Loftsekkjamítill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Loftsekkjamítill

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Áttfætlur (Arachnida)
Undirflokkur: Mítlar (Acarina)
Ættbálkur: Trombidiformes
Ætt: Tarsonemidae
Ættkvísl: Acarapis
Tegund:
A. woodi

Tvínefni
Acarapis woodi
(Rennie, 1921)
Samheiti

Tarsonemus woodi

Loftsekkjamítill (fræðiheiti: Acarapis woodi) er mítlategund sem veldur loftsekkjaveiki í alibýflugum [1] og var henni fyrst lýst á Wighteyju við Bretlandseyjar.[2] Acarapis woodi mítlarnir búa og fjölga sér í loftsekkjum í býflugum.[2] Kvenmítillinn festir 5 til 7 egg við veggi loftsekkjanna, þar sem lirfan klekst og þroskast á þeim 11 - 15 dögum sem það tekur hana að verða fullvaxinn mítill.[2] Mítlarnir setjast að í ungum býflugum, allt að tveggja vikna gömlum, en þeir sjúga blóð í loftsekkjunum með sograna.Meir en hundrað mítlar geta verið í hverri berkju og veikir það býfluguna. Mítlarnir eru yfirleitt minna en 175μm langir, og sjást einvörðungu í smásjá.[2][3] Þeir dreifa sér með að klifra úr öndunarfærunum og á hár býflugnanna þar sem þeir komast yfir á aðrar býflugur.

Aðrar áþekkar mítlategundir eru Acarapis externus og Acarapis dorsalis.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. "Tracheal mites" Tarsonemidae“. Agricultural Research Service, United States Department of Agriculture. 18. febrúar 2005. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. maí 2011. Sótt 10. mars 2011.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 H. A. Denmark, H. L. Cromroy & Malcolm T. Sanford (2000). „Honey bee tracheal mite, Acarapis woodi. Featured Creatures. University of Florida. Sótt 10. mars 2011.
  3. „Býflugnasjúkdómar“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. september 2018. Sótt 7. apríl 2018.


Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.