljón smitandi gró þegar þær rifna.

Meðhöndlun

[breyta | breyta frumkóða]

Meðhöndlun með sýklalyfinu Fumidil B (unnið úr Aspergillus fumigatus, ástæðunni fyrir "steinlirfum"), heldur aftur af grómyndun í maga, en drepur ekki gróin. Mælt er með sótthreinsun á búinu og verkfærum við miklum sýkingum.

Gróin eru viðkvæm fyrir efnum eins og ediksýra og formaldehyde, og geislun: ultrasonic og gammageislun.

Hitameðferð í49 °C í 24 klukkustundir getur nýst til að drepa gróin á sýktum verkfærum.


Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Johannes Eckert, Karl Theodor Friedhoff, Horst Zahner, Peter Deplazes: Lehrbuch der Parasitologie für die Tiermedizin (German). 2nd Ed., Georg Thieme 2008, ISBN 978-3-8304-1072-0, p. 140.
  2. Ritter, Wolfgang, (CVUA Freiburg): Nosema ceranae. Asiatischer Nosema-Erreger festgestellt. Neu verbreitet oder erst jetzt entdeckt (Þýðing: Asískur nosema sýkill greindur. Ný útbreiðsla eða nýfundinn)?] ADIZ, die Biene, der Imkerfreund (Zeitschrift der Landesverbände) 3/2006, S. 7 (Online auf der Website des Landesverbandes Schleswig-Holsteinischer und Hamburger Imker e. V.).
  3. Liu YJ, Hodson MC, Hall BD. Loss of the flagellum happened only once in the fungal lineage: phylogenetic structure of kingdom Fungi inferred from RNA polymerase II subunit genes. BMC Evol Biol. 2006 Sep 29;6:74.

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.