Wikipedia:Potturinn/Safn 21
Þetta er skjalasafn fyrir gamla umræðu. Ekki breyta efni þessarar síðu. Ef þú vilt halda áfram umræðu, eða hefja nýja, vinsamlegast gerðu það á núverandi spjalli. |
Skemmtileg rifrildi í greinaspjalli
Ég veit ekki hvort hægt er að sjá einhvers staðar hvaða greinar hafa spjall en mig langar til safna saman dæmum um ágreining um innihald íslenskra greina. Ég hef stundum sjálf verið í svoleiðis þrætum og held að ágreiningur og togstreita sé merkilegur hluti af því sem gerist í svona samvinnukerfum eins og wikipedia þegar fólk er að reyna að ná einhverjum consensus um merkingu og bestu útskýringu á einhverju fyrirbæri. Af hverju stafar helst ágreiningur og breytist það eitthvað yfir tíma? Ég er að reyna að safna saman nokkrum dæmum, kunnið þið einhver skemmtileg? (dæmin eru náttúrulega ekkert skemmtileg þegar tekist er á en verða það kannski nokkrum misserum seinna). Hér eru dæmi um það sem ég á við Spjall:Breiðbogi og Spjall:Hannes_Hafstein --Salvor (spjall) 14. janúar 2014 kl. 15:52 (UTC)
- Spjall:Íslam. Mér var ansi heitt í hamsi hér. --Jabbi (spjall) 14. janúar 2014 kl. 16:27 (UTC)
- Dæmi af handahófi: Spjall:Frumkvöðull, Spjall:Rökfræði , Spjall:Stefán_H._Ófeigsson --Cessator (spjall) 14. janúar 2014 kl. 23:57 (UTC)
Request for comment on Commons: Should Wikimedia support MP4 video?
I apologize for this message being only in English. Please translate it if needed to help your community.
The Wikimedia Foundation's multimedia team seeks community guidance on a proposal to support the MP4 video format. This digital video standard is used widely around the world to record, edit and watch videos on mobile phones, desktop computers and home video devices. It is also known as H.264/MPEG-4 or AVC.
Supporting the MP4 format would make it much easier for our users to view and contribute video on Wikipedia and Wikimedia projects -- and video files could be offered in dual formats on our sites, so we could continue to support current open formats (WebM and Ogg Theora).
However, MP4 is a patent-encumbered format, and using a proprietary format would be a departure from our current practice of only supporting open formats on our sites -- even though the licenses appear to have acceptable legal terms, with only a small fee required.
We would appreciate your guidance on whether or not to support MP4. Our Request for Comments presents views both in favor and against MP4 support, based on opinions we’ve heard in our discussions with community and team members.
Please join this RfC -- and share your advice.
All users are welcome to participate, whether you are active on Commons, Wikipedia, other Wikimedia project -- or any site that uses content from our free media repository.
You are also welcome to join tomorrow's Office hours chat on IRC, this Thursday, January 16, at 19:00 UTC, if you would like to discuss this project with our team and other community members.
We look forward to a constructive discussion with you, so we can make a more informed decision together on this important topic. Keegan (WMF) (talk) 16. janúar 2014 kl. 06:46 (UTC)
Morgunútvarpið
Ég mætti í morgunútvarpoið til þess að svara spurningum um Wikipedia:Vikuleg Wikipedia-kvöld --Jabbi (spjall) 23. janúar 2014 kl. 14:43 (UTC)
- Feitt læk :) --Akigka (spjall) 23. janúar 2014 kl. 16:23 (UTC)
Rename my account from Bertrand Bellet → Aucassin
Hello, sorry for writing in English. Renaming requests are supposed to posted here. I wish to use my own name no longer to contribute and am therefore moving all my Wikimedia accounts to this pseudonym, under a new SUL account.
- Old name : User:Bertrand Bellet
- New name : User:Aucassin
Could a bureaucrat do this on the Icelandic Wikipedia? Thanks in advance. Bertrand Bellet (spjall) 25. janúar 2014 kl. 12:41 (UTC)
- Done. Please login with your new username and visit Special:MergeAccount.--Snaevar (spjall) 27. janúar 2014 kl. 19:20 (UTC)
Flokkun greina
Hæhæ Nú er ég tiltölulega ný hér á wikipedia en búin að gera tvær greinar, vona að þær séu í lagi. https://is.wikipedia.org/wiki/Haf%C3%ADssetrið https://is.wikipedia.org/wiki/Hillebrandtshús En flokkun þeirra er að vefjast mjög mikið fyrir mér. Ég veit ég þarf að tengja þær við Austur-Húnavatnssýslu og Blönduós en ég átta mig ekki alveg á því hvernig ég fer að því. Hjálp vel þegin :)
- Ég skal setja inn flokkana og þá getur þú skoðað textann og séð hvernig það er gert. Það er alltaf gert á sama hátt, nema þegar um fólk er að ræða og merktur er fæðingar-eða dánardagur viðkomandi og hinsvegar stofndagur einhvers, eins og hvaða ár hljómsveit var stofnuð. Með því að finna einhverja gamla grein sem hefur þá merkingu og þá getur þú skoðað hvernig það er gert. PS. Mundu að setja merkingu aftan við það sem þú skrifar í pottinn (finnur það undir „umræður“ í listanum yfir skipanir effst, svo allir viti hver hefur skrifað viðkomandi innlegg. Bragi H (spjall) 30. janúar 2014 kl. 09:45 (UTC)
Konflikt milli commons og wikidata
það er einhver villa komin í skriftið fyrir commons og wikidata, fæ meldinguna „Commons með annan tengil en wikidata“ hefur einhver verið að fá þetta áður, þetta virðist vera alveg nýtt. Þetta kemur fram sem flokkur og þegar ég skoða hann eru margar síður þar undir, svo eitthvað hefur gerst sem veldur því að þessi villa er komin út um allt. Ég hef vanið mig á að tengja allar líffræðigreinar við wikiorðabókina, commonscat (ekki notað commons heldur commonscat) og Wikilífverur og hefur þetta alltaf virkað fínnt, en núna virðist þetta eitthvað vera orðið ruglað. Þetta gefur þó virðist bara villu á commons, en ef ég fer að hræra í wikilífverur fæ ég líka villu þar. Bragi H (spjall) 30. janúar 2014 kl. 13:59 (UTC)
- Sjá dæmi um þetta á greininni um AuðnutittlingBragi H (spjall) 30. janúar 2014 kl. 14:02 (UTC)
- Sjá líka á Sankti Pierre og Miquelon. Það væri gott að fá skýringu á þessu ef einhver veit eitthvað. --Akigka (spjall) 30. janúar 2014 kl. 14:05 (UTC)
- Ég er að sjá þetta út um allt og það virðist ekki tengjast því hvort vísað er í mörg önnur wikiverkefni eins og ég hélt heldur virðist þetta bara vera konflikt milli commons og wikidata.Bragi H (spjall) 30. janúar 2014 kl. 14:11 (UTC)
- Þetta er scripta sem setur síður sjálfkrafa í tiltekna viðhaldsflokka, sbr. flokkinn með brotna skráartengla. Þegar þetta kemur upp er nóg að skapa flokkinn og setja inn HIDDENCAT með __ báðum megin og þá verður flokkurinn þar með falinn. Nú er hægt að stilla Commons flokkana inni á Wikidata í stað þess að gera það fyrir hvert wikiverkefni fyrir sig. Ef þið rekist á þessa villu ætti að vera nóg að fara á Wikidata og setja inn tenginguna þar. Ég býst annars við að villan um að Commons sé með engan Wikidata tengil villunum muni fækka eftir því sem erlendir Wikipedia aðdáendur setja þá inn á Wikidata. -Svavar Kjarrval (spjall) 6. febrúar 2014 kl. 21:12 (UTC)
- Ég er að sjá þetta út um allt og það virðist ekki tengjast því hvort vísað er í mörg önnur wikiverkefni eins og ég hélt heldur virðist þetta bara vera konflikt milli commons og wikidata.Bragi H (spjall) 30. janúar 2014 kl. 14:11 (UTC)
- Sjá líka á Sankti Pierre og Miquelon. Það væri gott að fá skýringu á þessu ef einhver veit eitthvað. --Akigka (spjall) 30. janúar 2014 kl. 14:05 (UTC)
New feature
Hi everyone, and sincere apologies for posting in English.
This is an extra announcement that today we released a new feature, called "Getting Started" in English, which provides all newly-registered editors with suggestions of what to edit and how to do so. You can learn more at the English guide to the feature, a version of which should be created here too probably. Unless you're registering a new account you will not notice this feature, though it does apply an edit tag to identify which edits come from suggested pages. Thanks, and do let me know if you have any questions. This was also mentioned in Tech News. Steven (WMF) (spjall) 11. febrúar 2014 kl. 19:06 (UTC)
Universal Language Selector will be enabled by default again on this wiki by 21 February 2014
On January 21 2014 the MediaWiki extension Universal Language Selector (ULS) was disabled on this wiki. A new preference was added for logged-in users to turn on ULS. This was done to prevent slow loading of pages due to ULS webfonts, a behaviour that had been observed by the Wikimedia Technical Operations team on some wikis.
We are now ready to enable ULS again. The temporary preference to enable ULS will be removed. A new checkbox has been added to the Language Panel to enable/disable font delivery. This will be unchecked by default for this wiki, but can be selected at any time by the users to enable webfonts. This is an interim solution while we improve the feature of webfonts delivery.
You can read the announcement and the development plan for more information. Apologies for writing this message only in English. Thank you. Runa
Landagreinarnar
Eins og einhverjir hafa tekið eftir hef ég reynt að halda utanum stöðu greina um lönd, heimastjórnarsvæði og umdeild/hernumin svæði á notendarýminu mínu: Notandi:Akigka/Lönd heimsins. Mig langar til að spyrja hvort þessi verkefnasíða gæti átt heima einhversstaðar í almenna nafnrýminu? Mig langar til að tengja hana við sambærilegar verkefnasíður á öðrum wp-verkefnum... Hvað finnst ykkur? --Akigka (spjall) 21. febrúar 2014 kl. 12:07 (UTC)
- Ég veit ekki hvar hún ætti heima enn mér finnst tvímælalaust að hún ætti að vera aðgengilegri því hún er að mínu mati mjög góð og gott framtak hjá þér. Bragi H (spjall) 21. febrúar 2014 kl. 15:33 (UTC)
- Ein hugmynd væri að taka Gátt:Landafræði, flytja hana á Gátt:Lönd og lýðir og setja þar undir flipann "Verkefni" með þessari síðu... Fella niður (eyða) gáttunum Gátt:Finnland og Gátt:Japan og nota efnið þar á nýju gáttinni. --Akigka (spjall) 21. febrúar 2014 kl. 17:30 (UTC)
Jæja, ef enginn mótmælir þá ætla ég einfaldlega að flytja Notandi:Akigka/Lönd heimsins á Wikipedia:Lönd heimsins (sbr. Wikipedia:Mannanöfn og Wikipedia:Kirkjur á Íslandi)... ef enginn mótmælir --Akigka (spjall) 24. febrúar 2014 kl. 19:53 (UTC)
Amendment to the Terms of Use
Hello all,
Please join a discussion about a proposed amendment to the Wikimedia Terms of Use regarding undisclosed paid editing and we encourage you to voice your thoughts there. Please translate this statement if you can, and we welcome you to translate the proposed amendment and introduction. Please see the discussion on Meta Wiki for more information. Thank you! Slaporte (WMF) 21. febrúar 2014 kl. 22:00 (UTC)
Call for project ideas: funding is available for community experiments
I apologize if this message is not in your language. Please help translate it.
Do you have an idea for a project that could improve your community? Individual Engagement Grants from the Wikimedia Foundation help support individuals and small teams to organize experiments for 6 months. You can get funding to try out your idea for online community organizing, outreach, tool-building, or research to help make Wikipedia better. In March, we’re looking for new project proposals.
Examples of past Individual Engagement Grant projects:
- Organizing social media for Chinese Wikipedia ($350 for materials)
- Improving gadgets for Visual Editor ($4500 for developers)
- Coordinating access to reliable sources for Wikipedians ($7500 for project management, consultants and materials)
- Building community and strategy for Wikisource (€10000 for organizing and travel)
Proposals are due by 31 March 2014. There are a number of ways to get involved!
Hope to have your participation,
--Siko Bouterse, Head of Individual Engagement Grants, Wikimedia Foundation 28. febrúar 2014 kl. 19:44 (UTC)
Listi yfir skiptingar íslenskra orða á milli lína?
Veit einhver hvort til er listi yfir hvernig á að skipta íslenskum orðum á milli lína. Ég veit ekki hvort þetta er rétti staðurinn til að spyrja, og veit ekki hvernig slíkur listi myndi líta út, en finnst þó eins og eitthvað í líkingu við þetta væri málið:
inn-dregin al-mátt-ugur vana-legur
- Eina línuskiptingaorðasafnið sem ég veit um er hyph_is-1.0.oxt sem er viðbót við OpenOffice.org, en upphaflega frá Jörgen Pind, gert fyrir LaTeX. Viðbótin er hér og upphaflegu LaTeX-töflurnar hér. Það er hins vegar ekki á þessu sniði sem þú talar um. --Akigka (spjall) 3. mars 2014 kl. 10:54 (UTC)
- Takk fyrir þetta, þetta hlaut að vera til. En spurning hvernig best er að nota þetta. Það sem ég vil gera er að keyra textaskrá í gegnum einhverskonar forrit og setja ­ merki inn í textann á réttum stöðum áður en ég breyti honum í epub/mobi skrá, til að fá rafbókalesara til að birta textann með línubilum á réttum stöðum. Eru einhverjar hugmyndir um hvernig væri best að gera það? Ætli það séu einhverjar leiðir til að nota þessi söfn á hráan texta, eða er besta lausnin kannski að gera þetta einhvernvegin allt öðruvísi? Magnús Þór (spjall) 3. mars 2014 kl. 11:15 (UTC)
- Þú gætir eflaust reynd að nota t.d. LaTeX til að gera það, en ætti ekki ePub-lesarinn sjálfur að sjá um þetta? --Akigka (spjall) 3. mars 2014 kl. 11:50 (UTC)
- Það væri auðvitað frábært (ef lesarinn sæi um þetta sjálfur), en ástæðan fyrir því að ég lagði upp í þessar vangaveltur var að Kindle, til dæmis, skiptir engum orðum á milli lína í þeim bókum sem ég hef verið að búa til, sem gerir þær illlæsilegar þar sem orðin eru svo löng. Magnús Þór (spjall) 3. mars 2014 kl. 14:15 (UTC)
- Þú gætir eflaust reynd að nota t.d. LaTeX til að gera það, en ætti ekki ePub-lesarinn sjálfur að sjá um þetta? --Akigka (spjall) 3. mars 2014 kl. 11:50 (UTC)
- Takk fyrir þetta, þetta hlaut að vera til. En spurning hvernig best er að nota þetta. Það sem ég vil gera er að keyra textaskrá í gegnum einhverskonar forrit og setja ­ merki inn í textann á réttum stöðum áður en ég breyti honum í epub/mobi skrá, til að fá rafbókalesara til að birta textann með línubilum á réttum stöðum. Eru einhverjar hugmyndir um hvernig væri best að gera það? Ætli það séu einhverjar leiðir til að nota þessi söfn á hráan texta, eða er besta lausnin kannski að gera þetta einhvernvegin allt öðruvísi? Magnús Þór (spjall) 3. mars 2014 kl. 11:15 (UTC)
Request for translation
Dear colleagues, please translate the article en:Ryhor Baradulin. Thank you in advance. --Rymchonak (spjall) 3. mars 2014 kl. 11:38 (UTC)
- It should perhaps be noted that Rymchonak has been request-spammning quite a few editions of Wikipedia recently. - Tournesol (spjall) 4. mars 2014 kl. 09:05 (UTC)
Request for username change : Hosiryuhosi -> Rxy
- Current username: Hosiryuhosi
- Target username: Rxy
- Reason: I want to change my current username to short username at WMF wikis globally. Note: Global account "Rxy" is my account (confirm). Thanks. --Hosiryuhosi (spjall) 12. mars 2014 kl. 05:31 (UTC)
Done. You have been renamed, and I moved your userpage, your common javascript and css to your new username, without an redirect. Please login with your new username and visit Special:MergeAccount.--Snaevar (spjall) 11. apríl 2014 kl. 01:13 (UTC)
Proposed optional changes to Terms of Use amendment
Changes to the default site typography coming soon
This week, the typography on Wikimedia sites will be updated for all readers and editors who use the default "Vector" skin. This change will involve new serif fonts for some headings, small tweaks to body content fonts, text size, text color, and spacing between elements. The schedule is:
- April 1st: non-Wikipedia projects will see this change live
- April 3rd: Wikipedias will see this change live
This change is very similar to the "Typography Update" Beta Feature that has been available on Wikimedia projects since November 2013. After several rounds of testing and with feedback from the community, this Beta Feature will be disabled and successful aspects enabled in the default site appearance. Users who are logged in may still choose to use another skin, or alter their personal CSS, if they prefer a different appearance. Local common CSS styles will also apply as normal, for issues with local styles and scripts that impact all users.
For more information:
- Summary of changes and FAQ
- Discussion page for feedback or questions
- Post on blog.wikimedia.org
-- Steven Walling (Product Manager) on behalf of the Wikimedia Foundation's User Experience Design team
Hæ
Ég er "nýr" hérna. Þ.e. búinn að vera lengi á ensku, en komið hér inn slitrótt. Ég var aðeins að eiga við Wikipedia:Greinar sem ættu að vera til. Íslenska stendur sig ágætlega í þeim efnum. Þar sé ég samt að Nútíminn "flokkast" undir Miðaldir.. Of fleiri svona inndragsmál sem virðast vera template vandamál.
Ef maður þekkir ensku en ekki samsvarandi hugtök á íslensku er þá einhver síða til með vörpun á milli? Ég fletti upp "template:eitthvað" og fann að það er "snið:" hér. Oft segir þetta sig sjálft og ég man s.s. ekki eftir nokkru öðru dæmi akkúrat núna. Jú kannski, finn ekki "WP:RS" sem dæmi (ekki heldur "WP:Áreiðanleg heimild").
Einhverjar síðar sem vantar helst, en "eiga" ekki endilega að vera? Þ.e. hugmyndaflokkar með miklum gloppum? Eða bara einstakar greinar sem vantar.. Eða eru til en er verulega áfátt, ef maður vildi hjálpa til.
Ég lagaði t.d. Ubuntu aðeins en ég mun aldrei viðhalda henni eins vel (né finna íslenskar heimildir). Held að WP:RS þurfi aðeins að skoðast því því ljósi. Sýnist reglan ætti frekar að eiga við séríslenskar upplýsingar.
Eins og ég sagði, kem ég ekki oft hér inn, þá mun ég sjá á spjallinu mínu ef einhver vill koma einhverju á framfæri, en ætli það sé hægt að "pinga" (þar nota ég U:template) sjálfkrafa yfir á ensku? Comp.arch (spjall) 10. apríl 2014 kl. 20:23 (UTC)
- Hér er alla vega umfjöllunin um heimildir: Wikipedia:Traustar heimildir --Cessator (spjall) 10. apríl 2014 kl. 22:53 (UTC)
- @Comp.arch: Hérna eru nokkrir fleiri tenglar fyrir þig sem þú hefur leitað að eða ég tel að þú hafir áhuga á: Listi yfir íslenskar reglur - Wikipedia:Samþykktir og stefnur, íslensk hugtök - Wikipedia:Hugtakaskrá, namespaces - Wikipedia:Nafnarými og shortcuts - Wikipedia:Flýtileiðir.
- Ef þér finnst eitthvað vanta, eins og þetta ping snið sem þú nefnir, búðu þá það endilega til.--Snaevar (spjall) 24. júlí 2014 kl. 13:05 (UTC)
Stöð 3
Ég sé að Wikipedia greinin um Stöð 3 er um rásina sem fór í loftið 1995. En ekki um núverandi rásina sem fór í loftið 2013.
Ég var að spá hvernig hægt sé að leysa úr þessari flækju. Apakall (spjall) 27. apríl 2014 kl. 00:19 (UTC)
- Þá ætti að færa „Stöð 3” á „Stöð 3 (1995)”, búa til grein fyrir núverandi stöð á „Stöð 3 (2013)” og búa til aðgreiningarsíðu á titlinum „Stöð 3” (eins og kaflinn "Aðgreining" í stefnunni Wikipedia:Nafnavenjur greina bendir á). Ef þetta er eitthvað sem þú ert til í að gera þá geta síðurnar Hjálp:Að færa síðu og Wikipedia:Aðgreiningarsíður sýnt þér hvernig það sé gert.--Snaevar (spjall) 27. apríl 2014 kl. 12:14 (UTC)
Join the Umepedia Challenge!
Hi there, first off all, sorry for writing in English. Please help translate this message to your language!
Far up north here in Sweden we have more than ice and elks! This month (1st-31st May) you are invited to take part in a writing contest about the northern city of Umeå, which currently is the European Capital of Culture. We need these 40 important articles translated as we hope to place QRpedia signs next to these landmarks in Umeå during 2014. This would make Umeå the first Wikipedia city in the Nordic countries! :-)
I hope that you will join the fun and take part in translating or improving these 40 articles and win great prizes! John Andersson (WMSE) (spjall) 1. maí 2014 kl. 12:57 (UTC) (project manager for Umepedia)
No one needs free knowledge in Esperanto
There is a current discussion on German Wikipedia on a decision of Asaf Bartov, Head of WMF Grants and Global South Partnerships, Wikimedia Foundation, who rejected a request for funding a proposal from wikipedians from eowiki one year ago with the explanation the existence, cultivation, and growth of the Esperanto Wikipedia does not advance our educational mission. No one needs free knowledge in Esperanto. On meta there has also started a discussion about that decision. --Holder (spjall) 5. maí 2014 kl. 10:06 (UTC)
Ambassadors
Hi, I am currently translating lists of all Icelandic ambassadors from English into Dutch, German, Danish and West Frisian. If you want, I can also translate them into Icelandic, however I want to check with the community first. Let me know if these lists are welcome yes or no. Sincerely, Taketa (spjall) 5. maí 2014 kl. 21:50 (UTC)
- I think such a contribution would be very welcome. This article could go in Sendiherra Íslands í Þýskalandi and/or Listi yfir sendiherra Íslands í Þýskalandi. --Akigka (spjall) 6. maí 2014 kl. 10:56 (UTC)
Staðlaðar dagsetningar (einingar)
Sjá breytinguna mína breytinguna mína (og fyrri v/úreldrar? (er það á ensku WP) tengja-dagsetningar-stefnu, en ekki hér? vanhugsað?). Væri einhver til í að "reverta" ef þetta er rangt og koma til skila varðandi "banner" sem nú er í gangi. Eru einhvers staðar hér skráðar reglur um dagsetningar? Gott væri að hafa skráð að eingöngu "d. m á" (DMY) snið væri leyfilegt og ekki "d. m, á" (ef það er rétt..) eða "d m á" (og gott væri að hafa heimild um að punktur skal notaður í dagsetningar). Og reglur um 24 tíma klukku? Kapítuli út af fyrir sig með "séríslenskar" einingar ("unit"), Selsíus, Kúlomb, (Helín)..
Á síðunni hér undir "Skjalasöfn"-boxinu er "nóvember" ekki skammstafað en svo "jan" notað? Er ekki regla um að skammstafa almennt ekki? Eða alla vega samræmt ef það er gert (það er alger undantekning frá reglunni á ensku WP). MDY snið er væntanlega alveg útlægt en hvað með YMD? Comp.arch (spjall) 9. maí 2014 kl. 10:18 (UTC)
- Reglan á íslensku virðist vera að nota raðtölupunkta alltaf þegar um raðtölu er að ræða (sbr. [3]). --Akigka (spjall) 9. maí 2014 kl. 10:54 (UTC)
- Eins og Akigka segir er reglan í íslensku sú að það verði að vera raðtölupunktur í dagsetningu. Til dæmis myndi 6 júní 2014 aldrei teljast rétt greinarmerkjasetning á íslensku. Það er ekkert svigrúm til að velja sér stíl um þetta í íslenskum reglum um greinarmerkjasetningu. Það er ekki heldur nein hefð fyrir annarri röð en dagur-mánuður-ár — mánuður-dagur-ár gengi aldrei og ekki heldur ár-dagur-mánuður. Um réttritun og greinarmerkjasetningu má lesa hér. Hvað varðar punktinn í texta undir myndum (caption), þá er það líklega á gráu svæði. Grein 95 ritreglanna sem ég vísaði í hér á undan segir að punktur eigi að vera á eftir málsgreinum og ígildum þeirra (mín áhersla). Næsta grein segir að það eigi ekki að vera punktur á eftir titli eða fyrirsögn. En texti undir mynd er kannski ígildi málsgreinar og þó hvorki titill né fyrirsögn. Ég hallast sjálfur að því að hafa þar punkt. --Cessator (spjall) 10. maí 2014 kl. 23:38 (UTC)
- En felur ekki "ígildi málsgreinar" í sér að það sé a.m.k. ein sögn í framsöguhætti. Mér þykir alla vega mjög undarlegt að segja punkt á eftir setningarhluta sem ekki er "fullkomin" málsgrein, þ.e. ekki með sögn (t.d. "Kort af Jónahafi"). --Akigka (spjall) 11. maí 2014 kl. 10:29 (UTC)
- Í framsöguhætti? Það nægir að hafa eina sögn í persónuhætti (framsöguhætti, viðtengingarhætti, boðhætti) til að mynda heila aðalsetningu og það nægir að hafa eina aðalsetningu til að mynda heila málsgrein. Ígildi málsgreinar er þá væntanlega einhver texti sem uppfyllir ekki þær kröfur en hefur samt sömu stöðu eða fúnksjón. Kannski er þetta dæmi: „Farðu út! Samt ekki mjög langt.“ Hér er „Farðu út!“ heil málsgrein sem samanstendur af einni aðalsetningu með sögn í boðhætti. Restin er strangt tekið hvorki málsgrein né setning enda enga sögn þar að finna. Samt jafngildir restin því að segja „Farðu samt ekki mjög langt“. Sögnin, sem vantar, er auðskilin af samhenginu. Ef ég skrifa texta undir mynd, t.d. „Jón á tónleikum 1986“, þá er það sömuleiðis hvorki málsgrein né setning í ströngum skilningi en er samt ígildi þess og jafngildir því að skrifa „Jón [er hér] á tónleikum árið 1986“. Við gætum líka skrifað „Jón á tónleikum sem hann hélt 1986“. Þetta er strangt tekið gölluð málsgrein sem samanstendur einungis af aukasetningu (tilvísunarsetningunni „sem hann hélt 1986“) en í „aðalsetningunni“ er engin sögn. Samt hljótum við að segja að „Jón á tónleikum“ sé ígildi aðalsetningar sem tilvísunarsetningin hangir á og jafngildi einhverju á borð við „Hér er Jón á tónleikum ...“ Þess vegna finnst mér eðlilegt að setja punkt í slíku samhengi enda er texti undir mynd hvorki fyrirsögn né titill. --Cessator (spjall) 11. maí 2014 kl. 12:26 (UTC)
- Mér finnst einmitt að myndatexti sé meira eins og titill, nema þegar um er að ræða texta sem getur staðið einn og sér. "Jón á tónleikum" gæti t.d. aldrei staðið eitt og sér í texta, ekki frekar en "Samt ekki mjög langt", og því ekki við hæfi að setja punkt við þær þar sem þær standa einar, ekki frekar en titla eða fyrirsagnir. --Akigka (spjall) 11. maí 2014 kl. 13:57 (UTC)
- Svipað og ef undir mynd af Rembrandt stæði "Rembrandt" (og þá undirskilið [þetta er] eða [hér er] eða [mynd af] eða hvað sem maður vill, þá þætti mér mikil ofrausn að setja punkt aftan við það orð. --Akigka (spjall) 11. maí 2014 kl. 13:59 (UTC)
- Hvernig myndirðu skilgreina eða lýsa ígildi málsgreinar? --Cessator (spjall) 11. maí 2014 kl. 14:05 (UTC)
- Þetta er ágætis umræða, og ég held að niðurstaðan staðfesti að nota ekki punkt eins og þar sem ég tók út. Eða að það muni verða niðurstaðan. Þessar reglur eru eins og margar eins og í ensku og þar er þetta og margt annað skilgreint í WP:MOS (man ekki hvar nákvæmlega, sennilega undirsíða). Ég velti fyrir mér, má vísa í reglur þar (með nánari tilvísunum t.d. WP:MOSUNITS), eins og oft er gert á ensku Wikipediu? Sjá Sentence (linguistics) og sbr. hvað "setning" er mun minna ítarleg.. Og er hægt að gera það með tengli á milli? Nú eru nokkrar augljósar undantekningar, kannski óskrifaðar hér, eins og DMY, en ekki MDY, en gildir ekki bara enska MOS að alo jöfnu nema íslenskan sé rétthærri (og mátti þá vera skráð ef ekki augljóst). Gott dæmi er með að linka dagsetningar. Hvar væru undantekningar skráðar hér? Comp.arch (spjall) 11. maí 2014 kl. 16:44 (UTC)
- Nei, enska MOS gildir ekki sjálfkrafa hér. Þetta með greinarmerkjasetninguna ræðst af réttritun og reglum um greinarmerkjasetningu í íslensku. Það er nóg að vísa á stafsetningarorðabók annars vegar og reglur Íslenskrar málstöðvar hins vegar (sem ég tengdi í hér að ofan) til leiðbeiningar um það. Ég furða mig svolítið á þeirri ályktun sem þú dregur um niðurstöðuna. Mér finnst alls ekki augljóst hver hún verður. Það er hins vegar skýrt að það á að nota punkt í enda málsgreinar og ígildi málsgreinar skv. reglum Íslenskrar málstöðvar. Ég er búinn að sýna hvað ígildi málsgreinar getur verið en Akigka á eftir að sýna hvernig hægt er að skilja það öðruvísi. Skv. hans innleggi er ekkert til sem heitið getur ígildi málsgreinar; bara texti sem getur staðið einn og sér (m.ö.o. málsgreinar) og hins vegar titlar, fyrirsagnir og ígildi þeirra. Akkúrat núna virðist mér sem sagt niðurstaðan líklegri til að vera sú að ljúka texta undir myndum með punkti — en við skulum sjá hvað Akigka hefur að segja. Taktu svo eftir að enska orðið „sentence“ er tvírætt á annan hátt en íslenska orðið „setning“ af því að „sentence“ getur verið bæði setning eða málsgrein. --Cessator (spjall) 11. maí 2014 kl. 17:02 (UTC)
- Nei, ég er alveg sammála þér um það hvernig ber að skilja hugtakið "ígildi málsgreinar", ég er bara á því að myndatexta beri yfirleitt að skoða sem "ígildi fyrirsagnar" fremur en "ígildi málsgreinar" :) --Akigka (spjall) 11. maí 2014 kl. 21:14 (UTC)
- Nú eru titlar og fyrirsagnir annaðhvort einstök orð eða heilar málsgreinar eða ígildi málsgreina. Reglan er að setja punkt á eftir málsgrein eða ígildi málsgreinar en tvær undantekningar nefndar: fyrirsagnir og titlar. Þetta veltur þá einungis á því hvort texti undir mynd er meira eins og fyrirsögn eða eins og meginmál (eða aftanmálsgrein, neðanmálsgrein eða annars konar viðbótarmál). Í sumum tilvikum er hann klárlega einhvers konar viðbótarmál, jafnvel í mörgum málsgreinum. Skoðum myndatextann við myndirnar í grein mánaðarins: Evrópa (tungl). Er einhver texti þarna þar sem kæmi til greina að fjarlægja punktinn? Hvað með „Mynd frá Galíleó af leiðandi hlið Evrópu. Náttúrulegir litir vinstra megin og skerptir litir hægra megin.“ Fyrri málsgreinin er reyndar bara ígildi málsgreinar: án umsagnar en með frumlagi og tveimur forsetningarliðum. Ættum við að fjarlægja punktinn á þeirri forsendu að þetta sé í raun eins konar fyrirsögn? Gætum þá miðjujafnað fyrirsögnina „Mynd frá Galíleó af leiðandi hlið Evrópu“ og fjarlægt punktinn á eftir. Svo væri næsta málsgrein þá eins og meginmál undir fyrirsögninni... Fyrir mína parta þætti mér það „takkí“. Hvað með myndatextann: „Tvö möguleg líkön um innviði Evrópu.“? Það vantar reyndar punktinn á eftir myndatextum síðustu tveggja myndanna. Ég legg til að honum verði bætt við á þeim forsendum að a) við ættum að gæta samræmis og b) þetta eru ígildi málsgreina. --Cessator (spjall) 11. maí 2014 kl. 21:56 (UTC)
- Það er ágætt að gæta samræmis, en mér finnst samt mjög skrýtið að setja punkt aftan við eitthvað sem er í raun bara nafnliður "kýr á beit á grænu túni" eða "pláneta á braut um Júpíter". --Akigka (spjall) 12. maí 2014 kl. 10:34 (UTC)
- En þetta eru ekki endilega bara nafnliðir heldur ígildi málsgreina. Ertu viss um að þú viljir ekki halda því fram að það séu bara til eiginlega málsgreinar og svo fyrirsagnir/titlar/o.s.frv.? Það virðist ekki vera mikið pláss fyrir ígildi málsgreina hjá þér — þegar kemur að eiginlegum dæmum afneitarðu þeim. Hvað með fyrsta hlutann í „Mynd frá Galíleó af leiðandi hlið Evrópu. Náttúrulegir litir vinstra megin og skerptir litir hægra megin.“? Viltu ekki hafa punkt þarna á eftir „Evrópu“? Eða breytir það öllu að það er heil málsgrein á eftir? --Cessator (spjall) 12. maí 2014 kl. 11:47 (UTC)
- En það er ekki heil málsgrein þarna á eftir heldur bara framhald af titlinum (og því ætti að vera tvípunktur á milli en ekki punktur).--Akigka (spjall) 12. maí 2014 kl. 11:56 (UTC)
- Það er rétt. Fyrirgefðu, fljótfærni hjá mér að lesa ekki einu sinni aftur dæmið sem ég valdi í gær. En hvað með þetta dæmi? „Hverastrýta í Atlantshafi. Á slíkum jarðhitasvæðun neðansjávar er bæði varmi og sífellt uppstreymi efna sem raska jafnvæginu í hafinu.“ Spurningin stendur. --Cessator (spjall) 12. maí 2014 kl. 12:08 (UTC)
- Afsakið. Datt út úr þessari umræðu. Ég er í grundvallaratriðum sammála skilgreiningu þinni á "ígildi málsgreinar", en mér finnst punkti ofaukið á eftir einföldum nöfnum eða nafnliðum í myndatextum. Í dæminu sem þú tiltekur þarf augljóslega að hafa punkt eða tvípunkt til aðgreiningar á milli setninganna, en ef fyrri hlutinn stæði einn og sér væri þeim punkti ofaukið að mínu mati. --Akigka (spjall) 15. maí 2014 kl. 15:09 (UTC)
- Það er rétt. Fyrirgefðu, fljótfærni hjá mér að lesa ekki einu sinni aftur dæmið sem ég valdi í gær. En hvað með þetta dæmi? „Hverastrýta í Atlantshafi. Á slíkum jarðhitasvæðun neðansjávar er bæði varmi og sífellt uppstreymi efna sem raska jafnvæginu í hafinu.“ Spurningin stendur. --Cessator (spjall) 12. maí 2014 kl. 12:08 (UTC)
- En það er ekki heil málsgrein þarna á eftir heldur bara framhald af titlinum (og því ætti að vera tvípunktur á milli en ekki punktur).--Akigka (spjall) 12. maí 2014 kl. 11:56 (UTC)
- En þetta eru ekki endilega bara nafnliðir heldur ígildi málsgreina. Ertu viss um að þú viljir ekki halda því fram að það séu bara til eiginlega málsgreinar og svo fyrirsagnir/titlar/o.s.frv.? Það virðist ekki vera mikið pláss fyrir ígildi málsgreina hjá þér — þegar kemur að eiginlegum dæmum afneitarðu þeim. Hvað með fyrsta hlutann í „Mynd frá Galíleó af leiðandi hlið Evrópu. Náttúrulegir litir vinstra megin og skerptir litir hægra megin.“? Viltu ekki hafa punkt þarna á eftir „Evrópu“? Eða breytir það öllu að það er heil málsgrein á eftir? --Cessator (spjall) 12. maí 2014 kl. 11:47 (UTC)
- Það er ágætt að gæta samræmis, en mér finnst samt mjög skrýtið að setja punkt aftan við eitthvað sem er í raun bara nafnliður "kýr á beit á grænu túni" eða "pláneta á braut um Júpíter". --Akigka (spjall) 12. maí 2014 kl. 10:34 (UTC)
- Nú eru titlar og fyrirsagnir annaðhvort einstök orð eða heilar málsgreinar eða ígildi málsgreina. Reglan er að setja punkt á eftir málsgrein eða ígildi málsgreinar en tvær undantekningar nefndar: fyrirsagnir og titlar. Þetta veltur þá einungis á því hvort texti undir mynd er meira eins og fyrirsögn eða eins og meginmál (eða aftanmálsgrein, neðanmálsgrein eða annars konar viðbótarmál). Í sumum tilvikum er hann klárlega einhvers konar viðbótarmál, jafnvel í mörgum málsgreinum. Skoðum myndatextann við myndirnar í grein mánaðarins: Evrópa (tungl). Er einhver texti þarna þar sem kæmi til greina að fjarlægja punktinn? Hvað með „Mynd frá Galíleó af leiðandi hlið Evrópu. Náttúrulegir litir vinstra megin og skerptir litir hægra megin.“ Fyrri málsgreinin er reyndar bara ígildi málsgreinar: án umsagnar en með frumlagi og tveimur forsetningarliðum. Ættum við að fjarlægja punktinn á þeirri forsendu að þetta sé í raun eins konar fyrirsögn? Gætum þá miðjujafnað fyrirsögnina „Mynd frá Galíleó af leiðandi hlið Evrópu“ og fjarlægt punktinn á eftir. Svo væri næsta málsgrein þá eins og meginmál undir fyrirsögninni... Fyrir mína parta þætti mér það „takkí“. Hvað með myndatextann: „Tvö möguleg líkön um innviði Evrópu.“? Það vantar reyndar punktinn á eftir myndatextum síðustu tveggja myndanna. Ég legg til að honum verði bætt við á þeim forsendum að a) við ættum að gæta samræmis og b) þetta eru ígildi málsgreina. --Cessator (spjall) 11. maí 2014 kl. 21:56 (UTC)
- Nei, ég er alveg sammála þér um það hvernig ber að skilja hugtakið "ígildi málsgreinar", ég er bara á því að myndatexta beri yfirleitt að skoða sem "ígildi fyrirsagnar" fremur en "ígildi málsgreinar" :) --Akigka (spjall) 11. maí 2014 kl. 21:14 (UTC)
- Nei, enska MOS gildir ekki sjálfkrafa hér. Þetta með greinarmerkjasetninguna ræðst af réttritun og reglum um greinarmerkjasetningu í íslensku. Það er nóg að vísa á stafsetningarorðabók annars vegar og reglur Íslenskrar málstöðvar hins vegar (sem ég tengdi í hér að ofan) til leiðbeiningar um það. Ég furða mig svolítið á þeirri ályktun sem þú dregur um niðurstöðuna. Mér finnst alls ekki augljóst hver hún verður. Það er hins vegar skýrt að það á að nota punkt í enda málsgreinar og ígildi málsgreinar skv. reglum Íslenskrar málstöðvar. Ég er búinn að sýna hvað ígildi málsgreinar getur verið en Akigka á eftir að sýna hvernig hægt er að skilja það öðruvísi. Skv. hans innleggi er ekkert til sem heitið getur ígildi málsgreinar; bara texti sem getur staðið einn og sér (m.ö.o. málsgreinar) og hins vegar titlar, fyrirsagnir og ígildi þeirra. Akkúrat núna virðist mér sem sagt niðurstaðan líklegri til að vera sú að ljúka texta undir myndum með punkti — en við skulum sjá hvað Akigka hefur að segja. Taktu svo eftir að enska orðið „sentence“ er tvírætt á annan hátt en íslenska orðið „setning“ af því að „sentence“ getur verið bæði setning eða málsgrein. --Cessator (spjall) 11. maí 2014 kl. 17:02 (UTC)
- Þetta er ágætis umræða, og ég held að niðurstaðan staðfesti að nota ekki punkt eins og þar sem ég tók út. Eða að það muni verða niðurstaðan. Þessar reglur eru eins og margar eins og í ensku og þar er þetta og margt annað skilgreint í WP:MOS (man ekki hvar nákvæmlega, sennilega undirsíða). Ég velti fyrir mér, má vísa í reglur þar (með nánari tilvísunum t.d. WP:MOSUNITS), eins og oft er gert á ensku Wikipediu? Sjá Sentence (linguistics) og sbr. hvað "setning" er mun minna ítarleg.. Og er hægt að gera það með tengli á milli? Nú eru nokkrar augljósar undantekningar, kannski óskrifaðar hér, eins og DMY, en ekki MDY, en gildir ekki bara enska MOS að alo jöfnu nema íslenskan sé rétthærri (og mátti þá vera skráð ef ekki augljóst). Gott dæmi er með að linka dagsetningar. Hvar væru undantekningar skráðar hér? Comp.arch (spjall) 11. maí 2014 kl. 16:44 (UTC)
- Hvernig myndirðu skilgreina eða lýsa ígildi málsgreinar? --Cessator (spjall) 11. maí 2014 kl. 14:05 (UTC)
- Svipað og ef undir mynd af Rembrandt stæði "Rembrandt" (og þá undirskilið [þetta er] eða [hér er] eða [mynd af] eða hvað sem maður vill, þá þætti mér mikil ofrausn að setja punkt aftan við það orð. --Akigka (spjall) 11. maí 2014 kl. 13:59 (UTC)
- Mér finnst einmitt að myndatexti sé meira eins og titill, nema þegar um er að ræða texta sem getur staðið einn og sér. "Jón á tónleikum" gæti t.d. aldrei staðið eitt og sér í texta, ekki frekar en "Samt ekki mjög langt", og því ekki við hæfi að setja punkt við þær þar sem þær standa einar, ekki frekar en titla eða fyrirsagnir. --Akigka (spjall) 11. maí 2014 kl. 13:57 (UTC)
- Í framsöguhætti? Það nægir að hafa eina sögn í persónuhætti (framsöguhætti, viðtengingarhætti, boðhætti) til að mynda heila aðalsetningu og það nægir að hafa eina aðalsetningu til að mynda heila málsgrein. Ígildi málsgreinar er þá væntanlega einhver texti sem uppfyllir ekki þær kröfur en hefur samt sömu stöðu eða fúnksjón. Kannski er þetta dæmi: „Farðu út! Samt ekki mjög langt.“ Hér er „Farðu út!“ heil málsgrein sem samanstendur af einni aðalsetningu með sögn í boðhætti. Restin er strangt tekið hvorki málsgrein né setning enda enga sögn þar að finna. Samt jafngildir restin því að segja „Farðu samt ekki mjög langt“. Sögnin, sem vantar, er auðskilin af samhenginu. Ef ég skrifa texta undir mynd, t.d. „Jón á tónleikum 1986“, þá er það sömuleiðis hvorki málsgrein né setning í ströngum skilningi en er samt ígildi þess og jafngildir því að skrifa „Jón [er hér] á tónleikum árið 1986“. Við gætum líka skrifað „Jón á tónleikum sem hann hélt 1986“. Þetta er strangt tekið gölluð málsgrein sem samanstendur einungis af aukasetningu (tilvísunarsetningunni „sem hann hélt 1986“) en í „aðalsetningunni“ er engin sögn. Samt hljótum við að segja að „Jón á tónleikum“ sé ígildi aðalsetningar sem tilvísunarsetningin hangir á og jafngildi einhverju á borð við „Hér er Jón á tónleikum ...“ Þess vegna finnst mér eðlilegt að setja punkt í slíku samhengi enda er texti undir mynd hvorki fyrirsögn né titill. --Cessator (spjall) 11. maí 2014 kl. 12:26 (UTC)
- En felur ekki "ígildi málsgreinar" í sér að það sé a.m.k. ein sögn í framsöguhætti. Mér þykir alla vega mjög undarlegt að segja punkt á eftir setningarhluta sem ekki er "fullkomin" málsgrein, þ.e. ekki með sögn (t.d. "Kort af Jónahafi"). --Akigka (spjall) 11. maí 2014 kl. 10:29 (UTC)
Media Viewer
Greetings, my apologies for writing in English.
I wanted to let you know that Media Viewer will be released to this wiki in the coming weeks. Media Viewer allows readers of Wikimedia projects to have an enhanced view of files without having to visit the file page, but with more detail than a thumbnail. You can try Media Viewer out now by turning it on in your Beta Features. If you do not enjoy Media Viewer or if it interferes with your work after it is turned on you will be able to disable Media Viewer as well in your preferences. I invite you to share what you think about Media Viewer and how it can be made better in the future.
Thank you for your time. - Keegan (WMF) 23. maí 2014 kl. 21:29 (UTC)
--This message was sent using MassMessage. Was there an error? Report it!
20-20 Vision - áskorun frá Wales
The 20-20 Vision of Wales Challenge
- (... og endilega leiðrétta slæma íslensku mína!)
Við höfum skráð 20 Essential greinar sem við teljum myndi styðja og efla íslenska Wikipedia. Þú getur tekið þátt með því að skapa eða auka greinar á velska stöðum, fólki og sumir af þeim hlutum sem gera hjörtu okkar slá: Wales, eins og Ísland, er lítil þjóð, en við báðir höfum mikið hjarta!
Það væri yndislegt að hafa þig um borð. :-)
Diolch ýn fawr - Margir takk! Við hlökkum til að sjá ykkur! - Llywelyn2000 (spjall) 24. maí 2014 kl. 11:01 (UTC)
Prettytable ekki lengur sæt
Hæ, var að renna yfir sveitastjórnarkosningagreinarnar þar sem við notuðum prettytable-sniðið grimmt. Það virðist núna bara vera venjulegt table-snið, var þetta meðvituð breyting eða var einhver að nota þetta annar staðar og vildi breyta útlitinu á sinni töflu með því að breyta sniðinu? Held ég þurfi að fara að búa til nýtt sveitastjórnasnið! --Stalfur (spjall) 26. maí 2014 kl. 13:01 (UTC)
Blaðsíðutöl í heimildum
Þegar stuðst er við bækur eða lengri ritgerðir sem heimildir efnis, þannig að sömu heimild bregður fyrir aftur og aftur, en ólíku blaðsíðutali: hver er hentugasta leiðin til skrásetningar með blaðsíðutali, að ykkar viti? Ég sá stílsnið sem bauð upp á þetta en virkaði of flókið og tafsamt til að ég nennti, í fyrstu tilraun, að setja mig inn í það. Var ég að ýkja vesenið fyrir mér? Eða er einhver auðveldari leið?
- Skoðaðu t.d. David Hume. Einfaldast að nota ekki snið fyrir þetta, að mínu mati. --Cessator (spjall) 14. júní 2014 kl. 13:47 (UTC)
Kaffihús
Hae hae,
Hef eg heimild til ad skra her efni um kaffihus?
Kv,
--Auggie Duffy (spjall) 12. júní 2014 kl. 16:39 (UTC)
- Að sjálfsögðu. En það sem þú setur inn verður að vísu að styðjast við einhverjar útgefnar heimildir svo það sé sannreynanlegt en ekki frumrannsókn. Sannreynanleikareglan og frumrannsóknabannið eru nefnilega ásamt hlutleysisreglunni máttarstólpar Wikipediu. Gangi þér vel og góða skemmtun. --Cessator (spjall) 14. júní 2014 kl. 13:45 (UTC)
Media Viewer is now live on this wiki
Greetings— and sorry for writing in English, please translate if it will help your community,
The Wikimedia Foundation's Multimedia team is happy to announce that Media Viewer was just released on this site today.
Media Viewer displays images in larger size when you click on their thumbnails, to provide a better viewing experience. Users can now view images faster and more clearly, without having to jump to separate pages — and its user interface is more intuitive, offering easy access to full-resolution images and information, with links to the file repository for editing. The tool has been tested extensively across all Wikimedia wikis over the past six months as a Beta Feature and has been released to the largest Wikipedias, all language Wikisources, and the English Wikivoyage already.
If you do not like this feature, you can easily turn it off by clicking on "Disable Media Viewer" at the bottom of the screen, pulling up the information panel (or in your your preferences) whether you have an account or not. Learn more in this Media Viewer Help page.
Please let us know if you have any questions or comments about Media Viewer. You are invited to share your feedback in this discussion on MediaWiki.org in any language, to help improve this feature. You are also welcome to take this quick survey in English, en français, o español.
We hope you enjoy Media Viewer. Many thanks to all the community members who helped make it possible. - Fabrice Florin (WMF) (talk) 19. júní 2014 kl. 21:54 (UTC)
--This message was sent using MassMessage. Was there an error? Report it!
Viðtal á Rás 2
Sæl
Mætti í viðtal til að ræða um breytingar á færslunni um Landsvirkjun. Sjá hér --Jabbi (spjall) 1. júlí 2014 kl. 11:59 (UTC)
Bankahrunið - listi yfir glæpamenn - "saklaus uns sekt er sönnuð"
Ég finn ekkert um hverjir hafa verið sakfelldir undir Bankahrunið á Íslandi (eða undir Sérstakur saksóknari). Væntanlega er minnst á einhvers staðar á einstaklingasíðum (fyrrum bankastjóra og ætti að vera á síðum bankanna?). Fólk sá lengi engar sakfellingar en það hefur breyst og ættu þær að vera einhvers staðar "miðlægt"? Síða eins og sakfelldir íslendingar gengur ekki.. hugsanlega sakfelldir bankahrunseinstaklingar? Tillögur?
Ég velti fyrir mér hvernig á að afmarka hóp og hvort dómur í Héraðsdómi dugar? Já, ef ekki áfríað(?) Sakfelling sem áfríað er, er birt í blöðunum; ætti WP að sleppa að birta svoleiðis þar sem ekki endanlegt dómstig á Íslandi (hvað er gert í USA þar sem Hæstiréttur þarf ekki að taka fyrir mál? (ekki inni í millidómstigum þar))? Þar sem dómur getur (og hefur) breyst í Hæstarétti er það ástæða til að birta ekki á WP fyrr en niðurstaða fæst þar (en ekki bíða svo eftir Mannréttindadómstólnum, sbr. hlerunarmálin t.d.)? Eru einhverjar reglur um sakamál/menn á íslensku WP? Það eru á ensku (og BLP reglur), en þekki ekki hvernig þær eiga við á Íslandi. Væru persónuverndarmál (lög) öðruvísi hér (sem takmarka eitthvað íslensku WP miðað við ensku)?
Eiga sýknur að koma einhvers staðar fram? Aðeins dómar í fangelsi/visst langir? Skilorðsbundnir? Sektir? Samkeppnislagabrot? Skattalagabrot (Jón Ásgeir)?
Bakkabræðurnir eru ekki með síður á WP, ættu að hafa síður hvort sem er og sérstaklega ef(?) búið að sakfella?
Það sem er "notable" í þessu sambandi hér á ekki endilega við á ensku WP (þó sennilega margt - bankastjórar?) en væntanlega alltaf öfugt? Comp.arch (spjall) 19. júlí 2014 kl. 15:18 (UTC)
- Hérna eru tenglar á íslenskar reglur sem þú ert að velta fyrir þér: Notability - Wikipedia:Markverðugleiki og öðrum síðum sem byrja á því heiti, BLP - Wikipedia:Æviágrip lifandi fólks.
- Varðandi sakfellingar í tengslum við mál sérstaks saksóknara þá er til yfirlit yfir þær á vísi . Ég veit ekki til þess að listi hafi verið búinn til á íslensku wikipediu um þessi mál. Mín uppástunga að titli fyrir slíka grein er Efnahagsbrot á Íslandi. Margar af þessum sakfellingum koma þó fram í greinum um viðeigandi einstaklinga.--Snaevar (spjall) 24. júlí 2014 kl. 12:37 (UTC)
- Takk, ég var reyndar meira að spá í hvað mætti setja inn (hvar á að draga mörkin). Er Efnahagsbrot á Íslandi í kjölfar bankahrunsins? Svolítið eins og verið að draga í dilka en er þín hugmynd of víðtæk? Eða ekki. Og hvað dugar? ákæra? héraðsdómur? Og nýtt tvist.. nýtt dómstig á leiðinni Landsréttur ef ég man rétt..? Comp.arch (spjall) 24. júlí 2014 kl. 17:23 (UTC)
Ábending - ekki tengja dagsetningar - reglur um reglur og hvar eru reglurnar..? :)
Ég sé mikið af síðum með eins um 10. október 2010 (t.d. Baugsmálið). Reglan á ensku WP er að gera ekki svona (var leyfilegt? eða skylt?). Ég sé ekki góða ástæðu til að gera svona á íslensku WP heldur. Reikna með að þetta séu gamlar síður frá því fyrir breytingu á reglum (eða fólk hafi ekki heyrt af breytingunni).
Er mögulega vilji fyrir að halda gömlu reglunni(?) hér? Lítið land - fátt sem gerist á hverju ári.. dagsetningu? Finnst samt ekki góð ástæða til að tengja allar síður svona saman.. Comp.arch (spjall) 19. júlí 2014 kl. 15:42 (UTC)
- Það má vera að það sé ástæðulaust að tengja í allar dagsetningar. Á hinn bóginn hefur ekki átt sér stað nein reglubreyting hér og breytt stílviðmið á ensku wikipediunni hafa ekki sjálfkrafa áhrif hér. Við förum ekki í einu og öllu eftir þeirra stílviðmiðum. --Cessator (spjall) 20. júlí 2014 kl. 16:34 (UTC)
- Ok, þá legg ég þá breytingu til (til samræmis). Ég er minna inní hérna, veit ekki einu sinni hvar ég finn þessa reglu (íslenskt "MOS") eða aðrar. Legg í leiðinni tilreglu um að ensku reglurnar gildi sjálfkrafa hér að öllu leiti nema þar sem þær eiga augljóslega ekki við - séríslensk fyrirbrigði (stafsetningu/málfar - í sjálfu sér gilda væntanlega bara íslenskar málreglur.. sem eru til niðurskrifaðar..) OG íslenskar skráðar reglur gildi(?) ef stangast á við þær ensku. [Nema tekið sé fram að þær séu þýðingar - þá gildir þýðing þar til breytt en alltaf má yfirskrifa með nýrri þýðingu ef ensk regla breytist.] Comp.arch (spjall) 21. júlí 2014 kl. 21:12 (UTC)
- Hér er Handbókin. Ég andmæli þeirri tillögu að láta ensku reglurnar gilda sjálfkrafa. En þú getur séð dæmi um upphaf persónugreina (skrifuð) hér. Þessir tenglar sem þú hefur verið að amast við eru í fullu samræmi við dæmin þar og þar sem það er þrátt fyrir allt hluti af tillögu þinni að þær reglur sem eru til skrifaðar hérna gildi, þá gildir það. --Cessator (spjall) 24. júlí 2014 kl. 10:59 (UTC)
- Dæmin já. Það segir ekki skýrum orðum að tengja skuli dagsetningar, svo ég sjái í fljótu bragði ("skoðað þann 30. nóvember 2005." er ekki tengt en sambærilegt "sótt" er). Þarna hefur kannski verið farið eftir reglu sem var í gildi á ensku, en ég legg til að afrita núverandi reglu úr ensku WP (og íslenska)[4]]: "Dates should only be linked when they are germane and topical to the subject." Nú veit ég alla vega hvar "MOS"/Handbókin (og fleira sem ég sá að ofan) er, takk. Comp.arch (spjall) 24. júlí 2014 kl. 17:11 (UTC)
- Það eru reyndar síður sérstaklega tileinkaðar tenglum hérna (t.d. Hjálp:Tenglar, þótt hún fari ekki ítarlega í allt sem kemur að tenglum.) Ætli það megi ekki færa rök fyrir því að það sé germane og topical to the subject hvenær manneskja fæddist. Að smella á slíkan tengil gefur lesandanum kannski hugmynd um hvernig ástatt var í heiminum þá. Ég veit það ekki. Ég er samt sammála þér um að það sé ekki þess virði að tengja í hvert einasta ártal, alltaf. Sjáum hvað öðrum finnst um tillöguna. --Cessator (spjall) 24. júlí 2014 kl. 18:50 (UTC)
- Það er ekki gert á ensku WP (nema mér yfirsjáist), nema kannski fyrir Júlíus Cesar og sbr. Myndi alveg styðja það þar og hér. Ég vil að þetta sé rætt hér, er ísland svo lítið land þar sem svo lítið gerist á hverju ári að það sé þess virði að tengja all saman? Sjá aðra reglu á ensku - WP:OVERLINKING (tenglar eru "distracting" ef of mikið af þeim, og ætti að halda í lágmarki og ekki endurtaka). Comp.arch (spjall) 25. júlí 2014 kl. 09:32 (UTC)
- Það gerist fátt markvert á Íslandi en margt markvert í heiminum á hverju ári :) Ártölin fjalla ekki bara um Ísland. --Akigka (spjall) 25. júlí 2014 kl. 10:09 (UTC)
- Rétt ábending hjá Akigka, ártölin upplýsa ekki bara um atburði á Íslandi. Það er þegar hluti af viðmiðum okkar að tengja ekki í sömu greinina aftur og aftur, heldur fyrst þegar hugtakið kemur fyrir (og e.t.v. í upphafi nýs kafla í mjög löngum greinum ef það er líklegt til að gagnast lesendum). --Cessator (spjall) 25. júlí 2014 kl. 11:18 (UTC)
- Það er ekki gert á ensku WP (nema mér yfirsjáist), nema kannski fyrir Júlíus Cesar og sbr. Myndi alveg styðja það þar og hér. Ég vil að þetta sé rætt hér, er ísland svo lítið land þar sem svo lítið gerist á hverju ári að það sé þess virði að tengja all saman? Sjá aðra reglu á ensku - WP:OVERLINKING (tenglar eru "distracting" ef of mikið af þeim, og ætti að halda í lágmarki og ekki endurtaka). Comp.arch (spjall) 25. júlí 2014 kl. 09:32 (UTC)
- Það eru reyndar síður sérstaklega tileinkaðar tenglum hérna (t.d. Hjálp:Tenglar, þótt hún fari ekki ítarlega í allt sem kemur að tenglum.) Ætli það megi ekki færa rök fyrir því að það sé germane og topical to the subject hvenær manneskja fæddist. Að smella á slíkan tengil gefur lesandanum kannski hugmynd um hvernig ástatt var í heiminum þá. Ég veit það ekki. Ég er samt sammála þér um að það sé ekki þess virði að tengja í hvert einasta ártal, alltaf. Sjáum hvað öðrum finnst um tillöguna. --Cessator (spjall) 24. júlí 2014 kl. 18:50 (UTC)
- Dæmin já. Það segir ekki skýrum orðum að tengja skuli dagsetningar, svo ég sjái í fljótu bragði ("skoðað þann 30. nóvember 2005." er ekki tengt en sambærilegt "sótt" er). Þarna hefur kannski verið farið eftir reglu sem var í gildi á ensku, en ég legg til að afrita núverandi reglu úr ensku WP (og íslenska)[4]]: "Dates should only be linked when they are germane and topical to the subject." Nú veit ég alla vega hvar "MOS"/Handbókin (og fleira sem ég sá að ofan) er, takk. Comp.arch (spjall) 24. júlí 2014 kl. 17:11 (UTC)
- Hér er Handbókin. Ég andmæli þeirri tillögu að láta ensku reglurnar gilda sjálfkrafa. En þú getur séð dæmi um upphaf persónugreina (skrifuð) hér. Þessir tenglar sem þú hefur verið að amast við eru í fullu samræmi við dæmin þar og þar sem það er þrátt fyrir allt hluti af tillögu þinni að þær reglur sem eru til skrifaðar hérna gildi, þá gildir það. --Cessator (spjall) 24. júlí 2014 kl. 10:59 (UTC)
- Ok, þá legg ég þá breytingu til (til samræmis). Ég er minna inní hérna, veit ekki einu sinni hvar ég finn þessa reglu (íslenskt "MOS") eða aðrar. Legg í leiðinni tilreglu um að ensku reglurnar gildi sjálfkrafa hér að öllu leiti nema þar sem þær eiga augljóslega ekki við - séríslensk fyrirbrigði (stafsetningu/málfar - í sjálfu sér gilda væntanlega bara íslenskar málreglur.. sem eru til niðurskrifaðar..) OG íslenskar skráðar reglur gildi(?) ef stangast á við þær ensku. [Nema tekið sé fram að þær séu þýðingar - þá gildir þýðing þar til breytt en alltaf má yfirskrifa með nýrri þýðingu ef ensk regla breytist.] Comp.arch (spjall) 21. júlí 2014 kl. 21:12 (UTC)
Vinabæir
Hæ! http://tools.wmflabs.org/wikidata-todo/autolist.html?q=claim[17:189] AND claim[190] lists twin places related to Iceland. Most Wikidata qualifier as start date are missing. Would be happy if you could add some. http://tools.wmflabs.org/wikidata-todo/autolist.html?q=claim[190] list more places ... Regards gangLeri ·לערי ריינהארט·T·m:Th·T·email me· 24. júlí 2014 kl. 16:40 (UTC)
Hjálpin
Af hverju tengir hjálpartengillinn í vinstri dálki núna í mediawiki-síðu utan is.wikipedia? Hvað varð um hjálparsíðuna okkar sem töluverð vinna fór í að hanna? --Cessator (spjall) 25. júlí 2014 kl. 11:23 (UTC)
- Tengilinn var á meldingarsíðu, Melding:Helppage. Þýðingar hennar voru fjarlægðar í mediawiki (hugbúnaði wikipedia) af Nemo (samkvæmt bugzilla:53887 og gerrit:125191). Sú breyting varð til þess að hjálpartengillinn tengdi á hjálparsíðu á mediawiki. Setti upp beinan tengil á hjálpina í hliðardálkinum í staðinn.--Snaevar (spjall) 25. júlí 2014 kl. 12:14 (UTC)
- Framúrskarandi. --Cessator (spjall) 25. júlí 2014 kl. 14:47 (UTC)
Help for translate
Hello and sorry for writing in English. Can anyone help me translate a small article (2 paragraphs) from English to your language and create the article in your wiki? Please, fell free to answer in my talk page in your wiki anytime. Thanks! Xaris333 (spjall) 12. ágúst 2014 kl. 23:42 (UTC)
Uppfæra Snið??
Hvernig er hægt að uppfæra íslenska Tónlistarstefnu sniðið (sniðið á íslensku útgáfu alfræðiritsins) yfir í þetta hér?? Þetta sem íslenska útgáfan notar virðist gamalt og virkar mjög illa (sjá hér), eða er ég kannski bara svona vitlaus? --Piotr (spjall) 21. ágúst 2014 kl. 15:26 (UTC)
- Ég hef breytt sniðinu svo það sé aðeins líkara enska sniðinu, að því marki að það sé ennþá "backwards compatible". Ef þú villt ganga enn lengra þyrfti að uppfæra greinarnar með því að skipta uppruna í menningarlegan og stílískan uppruna, fjarlægja vinsældir og búa til flokka á borð við "2014 í <tónlistarstefnu>".--Snaevar (spjall) 21. ágúst 2014 kl. 21:09 (UTC)
Letter petitioning WMF to reverse recent decisions
The Wikimedia Foundation recently created a new feature, "superprotect" status. The purpose is to prevent pages from being edited by elected administrators -- but permitting WMF staff to edit them. It has been put to use in only one case: to protect the deployment of the Media Viewer software on German Wikipedia, in defiance of a clear decision of that community to disable the feature by default, unless users decide to enable it.
If you oppose these actions, please add your name to this letter. If you know non-Wikimedians who support our vision for the free sharing of knowledge, and would like to add their names to the list, please ask them to sign an identical version of the letter on change.org.
-- JurgenNL (talk) 21. ágúst 2014 kl. 17:35 (UTC)
Process ideas for software development
’’My apologies for writing in English.’’
Hello,
I am notifying you that a brainstorming session has been started on Meta to help the Wikimedia Foundation increase and better affect community participation in software development across all wiki projects. Basically, how can you be more involved in helping to create features on Wikimedia projects? We are inviting all interested users to voice their ideas on how communities can be more involved and informed in the product development process at the Wikimedia Foundation. It would be very appreciated if you could translate this message to help inform your local communities as well.
I and the rest of my team welcome you to participate. We hope to see you on Meta.
Kind regards, -- Rdicerb (WMF) talk 21. ágúst 2014 kl. 22:15 (UTC)
--This message was sent using MassMessage. Was there an error? Report it!
Grants to improve your project
- Apologies for English. Please help translate this message.
Greetings! The Individual Engagement Grants program is accepting proposals for funding new experiments from September 1st to 30th. Your idea could improve Wikimedia projects with a new tool or gadget, a better process to support community-building on your wiki, research on an important issue, or something else we haven't thought of yet. Whether you need $200 or $30,000 USD, Individual Engagement Grants can cover your own project development time in addition to hiring others to help you.
- Submit your proposal
- Get help: In IdeaLab or an upcoming Hangout session MediaWiki message delivery (spjall) 2. september 2014 kl. 16:52 (UTC)
Change in renaming process
Part or all of this message may be in English. Please help translate if possible.
The process involves changing all rename processes into one global renaming process. The ability for local bureaucrats to rename users on this wiki will be turned off on Monday, 15 September 2014, as one of the first steps. Global renamers are in the process of being created to make sure projects and languages are represented by the time this occurs. I sent a note to every bureaucrat about this process three weeks ago with an invitation to participate and many have begun requesting to be a part of the group. Together with the stewards, the global renamers will be empowered to help editors work through the often difficult process of getting a global name.
In parting, visit Special:MergeAccount to unify your account if you have never done so. If your local pages about renaming still need to be updated, please do so and consider pointing people to m:SRUC for future rename requests, especially if this project does not have bureaucrats that hold global renamer permissions. If you have any questions, you can read more on the help page on Meta. You can also follow the technical progress on mediawiki.org. Contact me on Meta any time with questions as well. Thank you for your time.-- User:Keegan (WMF) (talk) 9. september 2014 kl. 16:22 (UTC)
VisualEditor available on Internet Explorer 11
VisualEditor will become available to users of Microsoft Internet Explorer 11 during today's regular software update. Support for some earlier versions of Internet Explorer is being worked on. If you encounter problems with VisualEditor on Internet Explorer, please contact the Editing team by leaving a message at VisualEditor/Feedback on Mediawiki.org. Happy editing, Elitre (WMF) 11. september 2014 kl. 07:29 (UTC).
PS. Please subscribe to the global monthly newsletter to receive further news about VisualEditor.
Hlaða inn skrám, Innsendingarleiðarvísir?
Hello! Sorry for writing in English. It was noted that on this wiki there is little community activity around uploads: less than 50 "Eyða" actions in "Mynd" last year.
I guess this wiki doesn't have the interest or energies to maintain complex templates and metadata, especially for EDP files. I propose to
- send users to commons:Special:UploadWizard from the sidebar and
- limit local "Hlaða inn skrá" to the "Stjórnendur" group (for any emergency uploads),
so that no new work is needed on this wiki and all users can have a functioning, easy upload interface in their own language. All registered users can upload on Commons.
All this will be done around 2014-09-30.
- If you disagree with the proposal, just remove this wiki from the list.
- To make the UploadWizard even better, please tell your experience and ideas on commons:Commons:Upload Wizard feedback.
- In all cases, existing files will not be affected, but everyone is welcome to join m:File metadata cleanup drive. The goal is to give better credit to the authors who provided us their works.
- @Nemo bis: Actually there is activity around uploads. The thing is that there are very few files uploaded here to begin with, so naturally the files that do need to be deleted are not as many as you think. So, assuming that an wiki with less than 50 deletions per year is inactive would be an correct assumption on an larger wiki such as the italian wikipedia, but certinly not on an smaller one like is.wiki.
- Also I would like to point out that I would appriciate if all discussions about mediawiki pages would be discussed here in the future. The mediawiki pages are rarely watched, and it is very likely that any posts posted there would get lost. Thanks in advance.
- P.S. I have taken the liberty of removing iswiki from said list.--Snaevar (spjall) 19. september 2014 kl. 22:27 (UTC)
Wikimedia User Group
Þau tímamót urðu föstudaginn 19. september s.l. að okkur Svavari Kjarrval barst í hendurnar samningur undirritaður af Geoff Brigham, einum helsta lögfr samtakanna (general counsel) þess efnis að Wikimedians of Iceland User Group væri nú viðurkenndur notendahópur. Það þýðir að við getum starfað formlega undir merkjum Wikimedia. Við munum halda auglýstan fund og skipuleggja starfsemi vetrarins eins fljótt og auðið er. --Jabbi (spjall) 21. september 2014 kl. 16:14 (UTC)
- Vel gert :) --Akigka (spjall) 26. september 2014 kl. 09:29 (UTC)
- Flott, ég mæti á fund (farið að vera með sveigjanlegri vinnutíma svo ég ætti að fara að geta mætt á fundi, biðst forláts hvað ég hef verið lélegur að mæta síðustu tvö árin).Bragi H (spjall) 26. september 2014 kl. 10:39 (UTC)
Monuments of Spain Challenge
Excuse me for not talking Icelandic yet.
Wikimedia España invites you to join the Monuments of Spain Challenge. And what’s that? It’s a contest. You have to edit, translate or expand articles about the Spanish monuments and you will be granted points. So you’re not just writing about wonderful buildings: you can get prizes!
The time of the contest will include all October and any information you may need is right here.
Join in and good luck!
PS: We would be grateful if you could translate this note into Icelandic.
B25es on behalf of Wikimedia España.
Froskur
This is one of few words I know in Íslenska. OK, I'll get serious. The name Danil in Íslensk mannanöfn eftir notkun must be an error: or 10, or to the list Íslensk mannanöfn sem hafa einn nafnhafa (A-J) where it already is, or out. But the problem is that the numbers from the lists are:
Íslensk mannanöfn eftir notkun | |
66 | 1.1 Nöfn sem hafa fleiri en þúsund nafnhafa |
104 | 1.2 Nöfn sem hafa færri en þúsund nafnhafa |
363 | 1.3 Nöfn sem hafa færri en fimmhundruð nafnhafa |
217 | 1.4 Nöfn sem hafa færri en hundrað nafnhafa |
445 | 1.5 Nöfn sem hafa færri en fimmtíu nafnhafa |
572 | 1.6 Nöfn sem hafa færri en tuttugu nafnhafa |
Íslensk mannanöfn eftir sem hafa þrjá til níu nafnhafa | |
104 | 1.1 Níu nafnhafar |
124 | 1.2 Átta nafnhafar |
162 | 1.3 Sjö nafnhafar |
199 | 1.4 Sex nafnhafar |
289 | 1.5 Fimm nafnhafar |
422 | 1.6 Fjórir nafnhafar |
705 | 1.7 Þrír nafnhafar |
whose addition is exactly as stated: "3.772 nöfn hafa þrjá eða fleiri núlifandi nafnhafa á árinu 2005" and "Eftirfarandi nöfn eru í sætum 1767-3772".
Froskur (spjall) 15. október 2014 kl. 18:03 (UTC)
- The name Danil in the mentioned list should be removed from the list, and be only on Íslensk mannanöfn sem hafa einn nafnhafa (A-J) as there is only one person that bears that name. I have ruled all the other possibilities. It is also worth mentioning that the mentioned list was made from 2005 data. I looked up how many people are bearing that name - in an official database last updated in 2012 - and got 2 persons as an result. This makes it unlikely that there where 10 people bearing the name in 2005. Also those 2 people rule out the possibility that the name shouldn't be on either list.--Snaevar (spjall) 15. október 2014 kl. 18:44 (UTC)
Flokkunartafla ?
Er í vandræðum með hvernig ég set inn bleiku vísindaflokkunartöfluna er að skrifa um fisktegund. Hjalmar (spjall) 23. október 2014 kl. 17:25 (UTC)
- Hvaða fisktegund ertu að skrifa um, ég geti litið á síðuna fyrir þig. En einfaldast og fljótlegast er að finna síðu um einhverja aðra fisktegund og afrita töfluna þaðan. Fljótlegast er að velja tegund af sömu grein fiska og eins að nota ekki viðbætur sem nú bjóðast til að skapa síður með auðveldum hætti heldur nota gömlu aðferðina og breyta frumkóðanum, þá sérðu nákvæmlega hvernig taflan er búin til og hverju þú þarft að breyta eftir að þú hefur afritar töfluna og sett hana inn á þína síðu. Bragi H (spjall) 23. október 2014 kl. 17:35 (UTC)
- Eitt enn, auðveldast er að finna til dæmis ensku síðu viðkomandi fisktegundar, ef hún er til, og afrita Taxobox (sem er á milli hornklofana tveggja) þaðan og setja inn á þína síðu. Þá mun hún vera flokkunarlega rétt og flokkunartextinn þýðist sjálfkrafa yfir á íslensku og allt fylgir með eins og mynd. Þá þarf bara að íslenska hluti eins og heiti viðkomandi fisks og myndatexta ef hann er þar. Oftast er hægt að nota þessar töflur þannig beint en seinnitíma vinna er síðan að setja inn íslensk flokkunarheiti ætta, flokka og ættkvísla ef þau eru til á íslensku. Þú getur séð á öðrum íslenskum fiskasíðum hvernig það er gert. Bragi H (spjall) 23. október 2014 kl. 18:10 (UTC)
Meta RfCs on two new global groups
There are currently requests for comment open on meta to create two new global groups. The first is a group for members of the OTRS permissions queue, which would grant them autopatrolled rights on all wikis except those who opt-out. That proposal can be found at m:Requests for comment/Creation of a global OTRS-permissions user group. The second is a group for Wikimedia Commons admins and OTRS agents to view deleted file pages through the 'viewdeletedfile' right on all wikis except those who opt-out. The second proposal can be found at m:Requests for comment/Global file deletion review.
We would like to hear what you think on both proposals. Both are in English; if you wanted to translate them into your native language that would also be appreciated.
It is possible for individual projects to opt-out, so that users in those groups do not have any additional rights on those projects. To do this please start a local discussion, and if there is consensus you can request to opt-out of either or both at m:Stewards' noticeboard.
Thanks and regards, Ajraddatz (talk) 26. október 2014 kl. 18:04 (UTC)Hello, Dear wikipedians. I invite you to edit and improve this article and to add information about your and other country.--Kaiyr (spjall) 31. október 2014 kl. 11:45 (UTC)
Stofnfundur Félags Wikimedianotenda á Íslandi
Góðan daginn
Miðvikudaginn 12. nóvember n.k. verður stofnfundur Félags Wikimedianotenda á Íslandi haldinn í fundarherbergi á 2. hæð Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns (Þjóðarbókhlöðunni) kl 17:00.
Allir eru velkomnir.
Sjá ítarefni:
- fundargerðir undirbúningsfunda
- lög félagsins ath. að lagt verður til að lið 4.1 verði breytt á þann veg að stjórn verði skipuð þremur í stað sex.
Þau sem hafa í hyggju að mæta eru beðin um að kvitta hér að neðan:
- --Jabbi (spjall) 5. nóvember 2014 kl. 15:20 (UTC)
- -- Bragi H (spjall) 5. nóvember 2014 kl. 15:27 (UTC)
- --Jóhann Heiðar Árnason (spjall) 5. nóvember 2014 kl. 22:21 (UTC)
- Svavar Kjarrval (spjall) 5. nóvember 2014 kl. 23:47 (UTC)
- --Salvor (spjall) 11. nóvember 2014 kl. 18:05 (UTC)
- --egillsigurdur (spjall) 12. nóvember 2014 kl. 00:09 (UTC)
New Wikipedia Library Accounts Now Available (November 2014)
Apologies for writing in English, please help translate this into your local language. Hello Wikimedians!
The Wikipedia Library is announcing signups today for, free, full-access accounts to published research as part of our Publisher Donation Program. You can sign up for:
- DeGruyter: 1000 new accounts for English and German-language research. Sign up on one of two language Wikipedias:
- Fold3: 100 new accounts for American history and military archives
- Scotland's People: 100 new accounts for Scottish genealogy database
- British Newspaper Archive: expanded by 100+ accounts for British newspapers
- Highbeam: 100+ remaining accounts for newspaper and magazine archives
- Questia: 100+ remaining accounts for journal and social science articles
- JSTOR: 100+ remaining accounts for journal archives
Do better research and help expand the use of high quality references across Wikipedia projects: sign up today!
--The Wikipedia Library Team.5. nóvember 2014 kl. 23:19 (UTC)
- You can host and coordinate signups for a Wikipedia Library branch in your own language. Please contact Ocaasi (WMF).
- This message was delivered via the Global Mass Message to The Wikipedia Library Global Delivery List.
- Áhugaverð tillaga. Ég bar listann yfir öll þau gagnasöfn þeir bjóða upp á saman við landsaðgang landsbókasafns og fékk út að þeir eru með níu gagnabanka (átta ef háskólaaðgangurinn er talinn með) sem eru ekki í landsaðganginum. Er einhver áhugi fyrir því að stofna svona verkefni hérna eða er nóg að vera með landsaðganginn ? --Snaevar (spjall) 9. nóvember 2014 kl. 12:24 (UTC)
Global AbuseFilter
AbuseFilter is a MediaWiki extension used to detect likely abusive behavior patterns, like pattern vandalism and spam. In 2013, Global AbuseFilters were enabled on a limited set of wikis including Meta-Wiki, MediaWiki.org, Wikispecies and (in early 2014) all the "small wikis". Recently, global abuse filters were enabled on "medium sized wikis" as well. These filters are currently managed by stewards on Meta-Wiki and have shown to be very effective in preventing mass spam attacks across Wikimedia projects. However, there is currently no policy on how the global AbuseFilters will be managed although there are proposals. There is an ongoing request for comment on policy governing the use of the global AbuseFilters. In the meantime, specific wikis can opt out of using the global AbuseFilter. These wikis can simply add a request to this list on Meta-Wiki. More details can be found on this page at Meta-Wiki. If you have any questions, feel free to ask on m:Talk:Global AbuseFilter.
Thanks,
PiRSquared17, Glaisher— 14. nóvember 2014 kl. 17:34 (UTC)
Stafsetning á kerfissíðu
Getur almennur notandi leiðrétt litlar villur á kerfissíðu eða þarf ég að fá möppudýr til að redda því? Blóðþrýstingurinn hækkar alltaf dáldið hjá mér þegar ég er á innskráningarsíðunni og les „Gleymdiru lykilorðinu þínu?“ (þarna vantar sumsé eins og eitt ð). Conoclast (spjall) 15. nóvember 2014 kl. 11:56 (UTC)
- Já, almennir notendur geta leiðrétt villur á kerfissíðum með því að fara á translatewiki.net. Þeir þurfa þá að stofna aðgang þar (wikipedia aðgangurinn virkar ekki á translatewiki) og fá síðan þýðendaréttindi. Breytingarnar þaðan verða sýnilegar hérna eftir eina viku.--Snaevar (spjall) 16. nóvember 2014 kl. 18:24 (UTC)
Aðventudagatal
Ég setti upp smá aðventudagatal yfir íslenska listamenn sem verða í almenningi frá 1. janúar 2015: Notandi:Akigka/Almenningur2015. Hugmyndin er stolin frá http://www.aventdudomainepublic.org/ . Mig langaði að spyrja hvort ég mætti setja þetta upp á Wikipedia:Aðventudagatal 2014 og stinga upp á sem samvinnu mánaðarins? --Akigka (spjall) 1. desember 2014 kl. 11:45 (UTC)
- Ég styð það. Bragi H (spjall) 1. desember 2014 kl. 12:07 (UTC)
- Ég styð það líka. Flott hugmynd. --Jóhann Heiðar Árnason (spjall) 1. desember 2014 kl. 16:11 (UTC)
Lagatexti og innsláttarvillur
Sjá nýjustu breytingarnar sem ég gerði - á Mynd:Fiasko_VHS.jpg (og á ensku: w:File:Fiasko.jpg). [Ef ég reyni að tengja fæ ég mynd en ekki tengil..]. Ég hef aldrei sett inn (non-free) mynd, svo ég þekki ekki ferlið. Mér sýnist að textinn með innsláttarvillunum sé afritaður einhvers staðar frá því ég get Googlað villurnar og finn á mörgum stöðum.. Það þarf hið minnsta að laga uppsprettuna en mögulega líka að uppfæra textann samanborið á ensku? Comp.arch (spjall) 15. desember 2014 kl. 11:59 (UTC)
- Það er engin uppspretta á þessum wiki fyrir þessum texta, eini textinn á myndasíðunni sem kemur ekki frá notendanum sem hlóð myndunum inn eru leyfissniðin. Mig grunar að sá sem hafi hlaðið myndunum inn hafi einfandlega tekið ákvörðun um að skrifa staðlaðan texta fyrir myndirnar og hagrætt honum fyrir hverja mynd fyrir sig. Varðandi myndatenglana þá þarf aðeins að setja tvípunkt fremst í tengilinn svo að myndin birtist ekki, heldur tengillinn sjálfur - Mynd:Fiasko_VHS.jpg.--Snaevar (spjall) 15. desember 2014 kl. 14:20 (UTC)
- Takk, mig grunaði sterklega að það væri einhvers konar "Wizard" (Álfur), alla vega á ensku WP. Kannski ætti að vera.. Og texti að vera staðlaður milli ensku í íslensku lögfræðitextana. Enska er t.d. með "Purpose of use" í fjórum liðum og síðasti vísar á aðra síðu - w:WP:NFCC. Lagamál er eflaust mjög mikilvægt.. en ég hef s.s. ekki stórar áhyggjur vildi hins vegar tryggja einhvern veginn að hann hefði all vega ekki stafsetningarvillur. Comp.arch (spjall) 16. desember 2014 kl. 09:50 (UTC)
New Wikipedia Library Accounts Now Available (December 2014)
Apologies for writing in English, please help translate this into your local language. Hello Wikimedians!
The Wikipedia Library is announcing signups today for, free, full-access accounts to published research as part of our Publisher Donation Program. You can sign up for new accounts and research materials from:
- Elsevier - science and medicine journals and books
- Royal Society of Chemistry - chemistry journals
- Pelican Books - ebook monographs
- Public Catalogue Foundation- art books
Other partnerships with accounts available are listed on our partners page. Do better research and help expand the use of high quality references across Wikipedia projects: sign up today!
--The Wikipedia Library Team.18. desember 2014 kl. 00:22 (UTC)
- You can host and coordinate signups for a Wikipedia Library branch in your own language. Please contact Ocaasi (WMF).
- This message was delivered via the Global Mass Message tool to The Wikipedia Library Global Delivery List.
Skanwiki
Har någon lust att medverka till att uppdatera skanwiki-seksjonen ved Wikimedias Meta-Wiki-side? Vi inom nettverket WIKIng skapade den redan 2002, och sista åren har den inte skötts om så bra, men det vore fint om den lever vidare.
Has anyone time to join the skanwiki section of the Meta-wiki, and update the page with news from Iceland? We started this project back in 2002, originally within the WIKIng network and later through Skanwiki. The last years has been of less activity, but it would be great if Skanwiki doesnt die out. Dan Koehl (spjall) 24. desember 2014 kl. 10:32 (UTC)
- @Dan Koehl: Well, it is a bit unclear how often the milestones (or news as you call them) should be updated. Should is.wiki update them every 1000 articles or every 5000 articles (as it has been) ? --Snaevar (spjall) 24. desember 2014 kl. 11:27 (UTC)
- @Snaevar You decide! I think different wikis may see their own different reasons for celebrations! Dan Koehl (spjall) 24. desember 2014 kl. 11:39 (UTC)
I prepared for you to start update this weeks chosen article, but you may overlook and correct it, since I may have made mistakes with language and grammatics. Thanks, Dan Koehl (spjall) 24. desember 2014 kl. 13:03 (UTC)
Cleanup in files
Hello Iceland! Greetings from Denmark :-)
The Wikimedia Foundation (WMF) have started a cleanup in the meta: File metadata cleanup drive. The idea is that all files on a wiki-project must have a machine-readable license, source, author, description etc.
I'm here because I'm helping to clean up in files in smaller Wikipedias around the world. I noticed that is.wikipedia has quite a lot of files.
As you may know since 2008 according to wmf:Resolution:Licensing policy the wiki-projects (Commons and Wikipedia etc.) may only host files "under a Free Content License, or which is otherwise free as recognized by the 'Definition of Free Cultural Works' as ... can be found at http://freedomdefined.org/Definition version 1.0". If a file meets these criterias it can be copied to Commons and if not it is not allowed to be locally on is.wikipedia.
However there is a main exception if there is an Exemption Doctrine Policy (EDP). If there is the file may be on Wikipedia but not on Commons. According to meta:Non-free content is.wikipedia has an EDP (Wikipedia:Margmiðlunarefni) that is similar to the one on en.wikipedia (en:Wikipedia:Non-free content criteria.
If the file is not truely free as defined above or meets the requirements to be used under the EDP it must be deleted.
I'm thinking that all free files should be copied to Commons and deleted locally. Files used correctly under the EDP should be fixed according to the "File metadata cleanup drive" and all the other files should be deleted.
It should be done nice and slowly so we do not delete more files than we have to and we need to make sure that files are copied correctly to Commons so that information is not lost during the process.
I have some ideas and know a few nice tools but I do not speak Icelandic so I will need help from local users to make it work as easy as possible.
Is there allready someone on is.wikipedia that is cleaning up files? Is there someone who is willing to help me? Is there anything I should know before I start?
Hope to hear from a lot of you :-) --MGA73 (spjall) 27. desember 2014 kl. 15:11 (UTC)
@Notandi:MGA73: Yes, here are several tasks that involve media cleanup. I have intentionally left out tasks that would be really hard for you, like constructing icelandic sentances.
1. Task: Clean up sound files
- Difficulty: Easy
Go to Flokkur:Wikipedia:Hljóðskrár. Start with an soundfile with the letter "J" (the ones prior to that have allready be cleaned-up) and replace the template name "Hljóð" with "Margmiðlunarefni". The template parameters are fine as they are. Repeat until you reach the end of this category. Easy task, but repetitive.
2. Task: Move files to commons
- Lets put this task on hold for now.
Move the files in Flokkur:GFDL myndir and Flokkur:Óhöfundaréttvarðar skrár to commons. The first category just includes images with an GFDL images, while the other contains both images that fall under PD-simple and files that have run out of copyright. I should ask Magnus to fix his CommonsHelper tool before you take this on, just because it will be so much more simple for you to do that way.
3. Task: Files with an missing source
- Difficulty: Hard
Go over these template transclusions. These are all files that are missing an source. Try to find the source and add the URL of the source to the "uppruni" template parameter" of the "mynd" template. Please use the url of the page that the picture is on, but not an URL that links directly to the image itself. You can find the sources with search engines like tineye.com and/or by trying to find the same image on other wikipedias. If you do find the same image on another wiki, then please use the source given at that page, but do not mention something like an link to an english wikipedia picture.
4. Task: Files with an missing copyright holder
- Difficulty: Medium
Go over these template transclusions. These are all files that are missing a copyright holder. Try to find the name of the copyright holder and add that to the "höfundaréttshafi" template parameter of the "mynd" template. For dvd covers, cd covers and posters the copyright holder is typically the artist that designed the cover or poster, etc. I assume you know where to look for this information (at least for the foreign pictures), if not, then ask.
5. Subtask: Request information from the uploader
- Difficulty: Easy
This is a subtask of tasks no 4 and 3. If you think that it is impossible to find the missing information, you can put {{subst:ÓU}} on the page of the picture in question, and then ask the uploader to add the missing information with {{subst:ÓU|''Name of the file''}}. Don´t forget to replace the italic text with the name of the file without the namespace prefix - "Mynd:". This template substitution will give the uploader one week to provide the missing information, and after that the file will be deleted.--Snaevar (spjall) 31. desember 2014 kl. 14:14 (UTC)
- Thank you very much Snaevar.
- #1 It seems to me we could just have a bot to replace the template like this edit. Is there any reason not to use a bot?
- #2 I copied a single file to Commons just to see how it works: Mynd:Wikimaniatrio.jpeg and it is true that it require some manual work to make this look good on Commons. Either we fix CommonsHelper or we have a bot change the files that use Template:Mynd to match en:Template:Information.
- On no:Mal:PD-self I added a few links to make it easy to Copy to Commons. We could do the same here once CommonsHelper or Template:Mynd is fixed.
- #3-5 Yes it will take a lot of time to fix them all. I will probably start with the free files.
- What about files in Kerfissíða:Munaðarlausar_myndir. They are unused and if they are unfree they should be deleted. Do you know if anyone checkes for unused non-free files? --MGA73 (spjall) 3. janúar 2015 kl. 21:47 (UTC)
- #1 Sure, let's just go over that with a bot. It is right under 200 files, so it should not be an issue. I have botflagged your bot just in case someone gets annoyed going trough that amount of edits while patrolling Recent changes.
- #2 Lets just fix the commonshelper tool, I have filed a bug to Magnus Manske´s bugtracker (Magnus is the author of the Commonshelper tool).
- The orphaned images are mostly unfree. Bjarki S checked them last time, but I admit that checking that often goes to the backburner with all of the sysops around here.--Snaevar (spjall) 4. janúar 2015 kl. 10:22 (UTC)
- #1 All the files should be fixed now according to this. --MGA73 (spjall) 4. janúar 2015 kl. 18:51 (UTC)
- I'm wondering if files like Mynd:Græna IM 74.jpg are correctly licensed. It is mostely simple text so I doubt it is copyrightable. So perhaps we could change to Commons:Template:PD-ineligible and/or Commons:Template:PD-text and copy to Commons. --MGA73 (spjall) 4. janúar 2015 kl. 18:51 (UTC)
Kennsluefni um Wikipedia fyrir nýja notendur
Ég er búin að gera töluvert af upptökum um wikipedia sem er efni ætlað fyrir nemendur mína sem eru að skrifa wikipedia greinar. Núna er ég að prófa að setja slíkt inn á commons og mér sýnist þetta koma ágætlega út þegar það er sett inn í wikipedia skjöl. --Salvor (spjall) 6. febrúar 2015 kl. 14:38 (UTC)
Myntir, t.d. US$
Sá á Microsoft "US$18,25 milljarðar". Þetta er nákvæmlega eftir ensku WP sjá w:MOS:CURRENCY (nema þar náttúrulega "billion" en það er önnur saga hvort billjón sé leyfileg hér á "short scale"..). USD er alþjóðlegt en ekki notað í (ensku) WP - skv. reglum. US$ er sér fyrir WP held ég en þýðir (einnig) "United States [dollar]". Og lesist strangt til tekið þannig (við notum almennt BNA?) Á íslensku væri þetta náttúrlega "BNA$" ("Bandaríki norður Ameríku dollar".. eða jafnvel B$ :) en enginn heilvita gerir það :)
Ég velti þessu bara upp.. valkostirnir eru í gríni en kannski ekki hreintungustefnan. Á US$ við hér? Skilst alveg og stingur ekki mikið í augu en kannski óþarfi. Erum við í alvöru svo alþjóðleg hér að þurfa að taka fram, svo að stangist ekki á við t.d. C$ - sem er EKKI Canadadollar :-/ - eða CA$, A$ eða einn af fyrrverandi Zimbabwe dollarunum?
Gætum sett reglu að $ (eða USD?) sé nóg og þurfi að tiltaka allt annað (sbr. w:Currency symbol#dollar variants) og tengja þá gjaldmiðla.
Og, við væntanlega notum bara "evrur" (€ ?) en ekki "euro". Og meðan enska hefur unit á undan, hvaða reglur ættum við að hafa um hvort hvenær á eftir upphæð? Comp.arch (spjall) 6. febrúar 2015 kl. 15:35 (UTC)
- Það eru til íslensk nöfn á gjaldmiðlum sem er að finna á http://www.arnastofnun.is/solofile/1016147 . Samkvæmt því er USD styttra formið og bandaríkjadalur nafn gjaldmiðilsins. Á sama hátt er styttra form euro EUR og evró eða evra (evrur er fleirtala þess orðs) nafn gjaldmiðilsins. Mér finnst að það ætti að fara eftir því skjali þegar kemur að gjaldmiðlum.
- Einingin (unit) myndi ég segja að ætti að vera eftir upphæðinni.--Snaevar (spjall) 6. febrúar 2015 kl. 18:33 (UTC)
- Takk. Þegar ég hugsa út í það, þá er enska WP "alþjóðleg", en alla vega fyrir enskumælandi bandaríkjamenn og kanadamenn (og breta, ATH líka til önnur pund en breska..) sem nota sinn hvorn dollarinn. Þeir velja víst samt bandaríkjadollar sem sjálfgefinn en þurfa að nota "US$" "on first mention of a particular currency" (ef annars væri vafi).
Því er eðlilegt þar að gera ekki upp á milli t.d. bandaríka- og kanadadollars (eða DMY eða MDY, eða t.d. breska ensku framyfir).Sömu rök eiga við hér. Sambærilegt er að við notum náttúrulega "kr." meðan á ensku þyrfti "Íkr." Að vísu, ef síða hefur strong national ties (STRONGNAT) þarf held ég ekki að taka þar fram t.d. US$ og ég held við getum leyft okkur að $ eða dollar þýðir alltaf bandaríkjadollar alls staðar. Hugsanleg ættum við að skylda að taka fram undantekningar ef STRONGNAT á við eða hugsanlegur ruglingur? Hið minnsta ef margair gjaldmiðlar (mismuandi dollarar) koma fyrir á sömu síðu.
- Takk. Þegar ég hugsa út í það, þá er enska WP "alþjóðleg", en alla vega fyrir enskumælandi bandaríkjamenn og kanadamenn (og breta, ATH líka til önnur pund en breska..) sem nota sinn hvorn dollarinn. Þeir velja víst samt bandaríkjadollar sem sjálfgefinn en þurfa að nota "US$" "on first mention of a particular currency" (ef annars væri vafi).
- Ég held að fyrst við höfum engin sérstök rök á móti (eða fyrir) að velja t.d. bandaríkadollar sem sjálfgefinn þá getum við leyft okkur það hér. Það er held ég líka reglan í blöðum á Íslandi. Sjá breytingu og mætti setja sem reglu. Eflaust enginn kafli til um þetta..
- Evró er held ég ekki almennt notað.. Comp.arch (spjall) 9. febrúar 2015 kl. 15:05 (UTC)
Óska eftir nýju notendanafni
Halló, mig langar til að breyta notendanafninu mínu. Gamla nafnið er: Askur Yggrasill. Nýja á að vera: Askur Ygg. Takk fyrir. Askur Ygg (spjall) 18. febrúar 2015 kl. 11:48 (UTC)
- @Notandi:Askur Yggrasill: Fylltu út eyðublaðið á Kerfissíða:GlobalRenameRequest. Enginn hérna getur gert þessa notendanafns breytingu.--Snaevar (spjall) 21. febrúar 2015 kl. 21:27 (UTC)