Fara í innihald

Wikipedia:Potturinn/Safn 25

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu


Safn 24 | Safn 25 | Safn 26

Greinar sem ættu að vera til - Íslandsútgáfa

Fyrst ég hef verið að vinna eitthvað í „stóra listanum“ vil ég hvetja fólk til þess að setja inn atriði á gátlistann fyrir Ísland. Einnig er hugmynd hvort það ætti að auka ætlað umfang listans þannig að hann megi vera aðeins meira tæmandi en 100-300 greinar. Þannig gæti hann verið ítarlegt yfirlit yfir greinar um það sem varðar Ísland sérstaklega.

Til að einfalda vinnuna, eins og með sveitarfélög, væri hægt að láta duga að setja inn sniðið sem inniheldur listann yfir þau og fólk getur séð ef/þegar hlekkir á þau verða rauðir. Hvað finnst ykkur um það?

-Svavar Kjarrval (spjall) 18. ágúst 2019 kl. 09:01 (UTC)[svara]

Efni orðrétt úr heimildum.

Hvernig er það með að taka heilu málsgreinar úr heimild, er það ekki bannað hér á Wp?

Mér þykir fýsilegra að fólk semji eigin grein í stað þess að pússla heilu málsgreinum, jafnvel þó höfundaréttur geti leyft það. --Berserkur (spjall) 20. ágúst 2019 kl. 15:48 (UTC)[svara]

Ef það er enginn höfundarréttur á efninu hlýtur það að mega, hvað sem manni kann að finnast um það. Er höfundarréttur á efninu sem er verið að nota? TKSnaevarr (spjall) 20. ágúst 2019 kl. 16:04 (UTC)[svara]
Já, ok, má en á? Ég gef nú lítið fyrir „sloppy“ vinnubrögð. Það má alltaf umorða en taka kannski nokkrar góðar setningar? --Berserkur (spjall) 20. ágúst 2019 kl. 16:29 (UTC)[svara]
Já alveg endilega, ef efnið er gefið út undir opnu leyfi. Erum að byggja upp alfræðirit en ekki að vinna að listsköpun, gott bara að nefna í heimildinni að efni sé tekið þaðan. – Þjarkur (spjall)
Það er matsatriði hvort heppilegra sé að taka orðrétt upp eða umbreyta/endurorða. Stundum er nauðsynlegt að taka orðrétt upp t.d. ef vitnað er í lög eða eitthvað sem verður að vera nákvæmt. Nefni hér sem dæmi að ein fyrsta greininsem ég skrifaði var um náttúruvætti og var þar listi um náttúruvætti á Íslandi. Það er ákveðin lagaleg skilgreining á hvað er náttúruvætti og það er tilkynnt af stjórnvöldum hvað eru náttúruvætti. Það er engin ástæða til annars en taka það óbreytt upp ef það er skrifað á máli sem er skiljanlegt almenningi. Það er ekkert að því ef það er góður texti, í almenningseign eða með opnu höfundaleysi og skilgreining sem hæfir í alfræðirit að nota þann texta. --Salvör Kristjana (spjall) 2. september 2019 kl. 13:57 (UTC)[svara]

New tools and IP masking

21. ágúst 2019 kl. 14:18 (UTC)

Leitarvélar

Spjallsíður og síður í notendanafnrými eru nú faldar fyrir leitarvélum líkt og ég lagði til hér fyrir ofan. Þetta ætti þá að koma í veg fyrir að prufusíður sem fólk skrifar um vini sína í sandkassanum, skammir til skemmdarvarga, og umræður um markverði séu það fyrsta sem birtist þegar einstaklingur er Gúgglaður.

Fyrir ykkur sem viljið leyfa notandasíðu ykkar að sjást í Google þá er hægt að gera svo með því að bæta textanum __INDEX__ við á síðuna.

Þjarkur (spjall) 28. ágúst 2019 kl. 12:33 (UTC)[svara]

Norður-Evrópu wikipedia samvinna

Norðurlandahópur wikipedíafólks vinnur að því að koma upp samstarfsvettvangi, fyrsti fundurinn var í Stokkhólmi í fyrra en núna í ár stendur til að hafa norrænan fund í Eistlandi núna í október, þeir sem koma verða að borga sjálfir farið en Ivo frá Eistlandi telur að styrkur sem þeir hafa nægi fyrir uppihaldi. Hef reyndar ekki miklar upplýsingar um það en hópurinn hélt fund á Wikimania ráðstefnunni í Stokkhólmi, ég missti því miður af þeim fundi en í fundargerð er þetta: "Ivo welcomed everyone to the meetup and announced that the next Northern Europe Meeting in Estonia will be held from October 4–6." Hér eru póstar á norræna póstlistann, það verður að ég held aðallistinn fyrir norrænt-baltneskt samstarf þannig að ég hvet alla sem hafa áhuga á að fylgjast eða taka þátt í þessu samstarfi til að skrá sig á þennan póstlista: https://lists.wikimedia.org/pipermail/wikimedia-northern-europe/ --Salvör Kristjana (spjall) 28. ágúst 2019 kl. 13:56 (UTC)[svara]

Katherine Maher á Íslandi - kaffispjall

Katherine_Maher stjórnandi Wikipedia er núna stödd á Íslandi en fer á morgun 1. sept. síðdegis. Hún vill gjarnan hitta fólk úr íslenska Wikipediahópnum í kaffi á morgun áður en hún fer. Veit þetta er lítill fyrirvari en endilega látið mig vita í síma 6948596 ef þið hafið tök á að koma. Vissi ekki að hún væri á Íslandi nema af því ég hitti hana á fundi áðan. --Salvör Kristjana (spjall) 31. ágúst 2019 kl. 19:00 (UTC)[svara]

Það væri jú ósköp skemmtilegt að rekast á einn svona stórlax! Get ekki lofað mér, en þú myndir kannski setja inn litla tilkynningu hér ef af fundinum verður, væri gaman að reyna að líta við. – Þjarkur (spjall) 31. ágúst 2019 kl. 23:26 (UTC)[svara]
Ég hef stungið upp á að við hittum Katharine í kaffistofunni í Listasafni Sigurjóns á Laugarnestanga kl. 14:30 í dag 1. sept. Vefsíða safnins er http://www.lso.is/ Skal pósta hérna inn ef það breytist. Gengur frekar illa að ná í fólk með svona litlum fyrirvara en mikilvægt að við notum þetta tækifæri til að vekja athygli á okkur. --Salvör Kristjana (spjall) 1. september 2019 kl. 11:04 (UTC)[svara]
athuga breytingu á tíma. Verðum á listasafni Sigurjóns kl 14:30. Listasafnið er á Laugarnestanga 70
Ég mæti! – Þjarkur (spjall) 1. september 2019 kl. 13:57 (UTC)[svara]
Hvað sagði hún gott? Haukur (spjall) 9. september 2019 kl. 23:10 (UTC)[svara]

Setja inn heimildir með DOI auðkenni

Ég er að leiðbeina fólki hvernig það setur inn heimildir í vísindagreinar og þess háttar og ætlaði að nota þennan einfalda fídus í ritlinum að setja sjálfvirkt inn heimild með að gefa upp DOI auðkenni. Ég prófaði það með doi=10.17992/lbl.2019.0708.241 sem er grein í Læknablaðinu með tveimur höfundum. Það virkar fínt nema vegna íslenskra nafnvenja þá koma nöfn höfunda skrýtin. Hvað á að gera í því? Láta það vera eða fara í breyta frumkóða og taka eitthvað. Ég ætlaði að reyna að gera leiðbeiningar þannig að óvanir notendur þyrftu ekki að fara í breyta frumkóða ritilinn. Svona kemur þetta út:

  • Gunnar Guðmundsson; Guðmundsson, Gunnar; Tómasson, Kristinn (5. júlí 2019). „Asbest og áhrif þess á heilsufar Íslendinga“. Læknablaðið. 2019 (07/08): 327–334. doi:10.17992/lbl.2019.0708.241.

Hefur fólk verið að nota þetta? --Salvör Kristjana (spjall) 2. september 2019 kl. 13:29 (UTC)[svara]

Er mögulegt að Wikimedia Foundation geti lagað þetta með kóðabreytingu sín megin? -Svavar Kjarrval (spjall) 2. september 2019 kl. 19:51 (UTC)[svara]
Já þessi sjálfvirki heimildainnsláttur er mjög þægilegur. En þetta er ekki hægt að lagfæra sjálfkrafa, upplýsingar um vísindagreinar eru vistaðar á þessu formi. Það þarf hvort eð er oft að laga til í þessum sjálfkrafa niðurstöðum, stundum einhverjar smávillur (sér í lagi með dagsetningar). Það þarf ekki að fara í frumkóðaritilinn til að lagfæra, ég nota VisualEditor viðmótið til að tæma First name og skrifa Last name = Gunnar Guðmundsson, Last name 2 = Kristinn Tómasson. – Þjarkur (spjall) 2. september 2019 kl. 20:09 (UTC)[svara]

Fundur Norður-Evrópu wikipedians í Tartu, Eistlandi 4-6 október 2019

Það er búið að auglýsa samstarfsfund Norðurlanda (Skandínavía, Ísland og baltnesku löndin). Það er meiningin að hittast í Tallinn í Eistlandi og Eistlendingarnir sjá svo um koma þátttakendum til Tartu. Uppihald verður í boði Wikipedíu í Eistlandi en þeir sem fara þurfa að borga sjálfir ferðir sínar út til Tallinn. Hér eru allar upplýsingar og athuga að það þarf að skrá sig fljótlega (strax) ef fólk hefur áhuga á að mæta. https://meta.wikimedia.org/wiki/Wikimedia_Northern_Europe_Meeting_2019 Bendi þeim áhuga á að fara á þennan fund á að Letterstedtski sjóðurinn auglýsir ferðastyrki sem sækja má um til 15. sept. --Salvör Kristjana (spjall) 5. september 2019 kl. 11:00 (UTC)[svara]

Frjálsar myndir frá danska þjóðminjasafninu

Ég var að komast að því í dag að natmus.dk gefur út fullt af myndum í fínum gæðum undir frjálsu leyfi. Hér eru til dæmis margar athyglisverðar myndir af fornminjum og öðru frá Grænlandi: [1] Og hér eru myndir sem tengjast Íslandi: [2] Fyrirmyndarvinnubrögð, finnst mér. Haukur (spjall) 9. september 2019 kl. 19:38 (UTC)[svara]

Tillögur um samvinnu mánaðarins

Hvernig væri að efna til nýs samvinnuverkefnis í október? Hið síðasta fannst mér heppnast ágætlega og leiða til stofnunar nokkurra góðra greina. Mér þætti ekki afleit hugmynd að hafa það sem samvinnuverkefni að fylla upp í greinar sem er tengt í af kaldastríðs-sniðinu. Margar af þeim greinum sem birtast efst á lista yfir eftirsóttar greinar eru þaðan, þannig að það væri ekki vitlaust að koma þeim af borðinu með samvinnuverkefni. TKSnaevarr (spjall) 29. september 2019 kl. 21:38 (UTC)[svara]

Styð það :) --Akigka (spjall) 30. september 2019 kl. 14:58 (UTC)[svara]
kemur eitthvað vitlaust á forsíðunni núna, kemur eins og samvinna aprílmánaðar. Getur verið að það vanti síðu fyrir samvinnu októbermánaðar? fann ekki út strax hvernig hægt er að lagfræra þetta.--Salvör Kristjana (spjall) 1. október 2019 kl. 06:44 (UTC)[svara]
Ég lagaði textann í sniðinu en einhverra hluta vegna hefur það ekki skilað sér á forsíðuna. Gæti verið einhver töf... TKSnaevarr (spjall) 1. október 2019 kl. 10:43 (UTC)[svara]

The consultation on partial and temporary Foundation bans just started

-- Kbrown (WMF) 30. september 2019 kl. 17:14 (UTC)[svara]

Fyrir þá sem ekki þekkja, þá er sú könnun sem þarna er auglýst eins konar eftirköst af borgarastyrjöld á enwiki um tímabundið bann á stjórnandanum Fram. Bannið var afturkallað eftir dúk og disk. Haukur (spjall) 1. október 2019 kl. 14:24 (UTC)[svara]

50.000 greinar fyrir 2020

Miðað við stöðuna eins og hún er núna þykir mér ljóst að takmarkið um 50.000 greinar fyrir áramót muni ekki nást að öllu óbreyttu (en muni hins vegar líklega nást snemma á næsta ári). Spurning hvort við ættum að efna til einhverra átaka eða Wikiþona til þess að reyna að ná áfanganum fyrir árslok, eða hvort það skipti engu máli hvort það næst á þessu ári eða næsta? TKSnaevarr (spjall) 7. október 2019 kl. 17:40 (UTC)[svara]

Spurning hvort það þurfi ekki að reyna að hvetja fleiri til að birta nýjar greinar? Það eru líklega innan við 10 notendur sem eiga megnið af nýjustu greinunum og eru að birta fleiri en 5 nýjar greinar í mánuði. Wikiþon er góð hugmynd. Mér finnst t.d. vanta talsvert af greinum tengdum fötluðu fólki og fötlunarfræði. Kvk saga (spjall)

Já, það væri ekki slæm hugmynd fyrir Wikiþon. Kannski gætir þú haft samband við samtök eða aðila sem myndu hafa áhuga á þannig átaki og útbúið lista um mögulegar greinar tengdar þeim efnum? TKSnaevarr (spjall) 9. október 2019 kl. 23:27 (UTC)[svara]
Sbr. ábendingu frá mér að ofan, þá hvet ég fólk til þess að vinna á Stóra listanum. Síðan er pæling hvort það sé ekki jafnvel fínt að bæta við undirlistann er snýr að Íslands-tengdu efni og síðan hægt að senda þann lista út til fólks með hvatningu um að rita grein(arstubb) um fólk, staði og hluti sem það þekkir (að gættri hlutleysisreglunni). -Svavar Kjarrval (spjall) 10. október 2019 kl. 09:53 (UTC)[svara]
Við getum líka hugsað út fyrir landsteinana, það vantar t.d. um smáþorp á V-Kýpur og það eru aðeins síður um 555 japanska knattspyrnumenn.--Berserkur (spjall) 10. október 2019 kl. 18:08 (UTC)[svara]

Já mér finnst það góð hugmynd að búa til lista yfir greinar sem vantar og er til í að taka þátt í því. Mun þó líklega láta það vera að hafa samband við samtök og aðila til að aðstoða við wikiþon. Kvk saga (spjall)

Feedback wanted on Desktop Improvements project

16. október 2019 kl. 07:18 (UTC)

Beta feature "Reference Previews"

-- Johanna Strodt (WMDE) 23. október 2019 kl. 09:47 (UTC)[svara]

Editing News #2 – Mobile editing and talk pages

29. október 2019 kl. 11:12 (UTC)

Wikipedia Asian Month 2019

Please help translate to your language

Wikipedia Asian Month is back! We wish you all the best of luck for the contest. The basic guidelines of the contest can be found on your local page of Wikipedia Asian Month. For more information, refer to our Meta page for organizers.

Looking forward to meet the next ambassadors for Wikipedia Asian Month 2019!

For additional support for organizing offline event, contact our international team on wiki or on email. We would appreciate the translation of this message in the local language by volunteer translators. Thank you!

Wikipedia Asian Month International Team.

MediaWiki message delivery (spjall) 31. október 2019 kl. 16:57 (UTC)[svara]

Náum við 50.000 greinum fyrir 2020?

Ég var að skoða í dag 26. nóvember að teljaratalan sýnir 48.577 greinar á íslensku wikipedia. Það þarf sem sagt 1433 greinar í viðbót til að ná markinu. Nú er ekki nema 5 vikur til áramóta. Ég held reyndar að það sé alveg hægt að ná markmiðinu ef við einbeitum okkur að stuttum greinum um eitthvað svið sem sérstaklega vantar greinar um en til eru góð uppsláttarrit á íslensku sem hægt er að bera saman við. Alla vega væri nú ansi gaman ef þetta markmið tækist fyrir áramót. --Salvör Kristjana (spjall) 26. nóvember 2019 kl. 12:03 (UTC)[svara]

Væri gaman en miðað við hvernig þetta hefur verið frá því í haust, 4 greinar á dag að meðaltali, gerist þetta í feb/mars. --Berserkur (spjall) 26. nóvember 2019 kl. 14:22 (UTC)[svara]
Spurning jafnvel hvort við ættum bara að taka átakið niður fyrst það er augljóslega ekki að fara að nást? Það myndi bara nást með einhverju rosalegu fjöldaátaki, og ég persónulega ekkert mikinn áhuga á að freta út hundrað stubbagreinum bara til að ná einhverri tölu. TKSnaevarr (spjall) 26. nóvember 2019 kl. 15:34 (UTC)[svara]
Nýtt markmið. 02.02.2020? ;) --Berserkur (spjall) 26. nóvember 2019 kl. 15:51 (UTC)[svara]
Annaðhvort frestur til 02.10.2020 eða sleppa markmiðinu alveg. Til að ná þessu í febrúar þyrfti 450 greinar á mánuði (þ.m.t. fyrir nóvember) og það hefur ekki gerst til þessa. Staðreyndin er sú að þetta átak er miklu metnaðarfullara en hefur verið áður (áður var það eingöngu að næsta þúsundi).--Snaevar (spjall) 26. nóvember 2019 kl. 21:19 (UTC)[svara]

Jæja ég tók borðann niður. Skemmtilegt átak þó, í byrjun árs var alveg útlit fyrir að þetta tækist. En já, ég er annars mjög hrifinn af þessum „Samvinnu mánaðarins“-listum á forsíðunni sem smám saman verða bláir. Við gætum líka sett meiri áherslu á að bæta greinar frekar en að bæta við greinum, líkt og Wikipedia:100,000 feature-quality articles, ein þúsund orða grein hefur líklega meira gildi en þúsund örstuttar greinar.
Ég færði annars forsíðuna yfir í annað form til þess að hún virkaði fyllilega á farsímum, fyrri útgáfan notaðist við gömlu leiðina og olli það því að bara grein mánaðarins og atburðir dagsins voru birt fyrir farsímanotendum, nú ætti allt efni á forsíðunni að sjást. – Þjarkur (spjall) 1. desember 2019 kl. 23:42 (UTC)[svara]

Ég vona nú samt að við náum 49 þúsund greinum á þessu ári - án þess að slaka neitt á því að hafa greinar eins efnismiklar og hægt er. Við héldum ekkert upp á 15 ára afmæli íslensku Wikipedíu sem var núna í byrjun desember en væri ekki gott að halda upp á saman 15 ára afmæli og 50 þúsund greinar? Og reyna að fá einhverja umræðu um þörf á meira af efni með opnu höfundaleyfi t.d. að íslensk menning og íslenskur menningararfur og grundvallarrit og námsgögn séu með opnum höfundarleyfum og öllum frjáls til að hlaða niður --Salvör Kristjana (spjall) 11. desember 2019 kl. 10:03 (UTC)[svara]
Jú endilega, ég veit ekki betur en að Notandi:Haukurth sé að reyna að ýta á eftir Árnastofnun að gefa innskönnuð handritin og þessháttar út á frjálsu leyfi. Menntamálaráðuneytið og skyldar stofnanir hafa ekki beint tekið við tillögum mínum með opnum örmum, það þyrfti endilega að skrifa nokkra safaríka pistla í blöðin og senda fleiri fyrirspurnir til stofnana. – Þjarkur (spjall) 11. desember 2019 kl. 23:35 (UTC)[svara]

Extension of Wikipedia Asian Month contest

In consideration of a week-long internet block in Iran, Wikipedia Asian Month 2019 contest has been extended for a week past November. The articles submitted till 7th December 2019, 23:59 UTC will be accepted by the fountain tools of the participating wikis.

Please help us translate and spread this message in your local language.

Wikipedia Asian Month International Team

--MediaWiki message delivery (spjall) 27. nóvember 2019 kl. 14:16 (UTC)[svara]

Heimildasniðmát á is.wikibooks.org

Það er ekki til heimildasniðmát á is.wikibooks.org eins og er á íslensku wikipedíu. Ég sé það er heldur ekki á en.wikibooks.org Ég hef notað wikibooks töluvert með nemendum til að kenna þeim að skrifa greinar/námsefni á wikiformi og tengja í önnur wikiverkefni. Dæmi um slíkt námsefni er t.d. síða um sveppi eins og https://is.wikibooks.org/wiki/Sveppir og síða um taubleyjur eins og https://is.wikibooks.org/wiki/Taubleyjur Það hefur þá verið hluti af verkefninu að hafa einn kafla neðst þar sem eru heimildir og einn kafla fyrir ítarefni. Nú langar mig til að leggja meiri áherslu á þjálfa nemendur til að skrifa fræðilegri texta á wiki og tengja í heimildir og notfæra sér að rit má finna sjálfvirkt ef doi eða issn er þekkt eða þau líma inn heimild úr leitir.is. Þetta virkar í "visual editor" á wikipedíu og auðvelt að setja upp skrif með heimildarlista eins og t.d. hérna Notandi:Salvor/mooc. En nú veit ég ekki hvert ég á snúa mér - með að setja upp visual editor á wikibooks og setja upp sniðmát fyrir heimildir á wikibooks. Er einhver sem getur gefið mér ráð?--Salvör Kristjana (spjall) 11. desember 2019 kl. 10:27 (UTC)[svara]

Ég fann reyndar að hægt var að stilla visual editor á en.wikibooks.org en það virðist vanta þar inn sniðmát þannig að maður geti bara slegið inn doi auðkenni og flett upp bók eða tímaritsgrein. Þetta kemur bara svona út þegar ég prófa https://en.wikibooks.org/wiki/User:Salvor/sandbox --Salvör Kristjana (spjall) 11. desember 2019 kl. 11:14 (UTC)[svara]

Þetta er ekki snúið en þetta er smá handavinna, það þarf sem sagt að flytja allar þessar hérna síður yfir á is.wikibooks: [3], [4], MediaWiki:Citoid-template-type-map.json, MediaWiki:Visualeditor-cite-tool-definition.json. Ég get reynt að gera þetta fyrir þig í næstu viku. – Þjarkur (spjall) 11. desember 2019 kl. 23:25 (UTC)[svara]

Kærar þakkir fyrir þetta Þjarkur, núna virka is.wikibooks.org eins og íslenska wikipedia þegar settar eru inn heimildir. Frábært! Eina sem ég var að velta fyrir mér er að þegar smellt er á Heimildir þá kemur est á ensku "Add a citation" - þetta kemur svona bæði á íslensku Wikipedia og íslensku wikibooks, er hægt að íslenska þetta eða er þarna búið að ræsa upp einhverja leitarvél fyrir heimildir? --Salvör Kristjana (spjall) 4. janúar 2020 kl. 15:30 (UTC)[svara]
Það vantaði að íslenska MediaWiki:Visualeditor-linkinspector-title-add og MediaWiki:Citoid-citoiddialog-title. Ef einhver er með aðgang að Translatewiki mætti bæta því inn þar. – Þjarkur (spjall) 6. janúar 2020 kl. 17:10 (UTC)[svara]
Komið inn á Translatewiki svo þetta ætti að birtast hjá þér bráðlega – Þjarkur (spjall) 6. janúar 2020 kl. 20:06 (UTC)[svara]

Beiðni um upplýsingasnið

Ég vil leggja fram beiðni til tæknikunnugri Wikiverja (*hóst*Þjarkur eða Snaevar*hóst*) um að flytja inn snið fyrir upplýsingatöflur á íslensku Wiki. Hin fyrri væri fyrir stofnanir (sbr. Template:Infobox organization á ensku) og hin seinni fyrir embætti (sbr. Template:Infobox official post). Bestu þakkir fyrirfram. TKSnaevarr (spjall) 29. desember 2019 kl. 21:40 (UTC)[svara]

Best væri auðvitað að ljúka við að tengja upplýsingatöflurnar okkar við Wikidata svo að upplýsingar komi inn sjálfvirkt. Það er bara svo mikil handavinna :Þ – Þjarkur (spjall) 29. desember 2019 kl. 23:17 (UTC)[svara]
Aðalatriðið með Wikidata er að þekkja eiginleikana (enska: properties) fyrir hvert snið. Snið:Bær og Snið:Knattspyrnulið er komið (sleppti að sækja myndatengla frá Wikidata).--Snaevar (spjall) 21. mars 2020 kl. 00:45 (UTC)[svara]

Landslið í Knattspyrnu fyrir Evrópumótið 2020

Ég veit að það er ekki strax komið að mótinu og ekki alveg klárt hvaða lið taki þátt ennþá, enn gætum við tekið átak í að skrifa greinar um allar þjóðir sem taka þátt í næsta Evrópumóti í Knattspyrnu ? Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Gusulfurka (spjall | framlög) 5. janúar 2020 kl. 23:45 (UTC)[svara]

Ég er til. Eitt af mínum áhugasviðum. Samt eru flestar þjóðir klárar, nokkur umspilssæti eftir. Byrjaði á EM 2020. Frekar fátækleg og má endilega bæta. --Berserkur (spjall) 6. janúar 2020 kl. 00:42 (UTC)[svara]

Hvatning til háskólasamfélagsins

Ég hef stundum orðað þá hugmynd að stúdentar séu hvattir til að skrifa, laga eða bæta við greinar á íslensku Wikipediu. Helst þannig að kennarar ýti við sínum nemendum að skrásetja sitt fræðasvið og hafi það jafnvel sem hluta verkefnis eða haldi wikiþon. Það gæti líka verið sniðugt að setja almennt viðmið að með hverri lokaritgerð sé skrifuð minnst ein grein um helsta efni viðkomandi lokaverkefnis og að leiðbeinendur nefni það við sína stúdenta. Fólk tekur yfirleitt vel í þetta og þykir hugmyndin góð en ég hef svosem ekki kynnt þetta sérstaklega fyrir starfsfólki háskólanna. Hefur nokkuð slíkt átak verið gert eða er kannski eitthvað sem mælir gegn því? Ef fólk sér gildið í þessu þá væri hægt að senda út ákveðna áskorun og leiðbeiningar til kennara og minna svo á undir lok annarinnar eða á prófatíma þegar frestunaáráttan er mest :) Þetta getur verið tæki til að koma sér af stað í fræðavinnu og ná áutanum viðfangsefnið. Það spilar líka inn í að meðan fólk er enn í námi sér það gildi þess að gefa til baka. Ég er annars frekar nýlega byrjaður að skrifa greinar sjálfur en hef gert nokkrar á mínu fræðasviði. --Sverrirbo (spjall) 6. janúar 2020 kl. 17:12 (UTC)[svara]

 Það finnst mér hin fínasta hugmynd. Hafði einhverntímann byrjað á því að gera plaggöt til að hvetja nemendur og fræðafólk til að henda inn örlitlu en lauk aldrei við það. Ef kennarar væru hvattir til þess myndu örugglega einhverjir taka í þá hugmynd að það yrði hluti af verkefnum/ritgerðum að bæta inn stuttum texta með heimildum á Wikipedíu. – Þjarkur (spjall) 6. janúar 2020 kl. 17:26 (UTC)[svara]
Ég hef nokkrum sinnum reynt að stinga upp á einhvers konar háskólasamstarfi við kennara í HÍ. Mér hfyndist t.d. sniðugt ef háskólar gætu úthlutað uppbótareiningum fyrir greinaskrif hér. Það hefur yfirleitt verið tekið vel í hugmyndina þegar ég hef minnst á hana, en hún virðist aldrei hafa verið látin ganga neitt lengra. Reyndar veit ég um einn kennara, Magnús Þorkel Bernharðsson, sem lét nemendur í áfanga skrifa greinar á Wikipediu; það urðu nokkrar ágætar greinar tengdar Mið-Austurlöndum til í fyrra vegna þess átaks. TKSnaevarr (spjall) 6. janúar 2020 kl. 17:36 (UTC)[svara]
Er sjálfur með vef sem inniheldur ýmis gömul háskólapróf (aðallega lögfræði þessa stundina) þar sem merkimiðar eru settir á spurningar. Á aðgerðalistanum er að setja upp wiki-vef sem gerir fólki kleift að leggja til texta fyrir umfjöllun hvers merkimiða (með CC0-leyfinu). Hef gælt við þá hugmynd að setja þær umfjallanir hingað inn sem eru iswiki-hæfar. Þó það sé ekki aðalmarkmiðið með uppsetningunni að redda greinum hingað inn, þá yrði æðislegt ef það gæti gerst. -Svavar Kjarrval (spjall) 6. janúar 2020 kl. 18:30 (UTC)[svara]
Er til einhver formlegur félagsskapur eins og áhugamannafélag um wikipediu sem gæti sent starfsfólki háskólanna svona áskorun í sínu nafni? Mér hefur annars sýnst að Salvor sé kannski helst inni í háskólasamfélaginu. Hvar er besti vettvangurinn til að vinna að bréfi sem gæti ýtt undir þetta verkefni? --Sverrirbo (spjall) 7. janúar 2020 kl. 14:55 (UTC)[svara]
Ég verð með smávegis Wikipediu-kennslu í fyrramálið (8. janúar) fyrir kollega mína á Árnastofnun. Kannski munu þá nýliðar reka hér inn nefið. Haukur (spjall) 7. janúar 2020 kl. 16:16 (UTC)[svara]
Endilega kenna þeim grunn varðandi gerð síðna, heimilda, flokkun og frágang ;) Vantar aðeins upp á. Gott framtak. --Berserkur (spjall) 8. janúar 2020 kl. 11:55 (UTC)[svara]
Já, það er að mörgu að huga. Við tókum þrjá klukkutíma í þetta en enginn er smiður í fyrsta sinn. Haukur (spjall) 8. janúar 2020 kl. 12:43 (UTC)[svara]

Það er til hið formlega Félag Wikimedianotenda á Íslandi sem Salvör og Svavar eru í forsvari fyrir. Væri ekki annars við hæfi að vinna að bréfi akkúrat hér á Wikipedíu, hægt er að búa til skammtímasíður svo sem Wikipedia:Hvatning til háskólasamfélagsins. – Þjarkur (spjall) 8. janúar 2020 kl. 12:44 (UTC)[svara]

Íslenska eldhúsið

Ég hef svolítinn áhuga á að koma í gang umfjöllun um "íslenska eldhúsið" eða íslenskan mat. Mætti hafa þessa sænsku grein um sænska eldhúsið eða husmanskost til hliðsjónar https://sv.wikipedia.org/wiki/Svenska_k%C3%B6ket Eru aðrir áhugasamir? Einhver með skoðun á því hvað sé besta nafnið á greinina? íslenskur matur, íslensk matargerð, íslenska eldhúsið, þjóðlegur matur... --Sverrirbo (spjall) 9. janúar 2020 kl. 17:16 (UTC)[svara]

Íslensk matargerð væri þá besti titillinn, finnst mér. Íslenska eldhúsið hljómar pínu undarlega. TKSnaevarr (spjall) 10. janúar 2020 kl. 08:36 (UTC)[svara]

Improving the translation support for Icelandic

Content translation has been successful in supporting the translation process on many Wikipedia communities, and we want to help additional wikis with potential to grow using translation as part of a new initiative.

Content translation facilitates the creation of Wikipedia articles by translating content from other languages. It has been used already to create more than half a million articles. In addition, the tool provides mechanisms to encourage the creation of good quality content, preventing the publication of lightly edited machine translations. In general, our analysis shows that the translations produced are less likely to be deleted than the articles started from scratch.

Icelandic editors have used Content translation to create more than one hundred articles since 2015. Given the size of the editing community, we think that there is potential to use translation to create more articles, expand existing ones, and attract new editors that learn how to make productive edits. In order to achieve this goal, we want to collaborate with you to make Content translation more visible in the Icelandic and support new ways to translate.

As a first step, during the next weeks we plan to enable Content translation by default on Icelandic Wikipedia. That will make it easy for users to discover the tool through several entry points. Users not interested in translation will still be able to disable it from their preferences.

Please feel free to share any comment in this conversation thread.

Thanks! --Pginer-WMF (spjall) 13. janúar 2020 kl. 17:17 (UTC)[svara]

Hello everyone. We have enabled Content translation by default on Icelandic Wikipedia this week.
Now it is easy for users to discover the tool through several entry points. However, users not interested in translation can disable it from their preferences.
We expect this will help translators to create more content of good quality in Icelandic. We’ll be monitoring the statistics for Icelandic as well as the list of articles created with the tool. Content translation provides quality control mechanisms to prevent the abuse of machine translation and the limits can be adjusted based on the needs of each community. Please, feel free to share your impressions about the content created and how the tool works for the community. This feedback is essential to improve the tool to better support your needs.
Thanks! --Pginer-WMF (spjall) 23. janúar 2020 kl. 12:47 (UTC)[svara]
Great stuff! Thanks. I've used this tool occasionally and often find it convenient. --Akigka (spjall) 23. janúar 2020 kl. 13:47 (UTC)[svara]

Wiki Loves Folklore

Hello Folks,

Wiki Loves Love is back again in 2020 iteration as Wiki Loves Folklore from 1 February, 2020 - 29 February, 2020. Join us to celebrate the local cultural heritage of your region with the theme of folklore in the international photography contest at Wikimedia Commons. Images, videos and audios representing different forms of folk cultures and new forms of heritage that haven’t otherwise been documented so far are welcome submissions in Wiki Loves Folklore. Learn more about the contest at Meta-Wiki and Commons.

Kind regards,
Wiki Loves Folklore International Team
— Tulsi Bhagat (contribs | talk)
sent using MediaWiki message delivery (spjall) 18. janúar 2020 kl. 06:14 (UTC)
[svara]

Movement Learning and Leadership Development Project

Hello

The Wikimedia Foundation’s Community Development team is seeking to learn more about the way volunteers learn and develop into the many different roles that exist in the movement. Our goal is to build a movement informed framework that provides shared clarity and outlines accessible pathways on how to grow and develop skills within the movement. To this end, we are looking to speak with you, our community to learn about your journey as a Wikimedia volunteer. Whether you joined yesterday or have been here from the very start, we want to hear about the many ways volunteers join and contribute to our movement.

To learn more about the project, please visit the Meta page. If you are interested in participating in the project, please complete this simple Google form. Although we may not be able to speak to everyone who expresses interest, we encourage you to complete this short form if you are interested in participating!

-- LMiranda (WMF) (talk) 22. janúar 2020 kl. 19:01 (UTC)[svara]

Forsíðan í rugli á Internet Explorer

Ég tek eftir því að forsíðan okkar fer í rugl þegar maður skoðar hana með Internet Explorer; allir upplýsingakaflarnir fara ofan í hvern annan og birtast í einni kássu. Þetta gerist ekki fyrir aðrar tungumálaútgáfur. Gæti einhver litið á þetta? TKSnaevarr (spjall) 1. febrúar 2020 kl. 12:42 (UTC)[svara]

Lagfært, datt ekki í hug að þetta gæti farið úrskeiðis í IE. Wikimedia netþjónarnir eru að hættir að styðja Internet Explorer og flestir Internet Explorer notendur geta ekki einu sinni tengst þeim. – Þjarkur (spjall) 22. febrúar 2020 kl. 22:37 (UTC)[svara]

Söltunargreinar

Ég veit ekki hvort allar þessar greina eiga rétt á sér fyrir utan að vinnubrögðin eru slæleg... má ekki sameina megnið af þessu eða bæta inn í grein sem til er fyrir um söltun? --Berserkur (spjall) 12. febrúar 2020 kl. 14:48 (UTC)[svara]

Additional interface for edit conflicts on talk pages

Sorry, for writing this text in English. If you could help to translate it, it would be appreciated.

You might know the new interface for edit conflicts (currently a beta feature). Now, Wikimedia Germany is designing an additional interface to solve edit conflicts on talk pages. This interface is shown to you when you write on a discussion page and another person writes a discussion post in the same line and saves it before you do. With this additional editing conflict interface you can adjust the order of the comments and edit your comment. We are inviting everyone to have a look at the planned feature. Let us know what you think on our central feedback page! -- For the Technical Wishes Team: Max Klemm (WMDE) 26. febrúar 2020 kl. 14:15 (UTC)[svara]

Greinar um mögulega höfundavarið efni

Sæl veriði. Ég gef verið að lesa þýðingu Einars Thoroddsen (útgáfuár 2018) af víti eftir Dante og var að pæla hvort ég mætti búa til grein um verkið almennt, fara yfir þýðinguna, innihald bókarinnar gróflega og um hvað verkið snýst, tilvísanir, uppbygging o.s.frv. Ég spyr vegna reglu síðunnar um skrifa á höfundarréttavörðu efni. Gæti ég skrifað grein um Víti eftir Dante út frá frumverkinu og nota þessa þýðingu sem eitt af heimildunum eða myndi það ekki breyta neinu ef ég er að nota þessa þýðingu að miklu leyti sem heimild fyrir upprunalega verkið?

Tilvitnanir í þýðinguna eru í samræmi við 14. gr. íslenskra höfundalaga, en það má ekki vera svo mikið að það teljist endurbirting - því þá þarf heimild frá höfundi (þýðandanum í þessu tilviki, því þýðandinn á höfundarétt að þýðingu sinni að hálfu á móti höfundi upprunalega verksins). Mér þætti fara betur á því að notast við frumtextann, alla vega til hliðar við þýðinguna. Í öllu falli verður að gæta þess að birta ekki svo mikið af þýðingunni að það teljist fara gegn lögvörðum hagsmunum þýðandans. Auk þess þarf birtingin að gegna greinilegum tilgangi í umfjölluninni (vera hluti af stærri umfjöllun) og að rétt sé með farið og rétt vísað til heimilda. Þú verður að athuga að samkvæmt CC-BY-SA-leyfinu sem Wikipedia notast við er endurnýting texta af Wikipediu, líka í fjárhagslegum tilgangi, heimil hverjum sem er meðan getið er uppruna og heimild gefin fyrir frekari endurnýtingu. --Akigka (spjall) 28. mars 2020 kl. 16:57 (UTC)[svara]

Drafts

Er hægt að búa til draft af grein áður en maður birtir hana? Er búinn að lesa mig til um það á ensku síðunni en finn ekki út hvernig ég get gert það gegnum íslensku stillingarnar.Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Hrafnkell Karlsson (spjall | framlög)

Drafts hefur ekki verið virkjað hérna. Í staðinn notumst við Sandkassann, það er einn slíkur á þínu svæði undir Notandi:Hrafnkell Karlsson/sandkassi (það er einnig tengill á hann efst í hægra horni síðunnar) og svo sameiginlegur sandkassi á Wikipedia:Sandkassinn. Kanski verður drafts kerfið tekið upp síðar, það kemur bara í ljós.--Snaevar (spjall) 28. mars 2020 kl. 20:01 (UTC)[svara]

Editing news 2020 #1 – Discussion tools

8. apríl 2020 kl. 19:24 (UTC)

Sérstak heimildasnið fyrir Timarit.is?

Mér var að detta í hug að það gæti verið góð hugmynd að hafa sérstakt snið til þess að búa til tilvísanir á Timarit.is. Á öðrum tungumálaútgáfum eru til sérstök snið til að setja í tilvísanir þegar vísað er til tiltekinna gagnasafna. Við erum líka með svipað snið fyrir vísanir á Vísindavefinn. Ég nota timarit.is mjög mikið í greinaskrifum hér, og ég held það gæti auðveldað nýjum höfundum á Wikipediu að vísa í gamlar greinar þaðan ef við búum til þetta sérstaka snið. TKSnaevarr (spjall) 10. apríl 2020 kl. 22:44 (UTC)[svara]

Já, tímarit.is er notað mjög mikið hérna. Nýbúinn með snið, Snið:Tímarit.is, útskýringar á síðu sniðsins.--Snaevar (spjall) 11. apríl 2020 kl. 00:43 (UTC)[svara]
Frábært! Það mætti bæta við breytu fyrir greinarhöfund, þegar það á við. TKSnaevarr (spjall) 11. apríl 2020 kl. 11:10 (UTC)[svara]

Nýsköpunarsjóður námsmanna - Búa til Wikipediaverkefni

Ég vil vekja athygli þeirra sem eru í háskólanámi og allra sem hafa áhuga á að bæta íslensku wikipedíu að það eru meiri möguleikar en oft áður varðandi Nýsköpunarsjóð námsmanna til að sækja um verkefni varðar uppbyggingu íslensku wikipedíu. Það hefur vegna ástandsins verið auglýst aukaumsóknarfrestur og meira fé lagt til sjóðsins. Ef það er einhver sem hefur áhuga á að sækja um slíkt verkefni eða vera með í slíku verkefni þá er umsóknarfrestur til 4 maí næstkomandi. Það geta verið háskólanemar, háskólakennarar og stofnanir sem standa að umsókn í sjóðinn. Ég hef alla vega þrisvar sinnum sem háskólakennari sótt í sjóðinn fyrir wikipedia verkefni og fékk einu sinni fyrir löngu síðan (minnir að það hafi verið rétt eftir Hrunið) og var þá með háskólanemanda í verkefni í 2 mánuði. Hér er meira um Nýsköpunarsjóð námsmanna. --Salvör Kristjana (spjall) 27. apríl 2020 kl. 06:55 (UTC)[svara]

Tek undir með Salvöru að nú er lag sem vert er að reyna að nýta sér. Við sjálf getum líklega ekki mörg okkar sótt um styrk [ágiskun] þar sem ég held að þau sem eru hvað virkust hér inni séu ekki námsmenn sem falla undir skilyrði sjóðsins. Þó er ég alls ekki viss því ég veit um nokkuð af fólki í gegnum árin sem var á meðan það var í námi mjög virkt á is:wp en hvarf flest eftir að það var komið út á vinnumarkaðinn. En eins og Salvör nefnir, það geta verið háskólanemar, háskólakennarar og stofnanir sem standa að umsókn í sjóðinn. Ég sjálfur fell ekki undir að ég tel nein þessara skilyrða þótt ég hafi kennt við nokkra skóla á háskólastigi í gegnum tíðina, þar sem ég hef ekki menntun sem slíkur né fasta stöðu, heldur hef ég verið beðin um að kenna vegna þekkingar minnar en tel nokk öruggt að litið sé í þessu tilfelli til menntunar kennara og stöðu. Ég hef aftur á móti lengi unnið að nokkrum verkefnum sem byggja á því að skrifa greinar á is:wp og tengja þær að baki vef/appi sem fræðslu og til námsgagnagerðar. Ég hef þó bara sótt um styrk fyrir einu af þessum verkefnum og fékk ekki og það verkefni setti ég í salt á sínum tíma til þess að einbeita mér að öðrum og þá aðallega almanaksverkefni mínu. En ef það eru einhver sem þetta lesa sem hefðu áhuga á að sækja um styrk en hafa ekki hugmynd að verkefni þá megi þið hafa samband og ég látið ykkur í té alla þá vinnu sem ég er búinn að leggja í þetta verkefni og fólki frjálst að nota það í umsókn. Ég þarf hvergi að koma þar nærri né neitt stýra því á nokkurn hátt enda gerist þess engin þörf því verkefnið byggir á því að skrifa ákveðnar greinar á vel skilgreindu sviði sem síðan hver sem er getur nýtt sem efnivið til þess að vinna námsefni og þarf ég ekkert að vera sá frekar en einhver annar. Ég tel að frá fræðslusjónarmiði séð, óháð wp, þá sé verkefnið rétt sett fram ekki ólíklegt til þess að hljóta náð sjóðsins. Bragi H (spjall)
Það er búið að lengja umsóknarfrestinn til 8. maí þannig að ennþá er lag að setja inn umsókn. --Salvör Kristjana (spjall) 2. maí 2020 kl. 08:16 (UTC)[svara]

Greinar í nágrenni virkar ekki fyrir íslensku?

Hef verið að prófa að sækja greina í nágrenni bæði úr farsíma og tölvu en fæ alltaf að engar greinar séu skráðar með staðsetningu nálægt. Jafvel þótt ég prófi í miðbæ Reykjavíkur.

Ég held að engar greinar á íslensku wikipedíu séu með svona staðsetningu skráða, nema kannski einhver fjöll. Það er mjög bagalegt. Þetta er eitt af því sem við ættum að reyna að reyna að bæta inn í greinar. Í sumum löndum t.d. þýsku wikipedia held ég að það sé skylda að hafa alltaf hnit með greinum sem eru um fyrirbæri sem hafa gps hnit. Núna þegar líka mörg kerfi eru farin að notfæra sér wikipedíuupplýsingar þá er þetta ennþá mikilvægara. --Salvör Kristjana (spjall) 2. maí 2020 kl. 08:11 (UTC)[svara]

Það eru nefnilega margar greinar nefnilega með hnitum, eins og t.d Menntaskólinn í Reykjavík og Alþingishúsið en það skilast engar greinar samt sem áður.

Greinar sem eru með hnit í titli (í gegnum Snið:Hnit, með display=title) eiga að koma þarna inn. Ég setti það upp þannig.--Snaevar (spjall) 13. maí 2020 kl. 14:21 (UTC)[svara]

Nýjar síður birtast ekki í leitartillögum

Ég er búinn að taka eftir því síðustu vikurnar að nýjar síður birtast ekki sem tillögur þegar maður slær inn texta í leitarvélina. Venjulega birtast þær þegar síðurnar eru búnar að vera uppi í einn dag. Þetta gæti erfiðað fólki sem er að leita að tilteknum greinum. Er þetta vandamál bundið við íslensku Wikipediu, eða er þetta svona á öllum tungumálaútgáfum? TKSnaevarr (spjall) 20. maí 2020 kl. 01:15 (UTC)[svara]

Þetta hefur eitthvað með skyndiminni leitarvélarinnar að gera, greinarnar birtast samt alveg ef maður stimplar inn allan titilinn og þær birtast í Google. – Þjarkur (spjall) 1. júní 2020 kl. 10:52 (UTC)[svara]
Gott væri samt ef hægt væri að laga þetta, þetta gæti orðið til þess að fólk haldi að grein sé ekki til ef þau byrja að slá inn leitarorð og engar tillögur koma upp. TKSnaevarr (spjall) 3. júní 2020 kl. 14:20 (UTC)[svara]
Þetta er villa phab:T253114. Forritarar eru að vinna að lausn.--Snaevar (spjall) 4. júní 2020 kl. 19:38 (UTC)[svara]

Tobba

Ég tók áðan eftir að það er grein um Þorbjörg Alda Birkis Marinósdóttir og henni hefur verið beint á greinina Tobba Marínós og það er líka til greinin Tobba sem beint er á greinina Tobba Marínós. Fyrir mér lítur þetta út eins og einhvers konar leitarvélarbestun eða auglýsing. Algengt gælunafn eins og Tobba ætti ekki að beinast að einhverjum einum. --Salvör Kristjana (spjall) 5. júní 2020 kl. 08:52 (UTC)[svara]

Ég tók þetta burt. Takk fyrir ábendinguna.--Berserkur (spjall) 5. júní 2020 kl. 09:43 (UTC)[svara]

skiptast á þýðingum?

Ég er að leita að einhverjum til að byrja greinar um en:Door County, Wisconsin og en:Washington Island (Wisconsin). Ég er til í að þýða íslenska grein á ensku í staðinn. Ef þú hefur áhuga, hafðu samband við mig á en:User_talk:Epiphyllumlover. (Ég hef þegar þýtt tvær þýskar greinar á ensku þó ég þekki ekki þýsku. Ég notaði vélþýðandann og lagaði síðan þýðingarvillurnar.)--Epiphyllumlover (spjall) 7. júní 2020 kl. 18:55 (UTC)[svara]

"Ráðuneytið studdist við gamlar upplýsingar á Wikipedia"

Það var skrýtin frétt á Rúv áðan, sjá fréttina hérna. Það virðist einhver embættismaður/stjórnmálamaður hafa lagt litla vinnu í að kanna lífshlaup og hæfni Þorvaldar Gylfasonar og ekki fylgjast mikið með í íslenskri stjórnmálaumræðu. En í fréttinni þá er þetta sett upp eins og aðalvandamálið sé "úreltar upplýsingar á Wikipedia" sem "hver sem er getur breytt". Það stingur dáldið hvað þessi frétt lýsir mikilli fyrirlitningu á vinnu okkar sem skrifum á Wikipedía og á upplýsingum sem þar eru en það má líka skoða þetta sem eitt dæmi um hve fólk er farið að reiða sig mikið á íslensku wikipedia. Ef eitthvað hefur áhrif og ryður öðru úr vegi þá má búast við andstreymi og árásum frá þeim sem ekki vilja breytingar. --Salvör Kristjana (spjall) 9. júní 2020 kl. 23:25 (UTC)[svara]

Hér er upphaflega fréttin á Kjarnanum. Þetta virðist vera skrif um um ensku wikipediagreinina um Þorvald eins og hún var á einhverjum tíma. --Salvör Kristjana (spjall) 9. júní 2020 kl. 23:35 (UTC)[svara]
Ég held að það sé átt við að á ensku tungumálaútgáfunni stendur að Þorvaldur hafi „nýlega“ (in recent years) unnið sem ráðgjafi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Alþjóðabankanum, framkvæmdastjórn ESB og EFTA. Sú setning virðist hafa verið sett inn 2011, svo orðalagið er vafalaust úrelt. TKSnaevarr (spjall) 9. júní 2020 kl. 23:52 (UTC)[svara]
Óþarfi að taka þessu of persónulega, fyrir utan að sýndur var enskur texti með fréttinni. Það er fullt af úreltu efni hérna. --Berserkur (spjall) 10. júní 2020 kl. 00:43 (UTC)[svara]
Okkar grein um manninn var síðast uppfærð 2007. Þetta að hann væri enn formaður Lýðræðisvaktarinnar var sett inn á ensku Wikipedíu árið 2018‎, en það var rangfærsla þar sem hann hætti 2013. Þessa rangfærslu má aftur rekja beint til þess að Lýðræðisvaktin gleymdi að uppfæra heimasíðuna sína eftir kosningarnar 2013 og var Þorvaldur enn sýndur formaður 2018. Persónulega finnst mér mjög gott að fólk sé minnt á það að það megi alls ekki reiða sig á upplýsingar frá Wikipedíu, það er sérstaklega áberandi á ensku Wikipedíu að þar er allt morandi í staðreyndarvillum sem safnast upp bæði vegna skemmdarverka sem enginn tók eftir og svo vegna almennrar ógátar eins og í þessu tilviki. Mér finnst mínir kunningjar einmitt vera farnir að reiða sig allt of mikið á Wikipedíu, og þeir taka lítið mark á mér þegar ég hvet þá til að líta alltaf á tilvísanirnar. – Þjarkur (spjall) 10. júní 2020 kl. 14:26 (UTC)[svara]
Þetta fíaskó vekur samt upp spurningar hvort það sé eitthvað sem við getum gert fyrir þessa Wikipediu hvað varðar úreldun upplýsinga sem vísa í þá-núverandi ástand hverju sinni. Er til að mynda eitthvað snið eða annað tól sem við gætum beitt til að endurskoða slíkar upplýsingar á reglulegum fresti svo þær verði ekki úreldar of lengi? -Svavar Kjarrval (spjall) 11. júní 2020 kl. 07:03 (UTC)[svara]
Það er vísbending um úreldar síður á Kerfissíða:Elstu síður, en hún er listi yfir síður sem er langt síðan að breytt var síðast. Ég veit ekki um neina greinarmerkingu fyrir úreldar síður, en enska wikipedia notar sniðið "as of" í þessum tilgangi. Kanski væri hægt að leita að orðum sem benda til úrelds efnis, eins og er nefnt á en:MOS:DATED. Það er líka hægt að treysta meira á wikidata með því að nota staðhæfingar þaðan, sem uppfærast þegar uppfærsla er gerð á wikidata, ég hef verið að gera það af og til undanfarið.--Snaevar (spjall) 11. júní 2020 kl. 20:31 (UTC)[svara]
Stundum eru það vélmenni sem breyta, getur það skekkt niðurstöðuna?--Berserkur (spjall) 11. júní 2020 kl. 20:37 (UTC)[svara]
Veit ekki til þess að Wikidata-sniðin séu orðin það snjöll að greina lok tímabils, eins og setu í embætti, og breyti/birti textaumfjöllun í þátíð þegar setunni er lokið (þó svo að það væri óskandi). Ef það er rangt hjá mér vil ég endilega vita hvernig það er gert. Mér líst annars ágætlega á ‚as of‘-nálgunina, en hún gæti samt verið ókostur varðandi traust lesenda ef lesendur eru sífellt að sjá eldgamlar dagsetningar sökum skorts á viðhaldi. Önnur pæling er að setja upp (ósýnilega) flokka á stöðum þar sem vísað er í nútíð í svona tilfellum og síðan yrði litið reglulega yfir þær síður hvað þær tilteknu staðreyndir varðar, sem gæti þess vegna verið árlegt, við ákveðin tilefni (eins og kosningar), eða önnur viðeigandi tíðni. Hið seinasta gæti alveg svo sem verið framkvæmanlegt með ‚as of‘-sniði ef fólk er nógu samhent um yfirferðina. -Svavar Kjarrval (spjall) 12. júní 2020 kl. 15:34 (UTC)[svara]
Ég skoðaði svona lausn fyrir Wikipedia:Lönd heimsins einu sinni - snið sem gat sagt hvenær viðkomandi grein var síðast uppfærð. Skemmst frá því að segja að með mörg slík snið á síðunni varð hún óhemjuþung í vinnslu. --Akigka (spjall) 13. júní 2020 kl. 11:34 (UTC)[svara]
Vélmenni breyta Wikidata já, en það er hægt að hunsa óyfirfarnar upplýsingar. Nýjar upplýsingar eru settar í sjálfgefið sæti, en hæsta sætið er "æskilegt". Upplýsingar eru bara settar í "æskilegt" sæti þegar annaðhvort er búið að yfirfara þær eða um er að ræða nýjustu færsluna í upplýsingum sem uppfærast oft, eins og íbúafjölda (d:Help:Ranking). Það væri hægt að sýna eingöngu upplýsingar með "æskilegu sæti" og vefheimild.
Eins og Svavar skrifar væri hægt að reikna út tímann frá embættistöku til kosninga og finna út mögulega úreldar upplýsingar. Jafnvel væri hægt að gera svipað með aldur (út frá meðalævilengd) og embætti innan félaga (úreldist árlega vegna aðalfunda). Það gæti þó tekið mánuð þangað til sú merking birtist, bara vegna vefþjónarins.
Skriftan var vissulega hæg, en er það ekki lengur. Hérna er graf sem sýnir skriftur sem keyra lengi á íslensku wikipediu.--Snaevar (spjall) 3. nóvember 2020 kl. 12:44 (UTC)[svara]

Átak gegn sjálfsauglýsingum?

Það er orðið ansi mikið um það að fólk, aðallega tónlistarmenn og fyrirtækjaeigendur, skrifi greinar um sjálft sig sem er síðan yfirleitt eytt fyrir að standast ekki viðmið um markverðugleika eða hlutleysi. Mér er spurn hvort það ætti að gera einhverjar ráðstafanir til að ráða fólki frá því að stofna svona síður; t.d. með skilaboðum fyrir ofan breytingarglugggann þar sem brýnt er fyrir fólki að skrifa ekki um sjálft sig?

Nú er Ísland auðvitað lítið samfélag og stundum getur því vafalaust verið afsakanlegt að fólk skrifi um málefni sem eru því nátengt. Það sem stuðar mig við svona síður er hins vegar að þær eru hálfgerðar svikaauglýsingar -- listamenn eru gjarnan að reyna að fjölga leitarniðurstöðum um sig á leitarvélu, en eru hér að gera það undir því yfirskyni að um sé að ræða umfjöllun einhvers óháðs þriðja aðila. Í reynd er verið að blekkja lesendur með þessu móti.

Margir sem hafa orðið fyrir því að síður sem þeir hafa skrifað um sjálfa sig eða starfsemi sína sé eytt hafa brugðist frekar illa við því, sem getur sett stjórnendur í óþægilega stöðu. Því myndi ég telja æskilegt að notendum sé gert ljóst á meira áberandi hátt að síður sem þeir eru ekki bærir til að skrifa á hlutlausan máta eða gætu flokkast sem auglýsingar séu almennt ekki velkomnar. TKSnaevarr (spjall) 11. júní 2020 kl. 18:06 (UTC)[svara]

Já, sammála, kannski vísa á þessa síðu líka? Reyndar er Myspace alveg úrelt núna, hehe https://is.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Það_sem_Wikipedia_er_ekki#Wikipedia_er_ekki_bloggsíða,_vefhýsingaraðili_eða_vinavefur --Berserkur (spjall) 11. júní 2020 kl. 18:35 (UTC)[svara]
Sjálfsagt lítið hægt að gera til að sporna við þessu, enska Wikipedían reynir hvað það getur en fólk hunsar þessar viðvaranir bara. Auðvitað verða allir sárir þegar greinunum þeirra er eytt, en ég á bágt með að trúa að fólk lesi ekki kynninguna áður en það býr til grein. – Þjarkur (spjall) 11. júní 2020 kl. 19:39 (UTC)[svara]
Fljótleg pæling af minni hálfu væri að merkja slíkar greinar með viðvörun (eins og borða) um líklegt óhlutleysi og í honum væri opið boð að gera hana hlutlausa, allavega í þeim umfjöllunum þar sem slíkt væri fýsilegt. Alvarlegustu tilvikin gætu farið í gegnum venjulega ferlið. -Svavar Kjarrval (spjall) 13. júní 2020 kl. 08:53 (UTC)[svara]
Styð eindregið að það er mikilvægt að sporna við þessu og almennt hafa strangar reglur um heimildir og markverðugleika varðandi æviágrip lifandi fólks. Það er eins og TKSnaevarr segir frekar vont að þurfa að eyða greinum, mjög leiðinlegt því fólk getur tekið það nærri sér. Enska wikipedia er með miklu strangari viðmið en íslenska sem er reyndar eðlilegt miðað við stærð. Mér finnst líka óviðeigandi greinar sem líta út eins og CV og eru með einhverjum sparðatíningi um störf fólks (sjá t.d. greinar um suma háskólaprófessora). Kannski er fyrsta skrefið að fara yfir hvaða greinar hafa verið skrifaðar á þessu ári um núlifandi fólk og reyna að greina hvað er að þeim greinum. --Salvör Kristjana (spjall) 17. júní 2020 kl. 21:38 (UTC)[svara]
Skoðaði t.d. greinina  Heiðrún Lind Marteinsdóttir og geri tillögu um tvennt. Greinar um fólk verði að vera bitastæðari amk nokkrar setningar og í þessari grein er bara ein setning sem fjallar um einstakling og starf hans. Það mætti koma í veg fyrir að upplýsingar verði úreltar að fara fram á að upplýsingar séu ekki orðaðar í nútíð heldur komi fram hvenær viðkomandi tók við starfi, það er þá auðvelt að breyta þegar viðkomandi fer í annað starf. Í þessu tilviki þá myndi orðasambandið "núverandi framkvæmdastjóri" verða "varð árið 2017 framkvæmdastjóri". Einnig sýnist mér í þessari grein vera ekki nógu nákvæmt vitnað í heimildir, það er vitnað í viðtal við hana sjálfa í einhverju blaði en í textanum kemur bara fram timarit.is en það er samt tenging á réttan stað. --Salvör Kristjana (spjall) 17. júní 2020 kl. 21:48 (UTC)[svara]
Hér er ný grein með æviágripi Óli Gunnar Gunnarsson   Sá sem skrifar greinina vitnar í alls konar viðtöl á vefsíðum blaða og setur líka tengingar í ytri tengla inn í greininni. Þessi grein virðist réttmæt en ekki heimildir og sumt er of mikið hól og/eða sparðatíningur. Það er mikið af svona greinum sem eru ekki beint auglýsing heldur svona wikipedia notuð fyrir CV. Velti fyrir mér hvort ekki eigi að merkja svona greinar strax með að það þurfi að lagfæra þær. En þá þarf að vera til efni til að vísa fólki á. --Salvör Kristjana (spjall) 18. júní 2020 kl. 23:14 (UTC)[svara]
Ég lagaði til greinina, svona er hún eftir mína yfirferð (það þarf samt að setja inn heimildir en ekki í einhver plögg í vefsíðum dægurmiðla) https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=%C3%93li_Gunnar_Gunnarsson&oldid=1676975 og svona var hún áður: https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=%C3%93li_Gunnar_Gunnarsson&oldid=1676963
Aðalmálið með þessa grein er að hún var of mikið eins og auglýsing og þetta eru ekki nógu góðar heimildir. Ef um leikara, leikstjóra eða rithöfund er að ræða þá væri í lagi að vísa í æviágrip sem væri þar. Eða í umfjöllun um verk sem væri komið á timarit.is, það er þó alla vega varanlegur tengill en æviágrip lifandi fólks ætti ekki að styðjast eingöngu við fréttir.--Salvör Kristjana (spjall) 18. júní 2020 kl. 23:51 (UTC)[svara]
Titillinn "Tímarit.is" í tenglinum á greininni Heiðrún Lind kemur væntanlega frá sjálfvirkri útfyllingu í ritlinum. Það er engin leið að fyrirbyggja það, þá tengla þarf bara að laga jafnóðum. Það eru 8 síður með þennan titil, sjá [5]
Sammála að nefna árið sem á við mun oftar en nú er gert. Með hliðsjón af því að æviágrip ættu ekki að hafa örfáar setningar þá bjó ég til lista hérna: quarry:query/858 (15 niðurstöður) sem inniheldur síður í aðalnafnrými undir 1000 bætum, sem enda á "son" eða "dóttir". Greinar eins og Siggi Hlö og Ingi Bauer myndu ekki koma fram á listanum, en síður þessara tveggja dæma voru búnar til áður en þetta ár hófst.--Snaevar (spjall) 19. júní 2020 kl. 14:36 (UTC)[svara]
Æ, það er alveg gífurlega leiðinlegt og vinna sem skilar litlum árangri að reyna að leiðbeina fólki sem skrifar wikipedíugreinar um sjálft sig og hefur engan áhuga á að setja sig inn í samfélagið nema til að skrifa slíka grein. Ég reyndi að endurskrifa greinina Óli Gunnar Gunnarsson og líka að leiðbeina í spjallsíðu greinar en samt er búið að setja aftur sams konar tengingar inn og setningu eins og "Árið 2019 var hann yngsti meðlimur Rithöfundasambands Íslands.[2]" með tengingu í hólgrein á dægurmiðli. Það er alls ekkert merkilegt að hafa einhvern tíma verið yngsti félagsmaður í einhverju félagi og einnig sparðatíningur að telja upp að viðkomandi hafi einhvern tíma verið tilnefndur til einhverra verðlauna. --Salvör Kristjana (spjall) 20. júní 2020 kl. 02:45 (UTC)[svara]

50.000 greinar!

Merki 50.000 greinar!

Eitt sumarmarkmiða minna var að stofna hundrað nýjar greinar á Íslensku Wikipediu og vann ég að því í gær og í morgun með stofnun 37 greina. Íslenska Wikipedia náði 50.000 greina markmiðinu með stofnun Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þær greinar sem ég samdi eru að mestu leiti unnar upp úr glósum frá seinasta skólaári. Hinar 63 greinarnar sem eftir eru af markmiðinu ættu að „detta inn“ fyrir sumarlok. Þó grein eftir mig var endapunkturinn á þessu markmiði má ekki gleyma öllum öðrum sem hafa veitt framlag sitt með stofnun greina og/eða með öðrum hætti, og fá þau mínar bestu þakkir. -Svavar Kjarrval (spjall) 16. júní 2020 kl. 07:54 (UTC)[svara]

Vel gert! :) --Akigka (spjall) 16. júní 2020 kl. 09:47 (UTC)[svara]
Glæsó. Takk. Ég sendi tilkynningu á fb á Vinir Wikipedíu.--Berserkur (spjall) 16. júní 2020 kl. 11:50 (UTC)[svara]

Congratulations from Germany! --Holder (spjall) 17. júní 2020 kl. 15:36 (UTC)[svara]

Herzlichen Dank! Das könnten wir erreichen in der Lavainsel! (Sorry, had to practise my german) --Berserkur (spjall) 17. júní 2020 kl. 17:20 (UTC)[svara]

Ætlum við ekki að setja borða á forsíðuna eða eitthvað? TKSnaevarr (spjall) 17. júní 2020 kl. 17:23 (UTC)[svara]

Til hamingju allir! Mér finnst við verða að vekja athygli á þessu á einhvern hátt --Salvör Kristjana (spjall) 17. júní 2020 kl. 21:26 (UTC)[svara]
Það þyrfti að skrifa stutta fréttatilkynningu og senda á helstu íslensku fjölmiðla ef ske kynni að áhugi sé fyrir áfanganum. TKSnaevarr (spjall) 18. júní 2020 kl. 00:10 (UTC)[svara]
Ég sendi Rúv einkaskilaboð í gegnum Vini Wikipedía á fb. Þ.e. innleggið þar um 50.000 áfangann.--Berserkur (spjall) 19. júní 2020 kl. 19:12 (UTC)[svara]

Editing news 2020 #2

17. júní 2020 kl. 20:33 (UTC)

Disney cartoon articles

There are some pages about animated Disney movies that are currently protected, such as Vefur Karlottu (kvikmynd 1973), Bambi (kvikmynd), and Gosi (kvikmynd 1940). I realize that they were protected because of vandalism, but could protection be lifted? The pages have been protected since at least 2011, nearly 10 years ago (if not 10 years). Some of these pages still need improvement, but they can't be improved by anyone if protected. Also, does anyone have any interest in any of these movies? There are also TV shows like Liv and Maddie that need improvement. In the past, machine translations and text in other languages had been reverted, but can there be a proper translation of the content that was added? 2600:1700:53F0:AD70:E0B9:F220:A78A:BAA4 20. júní 2020 kl. 22:07 (UTC)[svara]

Another example is Refurinn og hundurinn. There are at least a few more, but I can't spell the titles in Icelandic without using copy/paste. I copied Vefur Karlottu (kvikmynd 1973) because I know kvikmynd is movie, and I know that Gosi is the Icelandic title for Pinocchio. 2600:1700:53F0:AD70:E0B9:F220:A78A:BAA4 20. júní 2020 kl. 22:09 (UTC)[svara]
I've lifted the protections of those pages since I believe enough time has passed. They might be reinstated if the vandalism resumes. -Svavar Kjarrval (spjall) 21. júní 2020 kl. 10:31 (UTC)[svara]
Some more protected articles: 101 Dalmatians, Dúmbó, Bjargvættirnir, Benni og Birta í Ástralíu, Leitin að Nemo, Leikfangasaga 2, Tarsan (kvikmynd 1999), Tarsan 2, Konungur ljónanna 2: Stolt Simba, Konungur ljónanna 3: Hakuna Matata, Svampur Sveinsson, Bambi: Eine Lebensgeschichte aus dem Walde, Litla hafmeyjan (kvikmynd 1989), Múlan 2, Skólasöngleikurinn 2, Jói og risaferskjan (kvikmynd), Bófabæli Mikka, The Jungle Book, and Toy Story. Of the last one, the Icelandic title of Toy Story is Leikfangasaga, and Leikfangasaga 2 is the first of the three sequels (the others being Leikfangasaga 3 and Leikfangasaga 4). Again, enough time should have passed, and nothing has happened to the four pages that were unprotected yesterday. There was a large amount of pages and I had to search them all and copy/paste the titles of the articles in question. There is also a redirect to Refurinn og hundurinn, Hundurinn og refurinn. The redirect is protected because the article in question was moved to the correct title while it was still protected. Shouldn't the redirect be unprotected as well? 104.58.147.208 22. júní 2020 kl. 21:34 (UTC)[svara]
I agree. Existing protections have been removed from those articles you mentioned (of which I hope I didn't miss any). This ideal should also extend to protected redirects resulting from the movement of protected articles. -Svavar Kjarrval (spjall) 22. júní 2020 kl. 21:52 (UTC)[svara]
Á meðan þær verndanir sem voru fjarlægðar var allt í lagi að fjarlægja ætla ég að setja varnagla við frekari fjarlægingu verndana. Það eru nokkrar Disney myndir eftir sem ekki er búið að afvernda. Þó þessi eina afverndun á tilvísunar síðunni sé í lagi, þá er ég á móti því að afvernda frekari tilvísanir. Ég er aftur á móti sammála því að fjarlægja verndun af þeim greinum sem eftir eru. Skemmdarverkin á sínum tíma fólust meðal annars í sér að færa síðurnar og það er mun minni ástæða til að breyta tilvísununum heldur en greinunum sjálfum og þá sérstaklega af notanda sem skilur ekki íslensku eins og þessi hér. Verndunarstiginu á þessum greinum hefur verið breytt áður, þá með þeirri útkomu að skemmdarverk hófust aftur, af notanda sem hafði lofað öllu fögru. Það ber því að taka öllum beiðnum um þessar greinar með fyrirvara og vera ekki of trúgjarn. Verndunin gerir það að verkum að það eru helst íslenskir notendur sem geta breytt greinunum og því er ekki einhver missir falinn í því eins og notandinn vill meina, enda skilur hann ekki hvernig verndanir virka. Ef ásetningur hans er í raun góður þá getur hann alveg skráð sig sem notanda og leyft okkur að sjá fyrst hvað hann ætlast fyrir (með nokkrum breytingum) fyrst, það þarf ekki breytingar á verndunum til þess.--Snaevar (spjall) 22. júní 2020 kl. 23:39 (UTC)[svara]
Sjá einnig meta:Steward_requests/Global/2019-08#Global_block_for_2602:306:83A9:3D00:0:0:0:0/64. Ég hafði greinilega rétt fyrir mér. Hann hefur verið bannaður á öllum WMF vefsvæðum, þar með talið hér. Engin ástæða til að bíða eftir að hann fremji skemmdarverk hér þegar hann hefur þegar gert það á öðrum WMF vefsvæðum.--Snaevar (spjall) 23. júní 2020 kl. 00:27 (UTC)[svara]
Ég tel að fyrst eigi að prófa að setja tímasetta verndun sem gæti verið dagar, mánuðir eða ár. Ef reynslan sýnir að það dugi ekki væri hægt að ýmist ákveða enn lengra verndartímabil eða ótímasetta. Sé eingöngu um einn einstakan aðila að ræða er ólíklegt (eftir atvikum) að viðkomandi sé svo þolinmóður að bíða í langan tíma til þess eins að halda áfram. Á meðan Wikipedia leyfir breytingar almennt af hálfu óinnskráðra notenda ættum við að forðast að láta skemmdarverk eins eða fárra aðila skemma þetta frelsi fyrir öðru óinnskráðu fólki með góðan ásetning. Þó geta auðvitað verið atvik þar sem reynslan sýnir að réttlætanlegt er að setja ótímasetta eða afar langa vernd án þess að bíða eftir (frekari) skemmdarverkum, eins og forsíðan sjálf og síður um hitaþrungin umdeild málefni. -Svavar Kjarrval (spjall) 23. júní 2020 kl. 09:37 (UTC)[svara]

Names of the seven dwarfs

I have 6 of the 7 names of dwarfs. The names I have are:

  • Doc = Glámur
  • Grumpy = Naggur
  • Sleepy = Purkur
  • Bashful = Kútur
  • Happy = Teitur
  • Sneezy = Hnerrir

I miss Dopey. Is it Álfur?

Thanks for your response!!!

--2001:B07:6442:8903:81B:F3E2:C8B9:B144 24. júní 2020 kl. 09:50 (UTC)[svara]

Annual contest Wikipedia Pages Wanting Photos

Wikipedia Pages Wanting Photos (WPWP)
Wikipedia Pages Wanting Photos (WPWP)

This is to invite you to join the Wikipedia Pages Wanting Photos (WPWP) campaign to help improve Wikipedia articles with photos and win prizes. The campaign starts today 1st July 2020 and closes 31st August 2020.

The campaign primarily aims at using images from Wikimedia Commons on Wikipedia articles that are lacking images. Participants will choose among Wikipedia pages without photo images, then add a suitable file from among the many thousands of photos in the Wikimedia Commons, especially those uploaded from thematic contests (Wiki Loves Africa, Wiki Loves Earth, Wiki Loves Folklore, etc.) over the years.

Please visit the campaign page to learn more about the WPWP Campaign.

With kind regards,

Thank you,

Deborah Schwartz Jacobs, Communities Liaison, On behalf of the Wikipedia Pages Wanting Photos Organizing Team - 1. júlí 2020 kl. 08:24 (UTC)

feel free to translate this message to your local language when this helps your community

Feedback on movement names

Hello. Apologies if you are not reading this message in your native language. Please help translate to your language if necessary. Takk!

There are a lot of conversations happening about the future of our movement names. We hope that you are part of these discussions and that your community is represented.

Since 16 June, the Foundation Brand Team has been running a survey in 7 languages about 3 naming options. There are also community members sharing concerns about renaming in a Community Open Letter.

Our goal in this call for feedback is to hear from across the community, so we encourage you to participate in the survey, the open letter, or both. The survey will go through 7 July in all timezones. Input from the survey and discussions will be analyzed and published on Meta-Wiki.

Thanks for thinking about the future of the movement, --The Brand Project team, 2. júlí 2020 kl. 19:44 (UTC)

Note: The survey is conducted via a third-party service, which may subject it to additional terms. For more information on privacy and data-handling, see the survey privacy statement.

Editing news 2020 #3

9. júlí 2020 kl. 12:55 (UTC)

Announcing a new wiki project! Welcome, Abstract Wikipedia

Sent by m:User:Elitre (WMF) 9. júlí 2020 kl. 20:06 (UTC) - m:Special:MyLanguage/Abstract Wikipedia/July 2020 announcement [svara]

Gavin McInnes

Ég rakst á og lagaði til greinina um Gavin McInnes. Greininni var greinilega breytt fyrir rúmu ári til að fjarlægja klausu um að hann hefði stofnað hægri-öfgahóp. Ég setti inn heimildir til að styðja breytingarnar. Ég tel fulla ástæðu til að verja greinina fyrir skemmdarverkum eins og er gert með ensku útgáfuna. --Óli Gneisti - lágmenningarfræðingur (spjall) 15. júlí 2020 kl. 22:11 (UTC)[svara]

Það fór eins og mig grunaði að einhver breytti greininni án þess að vísa í heimildir eða skýra breytingarnar. --Óli Gneisti - lágmenningarfræðingur (spjall) 3. október 2020 kl. 08:27 (UTC)[svara]

The Universal Code of Conduct (UCoC): we want to hear from you.

Opinberar persónur og dauðnöfn

Sæl, veit ekki hvort dauðnöfn er rétta heitið fyrir hugtakið sem er kallað dead naming á ensku þar sem viljandi er notað fyrra nafn transfólks til að gera lítið úr því.

Nú ber svo við að sumt transfólk var áður opinberar persónur undir eldra nafni, og lagði meira að segja fram frumvörp og er til á pappír og stafrænt í opinberum og óbreytanlegum skjölum. Þar sé ég ekki fram á að við getum látið núverandi nafn þeirra vera alls ráðandi í grein um það. Hér held ég að hlutleysisreglan sé mikilvæg sem og reglur okkar um æviágrip lifandi fólks þar sem segir "Þar sem um er að ræða þekktar opinberar persónur þá er oft að finna efni í öðrum alfræðiritum eða álíka ritum ... og greinin ætti að endurspegla það sem þar kemur fram". Því er að finna eldra nafn Andie Sophia Fontaine í greininni um hana. --Stalfur (spjall) 25. júlí 2020 kl. 18:15 (UTC)[svara]

Mér þætti gott að fá innlegg frá transfólki um þetta. Ég geri fastlega ráð fyrir að þetta hafi verið rætt áður einhvers staðar og það séu einhverjar góðar leiðir til að gera þetta í virðingu við alla. --Óli Gneisti - lágmenningarfræðingur (spjall) 28. júlí 2020 kl. 14:59 (UTC)[svara]
Mér þykir líklegt að þetta hafi verið tekið fyrir á Ensku Wikipediu og afar líklegt að transfólk hafi tjáð sig um þetta í þeirri umræðu. Í stað þess að gera allt frá grunni hér væri hægt að líta á niðurstöðuna þar (ef einhver) og ræða það út frá henni. -Svavar Kjarrval (spjall) 28. júlí 2020 kl. 17:00 (UTC)[svara]
Umræða hér: https://en.wikipedia.org/wiki/Wikipedia_talk:Biographies_of_living_persons/Archive_42#Deadnaming_and_previous_names_of_trans_persons --Akigka (spjall) 28. júlí 2020 kl. 17:22 (UTC)[svara]
Ég sé ekki að nafnabreyting, þó byggð sé á kynvitund, sé rétthærri en opinber gögn og heimildir um opinbera persónu. Árni M. Mathiesen væri örugglega til í það að sem minnst væri til um hann sem fjármálaráðherra á prenti í tengslum við hrunið en það væri ekki eitthvað sem ætti að taka mark á til dæmis. --Stalfur (spjall) 28. júlí 2020 kl. 17:25 (UTC)[svara]
Í tilviki einstaklinga á borð Andie Sophiu Fontaine finnst mér réttmætt að minnst sé á fyrra nafn hennar til að forðast rugling þegar vísað er í eldri heimildir og þingskjöl, en þó finnst mér að af virðingarskyni ætti rétt nafn hennar að vera notað í upplýsingatöflunni. TKSnaevarr (spjall) 28. júlí 2020 kl. 17:49 (UTC)[svara]
Uppllýsingataflan er þingmannasniðið og því þingmannsnafnið þar. Það útilokar þó ekki að setja aðra upplýsingatöflu ofar þessari - sem ég hef nú gert --Stalfur (spjall) 28. júlí 2020 kl. 18:02 (UTC)[svara]
Er rétt að vera með þingmannasniðið fyrir fólk sem er ekki lengur á þingi? --Akigka (spjall) 28. júlí 2020 kl. 18:18 (UTC)[svara]
Það hefur verið í gildi lengi fyrir fyrrum þingmenn, síður sem nota sniðið. --Stalfur (spjall) 28. júlí 2020 kl. 19:34 (UTC)[svara]

Copy/paste greinar

Nú sýnist mér greinarnar Landssamband ungmennafélaga og Leiðtogaskóli Íslands vera afritaðar í heilu lagi af netinu. Höfundur hefur þó lagt sig fram með frágang og bætir myndum af starfsemi félaga. Á að eyða slíkum greinum eða láta þær bíða hreingerningar? --Berserkur (spjall) 4. ágúst 2020 kl. 15:21 (UTC)[svara]

Bíða og sjá hvernig þróast? --Akigka (spjall) 4. ágúst 2020 kl. 15:45 (UTC)[svara]
jamm, hef frekar litla þolinmæði fyrir svona vinnubrögðum. Lítur út eins og auglýsing líka, seinni síðan.--Berserkur (spjall) 4. ágúst 2020 kl. 17:04 (UTC)[svara]
Mér sýnist notandinn ekki hafa fengið skilaboðin á spjallsíðu síðarnefndu greinarinnar. Hvort það sé sökum þess að viðkomandi sá ekki textann eða veitti ábendingu Berserks ekki teljandi mikilvægi veit ég ekki. Pæling hvort greinarhöfundurinn geri sér ekki fullkomlega grein fyrir því að þetta sé ekki einka-wiki og þurfi einkaskilaboð til að undirstrika það. -Svavar Kjarrval (spjall) 7. ágúst 2020 kl. 12:07 (UTC)[svara]
Jamm, auglýsingafyrirsögn komin aftur o.fl. Svo er spurning hvort Skráning er að kostnaðarlausu séu upplýsingar sem eiga rétt á sér? --Berserkur (spjall) 7. ágúst 2020 kl. 14:47 (UTC)[svara]
  • Jafnvel eftir lagfæringar finnst mér þetta ekki eiga heima hérna. Þetta er ekki skrifað í alfræðistíl heldur eins og kynningarefni frá viðkomandi aðilum. Það er ekki vísað í neina óháða heimild. Haukur (spjall) 27. ágúst 2020 kl. 10:05 (UTC)[svara]

Technical Wishes: FileExporter and FileImporter become default features on all Wikis

Max Klemm (WMDE) 6. ágúst 2020 kl. 09:13 (UTC)[svara]

Tilvísanir í hæstaréttardóma

Var að spá hvert væri besta/hentugasta fyrirkomulagið til að vísa í hæstaréttardóma í greinarnöfnum. Nú hef ég ýmist efni um ýmsa eldri dóma Hæstaréttar (aðallega reifanir) sem mig langar að koma inn á Íslensku Wikipediu í aðlöguðu formi. Sömuleiðis var ég að spá í að hvetja samnemendur mína til að rita um ýmis lögfræðileg hugtök, sem gæti orðið gagnlegt þegar staðkennslan er ekki eins mikil nú í haust. Eitt af því gæti verið að ljá lögfræðigreinunum þann blæ að hafa tengdar dómatilvísanir til stuðnings staðhæfingum, hvort sem það er um ríkjandi rétt eða þróun á tilteknu réttarsviði. Þar sem ég efast um að misræmi í dómatilvísunum sé til framdráttar langar mig endilega að hafa leiðbeiningar um hvernig þeim skuli háttað, einkum í ljósi þess að hver dómanna gæti orðið að grein (að endingu). Ekki er hægt að segja að fræðimenn séu samræmdir um þann hátt sem vísað er í dóma, og jafnvel í dómunum sjálfum, og því gæti verið torvelt að draga ályktun um ráðandi tilvísunarhátt.

Nokkuð freistandi gæti verið að hafa gælunöfn/viðurnefni þeirra ein og sér í greinarheiti en það er líklegt til að valda vandkvæðum þar sem lítið samræmi sé í því. Til að mynda er svokallaður aðskilnaðardómur sem ýmist er vísað til sem aðskilnaðardóms eða aðskilnaðardóms III (nánar tiltekið Hrd 1990:2, mál nr. 120/1989)... sem er langt frá því að vera flóknasta álitaefnið. Hver er ykkar skoðun á þessu? -Svavar Kjarrval (spjall) 16. ágúst 2020 kl. 08:28 (UTC)[svara]

Kannski væri líka ráð að hafa sérstakt snið til að vísa í Hæstaréttardóma á vef Hæstaréttarinn, svipað því sem er núna til fyrir Vísindavefinn og Tímarit.is? TKSnaevarr (spjall) 18. ágúst 2020 kl. 23:59 (UTC)[svara]
Líst vel á það. Það ætti að virka vel fyrir þá dóma sem eru frá 1999 og síðar (og fyrr ef Hæstiréttur fer að birta enn eldri dóma á vef sínum). -Svavar Kjarrval (spjall) 19. ágúst 2020 kl. 08:06 (UTC)[svara]

Important: maintenance operation on September 1st

Trizek (WMF) (talk) 26. ágúst 2020 kl. 13:48 (UTC)[svara]

Flokkurinn Íslenskar konur, kosning.

Flokkurinn Íslenskar konur er of víðtækur almennur einn og sér. Ég vil þó að yfirflokkar haldi sér. Kominn er tími á niðurstöðu. *ath* þá er flokkurinn Íslenskar konur fjarlægður af einstaklingum en heldur sér í yfirflokkum eins og tja, Íslenskir kvenlæknar. Þannig verða ekki hundruðir eða þúsundir einstaklinga í flokknum.

  • Samþykkur lagfæringu.

Ath umræðu. Flokkaspjall:Íslenskar konur --Berserkur (spjall) 26. ágúst 2020 kl. 23:26 (UTC)[svara]

Ekki samþykkur eyðingu - Ég tel vera forsendur fyrir því að halda flokknum, að lágmarki til að innihalda undirflokkana, allavega á meðan flokkunin telst vera markverð og réttlætanleg í sögulegu ljósi. Einnig gæti hann virkað ágætlega til þess að halda utan um undirflokkana, sem nú þegar eru um tíu talsins og gætu léttilega orðið fleiri, sé horft á þetta frá sjónarhóli gagnaskipulags. Að mínu mati gæti hver íslensk kona sem fellur ekki undir neinn undirflokk verið tengd beint í þennan yfirflokk, og undirflokkar stofnaðir eftir því sem réttmætt er talið (að þeir séu markverðir, nægur fjöldi mögulegra greina, o.s.frv.). -Svavar Kjarrval (spjall) 27. ágúst 2020 kl. 08:27 (UTC)[svara]
Þetta er kannski ekki skýrt hjá mér, afsakið, eyðing er misvísandi, lagfæring skárri, því flokkurinn myndi halda sér með undirflokkum, þá væri verkefni að búa til nýja undirflokka eftir því sem á við. Breyti eyðingu í lagfæringu.--Berserkur (spjall) 27. ágúst 2020 kl. 08:53 (UTC)[svara]
Leiðrétti atkvæðið mitt aftur í fyrra horf. Held að það sé ekki alveg viðeigandi að breyta atkvæðum annarra notenda að þeim fornspurðum, einkum þegar hið breytta atkvæði virðist svo skapa mótsögn við yfirlýstan rökstuðning atkvæðisgreiðanda. @Berserkur, gætirðu útlistað undir tillögunni sjálfri í hverju lagfæringin felst, þannig að notendur hafi betri yfirsýn um efni hennar, og upp á skýrleika niðurstöðunnar? -Svavar Kjarrval (spjall) 28. ágúst 2020 kl. 09:48 (UTC)[svara]
Afsakaðu, ætlaði að leiðrétta mitt atkvæði og fór óvart í þitt fyrst og gleymdi mér! En já, bætti við lýsingu --Berserkur (spjall) 28. ágúst 2020 kl. 10:20 (UTC)[svara]

„Hausar upp“ varðandi greinar um lögfræði

Var að benda samnemendum mínum á Notandi:Svavar_Kjarrval/Greinayfirlit/Lögfræði með hvatningu um að rita greinar um hugtök jafnóðum og þau koma fyrir í náminu, og setti jafnvel inn ábendingu um að dreifa þeirri uppástungu til annarra námsára og jafnvel skóla. Nú veit ég ekki hversu margir nemendur munu bregðast við með þeim hætti að semja grein. Vildi samt láta vita þar sem ég veit ekki hversu vön þau eru greinarskrifum á Wikipediu. Ef það koma inn greinar um lögfræðitengd málefni þar sem vantar hlekki, flokka eða hin venjulegu sniðmát, þá gæti alveg verið að annar nemandi (eða ég) komi inn síðar til að bæta úr þessu. -Svavar Kjarrval (spjall) 28. ágúst 2020 kl. 16:48 (UTC)[svara]