Fiann Paul

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Fiann Paul
Innsetning frá 2011 eftir Fiann Paul. Innsetningin er ljósmyndir af mæðrum frá afskekktum svæðum á Íslandi að gefa börnum brjóst. Sýningin var á húsvegg á Tryggvagötu í Reykjavík
Innsetning frá 2008 á endurbyggingarsvæði á mörkum Austurstrætis og Lækjargötu í Reykjavík

Fiann Paul (fæddur í Póllandi árið 1980) er íslenskur listamaður, íþróttamaður og landkönnuður. Fiann tekur þátt í sjávarróðri fyrir Íslands hönd[1] og hefur róið yfir stóru úthöfin fjögur á árabát, án fylgdarbáta. Árið 2016 hlaut hann titilinn hraðskreiðasti úthafsræðari heims og árið 2017 varð hann sá maður sem slegið hefur flest heimsmet í úthafsróðri, en Fiann er nú handhafi 30 Guinnessheimsmeta, þar af 23 vegna frammistöðu. Þar af eru nokkur sem fela í sér þann árangur að vera fyrstur til að setja heimsmet í ákveðnum flokkum. Hann var fyrstur manna til að róa yfir fjögur úthöf og fyrstur manna til að eiga samtímis fjögur hraðamet vegna þeirra róðra.[2][3][4][5] Fiann var fyrirliði leiðangurs þar sem flest heimsmet voru slegin,[2] fremsti ræðari (stroke) hraðskreiðasta bátar í sögu úthafsróðurs[6][7] og fremst ræðari (stroke) í róðrunum yfir úthöfin fjögur þar sem hraðamet var slegið í hverjum róðri fyrir sig.[8][9] Fiann hefur hlotnast æðsti heiður á mörgum sviðum í sögu úthafsróðurs.[10]

Sem listamaður hefur Fiann haldið stórar sýningar á landsvísu auk alþjóðlegra sýninga. Megininnihald sýninga hans hefur verið: frumbyggjar, réttindi barna, brjóstagjafir og réttindi dýra. Fiann var annar tveggja höfunda “Dialog”, sýningar ljósmynda af íslenskum börnum sem prýddu gatnamót Lækjargötu og Bankastrætis árið 2008.[11] Hann var einnig höfundur verksins “See it!” sem ætlað var til að koma af stað vakningu brjóstagjafar, en sýningin var í Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur árið 2011.[12] Sem listamaður tók Fiann einnig þátt í að styðja velferð færeysks hestakyns sem var í útrýmingarhættu.[13]

Árið 2011 Stofnuðu Fiann og Natalie Caroline góðgerðasamtök sem byggðu grunnskóla í fjöllum Himalaja árið 2013. Skólinn menntar 150 nemendur ár hvert.[14] Í verkefninu gat Fiann nýtt sér menntun sína á sviði arkitektúrs og kennslu.[15][16]

Sem stendur stundar Fiann framhaldsnám í Depth Psychology og undirgengst nú þjálfun til þess að verða Jungian Analyst við C.G. Jung stofnunina í Zurich.[17] Hans helsti áhugi á sviði Depth Psychology liggur í karlmennsku „archetype‘‘. Hann hefur haldið marga fyrirlestra og hvatningaræður og hefur staðið fyrir námskeiðum víða erlendis.[18][19]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 1. http://icelandreview.com/news/2016/08/05/three-icelandic-world-records-rower
 2. 2,0 2,1 http://www.mensjournal.com/adventure/articles/speaking-with-the-men-of-the-record-breaking-polar-row-expedition-w501659
 3. http://www.huffingtonpost.com/marc-boyd/team-uniting-nations-on-p_b_10930774.html
 4. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/09/09/karlmennska_er_ahugasvid_mitt/
 5. https://secure.mbl.is/mogginnminn/blad_dagsins/innskraning/?redirect=/mogginnminn/blad_dagsins/eldra/2017-09-09-all.pdf?_t=1506853778.78
 6. http://www.oceanrowing.com/ORS_Archive/ORS_archive_2011.htm#Matt_Cr
 7. http://www.oceanrowing.com/SaraG/photo_index.htm
 8. https://www.polarrow.com/the-crew/
 9. http://www.vikingrowevents.com/expeditions/hall-of-fame.html
 10. https://secure.mbl.is/mogginnminn/blad_dagsins/innskraning/?redirect=/mogginnminn/blad_dagsins/eldra/2017-09-09-all.pdf?_t=1506853778.78
 11. http://eldri.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-4533/7792_read-28230/7792_page-12/
 12. http://www.pressan.is/pressupennar/lesa_Ingibj%C3%B6rgB/brjostagjafavikan-2011-sjaumst-
 13. http://heinesen.info/wp/friaflota/verkaetlanin/studlar/
 14. http://icelandreview.com/news/2014/08/14/ocean-rower-sets-four-world-records-iceland
 15. https://issuu.com/frettatiminn/docs/22_08_2014_lr/32
 16. http://icelandnews.is/islandia/ciekawostki-islandia/fiann-paul-rekordzista-trzech-oceanow
 17. http://www.frettatiminn.is/heimsmet-i-rodri-a-thremur-uthofum/
 18. https://issuu.com/frettatiminn/docs/22_08_2014_lr/32
 19. http://www.mtr.is/is/frettir/fiann-paul-i-heimsokn