Skordýr

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Insecta)
Skordýr
Tímabil steingervinga: Devontímabilið - Nútími
Alibýfluga af ættbálk æðvængja
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Sexfætlur (Hexapoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Linnaeus, 1758
Undirflokkar og ættbálkar
Yfirættbálkur: Útvængjur (Exopterygota)
Yfirættbálkur: Innvængjur (Endopterygota)

Skordýr (fræðiheiti: Insecta) eru liðdýr í undirfylkingu sexfætla. Skordýr eru fjölbreyttasti flokkur dýra jarðarinnar með yfir 1.000.000 þekktar tegundir, fleiri en allir aðrir hópar dýra samanlagt. Þau vísindirannsaka skordýr kallast skordýrafræði. Fyrstu skordýrin koma fram á svokölluðu Devon-tímabili fyrir um 400 milljónum ára. Þar sem jörðin er 4,5 milljarða að aldri hafa skordýr aðeins verið til staðar á innan við tíunda hluta sögu jarðar. Fyrstu skordýrin voru ófleyg og um tugi milljóna ára voru aðeins til ófleyg skordýr. Fleygu skordýrin koma fram einu jarðsögulegu tímabili seinna, á svokölluðu steinkola-skeiði.

Skordýr eru fjölbreyttasti flokkur dýra jarðarinnar með yfir milljón þekktar tegundir, fleiri en allir aðrir hópar dýra samanlagt. Samanlagður fjöldi skordýrategunda (lifandi og útdauðra) er áætlaður milli sex og tíu milljónir, sem gæti verið allt að 90% allra dýrategunda sem lifað hafa á jörðinni. Skordýr er að finna í nánast hvaða umhverfi sem er, en þó eru þau fá í hafinu—þar eru önnur liðdýr algengari, þ.e. krabbadýr.

Uppbygging[breyta | breyta frumkóða]

Uppbygging skordýra
AHöfuð BFrambolur CAfturbolur 
1. fálmari
2. depilauga (neðra)
3. depilauga (efra)
4. samsett auga
5. heilataugahnoða
6. framliður frambols
7. bakæð
8. loftæðar (andop)
9. milliliður frambols
10. afturliður frambols
11. framvængur
12. afturvængur
13. miðgörn (magi)
14. baklæg æð (aorta)
15. eggjastokkur
16. víðgirni (þarmar, endaþarmur og endaþarmsop)
17. endaþarmsop
18. leggöng
19. abdominal ganglia
20. Malpighian tubes
21. tarsal pads
22. klær
23. ristarliður
24. langliður
25. femur
26. lærleggur
27. framgörn
28. framtaugahnoða
29. stofnliður
30. munnvatnskirtill
31. subesophageal ganglion
32. bitkjálkar

Líkami skordýra er liðskiptur með ytri stoðgrind, sem er að mestu úr kítíni. Líkaminn skiptist í þrjá hluta, höfuð, frambol og afturbol. Á höfðinu eru tveir fálmarar og par af samsettum augum auk einfaldari depilaugna. Skordýr hafa ekki lungu heldur loftop sem dreifa súrefni í æðar þeirra [1]

Lífsferill skordýra er afar mismunandi en flest klekjast úr eggjum. Hin óteygjanlega ytri stoðgrind skordýra takmarkar vöxt þeirra og þroski verður með hamskiptum. Dýr á fyrri þroskastigum geta verið ólík fullorðnum dýrum í vexti, hegðun og kjörlendi. Sum skordýr fara í gegnum fullkomna myndbreytingu og er eitt þroskastig þeirra þá púpustig. Skordýr sem taka ófullkominni myndbreytingu fara ekki í gegnum púpustig og verður dýr þá fullvaxta með því að fara í gegnum gyðlustig. Steingerðar leifar skordýra frá fornlífsöld benda til þess að vænghaf drekaflugna hafi getað verið 55 til 70 cm. Fjölbreyttustu skordýrahóparnir virðast hafa þróast samhliða blómum (dulfrævingum).

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hafa skordýr lungu? Vísindavefur, skoðað 5. september, 2019