Æðvængjur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Æðvængjur
Kvenkyns Andrena sp.
Kvenkyns Andrena sp.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Undirflokkur: Vængberar (Pterygota)
Innflokkur: Neoptera
Yfirættbálkur: Innvængjur (Endopterygota)
Ættbálkur: Æðvængjur (Hymenoptera)
Linnaeus, 1758
Undirættbálkar

Broddvespur (Apocrita)
Sagvespur (Symphyta)

Æðvængjur (fræðiheiti: Hymenoptera) er ættbálkur skordýra sem skipt í tvo undirættbálka, annars vegar sagvespur (Symphyta) og hins vegar broddvespur (Apocrita). Sagvespur eru breiðar um mittið en broddvespur eru örmjóar. Lirfur sagvespa eru plöntuætur en flestar broddvespur eru sníkjuvespur þ.e. verpa eggjum sínum í eða á önnur dýr og aðrar eins og geitungar, býflugur og maurar eru félagsskordýr sem lifa í samfélögum.

Æðvængjur hafa yfirleitt greinilega þrískiptan bol og grannt mitti milli frambols og afturbols, kúlulaga höfuð, margliðskipta fálmara sem stundum eru mjög langir, áberandi augu og sterka bitkjálka. Þær hafa tvö pör af vængjum og eru aftari vængirnir mun minni. Mörg kvendýr hafa áberandi varppípu á afturenda. Sumar æðarvængjur hafa stungugadd sem tengdur er í eiturkirtil.

Á Íslandi hafa fundist um 260 tegundir æðvængna. Langflestar þeirra eru sníkjuvespur.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.