Wikipedia:Potturinn/Safn 19

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu


Safn 18 | Safn 19 | Safn 20


Módernismi í íslenskum bókmenntum

Fært á Módernismi í íslenskum bókmenntum.--Snaevar (spjall) 2. október 2012 kl. 12:08 (UTC)[svara]

Titlar á greinum um ráðuneyti Íslands

Er ekki samstaða um það hér að titlar greina er fjalla um ráðuneyti Íslands verði samræmdir og samanburðarhæfðir? Ég hef verið að skrifa margar greinar um stjórnmálasögu Íslands á ensku Wikipedia og gert ýmisleg yfirlit, en nú vinn ég að greinum um ráðuneytin og hef ég tekið eftir því að íslenskar hliðstæður greinanna eru frekar ósamræmdar hvað titlana þeirra varðar. Hefðin er sú að þegar einstaklingur leiðir ríkisstjórn sem forsætisráðherra þá titlast hún Ráðuneyti X og ef um fleiri en eina er að ræða þá Fyrsta ráðuneyti X, Annað ráðuneyti X, o.s.fv. Á ensku er þetta eins, Cabinet of X eða First cabinet of X, Second cabinet of X, o.s.fv. Íslensku greinarnar notast við ofangreinda aðferð að mestu en sumar greinarnar eru titlaðar Ríkisstjórn X og svo er til dæmis Fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar kallað Viðeyjarstjórnin - sem er algengt viðurnefni en ætti frekar að vera nefnt í greininni en ekki titillinn. Er einhver mótstaða við því að ég samræmi titlana? Stefán Örvarr Sigmundsson (spjall) 4. október 2012 kl. 03:52 (UTC)[svara]

Tek undir þetta. Tel að allar samræmingar séu af hinu góða og í rauninni æskilegar. En jafnframt finnst mér nauðsinlegt að hafa tilvísunarsíður fyrir viðurnefni viðkomandi sem notað hefur verið í daglegu tali, eins og í tilfellinu sem þú nefni, Viðeyjarstjórnin. Bragi H (spjall) 4. október 2012 kl. 09:44 (UTC)[svara]

Þá er því lokið. Stefán Örvarr Sigmundsson (spjall) 5. október 2012 kl. 06:19 (UTC)[svara]

Kosning um möppudýr

Ég bendi áhugasömum á og hvet notendur Wikipedia til að kjósa um tilnefningu Braga H til möppudýrs. --Jabbi (spjall) 9. október 2012 kl. 13:11 (UTC)[svara]

Upcoming software changes - please report any problems

(Apologies if this message isn't in your language. Please consider translating it)

All Wikimedia wikis - including this one - will soon be upgraded with new and possibly disruptive code. This process starts today and finishes on October 24 (see the upgrade schedule & code details).

Please watch for problems with:

 • revision diffs
 • templates
 • CSS and JavaScript pages (like user scripts)
 • bots
 • PDF export
 • images, video, and sound, especially scaling sizes
 • the CologneBlue skin

If you notice any problems, please report problems at our defect tracker site. You can test for possible problems at test2.wikipedia.org and mediawiki.org, which have already been updated.

Thanks! With your help we can find problems fast and get them fixed faster.

Sumana Harihareswara, Wikimedia Foundation Engineering Community Manager (talk) 16. október 2012 kl. 02:59 (UTC)[svara]

P.S.: For the regular, smaller MediaWiki updates every two weeks, please watch this schedule.

Distributed via Global message delivery. (Wrong page? Fix here.)

Skanwiki

Ég rakst á meta:Skanwiki sem virðist vera samvinnuvettvangur dönsku, norsku og sænsku Wikipediu. Það er spurning hvort að við eigum eitthvað erindi þangað. Ég ætla að skoða þetta betur við tækifæri a.m.k. --Jabbi (spjall) 17. október 2012 kl. 10:17 (UTC)[svara]

Er þetta ekki en eitt tilefnið til að stofna wíkipedía félag hér á landi? Væntanlega eru það félög í hverju landi fyrir sig sem að þessu standa en ekki stakir notendur. Minnir að Salvör hafi einhversstaðar minnst á þetta verkefni, gott ef hún fór ekki á einhvern fund með þeim líka. Bragi H (spjall) 17. október 2012 kl. 10:30 (UTC)[svara]
Jabbi: Að sjálfsögðu ættum við að vera í Skanwiki. Ekki spurning.
Bragi H: Tja, Wikimedia Ísland er góð hugmynd, en við þurfum ekki félag til að taka þátt í skanwiki. Engu síður þyrfti að klára þessa félagaumsókn með því að:
 1. Taka afstöðu til tillagna Jabba á Wikipediaspjall:Wikimedia Ísland/Samþykkt
 2. Fara yfir ensku samþykktina á Wikipedia:Wikimedia Ísland/Bylaws og senda hana til "Chapters Committee"
 3. Senda samþykktina til ríkiskattstjóra og fá hana samþykkta þar.--Snaevar (spjall) 17. október 2012 kl. 10:58 (UTC)[svara]
Áttu Snaevar við þessar tvær athugasendir sem Jabbi setti inn á þessu ári? Mér sýnast allar þar fyrir ofan hafa verið afgreiddar (svona í fljótu bragði á litið) Bragi H (spjall) 17. október 2012 kl. 11:06 (UTC)[svara]
Já.--Snaevar (spjall) 17. október 2012 kl. 12:10 (UTC)[svara]
OK, þá er að ganga í það. Bragi H (spjall) 17. október 2012 kl. 12:17 (UTC)[svara]

Fundraising localization: volunteers from outside the USA needed

Please translate for your local community

Hello All,

The Wikimedia Foundation's Fundraising team have begun our 'User Experience' project, with the goal of understanding the donation experience in different countries outside the USA and enhancing the localization of our donation pages. I am searching for volunteers to spend 30 minutes on a Skype chat with me, reviewing their own country's donation pages. It will be done on a 'usability' format (I will ask you to read the text and go through the donation flow) and will be asking your feedback in the meanwhile.

The only pre-requisite is for the volunteer to actually live in the country and to have access to at least one donation method that we offer for that country (mainly credit/debit card, but also real-time banking like IDEAL, E-wallets, etc...) so we can do a live test and see if the donation goes through. All volunteers will be reimbursed of the donations that eventually succeed (and they will be low amounts, like 1-2 dollars)

By helping us you are actually helping thousands of people to support our mission of free knowledge across the world. Please sing up and help us with our 'User Experience' project! :) If you are interested (or know of anyone who could be) please email ppena@wikimedia.org. All countries needed (excepting USA)!

Thanks!
Pats Pena
Global Fundraising Operations Manager, Wikimedia Foundation

Sent using Global message delivery, 17. október 2012 kl. 17:04 (UTC)

Ár og áratugir

Ég sé að á en:wp er búin til sú regla að allar ártalsgreinar frá 6. öld f.Kr. til og með 16. öld f.Kr. vísa sjálfkrafa á viðkomandi áratug (þ.e. 1585 f.Kr. -> 1581-1590) en eftir 16. öld f.Kr. á öldina (1651 f.Kr. -> 17. öldin f.Kr.) upp að 40. öldin f.Kr. en eftir það vísar allt á árþúsundið (4123 f.Kr. -> 5. árþúsundið f.Kr.) upp að 10. árþúsundinu en eftir það vísar allt á Tímabil sögu mannsins (Timeline of human history) og eftir 200.000 f.Kr. á Tímabil sögu heimsins (Timeline of natural history). Væri hægt að útfæra eitthvað svipað með einföldum hætti (hugsa um botta hérna) hér hjá okkur? --Akigka (spjall) 23. október 2012 kl. 12:53 (UTC)[svara]

Ég ætla að svara tæknilegum atriðum um hvort sé hægt að nota vélmenni í þetta hér á eftir. Það eru tvö atriði sem skipta máli.
 1. Búa til nýjar síður með tilvísun á sömu síðuna - Mögulegt
 2. Skipta innihaldi síðna, sem til eru fyrir, út fyrir tilvísun - Ekki í augnablikinu, en það væri hægt að biðja forritara vélmennisins um að útfæra það.
Annars ætla ég að bíða og sjá hvaða skoðun fólk hefur um þessa hugmynd.--Snaevar (spjall) 23. október 2012 kl. 15:34 (UTC)[svara]
Það eru sárafáar síður til í röðinni 600 f.Kr. og upp úr. Væri hægt að búa til afbrigðalista og breyta þeim handvirkt? --Akigka (spjall) 23. október 2012 kl. 15:46 (UTC)[svara]
Nota bene: það eru til tilvísunarsíður á en:wp fyrir hvert ár og áratug upp að 4000 f.Kr. Eftir það hlaupa síðurnar (sem vísa bara á 5. árþúsundið f.Kr.) á 100 árum þannig að 4100 er til en hvorki 4099 né 4091-4100 (page not found). Þannig heldur það áfram upp í 6600 f.Kr. (sem vísar líka bara á 7. árþúsundið f.Kr.). Árþúsundasíðurnar eru síðan til (7000 f.Kr.->7. árþúsundið f.Kr.) upp í 10.000. Eftir það vísa árþúsundin á greinina um síðfornsteinöld (Upper Paleolithic) upp að 15000 f.Kr. en eftir það er engar fleiri ártalssíður að finna. --Akigka (spjall) 23. október 2012 kl. 15:59 (UTC)[svara]
Ég held að þetta geti verið skynsamlegt. --Cessator (spjall) 24. október 2012 kl. 00:56 (UTC)[svara]

Lokaritgerð í MLIS-námi við HÍ

Góðan daginn Ég er um þessar mundir að skrifa lokaritgerð um Íslensku Wikipediuna. Helsta markmið ritgerðarinnar er að bera kennsla á megindlega þróun hennar, s.s. í stærð og umfangi. Þetta er mögulegt þar sem Wikimedia samtökin leyfa hverjum sem er að sækja afrit af Wikipedia gagnagrunnunum. Við ritgerðina notast ég við vinnu Felipe nokkurs Ortega, spænsks tölvunarfræðings, sem skrifaði heillandi doktorsritgerð um tölfræðilegan samanburð á 10 stærstu Wikipediunum 2009. Ekki nóg með það heldur bjó hann einnig til frjálsan hugbúnað, WikiDAt sem auðveldar mjög tölfræðilega greiningu á gagnagrunnunum. Hafi einhver spurningar, ábendingar, athugasemdir eða hvaðeina má koma því á framfæri á notandaspjallsíðunni minni, hafa samband við mig á tölvupóstfanginu hhm1 (a) hi.is eða hringja í s: 661-7682.

Ég ítreka sérstaklega, þar sem til stendur að greina breytingar og hegðun notenda, að hafi einhver sérstakar áhyggjur af persónuverndaratriðum að hafa þá samband við mig. Með von um góðar undirtektir, --Jabbi (spjall) 23. október 2012 kl. 13:06 (UTC)[svara]

Verður áhugavert að sjá svona nákvæma tölfræðigreiningu á íslensku wikipediu. --Akigka (spjall) 23. október 2012 kl. 13:35 (UTC)[svara]


Forsíðan

Veit einhver af hverju forsíðan uppfærist svona sjaldan og af hverju það er munur á því hvaða útgáfa forsíðunar birtist eftir því hvort maður sé innskráður eða ekki? Ég spyr vegna þess að þegar ég kíkti á forsíðuna áðan þá var hún á 1. nóvember en þegar ég skráði mig inn þá var hún á 4. nóvember. Það væri náttúrulega best ef sama úfgáfa myndi birtast öllum og að sú útgáfa væri uppfærð daglega. Ég væri alveg til í að taka það að mér en ég veit ekki alveg hvernig þetta virkar allt saman.--Jóhann Heiðar Árnason (spjall) 4. nóvember 2012 kl. 19:18 (UTC)[svara]

Líklegast er gömul útgáfa síðunar í biðminni vafrans, þegar þú skráir þig inn sækir hún nýja. Prufaðu að skrá þig aftur út og skoða forsíðuna. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 4. nóvember 2012 kl. 21:50 (UTC)[svara]
Nýja forsíðan kemur ef ég skrái mig út. Oft er það þannig að ég get fengið nýjustu útgáfu síðunnar með því að skrá mig inn og gera einhverjar breytingar en ef ég skrái mig út, slekk á tölvunni og kveiki aftur, þá kemur eldri útgáfa síðunnar aftur upp. Ég hélt alltaf að sú síða sem ég sæi áður en ég skráði mig inn væri sú síða sem allir sæju en ef þetta er hins vegar bara eitthvað staðbundið vandamál með vafran hjá mér þá skiptir þetta kannski ekki miklu máli. Mér finnst hins vegar skrítið að ég verð var við þetta á öðrum tölvum sem ég nota og ég verð aðeins var við þetta á íslensku Wikipediu en aldrei á þeirri ensku. .--Jóhann Heiðar Árnason (spjall) 4. nóvember 2012 kl. 22:26 (UTC)[svara]
Já, réttilega athugað, ég lendi í því sama. Fyrst þessi möguleiki er útilokaður er þetta líklegast vegna þess að við erum að sækja forsíðuna í biðminni vefþjónanna sem á ekki að gerast í tilfelli forsíðunar. Forsíðan á að vera á hreinsunarlista sem er listi yfir þær síður sem á að hreinsa úr biðminni, ef þú ferð á Main_Page frekar en Forsíða sérð þú að Main_page er 4. nóvember en Forsíða er 1. nóvember. Þannig vandamálið er líklegast að íslenskunin er ekki á hreinsunarlistanum (purge list). Ég skal prufa að skrá villuna, sjáum hvort þetta verði ekki lagað fyrir okkur. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 4. nóvember 2012 kl. 23:00 (UTC)[svara]
Ég veit ekki alveg hvort Main_Page er sjálkrafa hreinsuð úr biðminni eða ekki, en hér er allavega tímabundin lausn, að smella einfaldlega á þetta Hreinsa biðminni. Gallinn við þetta er að það þarf að gera þetta daglega eða láta vélmenni gera þetta. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 4. nóvember 2012 kl. 23:24 (UTC)[svara]
Takk, ég á örugglega eftir að nota þetta. Ef þetta er ekki bara eitthvað staðbundið vandamál á þeim tölvum sem ég nota, þá er skemmtilegra að hafa nýjustu útgáfu af forsíðunni uppi hverju sinni.--Jóhann Heiðar Árnason (spjall) 4. nóvember 2012 kl. 23:50 (UTC)[svara]

Afmæli

Hæ öll. Ég hef ekki verið virkur síðustu misserin (eiginlega ekkert síðan fyrir hrun) en ég fylgist nú samt með ykkur reglulega og ætla mér alltaf að snúa aftur og gera eitthvað af viti. Eftir nokkra daga er 9 ára afmæli íslensku Wikipedíu ef miðað er við 5. desember 2003 sem upphafsdag, en það er dagurinn þegar fyrsta greinin á íslensku varð til. Á þeim tímpunkti er ekki seinna vænna að mínu mati að fara að brainstorma aðeins um 10 ára afmælið. Mér finnst að það þurfi endilega að gera eitthvað úr þeim tímamótum. Það mætti kannski endurlífga áformin um stofnun Wikimedia-félags á Íslandi og margt fleira er hægt að hugsa sér. Hvað dettur ykkur í hug? --Bjarki (spjall) 28. nóvember 2012 kl. 08:10 (UTC)[svara]

Sjá: Wikipedia:10 ára afmæli íslensku Wikipediu --Bjarki (spjall) 5. desember 2012 kl. 21:49 (UTC)[svara]

Eyðingartillögur

Ég er búinn að fara yfir allar greinar með {{eyða}} sniðinu í dag og henda flestum þeirra sem augljóslega átti að henda og taka eyðingarsniðið út á öðrum greinum þar sem það átti ekki við lengur. Eftir standa sex greinar sem ég vil ekki eyða strax þar sem um er að ræða mat á markverðugleika viðfangsefna t.d. þannig ég vil sjá afstöðu samfélagsins fyrst. Það er mikilvægt að fá sem flestar raddir inn í umræðuna vegna þess að niðurstöðurnar úr þessum atkvæðagreiðslum hjálpa til við að móta stefnuna til frambúðar varðandi svipuð mál sem munu halda áfram að koma upp. Greinarnar eru:

--Bjarki (spjall) 29. nóvember 2012 kl. 16:51 (UTC)[svara]

Tillaga: Færa tungumálatengla á Wikidata

Interlanguage links between all languages
Núverandi kerfi:
tungumálatenglar
á milli allra tungumála
=> links of all languages to one central point, Wikidata
Wikidata, 1. hluti:
tenglar allra tungumála
á einn miðlægan punkt

Tillagan tengist miðlæga gagnaþjóninum Wikidata og tungumálatenglum (iw-tenglum). Langflest vélmenni á íslensku wikipediu breyta tungumálatenglum. Þessi tillaga mun minnka fjölda vélmenna og breytinga þeirra. Tillagan er tvíþætt.

Í fyrsta lagi að flytja megnið (eins mikið og hægt er) af tungumálatenglum á miðlæga gagnaþjóninn Wikidata. Þegar þeim flutningi er lokið verða tungumálatenglarnir sóttir frá Wikidata þegar að síða er heimsótt á íslensku Wikipediu.

Í öðru lagi að breyta vélmennasamþykktinni í samræmi við þessar breytingar og fínpússa hana í leiðinni. Breytingarnar á vélmennasamþykktinni eru nefndar hér fyrir neðan:

Gömlu reglurnar Nýju reglurnar
Bots that have been inactive (not made any edits) for one year or more, can be blocked. The block can be removed by following the steps below. Bots that have been inactive (not made any edits) for six months or more, can have their bot flag removed. The flag can be reassigned by following the steps below.
Interwiki bots must run manually and be compatible with Wikidata.
Only bot operators that are fluent in Icelandic may make context-sensitive changes with their bot.
Applying for a bot flag

Create an userpage for your bot (using the bot template).

--Snaevar (spjall) 6. desember 2012 kl. 17:40 (UTC)[svara]

Umræða

Vá. Á ég að trúa því að ég hafi sett inn pirringslegt innslag á spjallsíðunni um vélmenni einni mínútu áður en þetta kom inn? Ég styð allar breytingar sem lúta að því að minnka þetta flóð á íslensku Wikipediu. --Bjarki (spjall) 6. desember 2012 kl. 17:47 (UTC)[svara]

Merking úrvalsgreina

Stutt pæling á meðan ég man. Ég var að skoða merkingar sænsku WP á þeirra úrvalsefni og fannst þeirra úrvalsstjarna fallegri heldur en okkar. Gyllta stjarnan sem við notumst við er mjög flott í þokkalegri stærð en í þeirri stærð sem við notum í greinunum (16 px) þá verður hún bara að brúnni klessu. Sjáið samanburð hér fyrir neðan, sænska ljóskan vinstra megin og íslenski sauðaliturinn hægra megin:

|

|

|

Ef enginn mótmælir þá breyti ég þessu eftir nokkra daga. --Bjarki (spjall) 11. desember 2012 kl. 09:49 (UTC)[svara]

Ég andmæli ekki breytingunni en verð þó að segja að ég sé lítinn mun — annan en litinn auðvitað — á t.d. 16 punkta stjörnunum. Ég sé lítinn gæðamun á myndunum. --Cessator (spjall) 11. desember 2012 kl. 09:54 (UTC)[svara]
Svosem ekki. Það munar kannski meira um staðsetninguna í greinunum, sjá t.d.: sv:Henrik VIII av England. Hún er meira áberandi þarna en falin uppi í horninu. --Bjarki (spjall) 11. desember 2012 kl. 10:00 (UTC)[svara]
Já, það skiptir auðvitað máli hver hún er miðað við titilinn. Ég er sammála því að gyllta stjarnan kemur betur út á þessum hlekk sem þú gefur. --Cessator (spjall) 11. desember 2012 kl. 10:12 (UTC)[svara]
Það má sjá samanburð á því hvernig þetta kemur út í greinum hér og hér. --Bjarki (spjall) 11. desember 2012 kl. 12:36 (UTC)[svara]
Ég er sáttur við þessa breytingu fyrir mitt leyti. --Cessator (spjall) 11. desember 2012 kl. 13:07 (UTC)[svara]
Búin að skoða þessi dæmi og er sammála að sænska stjarnan kemur betur út. Bragi H (spjall) 11. desember 2012 kl. 13:33 (UTC)[svara]

Nafnarýmin afmörkuð

Þrjú af nafnarýmunum hafa alltaf verið dálítið illa afmörkuð hvað varðar hlutverk þeirra. Það eru Wikipedia, Hjálp og Gátt. Þau tvö fyrrnefndu rekast sérstaklega mikið saman og það er ekki alltaf ljóst undir hvort þeirra á að fella síður sem varða verkefnið. Eftirfarandi eru hugmyndir að skýrari línum:

 • Wikipedia: Upplýsingar um verkefnið, markmið þess, stefnumál og regluverk. Allt sem snýr að samfélagi notendanna. „Skrifræðið“ að baki verkefninu. Allt annað sem passar ekki annars staðar.
 • Hjálp: Leiðbeiningar og aðstoð. Síður í þessu nafnarými ávarpa yfirleitt notandann beint. Kynningarefni sem er samið sérstaklega með nýliða í huga.
 • Gátt: Framsetning á efni alfræðiritsins eftir efnisflokkum eða öðrum atriðum. Gæða- og úrvalgreinar mætti að setja fram á gátt frekar en á WP síðum. Forsíðan er í rauninni gátt og sumar útgáfur WP viðurkenna með því að hafa hana í gáttarýminu.

Það er líka mögulegt að sameina hjálpina og WP og komast þannig hjá því að þurfa að meta í hvort nafnarýmið á að setja síður. Það hefur verið gert á t.d. á sænsku. Ég hallast samt frekar að þvi að halda í hjálpina og hugsa hana eiginlega sem „öruggt svæði“ fyrir nýliða. Þannig sé t.d. eðlilegt að hafa einfaldað kynningar- og kennsluefni í hjálpinni sem dregur saman það helsta um t.d. meginreglurnar en vísar í WP-síðurnar sem ítarefni. --Bjarki (spjall) 11. desember 2012 kl. 20:35 (UTC)[svara]

Þetta eru prýðilegar tillögur að mínu mati. Ég er sammála því að halda bæði hjálpinni og Wikipediu-nafnrýminu en ég held að ástæðan fyrir því að þessar síður rekast svolítið á og það er svolítið overlap sé einmitt sú að menn hafi stigið skref í þá átt að færa allt WP-dótið yfir á hjálpina með það í huga að hafa sem mest á hjálpinni. --Cessator (spjall) 11. desember 2012 kl. 21:34 (UTC)[svara]
Já ég held að væri skynsamlegt að skilgreina hjálpina dálítið þröngt og frekar nota þá WP þegar maður er í vafa. Í grófum dráttum mætti segja að skiptingin sé þannig að „Svona gerir þú X“ sé í hjálpinni en „Þess vegna gerum við X“ í WP. --Bjarki (spjall) 12. desember 2012 kl. 08:04 (UTC)[svara]
Ég ætla mér að vinna mikið í WP: nafnarýminu um helgina og þar á meðal að byggja flokkunarkerfið þar upp frá grunni og reyna að láta einhverja lógík stýra för. Ef einhver er mótfallinn þessu þá er núna rétti tíminn til þess að stoppa mig áður en jarðýtan fer í gang. --Bjarki (spjall) 14. desember 2012 kl. 16:03 (UTC)[svara]
Þessu er lokið hvað varðar WP-rýmið. Ég vildi sjá alla notendaflokka falla undir Flokkur:Notendur: en það er of mikil vinna að fara í gegnum alla þessa notendakassa handvirkt til þess að breyta flokkum. Kannski vill einhver vélmennameistari prófa þetta. --Bjarki (spjall) 17. desember 2012 kl. 01:21 (UTC)[svara]

Help

Hi, I am a user of Spanish Wikipedia and I need help with a linguistic consultation. Well, I am interesting in indigenous languages of my country Chile, like mapudungun, aymara and rapa nui, and when I read about the curious system to create neologisms in Icelandic I was surprised by it, and I thought that this form to create neologisms may be applicated o create neologisms in those indigenous languages. So, I need to know what is he etimology of some words. Can you help me please? I need the etimology of "nifteind". --Der Künstler (spjall) 14. desember 2012 kl. 18:26 (UTC)[svara]

The eind part means particle but I don't immediately recognize the first part of the word. From superficial googling it seems like it may be a made up neologism, that is a word that has no deeper etymology but is made to sound vaguely like the English/international term while adhering to Icelandic grammatical structure. --Bjarki (spjall) 17. desember 2012 kl. 01:13 (UTC)[svara]
Takk. Do you know an online dictionary of Icelandic? --Der Künstler (spjall) 17. desember 2012 kl. 19:45 (UTC)[svara]

Algengar skjáupplausnir

Veit einhver um tölfræði varðandi algengustu skjáupplausnir sem eru notkun á Íslandi? T.d. hjá fjölsóttum vefjum eins og mbl.is og álíka. Það er hægt að finna svoleiðis alþjóðlegar tölur en ég er ekki viss um að Ísland endurspegli það. Framsetning á efni á Wikipediu (á flestum tungumálum sem ég hef skoðað) virðist ganga út frá því að flestir séu ennþá í 1024x720 og það þurfi jafnvel að gera ráð fyrir að vefurinn sé nothæfur á 800x600. Það sést aðallega á myndum sem fá ekki að njóta sín í meiri stærð. --Bjarki (spjall) 17. desember 2012 kl. 09:59 (UTC)[svara]

Þekki það ekki. Eins og þú segir eru alþjóðlegar tölur auðfundndar en íslenskar man ég ekki eftir að hafa séð. Viti einhver það þá er það sjálfsagt Sjá, eða einhverjar stórar vefstofur, og Advania kannski. --Jabbi (spjall) 17. desember 2012 kl. 10:26 (UTC)[svara]
Athugaðu samt að jafnvel þótt að heimilistölvur og ferðatölvur á Íslandi séu e.t.v. með háa skjáupplausn spáir WikiMedia því að mesta fjölgun nýrra notenda muni vera í gegnum farsíma (eða spjaldtölvur) með lága upplausn geri ég ráð fyrir (sjá Ársskýrslu WikiMedia fyrir 2010-2011, bls 11). --Jabbi (spjall) 17. desember 2012 kl. 11:55 (UTC)[svara]
Já reyndar. Snillingarnir sem þróa MediaWiki hljóta að vera að búa til einhverja tæknilausn á þessu máli sem lagar útlitið meira að tækinu sem er notað. Það er allavega dálítið kjánalegt hvernig vefurinn kemur út í Full HD upplausn eins og er. --Bjarki (spjall) 17. desember 2012 kl. 12:03 (UTC)[svara]
Hérna er Modernus með upplýsingar um skiptingu í skjálausnir f. 2012. Þeir útskýra ekki aðferðafræðina. Svo virðist sem 800x600 heyri sögunni til og 1024x768 líka. --Jabbi (spjall) 12. febrúar 2013 kl. 16:24 (UTC)[svara]


WikiÁst

Ég þýddi viðmót mw:Extension:WikiLove. Viljið þið virkja þessa viðbót fyrir íslensku WP? Það er lítil hefð fyrir hlöðustjörnum (e. barnstar) hér en það sakar varla að auðvelda notendum að hrósa hverjum öðrum. --Bjarki (spjall) 4. janúar 2013 kl. 12:21 (UTC)[svara]

Hvar biður maður um að extension sé virkjað? Ég vil endilega fá þetta og rafbókaviðmótið í gang. --Bjarki (spjall) 8. janúar 2013 kl. 23:22 (UTC)[svara]
Þú getur beðið um að virkja þau á bugzilla:. (Enter a new bug - Product: Wikimedia, Component: Extension setup).--Snaevar (spjall) 8. janúar 2013 kl. 23:46 (UTC)[svara]

Vefmæling

Þetta tól í boði Svavars Kjarrval tekur saman pageviews á íslenskum útgáfum Wikimedia-verkefnanna. Það er að keyra núna og nær ekki langt aftur eins og er en meira bætist stöðugt við. Vonandi nýtist þetta okkur til þess að sjá t.d. hvaða síður eru vinsælastar sem ætti að hjálpa okkur að forgangsraða. --Bjarki (spjall) 7. janúar 2013 kl. 20:23 (UTC)[svara]

Staðan nú þegar teljarinn nær aftur til 25. nóvember (síður með yfir 1000 heimsóknir):

Síða Heimsóknir
Kerfissíða:Random 80.484
Forsíða 41.761
Kerfissíða:Nýlegar_breytingar 16.659
Íslensku_jólasveinarnir 10.155
sólarhringur 7.198
Kerfissíða:Handahófsvalin_síða 5.289
Special:RecentChanges 4.743
Ísland 4.565
Mynd:WorldMap.svg 4.320
Andrés_Önd 3.847
Kerfissíða:Nýjustu_greinar 3.149
Listi_yfir_íslensk_eiginnöfn_kvenmanna 3.107
Listi_yfir_íslensk_mannanöfn 2.859
Listi_yfir_íslensk_eiginnöfn_karlmanna 2.792
Wikipedia:Potturinn 2.578
Íslenska 2.322
Mynd:Iceland_Keldur_Earth_covered_homes.JPG 2.258
Wikipedia:Samfélagsgátt 2.239
Listi_yfir_íslensk_póstnúmer 2.193
Mynd:Macbook_white_redjar_20060603.jpg 2.174
Mjaðmagrind 2.130
Hjálp:Efnisyfirlit 2.126
Special:Search 1.990
Bandaríkin 1.743
Seinni_heimsstyrjöldin 1.711
Gátt:Úrvalsefni 1.680
Kerfissíða:Allar_síður 1.627
Saga_Íslands 1.620
Wikipedia 1.591
Jól 1.536
Stekkjastaur 1.507
Þýskaland 1.489
Páskar 1.473
Frakkland 1.426
Mynd:Cheshire_cupcakes.jpg 1.418
Halldór_Laxness 1.373
Íslenska_stafrófið 1.355
Alþingiskosningar_2013 1.349
Rúnir 1.341
Reykjavík 1.341
Mynd:Fiskars-scissors.jpg 1.334
Bretland 1.333
Norræn_goðafræði 1.332
Jón_Sigurðsson_(forseti) 1.330
Falun_Gong 1.303
Lotukerfið 1.300
Evrópusambandið 1.296
Enska 1.286
Danmörk 1.281
Justin_Bieber 1.244
Wikipedia:Um 1.243
Kerfissíða:Kerfissíður 1.233
Evrópa 1.221
Wikipedia:Úrvalsgreinar 1.169
Óðinn 1.165
Spánn 1.164
Mynd:Crystal_Clear_app_Login_Manager.png 1.138
Færeyjar 1.138
Svíþjóð 1.133
Ada_Lovelace 1.127
Wikipedia:Stefnumál_um_friðhelgi 1.123
Listi_yfir_skammstafanir_í_íslensku 1.123
Noregur 1.121
Guffi 1.113
Finnland 1.113
Wikipedia:Kynning 1.108
Wikipedia:Almennur_fyrirvari 1.106
Kerfissíða:Newpages 1.094
Flokkur:Efnisflokkar 1.073
Listi_yfir_útvarpsstöðvar_á_Íslandi 1.060
Kommúnismi 1.059
Ítalía 1.056
Jón_Gnarr 1.045
Ástralía 1.041
Veröld_Andrésar_andar 1.038
Jólakötturinn 1.030
Íslensk_mannanöfn_eftir_notkun 1.029
Fyrri_heimsstyrjöldin 1.019
Íþróttamaður_ársins 1.014
Adolf_Hitler 1.009

Árstíminn hefur greinilega mikil áhrif um vinsældir jólagreina. Mikil umræða um mannanafnanefd undanfarið kann að útskýra vinsældir nafnalista. --Bjarki (spjall) 11. janúar 2013 kl. 15:38 (UTC)[svara]

Áhugavert. Ég veit að Wikimedia geymir (óaðgengileg) gögn um heimsóknir. --Jabbi (spjall) 11. janúar 2013 kl. 16:46 (UTC)[svara]
Ég held að þessi teljari sé unninn upp úr þessum gögnum. --Bjarki (spjall) 11. janúar 2013 kl. 16:57 (UTC)[svara]
Hann vinnur upp úr þessum gögnum. -Svavar Kjarrval (spjall) 13. janúar 2013 kl. 14:02 (UTC)[svara]
Hvað varðar mikla ásókn í Kerfissíða:Random þá held ég að þetta hljóti að vera vélmennin sem vinni þannig. Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif það hefur á heimsóknir þegar Wikidata tekur við interwiki tenglunum og vélmennin hverfa. --Bjarki (spjall) 11. janúar 2013 kl. 17:03 (UTC)[svara]
Nú er i boði sundurliðun eftir tímabilum. Greinin íslensku jólasveinarnir var vinsæl í desember svo sem sjá má:

--Bjarki (spjall) 14. janúar 2013 kl. 15:54 (UTC)[svara]

Þetta er ánægjulegt fyrir mig að sjá með greinina um Íslensku jólasveinana því hún var ein fyrsta greininn sem ég fór að vinna í þegar ég byrjaði á wíkípedíuni enda byrjaði ég vegna almanaksverkefnis sem ég var að vinna og byrjaði út frá því að fólk var alltaf að gleyma því hvaða dag hver jólasveinn kæmi til byggða til að gefa í skóinn. Síðann vatt þetta verkefni upp á sig og hef ég stofnað, bætt eða lengt flestar greinar sem fjalla um Íslenska almanaksdaga, sem og auðvitað greinar um alla jólasveinana :) Bragi H (spjall) 14. janúar 2013 kl. 16:48 (UTC)[svara]

Be a Wikimedia fundraising "User Experience" volunteer!

Thank you to everyone who volunteered last year on the Wikimedia fundraising 'User Experience' project. We have talked to many different people in different countries and their feedback has helped us immensely in restructuring our pages. If you haven't heard of it yet, the 'User Experience' project has the goal of understanding the donation experience in different countries (outside the USA) and enhancing the localization of our donation pages.

I am (still) searching for volunteers to spend some time on a Skype chat with me, reviewing their own country's donation pages. It will be done on a 'usability' format (I will ask you to read the text and go through the donation flow) and will be asking your feedback in the meanwhile.

The only pre-requisite is for the volunteer to actually live in the country and to have access to at least one donation method that we offer for that country (mainly credit/debit card, but also real time banking like IDEAL, E-wallets, etc...) so we can do a live test and see if the donation goes through. **All volunteers will be reimbursed of the donations that eventually succeed (and they will be very low amounts, like 1-2 dollars)**

By helping us you are actually helping thousands of people to support our mission of free knowledge across the world. If you are interested (or know of anyone who could be) please email ppena@wikimedia.org. All countries needed (excepting USA)!!

Thanks!

Pats Pena
Global Fundraising Operations Manager, Wikimedia Foundation

Sent using Global message delivery, 8. janúar 2013 kl. 20:59 (UTC)

Wikiheimild

Ég sótti um stjórnandastöðu á Wikiheimild. Það hefur verið sáralítil virkni þar undanfarið og það má gera margt til þess að bæta vefinn en ég þarf admin-réttindi til þess að geta breytt forsíðunni, breytt þeim mediawiki-meldingum sem þarf til þess að innleiða prófarkalesturskerfið og til þess að færa inn gagnleg tól af öðrum tungumálaútgáfum Wikisource. Það væri ágætt ef notendur (sérstaklega þeir sem hafa einhverja sögu á bak við sig á Wikiheimild) gætu stutt mig í þessu. Það er ekkert möppudýr lengur á Wikiheimild þannig að þetta þarf að fara í gegnum Meta og þau vilja sjá þokkalegan stuðning við svona umsóknir til þess að veita stjórnendaréttindi. Ég lagði líka fram tillögu um breytingar á nafnarýmum Wikiheimildar í pottinum þar sem væri gott að fá komment á. --Bjarki (spjall) 13. janúar 2013 kl. 23:18 (UTC)[svara]

Ritgerðin aðgengileg á Skemmunni

Hér gefur að líta lokaritgerð mína í MLIS-námi við HÍ. Allar aths vel þegnar (hhm1 att hi.is), ég þakka öllum sem svöruðu spurningum sem ég sendi og þó ég hafi ekki vitnað í næstum öll svörin voru þau öll mjög gagnleg. --Jabbi (spjall) 14. janúar 2013 kl. 16:07 (UTC)[svara]

Takk fyrir þetta. Þetta er mjög áhugavert. --Bjarki (spjall) 14. janúar 2013 kl. 17:49 (UTC)[svara]
Virkilega áhugaverð ritgerð. Til hamingju :) --Akigka (spjall) 15. janúar 2013 kl. 14:39 (UTC)[svara]
Tek undir það, þetta er mjög áhugaverð lesning. Ég hnýt sérstaklega um eitt atriði (af mörgum) sem er þessi mikli fjöldi tilvísana síðna á Dönsku wíkípedíunni. Bæði held ég að við ættum að vera duglegri við að búa til tilvísunarsíður en eins leikur mig forvitni á að vita hverslags þær séu hjá dönunum. Til dæmis erum við með margar stubba greinar sem eðlilegast væri að steypa saman að mínu mati og skapa í staðin tilvísunrasíður á hluta/kafla á þeirri síðu. Nefni ég sem dæmi margar síður sem ég hef rekist á um líffæri og líffærahluta til dæmis plantna, þar sem ekki er alltaf hægt að skrifa mikið um hvern hlut en ef þeim væri steypt saman, sem dæmi „Líffærahlutar sveppa“ og búa til tilvísunarsíður á hvern hluta síðunnar yrði til bæði mögulega ein góð grein en jafnframt hægt að vísa með auðveldum hætti í öll þau hugtök sem notuð eru við að lýsa innri gerð sveppa. Annað dæmi langar mig að nefna sem ég er að rótast í akkúrat núna sem er að eyða öllum stubbum um nemendafélög og koma efni þeirra inn á síðurnar um viðkomandi skóla undir kaflaheitinu „Félagslíf“ en skilja eftir tilvísun frá nafni nemendafélagsins. Þannig bæði styrkist síðan um viðkomandi skóla en nafn/tilvísun nemendafélagsins tínist ekki. Það sama á við um til dæmis skólablöð sem mér finnst eðlilegt að hægt eigi að vera að finna hér en þá bara í gegnum tilvísunarsíðu sem vísar inn á kaflann um útgáfu viðkomandi nemendafélags sem aftur er inn á síðu viðkomandi skóla. Bragi H (spjall) 15. janúar 2013 kl. 15:07 (UTC)[svara]
Já, takk fyrir. Mér finnst þetta líka skrýtið með tilvísanirnar. Átta mig ekki á ástæðunni. --Jabbi (spjall) 15. janúar 2013 kl. 16:52 (UTC)[svara]

Gáttir

Snaevar vakti athygli á dálitlu í pottinum á Wikiheimild sem við þurfum að ræða. Gáttanafnarýmið á Wikipediu er í misgóðu ásigkomulagi og ég velti því fyrir mér hvort að við þurfum ekki að hafa einhverja stefnu um það. Ég er ekki sammála því að gáttir séu gagnslausar eða úreltar, þó að lítið sé um breytingar á þeim þá eru gáttirnar sem tengt er í af forsíðunni á meðal mest heimsóttu síðanna hér. Ég held að við getum notfært okkur þær mun meira sem sýningarglugga fyrir lesendur þar sem eftirspurnin eftir slíku er augljóslega til staðar. Gátt:Efnisyfirlit er síða sem ég vil sjá verða til sem notendavænt en yfirgripsmikið efnisyfirlit yfir innihald Wikipediu. Flokkakerfið er ágætt svo langt sem það nær en það er frekar óaðgengilegt nýjum lesendum. Það sem ég vil helst sjá breytast varðandi gáttirnar er einhvers konar stöðlun á útliti (ekkert mjög stífan ramma samt) og koma í veg fyrir að þær séu skapaðar fyrir mjög þröng efnissvið sem standa ekki undir þeim. Annað algengt vandamál gáttanna virðist vera að þær séu settar upp þannig að þær séu mjög viðhaldsfrekar með valinni grein mánaðarins og listum sem þarf að uppfæra o.s.frv. Slíkt ætti að reyna að forðast eins og mögulegt er og það má t.d. nota slembiveljara til velja grein af handahófi úr lista sem er nóg að stilla einu sinni. --Bjarki (spjall) 15. janúar 2013 kl. 22:12 (UTC)[svara]

Þetta eru allt prýðilegar hugmyndir. Ég er sammála því að gáttir séu ekki gagnslausar en þær eru viðhaldsfrekar. Við þyrftum eiginlega stærra samfélag virkra notenda. Það var nú mín von með því að setja upp tvær gáttir að þær yrðu að vettvangi þar sem aðrir gætu haldið áfram og fókuserað samvinnu. Kannski getur enn af því orðið. --Cessator (spjall) 15. janúar 2013 kl. 22:22 (UTC)[svara]
Það þurfa að vera fleiri en einn notandi um hverja gátt. Það er grundvallaratriði að mínu mati. --Akigka (spjall) 15. janúar 2013 kl. 23:22 (UTC)[svara]

Bókaviðmót

Bókaviðmótið er nú virkt á íslensku WP og hægt að raða saman greinum í bækur sem hægt er að láta prenta eða fá á PDF, Epub eða fleiri formum fyrir spjaldtölvur og lesbretti. Ég prófaði að safna úrvalsgreinunum saman í bók. Lítur vel út en öll kerfisskilaboð í PDF útgáfunni (sem er 95 síður) eru þó á ensku þrátt fyrir að búið sé að þýða allar meldingar á translatewiki. --Bjarki (spjall) 17. janúar 2013 kl. 16:23 (UTC)[svara]

Þetta er virkilega flott. --Jabbi (spjall) 17. janúar 2013 kl. 17:03 (UTC)[svara]
@Bjarki S: Það á eftir að uppfæra viðbótina svo hún innihaldi nýjustu þýðingar frá translatewiki. (Nýjasta útgáfa viðbótarinnar er frá 24.09.12) Pediapress sér um þessa viðbót, mwlib.rl, og þeir eru með bugtracker á https://github.com/pediapress/mwlib.rl/issues?page=1.--Snaevar (spjall) 17. janúar 2013 kl. 18:13 (UTC)[svara]
Jamm ok.--Bjarki (spjall) 17. janúar 2013 kl. 22:03 (UTC)[svara]

Wikimedia Ísland

Eftirfarandi var sent á íslenska wikipóstlistann (wikiis-l@lists.wikimedia.org):

Sæl öll,

Fyrir mörgum árum var uppi umræða um stofnun Wikimedia-félags á Íslandi en hún fjaraði út og hefur legið í dvala lengi. Ég vil gjarnan lífga þetta við og sjá WMIS verða að veruleika. WMF mælir þó ekki með því að gengið sé frá opinberri skráningu og formlegri stofnun félags fyrr en sýnt er fram á að virkur kjarni félagsmanna sé til staðar þannig að fyrst þurfum við að sýna fram á það að við getum komið hlutum í verk sem óformlegur félagsskapur. Ef það hjálpar til, þá eru þau hjá WMF tilbúin til þess að leyfa svona óformlegum hópum wikiáhugamanna að nota nafn og logo WMF en það er þá hvert verkefni metið fyrir sig.

Kjörið er að lífga við þennan póstlista til þess að varpa fram hugmyndum að hentugum verkefnum en ég held jafnframt að það gæti verið gagnlegt að áhugasamir einstaklingar hittist og fundi um stöðuna og næstu mögulegu skref. Ég hef undanfarið verið að kanna stöðuna á íslensku útgáfum Wikimedia-verkefnanna og punkta hjá mér athugasemdir og pælingar en það er ljóst að Wikipedia þarf á rækilegri innspýtingu að halda, svo ekki sé nú minnst á litlu systurnar hennar. Ég hef einnig tekið frá IRC-rásina #wikimedia-is á Freenode þar sem ræða má þessi mál. --Bjarki (spjall) 18. janúar 2013 kl. 21:41 (UTC)[svara]

Mér líst vel á þetta. Ég er til í að hittast og spjalla. --Jabbi (spjall) 18. janúar 2013 kl. 21:55 (UTC)[svara]
Endilega hefja undirbúning að WMIS. Það gæti til dæmis gefið út ályktanir eða umsagnir vegna lagasetningar sem koma starfsemi þess við. Raunveruleikinn er sá að það er meira hlustað á félög heldur en einstaklinga. -Svavar Kjarrval (spjall) 23. janúar 2013 kl. 19:39 (UTC)[svara]
Endilega að reyna að hittast í „kjötheimum“ því það sýnir okkur svart á hvítu hvort það er nægur áhugi til staðar til að stofna formlegt félag. Því fólk segir oft eitt á netinu en stendur svo ekki við það í „kjötheimum“ þegar á reynir. Bragi H (spjall) 25. janúar 2013 kl. 08:39 (UTC)[svara]
Mikið rétt. Eru einhverjar sérstakar óskir um dag, tíma og stað? --Bjarki (spjall) 29. janúar 2013 kl. 08:08 (UTC)[svara]
Mér persónulega hentar best tíminn eftir klukkan 3 á laugardögum eða sunnudögum. Sennilega væri hægt að fá inni á til dæmis efri hæðinni á kaffihúsinu Glætunni, Laugavegi 21 eða 3 að mig minnir, ég get talað við þau á Glætunni, vinn þar beint á móti, kostar ekkert held ég, eða efri hæðinni á Sólon. Mjög algengir staðir fyrir litla hittinga (sem samt geta tekið tugi manna ef þess með þarf). Hvað varðar dagsetningu, sem fyrst, þessvegna um helgina næstu. Bragi H (spjall) 29. janúar 2013 kl. 08:50 (UTC)[svara]
Klukkan 16 á sunnudaginn á Glætunni? Ég er til. Það þyrfti að slá því föstu í dag þá þar sem fyrirvarinn má helst ekki vera skemmri. --Bjarki (spjall) 29. janúar 2013 kl. 10:50 (UTC)[svara]
Búin að tala við vertann á Glætunni og megum við funda þar á efri hæðinni eftir kl. 4, því það er hópur að funda þar til 4, svo ég sting upp á 16.30 í staðin á sunnudaginn því hinn fundurinn gæti dregist á langinn eins og oft er. Eina greiðslan er að hver fyrir sig kaupi kaffi eða eitthvað annað smáræði. Býst við að það sé sami díllin á öðrum kaffihúsum. Bragi H (spjall) 29. janúar 2013 kl. 13:04 (UTC)[svara]
Ég sendi þá tilkynningu á póstlistann út frá þessum forsendum. --Bjarki (spjall) 29. janúar 2013 kl. 14:58 (UTC)[svara]
Ég mæti nema eitthvað komi uppá. --Jabbi (spjall) 29. janúar 2013 kl. 21:12 (UTC)[svara]

Við hittumst fimm á fundi á Glætunni fyrir hálfum mánuði og áttum gagnlegt spjall og töluðum um að hittast aftur eftir hálfan mánuð, sem væri þá núna á sunnudaginn. Þá er spurningin hvort það standi ekki ennþá og hvort fleiri vilji ekki vera með, eigum við ekki að stefna á sunnudaginn á sama stað og sama tíma? Ég get talað við vertan á Glætunni upp á hvort þessi tími væri ekki laus aftur, það er 16:30. En áður en ég tala við vertan þarf ég að vita hvort áhugin er nægur til að funda. Bjarki er búin á póstlistanum að lýsa yfir áhuga eins fleiri sem þó komast ekki núna, en eru það fleiri? Endilega tjáið ykkur hér á þessum þræði svo ég geti vitað hvort það er fundarfært upp á að talað við verta eða ekki. Bragi H (spjall) 15. febrúar 2013 kl. 14:38 (UTC)[svara]

Fyrir þá sem ekki voru á síðasta fundi, þá var þetta bara óformlegt spjall en mjög gott og engin formlegheit né fundarritun. Við vorum sammála um að það sem væri brýnast núna væri að fá fleira fólk með okkur og að efla önnur wikimedia verkefni hérlendis heldur en bara wikipedia. Sem fyrsta skref ákváðum við að stofna Facebook síðu til þess að nýta þann miðil, undir nafninu Vinir Wikipediu og vil ég hvetja alla til þess að „viðlíka“ síðuna og hjálpa til við að kinna hana og taka þátt í því að virkja hana sem kynningarvettvang. Bragi H (spjall) 15. febrúar 2013 kl. 16:11 (UTC)[svara]
Minni á fundinn í undirbúningsfélagi fyrir stofnun Wikimedia félags á Íslandi, klukkan 16:30 á efri hæð kaffihússins Glætunar, Laugavegi 19 í dag, sunnudag. Endilega mæti allir sem áhuga hafa og eiga heimangengt. Ekker fastmótað fundarefni en áfram unnið í því að finna leiðir til að fjölga virkum notendum á wikimedia verkefnunum á Íslandi og stilla saman strengi okkar í því efni Bragi H (spjall) 17. febrúar 2013 kl. 14:05 (UTC)[svara]

Wikimedia sites to move to primary data center in Ashburn, Virginia. Read-only mode expected.

(Apologies if this message isn't in your language.) Next week, the Wikimedia Foundation will transition its main technical operations to a new data center in Ashburn, Virginia, USA. This is intended to improve the technical performance and reliability of all Wikimedia sites, including this wiki. There will be some times when the site will be in read-only mode, and there may be full outages; the current target windows for the migration are January 22nd, 23rd and 24th, 2013, from 17:00 to 01:00 UTC (see other timezones on timeanddate.com). More information is available in the full announcement.

If you would like to stay informed of future technical upgrades, consider becoming a Tech ambassador and joining the ambassadors mailing list. You will be able to help your fellow Wikimedians have a voice in technical discussions and be notified of important decisions.

Thank you for your help and your understanding.

Guillaume Paumier, via the Global message delivery system (wrong page? You can fix it.). 19. janúar 2013 kl. 15:23 (UTC)[svara]

Forsíðan

Veit einhver hvað er að forsíðunni? Hún er föst á 24. janúar þrátt fyrir það að ég hreinsi skyniminnið með þessari síðu hér.--Jóhann Heiðar Árnason (spjall) 26. janúar 2013 kl. 19:58 (UTC)[svara]

Hún er í lagi hjá mér. Það voru tilkynningar um það á ensku Wikipediu í gær að það væri vandræði með uppfærslu á forsíðunni. --Bjarki (spjall) 26. janúar 2013 kl. 20:25 (UTC)[svara]

Help turn ideas into grants in the new IdeaLab

I apologize if this message is not in your language. Please help translate it.

 • Do you have an idea for a project to improve this community or website?
 • Do you think you could complete your idea if only you had some funding?
 • Do you want to help other people turn their ideas into project plans or grant proposals?

Please join us in the IdeaLab, an incubator for project ideas and Individual Engagement Grant proposals.

The Wikimedia Foundation is seeking new ideas and proposals for Individual Engagement Grants. These grants fund individuals or small groups to complete projects that help improve this community. If interested, please submit a completed proposal by February 15, 2013. Please visit https://meta.wikimedia.org/wiki/Grants:IEG for more information.

Thanks! --Siko Bouterse, Head of Individual Engagement Grants, Wikimedia Foundation 30. janúar 2013 kl. 20:31 (UTC)[svara]

Distributed via Global message delivery. (Wrong page? Correct it here.)

Tungumálalitir

Ég er búinn að uppfæra kerfið fyrir lit tungumálakassanna þannig að við þurfum ekki lengur að skrifa t.d. ættarlitur=lawngreen. Í staðinn skrifum við ættarlitur=Indóevrópskt. Það er kostur að nota þetta kerfi þar sem við getum breytt litunum hvenær sem er og það er enginn efi um hvaða lit á að nota fyrir ákveðna tungumálaætt. Þetta er byggt á kerfinu sem notað er á ensku Wikipediu og mér fannst við þyrftum að taka það upp hér líka. Ég er að fara í gegnum allar tungumálagreinar og er að uppfæra þær samkvæmt þessu nýja kerfi. Upplýsingar um hvernig á að nota tungumálakassann má finna hér: Snið:Tungumál. Maxí (spjall) 13. febrúar 2013 kl. 12:27 (UTC)[svara]

Nú eiga allar tungumálagreinar með tungumálakassa að vera komnar yfir í nýja kerfið. Ef þið finnið greinar sem eru enn í gamla kerfinu vinsamlegast uppfærið þær. Maxí (spjall) 13. febrúar 2013 kl. 13:28 (UTC)[svara]

Need help to determine licencing

Hi all, if you refer to Commons:Commons:Deletion requests/Files uploaded by Handbolti numerous images are up for deletion on Commons. Assistance to determine licencing from Icelandic speakers would be most appreciated. Cheers, Russavia (spjall) 20. febrúar 2013 kl. 00:35 (UTC)[svara]

Systurverkefnasnið

Ég tók mig til og minnkaði þessi snið og breytti aðeins textanum. Þau er að finna undir Flokkur:Flakksnið. --Akigka (spjall) 20. febrúar 2013 kl. 13:36 (UTC)[svara]

Vel gert. Kemur vel út á greinum sem hafa mörg svona snið eins og til dæmis sprengidagur. --Bjarki (spjall) 20. febrúar 2013 kl. 14:36 (UTC)[svara]
Sammála, kemur betur út. Líka vegna þess að mig langar til þess að við aukum til muna vísanir í systurverkefnin, enda ég sem setti inn alla þessa kassa á Sprengidagssíðuna : ) Bragi H (spjall) 20. febrúar 2013 kl. 15:17 (UTC)[svara]
Ég finn hvergi vísun á „Wikilífverur“, er það ekki til? Ég myndi þiggja slíkt, ég er að vinna í svo mörgum líffræðigreinum og það er stöðugar breytingar á flokkunarfræði greiningu sérstaklega smærri lífvera sem ég hef verið að skrifa um en mig hefur vantað að geta vísað í „Wikilífverur“ þar sem fram koma allar greiningar, jafnt gamlar sem nýjar og tilgátur. Bragi H (spjall) 20. febrúar 2013 kl. 17:09 (UTC)[svara]
Ég sá ekki að það væri til nú þegar þannig að ég bjó það til. --Bjarki (spjall) 20. febrúar 2013 kl. 17:39 (UTC)[svara]
Takk Bragi H (spjall) 21. febrúar 2013 kl. 08:51 (UTC)[svara]

Varanleg bönn á síbrotavistföng

Ég tók mig til og skellti varanlegu banni á nokkur vistföng sem hafa langa "sakaskrá" hér en opnaði um leið á möguleikann á því að skrá notendanöfn frá þeim. Ég sé eitt gamalt bann sem Friðrik setti vistfang í á sínum tíma með þessum forsendum og þetta er einnig gert á enskunni þegar um er að ræða skólanet sem eru mikið til vandræða. Ég held að þetta sé lógísk leið til að taka á þessum síbrotavistföngum vegna þess að skemmdarverk skráðra notenda eru nánast hverfandi við hliðina á því sem kemur frá óskráðum, að skrá notendanafn virðist vera þröskuldur sem stoppar megnið af svona vandræðabreytingum. Það má einnig líta á þetta sem leið til þess að auka aðgengi þeirra sem raunverulega hafa áhuga á að bæta Wikipediu. Í staðinn fyrir fyrir að setja heilan skóla (eða marga skóla í heilu sveitarfélagi) í algjört bann í marga mánuði er með þessu allavega alltaf í boði leið fyrir þá sem vilja láta gott af sér leiða. --Bjarki (spjall) 20. febrúar 2013 kl. 14:14 (UTC)[svara]

Wikidata phase 1 (language links) coming to this Wikipedia

Sorry for writing in English. I hope someone can translate this locally.

Wikidata has been in development for a few months now. It is now time for the roll-out of the first part of it on your Wikipedia. Phase 1 is the support for the management of language links. It is already being used on the Hungarian, Hebrew, Italian and English Wikipedias. The next step is to enable the extension on all other Wikipedias. We have currently planned this for March 6.

What is Wikidata?

Wikidata is a central place to store data that you can usually find in infoboxes. Think of it as something like Wikimedia Commons but for data (like the number of inhabitants of a country or the length of a river) instead of multimedia. The first part of this project (centralizing language links) is being rolled out now. The more fancy things will follow later.

What is going to happen?

Language links in the sidebar are going to come from Wikidata in addition to the ones in the wiki text. To edit them, scroll to the bottom of the language links, and click edit. You no longer need to maintain these links by hand in the wiki text of the article.

Where can I find more information and ask questions?

Editors on en:wp have created a great page with all the necessary information for editors and there is also an FAQ for this deployment. Please ask questions you might have on the FAQ’s discussion page.

I want to be kept up to date about Wikidata

To stay up-to-date on everything happening around Wikidata please subscribe to the newsletter that is delivered weekly to subscribed user’s talk pages. You can see previous editions here.

--Lydia Pintscher 21. febrúar 2013 kl. 16:08 (UTC)[svara]

Distributed via Global message delivery. (Wrong page? Fix here.)