Fara í innihald

Wikipedia:Potturinn/Safn 18

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu


Safn 17 | Safn 18 | Safn 19


Annar áratugur tuttugustu og fyrstu aldar

Gleðilegt ár! Hvar eru upplýsingar um atburði, fæðingar etc, nú í janúar 2011? - Kristján Frímann Kristjánsson 2. janúar 2011 kl. 10:45 (UTC)[svara]

Það á að fara í 2011 og 1. janúar, 2. janúar, o.s.frv. --バルドゥル 2. janúar 2011 kl. 20:14 (UTC)[svara]

coord template

Hi, I'm looking for the right way to insert coordinates information using the coord template; e.g. {{coord|65.54551|N|18.08268|W|display=title}} for Munkaþverá, but it doesn't work: any help? Thanks, Pietro 28. desember 2011 kl. 17:15 (UTC)[svara]

Use the {{coor}} template instead.--Snaevar 28. desember 2011 kl. 21:33 (UTC)[svara]
Thanks, Pietro 29. desember 2011 kl. 08:43 (UTC)[svara]

Hello, I'm trying to insert a picture gallery in the page Þjóðvegur F88, but the <gallery> template doesn't work like in it.wiki: any help? --Pietro 5. janúar 2012 kl. 08:50 (UTC)[svara]

Skipta tungumálasniðum alfarið út fyrir viðbótina Babel

Ég legg til að gera eftirtaldar breytingar til að skipta tungumálasniðunum alfarið út fyrir viðbótina Babel:

  1. Afrita Babel.css yfir á Melding:Common.css og sérsníða kóðann til að ná sama útliti og tungumálasniðin hafa.
  2. Breyta notendasíðum sem nota tungumálasniðin svo þær noti {{#Babel:}} í stað {{Notandi X}}. Áætlaður fjöldi breytinga í þessum lið: 641
  3. Eyða öllum málkassa sniðum. Áætlaður fjöldi breytinga í þessum lið: 170.
  4. Breyta Snið:Velkominn þannig að notendur sem skilji ekki íslensku eigi að nota {{#Babel:is-0}} í stað {{Notandi is-0}}

--Snaevar 8. janúar 2012 kl. 01:45 (UTC)[svara]

Mér líst vel á þetta. --Stefán Örvarr Sigmundsson 18. janúar 2012 kl. 17:04 (UTC)[svara]
Sammála þessari tillögu. Maxí 18. janúar 2012 kl. 18:22 (UTC)[svara]

Hello. Snaevar asked me to migrate {{Málkassi-X}} to {{#babel}} using a bot. Would this be okay? —Pathoschild 04:58:26, 19 febrúar 2012 (UTC)

Stöðuupfærsla: Lið eitt og fjögur er lokið. {{Málkassi-X}} er eina sniðið sem á eftir að skipta út fyrir {{#Babel:}}, öllum hinum hefur þegar verið skipt út handvirkt og þeim eytt. Snið:Málkassi-X er notað á rúmlega 500 notendasíðum. Það væri þreytandi að færa það yfir handvirkt og því hef ég beðið Pathoschild um að gera það hálfsjálfvirkt með vélmenni. Ef notendur hér eru samþykkir því er meiningin að veita honum tímabundið vélmennaréttindi á meðan því stendur (nema óskir komi fram um annað). Hér á eftir kemur þýðing á beiðni hans um það:

Sælir, Snaevar bað mig um að skipta út {{Málkassi-X}} fyrir {{#Babel:}} með vélmenni. Væri það í lagi? --Snaevar 20. febrúar 2012 kl. 10:55 (UTC)[svara]

Snið:Tengill GG og Snið:Tengill ÚG

Ég var að skoða þessi snið rétt áðan og að reyna að finna út af hverju þau virka ekki. Það virðist vera vandamál í CSS-skránni þar sem það er ekkert nema <span> í þessum sniðum. Getum við lagað þetta þannig að stjörnurnar birtist eins og áður? Maxí 8. janúar 2012 kl. 16:50 (UTC)[svara]

Búið að laga Snið:Tengill GG og mér sýnist Snið:Tengill ÚG vera í lagi.--Snaevar 8. janúar 2012 kl. 21:04 (UTC)[svara]

Það er fínt en er það ekki hægt að nota sömu stjörnumyndirnar og birtast á forsíðunni og síðum gæða- og úrvalsgreina? Maxí 8. janúar 2012 kl. 21:09 (UTC)[svara]
Ég fann línuna þar sem villan var. Ætla að laga þetta sjálfur Maxí 8. janúar 2012 kl. 21:11 (UTC)[svara]
Búinn að laga þetta. Það vantaði bara mynd í réttri stærð.--Snaevar 8. janúar 2012 kl. 21:53 (UTC)[svara]
Flott er... finnst þetta fallegra. Maxí

Fídonskraftur.

 Það er mikið talað um fídonskraft þessa dagan hvaðan kemur þetta orð?
Ég veit ekki um uppruna orðsins, en það er skrifað með téi, fítonskraftur, en er líka til með ói, fítónskraftur og þýðir heljarkraftur. Líklega er það mjög gamalt og þá norrænt, því í orðabókum er „fíton-/fítón-“ skráð sem forliður að tvem öðrum orðum sem bæði eru skráð forn og úrelt. Þau eru „fítonsandi“, merkjandi spádómsandi (heiðinna) eða berserksgangur, síðan „fítonslist“, merkjandi svartigaldur. Af þessu má ráða að líklegt sé að forliðurinn fíton hafi því þýtt einhverskonar handanheims eða annarlegt ástand. Bragi H 15. janúar 2012 kl. 07:05 (UTC)[svara]
Fíton (Python) var máttugur dreki í grískri goðafræði, sem varði véfrettina í Delfí (þaðan kemur spásagna- eða galdramerkingin) en Appolló vann á honum. Veit ekki alveg hvort einhver tenging er við Monty Python ...--Navaro 15. janúar 2012 kl. 12:56 (UTC)[svara]

Announcing Wikipedia 1.19 beta

Wikimedia Foundation is getting ready to push out 1.19 to all the WMF-hosted wikis. As we finish wrapping up our code review, you can test the new version right now on beta.wmflabs.org. For more information, please read the release notes or the start of the final announcement.

The following are the areas that you will probably be most interested in:

  • Faster loading of javascript files makes dependency tracking more important.
  • New common*.css files usable by skins instead of having to copy piles of generic styles from MonoBook or Vector's css.
  • The default user signature now contains a talk link in addition to the user link.
  • Searching blocked usernames in block log is now clearer.
  • Better timezone recognition in user preferences.
  • Improved diff readability for colorblind people.
  • The interwiki links table can now be accessed also when the interwiki cache is used (used in the API and the Interwiki extension).
  • More gender support (for instance in logs and user lists).
  • Language converter improved, e.g. it now works depending on the page content language.
  • Time and number-formatting magic words also now depend on the page content language.
  • Bidirectional support further improved after 1.18.

Report any problems on the labs beta wiki and we'll work to address them before they software is released to the production wikis.

Note that this cluster does have SUL but it is not integrated with SUL in production, so you'll need to create another account. You should avoid using the same password as you use here. — Global message delivery 15. janúar 2012 kl. 00:14 (UTC)

Language support group for Icelandic

The Wikimedia Foundation has brought together a new team of developers who are dedicated to language support. This team is to support all the languages and consequently it is not realistic to expect that the team members can provide proper support for your language. It is for this reason that we are looking for volunteers who will make up a language support team.

This language support team will be asked to provide us with information about their language. Such information may need to be provided either to us or on a website that we will indicate to you. Another activity will be to test software that will likely have an effect on the running of the MediaWiki software. We are looking for people who clearly identify their ability. Formal knowledge is definitely appreciated.

As much of the activity will be concentrated on translatewiki.net, it will be a plus when team members know how to localise at translatewiki.net.
Thanks, Gmeijssen 17. janúar 2012 kl. 10:49 (UTC)[svara]

Já notast við íslensku Wikipediu

Kannski er ég síðastur með fréttirnar en ég var að taka eftir því að Já býður upp á þann valmöguleika að sýna greinar frá íslensku Wikipediu á kortinu hjá sér.--Jóhann Heiðar Árnason 27. janúar 2012 kl. 23:47 (UTC)[svara]

Ég vissi þetta ekki. Þetta er mjög áhugavert. --Jabbi 28. janúar 2012 kl. 11:17 (UTC)[svara]

Já.is kom með þennan möguleika 26. júní 2009 og þetta sýnir nokkuð vel þá staði sem er búið að búa til landafræðigreinar um og hvar sé enn hægt að bæta greinum við.--Snaevar 28. janúar 2012 kl. 13:07 (UTC)[svara]

Þetta er nú aðeins lítið brot af þeim íslensku landafræðigreinum sem komnar eru inn og virðist frekar handahófskennt hvað hefur verið sett þarna, t.d. er Svarfaðardalur ekki merktur þótt til sé ágæt grein um hann og líka greinar um fjölda kennileita í og kringum dalinn; eina svarfdælska örnefnið sem merkt er þarna inn á er Búrfellshyrna. Svo er sumt merkt inn á kolvitlausum stöðum, Hörgárdalur er t.d. merktur inni í Eyjafjarðardal, Akrafjall er staðsett vestur á Mýrum og Hraunfjörður uppi á Holtavörðuheiði.--Navaro 28. janúar 2012 kl. 22:12 (UTC)[svara]
Ef ég skil þetta rétt þá eru þetta allt saman greinar þar sem búið er að setja inn staðsetningu með þessu sniði hér. Þannig ætti að vera hægt að bæta greinum inn á kortið með því að bæta sniðinu við þær og slá inn staðsetningu. Að sama skapi ætti að vera hægt að breyta staðsetningunni á þeim greinum þar sem staðsetningin er annað hvort vitlaus eða ónákvæm.--Jóhann Heiðar Árnason 28. janúar 2012 kl. 23:58 (UTC)[svara]
Gaman að sjá þetta, vissi ekki af þessu eða búinn að gleyma. Þetta er að sjálfsögðu bara á greinum sem er búið að hnita, ég setti t.d. Búrfellshyrnugreinina upp og hún var hnituð. Reyndar var eina ástæðan fyrir þeirri grein sú að ég var þarna í brúðkaupi og með þetta fína fjall fyrir ofan okkur sem hreif mig svona, náðum þessari fínu mynd. Glæsilegt fjall! --Stalfur 1. febrúar 2012 kl. 12:23 (UTC)[svara]
Ekki virðist það að setja inn GPS hnit duga til að landafræðigrein fari inn á kortavef já.is. Ég prófaði fyrir tvem dögum að merkja inn greinina um Fossvoginn en hún kemur ekki fram, að minstakosti ekki ennþá, en ég veit ekki hversu ört já.is fólk uppfærir tengla kortavefsins sem vísa í wikipedia. Aftur á móti eru inni á kortavefnum greinar um Nauthólsvík og Skerjafjörð sem hvorugar eru merktar með GPS hnita merkingu á wikipedia. Um leið og við bætum við GPS hnita merkingum og bætum staðsetningar þeirra, væri ekki úr vegi að einhver hefði samband við já.is og fengi að vita hvernig þeir vinna úr okkar upplýsingum? Hvort þau noti okkar hnit og eins hvort þau velji bara greinar eftir sínu höfði eða hvort við getum eithvað haft með það að segja eins og að bæta við hnitamerkingum eða laga staðsetningu hnita.
PS. Þetta er kannski dæmi um hversvegna væri ástæða til að stofna Wikimedia samtök hér á landi eins og talað hefur verið um, þá gæti einhver komið fram fyrir hönd þeirra með svona fyrirspurn en ekki bara einhver ónefndur notandi af wikipedia? Bragi H (spjall) 8. mars 2012 kl. 09:15 (UTC)[svara]
Við snögga skoðun virðist ja.is nota þýska wikiserverin: http://toolserver.org/ og þær upplýsingar sem þar er að finna. Á Þýska wikipeda er síðan hægt að setja inn tilvísun í þetta OSM verkefni/server sem þá opnar felliglugga ofan við textasíðuna sem sínir staðsetningu viðkomandi greinar ásamt greinum sem eru í nánasta nágrenni. Hægt er að skipta milli tungumála eftir því hvort viðkomandi grein er til á öðru tungumáli. Mér finnst þetta mjög spennandi verkefni og spurning hvort hægt væri að innleiða þetta á íslenska wikipedia eða á einhvern hátt taka þátt í þessu verkefni (en það hangir sjálfsagt saman við að stofna wikipedia félag hér á landi sem væri þá formlegur þáttakandi). Ég skoðaði þær mörgu greinar frá Íslandi sem eru nú þegar inni á þessum server og eru nær engar þeirra hnitaðar og ekki veit ég hver setur þær inn eða heldur utanum hversu rétt þær eru hnitaðar. Þótt ekki væri fyrir annað en að koma Íslenskum landafræðigreinum inn á þennan server og rétt hnitaðar þá finnst mér að við (eða eitthvert okkar) ættum að setja okkur í samband við þá og sjá hvað við getum gert til að hjálpa til. Og ekki síst, gætum við í framhaldi af því ekki innleitt svona kort á allar hnitaðar greinar hér á Íslenska wikipedia? Tungumálakunnátta mín er það slöpp að ég treysti mér ekki til að vera sá sem hefði samband við þá en er einhver sem væri til í að setja sig í samband og kanna þetta mál? Hér er dæmi á þýsku wikipedia um Kúðafljót, þar er fljótið hnitað og við hliðina á hnitinu er tengill í kortið: http://de.wikipedia.org/wiki/K%C3%BA%C3%B0aflj%C3%B3t Aftur á móti er Íslenski greinarstúfurinn um Kúðafljót ekki hnitaður svo þeir eru bersýnilega að nota sín eigin hnit. PS Athyglisvert að bera saman stærðina á þýsku greininni og þeirri Íslensku. Bragi H (spjall) 15. apríl 2012 kl. 12:24 (UTC)[svara]

DNS

Hver hérna er innanbúðar hjá Wikimedia? wikipedia.is er í lagi en is.wikipedia.is vísar á einhvern markaðsvef? --Stalfur 3. febrúar 2012 kl. 12:54 (UTC)[svara]

Til að byrja með er lénið ekki skráð á Wikimedia heldur íslending, sjá rétthafaskrá ISNIC: http://www.isnic.is/is/whois/mini.php?type=all&query=wikipedia.is --Snaevar 3. febrúar 2012 kl. 14:08 (UTC)[svara]

Amerískir sagnfræðingar að taka Wikipediu í sátt

The Atlantic: One of the Nation's Top Historians Decides It's Time to Embrace Wikipedia. --Stalfur 4. febrúar 2012 kl. 19:29 (UTC)[svara]

Gaman að þessu, þetta er enginn aukvisi, heldur forseti Sagnfræðifélags BNA, en:William Cronon. --Jabbi 5. febrúar 2012 kl. 00:38 (UTC)[svara]

WikiMania 2012

Ég er að spá í að fara á WikiMania 2012 sem verður haldið dagana 12.-15. júlí í Washington D.C.. Sjá http://wikimania2012.wikimedia.org/wiki/Main_Page. Er einhver annar að spá í að fara? --Jabbi 5. febrúar 2012 kl. 00:38 (UTC)[svara]

Ég er að spá í að fara. Ég fór líka síðasta sumar til Haifa í Ísrael á Wikimania 2011. Svo fór ég á fyrstu Wikimania 2005 sem var í Frankfurt am Main og á Wikimania 2006 sem var í Harward campusnum í Cambridge, Massachusetts, USA. Það var mjög dýrt að fara til Ísrael en ég fékk ferðastyrk frá vinnustað mínum (háskólakennarar geta fengið slíkt á nokkurra ára fresti). Uppihald og ráðstefnugjöld á Wikimania eru hins vegar mjög lág. Þar sem Wikimania 2012 verður á stað þar sem er beint flug frá Íslandi þá má búast við að við getum fengið flugfar á góðu verði. Það væri flott að við gætum farið dálítill hópur frá Íslandi. Ég hugsa að það séu ekki miklir styrkjamöguleikar frá Wikimedia foundation, mest af styrkjum þar fer til að styrkja fólk sem kemur langt að og frá fólki í fátækari samfélögum. En við gætum reynt að leita til t.d. menntamálaráðuneytis um ferðastyrki. Ég sé að víða um heim eru stjórnvöld að styrkja þetta. Einnig vil ég segja frá því að á Wikimania 2011 þá hitti ég óformlega hóp nokkurra norrænna wikipedians og við höfum rætt um að reyna að koma á samstarfi og sækja um norræna styrki. Það verður nú örugglega ekkert úr því nema einhver taki frumkvæði t.d. við á Íslandi. --Salvor 5. febrúar 2012 kl. 12:12 (UTC)[svara]

Nemendur að skrifa greinar tengdar Tyrkjaráninu

Ég er núna með hóp nemenda að skrifa greinar tengdar Tyrkjaráninu. Bið stjórnendur hérna að hafa þolinmæði. Það er þannig núna að wikipedia er afar fráhrindandi fyrir þá sem eru að skrifa sínar fyrstu greinar. Sem dæmi um það er að nú áðan var nemandi frá mér búinn að skrifa að hluta greinina Sjóræningjar frá Barbaríinu. Hún skrifaði mér og bað mig að líta á hvort hún væri á réttri leið. Ég skoðaði greinina og var að laga hana til en þá allt í einu var búið að eyða greininni. Ég var forviða. Þetta var ágætis grein og miklu betri en byrjendur gera vanalega. Áttaði mig svo á því að það var vegna þess að ég hafði gert villu á listanum sem ég skrifaði, ég hafið gleymt að skrifa j í orðinu. Ég held í svona tilviki sé miklu betra að færa greinina (alls ekki eyða strax,það hefði ruglað mjög mikið byrjanda sem ekki hefði áttað sig á hvað hefði gerst). Á wikimania 2011 var mikil umræða um þetta, hversu illa er tekið á móti nýjum notendum. En sem sagt bið um þolinmæði gagnvart þessum verkefnum þ.e. að greinum sé ekki eytt ef þess þarf ekki. --Salvor 9. febrúar 2012 kl. 20:56 (UTC)[svara]

það er hins vegar mjög vel þegið ef einhverjir fara í greinarnar og laga og tenglaprýða þar sem vantar, það er hluti af því að sjá hvernig svona samvinnuskrif virka, að þau séu leiðrétt og umbreytt af einhverjum öðrum þátttakanda. --Salvor 9. febrúar 2012 kl. 21:05 (UTC)[svara]
Greininni var aldrei eytt. Hún var einmitt færð en tilvísun var um leið leynd (af því að það er ekki þörf á tilvísun frá öllum ranglega stafsettum titlum). --Cessator 10. febrúar 2012 kl. 00:49 (UTC)[svara]
Spurning um hvort ekki væri ráð að vinna nemendagreinar líkt og ég er að vinna til dæmis grein um Krossgátur undir mínu notendanafni enn flyt hana ekki inn á aðalsvæðið fyrr en henni er lokið eða einhver hluti hennar. Ég er að vinna þetta svona vegna þess að ég er að safna heimildum og þýða en hef takmarkaðan tíma og til þess að það sé frambærilegt sem ég set síðan inn vinn ég þetta svona, að ráðleggingum mér eldra fólks hér inni. Mér finnst að þetta gæti verið aðferð til þess að kynna fyrir þeim sem eru nýjir inni á wikipedia á hvernig hún virkar. Bragi H 10. febrúar 2012 kl. 08:27 (UTC)[svara]

Launað Wikipediustarf hjá British Library

British Library hiring a well-paid Wikipedian in Residence for 6 months in London. --Stalfur 10. febrúar 2012 kl. 10:41 (UTC)[svara]

Geggjað --Jabbi 10. febrúar 2012 kl. 13:40 (UTC)[svara]

MediaWiki 1.19

Wikimedia Foundation ætlar að uppfæra MediaWiki (hugbúnaðirinn sem keyrir þessa Wiki) í þessum mánuði. Þú getur hjálpað að prufukeyra það áður enn það er gert virkt, til að forðast röskun og sundurliðun. Frekari upplýsingar in the full announcement.

Guillaume Paumier, í gegnum Global message delivery system (wrong page? You can fix it.). 12. febrúar 2012 kl. 15:05 (UTC)[svara]

Norrænt samstarf um wikipedíu?

Á Wikimania 2011 þá var spjallaði ég heilmikið við norræna wikipedians og við vorum sammála um að það væri eftirsóknarvert að taka upp norrænt samstarf og við vitum að það eru möguleikar til að fá styrki til slíkt. Ég velti fyrir mér hvort hægt sé að sækja í núna fyrir 1. mars í Nordplus Horisontal http://www.nordplus.is/page/NPHorisontal --Salvor 16. febrúar 2012 kl. 23:41 (UTC)[svara]

Afbragðs hugmynd. Við þurfum að skoða það. En hvaða aðili myndi sækja um? Einstaklingur? --Jabbi 20. febrúar 2012 kl. 21:16 (UTC)[svara]

1. Since my election to the board of Wikimedia Canada, it seems more professional to use my real name. 2. I want the real paternity of my contributions in Commons. 3. Requests already done on many Wikis. Here is the Proof of ownership. Thank you. Antaya 20. febrúar 2012 kl. 17:43 (UTC)[svara]

This move will disconnect your Universal Login. Are you sure you want to proceed? --Stalfur 21. febrúar 2012 kl. 10:19 (UTC)[svara]
Fyrst að ekkert svar hefur borist, þá spurði ég á notendaspjalli hans: fr:Discussion_utilisateur:Benoit_Rochon#your rename request on is.wikipedia (notification). Annaðhvort á notandinn eftir að svara þar eða hér.--Snaevar 29. febrúar 2012 kl. 21:45 (UTC)[svara]
I guess not. If it breaks anything don't do it please. Anyway, my contributions here null. Thanks anyway. Benoit Rochon (spjall) 1. mars 2012 kl. 11:44 (UTC)[svara]

Tillaga: Markverðugleiki (íþróttir)

Allar fullyrðingar sem gera greinina markverða þarf að sannreyna með áreiðanlegum heimildum.

Íþróttamenn

Íslenskur íþróttamaður telst markverður ef hann uppfyllir eitt af eftirfarandi skilyrðum:

  • Hefur hlotið verðlaun eða viðurkenningu frá sérsambandi Íþrótta og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ).
  • Hefur hlotið verðlaunin Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna á Íslandi
  • Hefur unnið landsmót eða keppnisgrein á landsmóti
  • Hefur spilað með liði á því tímabili sem það vinnur efstu deild
  • Hefur spilað keppnisleik með A-landsliðinu (vináttulandsleikir teljast ekki með)
  • Hefur tekið þátt í alþjóðlegu móti
  • Hefur slegið Íslandsmet
  • Er atvinnumaður


Erlendir íþróttamenn teljast markverðir ef þeir uppfylla eitt af eftirfarandi skilyrðum:

  • er í efsta flokki styrkleikalista sem er gefinn út af viðurkenndum alþjóðlegum íþróttasamtökum
  • Hefur spilað í efstu atvinnudeild landsins
  • Hefur tekið þátt á alþjóðlegu móti
  • Hefur slegið alþjóðlegt met


Íþróttafélög

Íslensk íþróttafélög teljast markverð ef þau hafa tekið þátt í íþróttamóti eða -keppni.


Erlend íþróttafélög teljast markverð ef þau uppfylla eitt af eftirfarandi skilyrðum:´

  • Hefur spilað í landsmóti eða -keppni
  • Hefur spilað í efstu deild


Íþróttakeppnir

Keppni sem er annaðhvort efsta bikarkeppni landsins, efsta deild landsins, landsmót eða keppni sem veitir liðum þáttökurétt í efstu bikarkeppninni telst markverð.


Annað

  • Öll landslið teljast markverð
  • Öll sérsambönd innan ÍSÍ teljast markverð

Umræða

Hér að ofan er tillaga yfir margverðugleika íþróttamanna, íþróttafélaga og íþróttakeppna.--Snaevar 25. febrúar 2012 kl. 14:21 (UTC)[svara]

Hvað með smálið úti á landi sem eru líf og sál staðarins en hafa ekki komist í efstu deild. Völsungur á Húsavík flaug fyrst í hugann af einhverri ástæðu. Hér innanlands tel ég að öll félög sem taka þátt í Íslandsmótinu, hvort sem er í úrvals, 1., 2. eða 3. deild séu marktæk, hvort sem er í knattspyrnu eða öðru. Þetta á við um félögin sjálf, leikmenn eru hins vegar ekki markverðir (fliss) fyrir það eitt að spila í xtu deild. --Stalfur 25. febrúar 2012 kl. 17:19 (UTC)[svara]
Breyti tillögunni þannig að íslenskt íþróttafélag þarf eingöngu að hafa tekið þátt í íþróttamóti.
Deildarskiptingin er helst notuð í keilu og hópíþróttum. Ef að lið (sama hvort það er keilulið, fótboltalið eða annað) vinnur efstu deild þá eru leikmennirnir sem leika með liðinu á því tímabili taldir markverðir samkvæmt tillögunni. Það að leikmaður sé markverður fyrir það eitt að spila í ákveðnri deild á eingöngu við erlenda leikmenn, enda er það í samræmi við markverðuleikastefnuna á ensku wikipediunni en:Wikipedia:Notability_(sports).--Snaevar 25. febrúar 2012 kl. 20:42 (UTC)[svara]

Þýðing?

I'm so sorry I must write in English. If I spoke your language, I would not need to ask for your help. :)

The Wikimedia Foundation is preparing to launch a survey that it hopes will be helpful in discussing the future of how projects are funded on Wikipedia and sister sites. (More information about this can be read at meta:Fundraising and Funds Dissemination/Resource list and meta:Fundraising and Funds Dissemination/Recommendations, but you don't need to read it to help out here. :)) We would like input from as many people as possible, but the survey translations are not yet completed in many languages, including yours. The English version of the survey is at meta:Survey of how money should be spent/Questions/en. The Icelandic version, currently 10% complete, is at meta:Survey of how money should be spent/Questions/is. If you can help, you would be very welcome!

Translations are done using the "translation tool". If you go to this special page, all you have to do is select your language from the pull-down menu and click "fetch". It will bring up a table. You can easily see what has been translated and what has not, because untranslated sections are green. Click on the blue text in the left column next to content that has not been translated to open up an editing box. Above the box, the English version is shown, and you can simply enter in your language translation beneath it.

The survey is pretty short, so I hope we can get it completed in time to send it to Icelandic editors in their own language. Thanks for any help you can offer! And, again, I'm very sorry for the English. --Mdennis (WMF) (spjall) 5. mars 2012 kl. 16:40 (UTC)[svara]

Samsett orð á útleið?

Á meðan ég hef verið að yfirfara þessar nýju greinar um tónlistarstefnur sem verið hefur að skrifa undafarna daga hef ég tekið eftir því að í mörgum tilfellum eru orð sem á að skrifa sem samsett orð skrifuð sem tvö, t.d. „djass hljómsveit“ í stað fyrir „djasshljómsveit“ og mörg fleira. Hefur þetta eitthvað að gera við erlendan uppruna fyrra orðsins eða hvað? Tíðkast ekki lengur að skrifa þessi orð samsett? Maxí (spjall) 12. mars 2012 kl. 21:26 (UTC)[svara]

Nei þetta er ekki á útleið, þetta er ritvilla sem kemur úr hráþýðingu úr ensku, jazz band þá hráþýtt sem djass hljómsveit en ekki sem djasshljómsveit eins og á að gera. --Stalfur (spjall) 4. apríl 2012 kl. 14:47 (UTC)[svara]

Kerfissíða:Eftirsóttar síður

Veit einhver af hverju Kerfissíða:Eftirsóttar síður hefur ekki verið uppfærð frá 2009? Veit einhver hvernig á að uppfæra hana? --Cessator (spjall) 25. mars 2012 kl. 13:29 (UTC)[svara]

Samkvæmt mw:Manual:Maintenance scripts og svari Ævars Arnfjörðs fyrir nokkrum árum eru þessar kerfisíður uppfærðar á þennan hátt: Notandi með FTP-aðgang skráir sig inn á FTP vefþjón wikipedia og framkvæmir skipunina maintenance/updateSpecialPages.php iswiki

Ævar Arnfjörð hefur uppfært þessar kerfisíður hingað til, svo ef einhver getur svarað spurningunni um afhverju hún hefur ekki verið uppfærð, þá er það hann.

Lausn vandamálsins felst í því að fá einhvern notanda með FTP-aðgang (sama hvort það er Ævar eða einhver annar) að uppfæra kerfissíðuna. Það ættu að vera nokkrir notendur með slík réttindi á mediawiki.org, umræðusvæði þeirra er á mw:Project:Support desk.--Snaevar (spjall) 25. mars 2012 kl. 14:46 (UTC)[svara]

Takk fyrir svarið. Aðrar sambærilegar kerfissíður eru þó uppfærðar, svo þetta er svolítið skrítið. --Cessator (spjall) 25. mars 2012 kl. 21:53 (UTC)[svara]

Hvernig á að mekja hnit svo þau komi frá á http://toolserver.org kortinu sem hangir á hnitasniðin?

Ef maður setur inn hnit á grein á íslensku wikipediuna þá getur maður fengið upp kort sem sýnir kvar viðkomandi hnit er á kortinu en það koma ekki fram nein önnur hnit/síður frá íslensku wikipedia. Ef ég aftur á móti stilli á Enska, Þýska jafnvel Litháensku wikipedia fæ ég fram tengla á fjölmargar síður á kortinu, en ekki eina einustu ef ég vel Íslensku. Það er ekki nema þetta eina hnit sem ég opnaði kortið frá. Veit einhver hvernig maður á að setja inn hnit á íslensku wikipedia til að þær síður komi frá á http://toolserver.org sem er bak við þessi kort? Þessar upplýsingar virðast vera þarna einhversstaðar því á Þýsku wikipeda get ég fengið upp kort, valið þar Íslensku og fæ þá fram Íslenskar greinar sem eru hnitaðar. Bragi H (spjall) 20. apríl 2012 kl. 14:39 (UTC)[svara]

Í raun eru tveir kostir í stöðunni. Í fyrsta lagi kortið Open Street Map sem þú nefndir hér að ofan og í öðru lagi viðbótin mw:Extension:Maps (sjá dæmi). Hér á eftir eru upplýsingar um uppsetningu á þeim.


Upplýsingar um Open Street Map er að finna á de:Wikipedia:WikiProjekt Georeferenzierung/Anwendungen/OpenStreetMap/en (á ensku). Til þess að setja það upp þarf eingöngu að setja vísun á meta:MediaWiki:OSM.js (sjá de:Wikipedia:WikiProjekt_Georeferenzierung/Anwendungen/OpenStreetMap/en#Installation).
Hægt er að setja vísunina upp á þrjá vegu:
  • Sem smáforrit sem er virkjað í stillingunum
  • Sem vísun fyrir alla notendur (á Melding:Common.js)
  • Sem vísun fyrir einn notanda (á Notandi:Bragi H/common.js)
Persónulega hallast ég að síðasta kostinum, enda óþarfi að setja upp fídus fyrir alla notendur þegar eingöngu einn hefur lýst yfir áhuga á honum.


Viðbótin Maps er sett upp með því að setja beiðni um það á bugzilla. Þegar því er lokið er hægt að setja hana inn í hnitasniðið (Snið:Coor) svo hún noti hnitið til þess að sýna kort af staðnum.--Snaevar (spjall) 20. apríl 2012 kl. 17:09 (UTC)[svara]
Ég er ekki alveg að skilja þig. Þarf að breyta öllum hnitasniðum á íslensku wikipediunni til að greinarnar komi fram á kortinu? Kortið er á sínum stað hjá mér sem notenda bara með því að smella á tákn þess við hliðina á hvaða hniti sem er. En þá birtist mér kort sem bara sýnir mér viðkomandi stað, en ekki staði annarra íslenskra wikipedia síðna í nágrenninu, en ef ég stilli yfir á önnur tungumál þá get ég séð allar síður sem þeir eru með í nágrenninu. Þetta kort, sem virðist vera innbyggt í íslensku wikipedia (ég að minstakosti setti ekkert inn lokal hjá mér, það hefur bara alltaf verið þarna)virðist því ekki geta birt tengla í íslenskar greinar, bara erlendar greina um ísland? Væri ekki eðlilegra að allir notendur gætu þegar þeir kalla fram kortið við, segjum Esjuna, að það sjáist þá tengill í nærliggjandi greinar, Hvalfjörðinn osf. í stað þess að hver notandi þurfi að setja inn sér stillingar hjá sér? Eða er ég að skilja þetta alltsaman vitlaust hvernig maður gerir þetta.
Ég finn á síðunni um WikiMiniAtlas eftirfarandi: „The WikiMiniAtlas is enabled by default on the English, Catalan, Esperanto, French, Greek, Icelandic, Italian, Norwegian (bokmål), Portuguese, Russian, Danish, Polish, Spanish, Old Church Slavonic, and Swedish Wikipedias and Wikimedia Commons.“ Ég geta á WikiMiniAtlas sem ég opna á íslenskri síðu ekki séð neinar íslenskar wiki greinar, bara erlendar. Það er það sem ég er að pæla í. Varla þarf ég að setja inn sér Javascript til að birta upplýsingar frá íslenska wikipedia en ekki frá erlendum? Er þetta ekki annaðhvort stillingaratriði global bak við WikiMiniAtlas hjá okkur eða að við hnitum greinar með öðrum hætti? Þegar ég fer inn á kortið á þýska wikipedia koma íslensku greinarnar fram, en ekki ef ég fer inn á kortið á íslensku wikipedia svo varla er það hnitunin, eða hvað? Bragi H (spjall) 22. apríl 2012 kl. 11:30 (UTC)[svara]

Búinn að setja OpenStreetMaps upp. Það var eingin þörf á að breyta sniðunum, svo ég leiðrétti það hérmeð. Kortið ætti að birtast eins og á þýsku wikipediunni.

Best er að útskýra skrifturnar almennt. Skilgreinum verkefni sem wikipediu á ákveðnu tungumáli. Íslenska wikipedia er þannig eitt verkefni, enska wikipedia annað verkefni osfrv. Ef notandi ætlar að nota skriftuna á öllum verkefnum þá þarf að vera vísun á hana á öllum verkefnum, en skriftan sjálf getur verið á einu verkefni. Dæmi um vísun er Notandi:Bragi H/common.js. Dæmi um skriftu er meta:MediaWiki:OSM.js.

Þegar að tveir eða fleiri notendur hafa lýst áhuga á því að nota ákveðinn möguleika þá findist mér rétt að setja hann upp fyrir alla. Best væri ef að tillaga kæmi um hvort það ætti að virkja möguleikann á Pottinum til að sjá hverjir myndu nota möguleikann og hverjir væru á móti. Ég ætla ekki að útskýra þessa skoðun frekar.--Snaevar (spjall) 22. apríl 2012 kl. 23:30 (UTC)[svara]

Takk fyrir þetta Snaevar. Ég hef ekki þurft að setja inn eitt né neitt skrift hvorki hér né á þýska eða enska wikipedia (nota Firefox, veit ekki hvort það munar einhverju). Óska eftir því að sem flestir prófi þennan kortamöguleika, þótt ekki væri fyrir annað en leiðrétta íslandskortið sem hefur bæði rangar merkingar sem og mjög skrítnar líka. Dæmi, Kúðarfljót er út í miðri Ölfusá. Þær upplýsingar koma frá þýsku wikipedia, er búin að breyta því þar, veit ekki hversu langan tíma það tekur að uppfærast á kortinu hjá okkur. Ef valdar eru smámyndir frá commons kémur gamalt málverk frá Þingvöllum þar sem Alþingi er, tekið af pólska wikipedia, á ennþá eftir að finna út hvernig ég get breytt því. Ýmsar skrítnar greinar eru inni, til dæmis er í Hamraborginni, Kópavogi tengill í greinina „Pepsídeild karla árið 2011“ en það var ekki Breiðarblik sem vann deildina það árið svo ég veit ekki hvaðan það er komið að setja þá grein þar, komið af þýsku wikipedia án þess að greinin sé hnituð þar. Margt fleira er í þessum dúr.
Er einnig búin að skrifa Samsýn sem vinnur kortið á ja.is, en ég hef komist að því að þeir virðast notast við þau hnit sem eru á bak við þetta kort og spurt þau út í það og hvernig við getum haft áhrif á hvaða greinar byrtast á ja.is plús kvernig við getum lagað hnit ef þau eru röng. Ekki þíðir að hnita Íslenskar greinar til að leiðrétta kortin því það virðist ekkert vélmenni heimsækja okkar wikipediu að safna hnitum, sem kanski er ekkert skrítið þar sem við höfum hnitað mjög fáar greinar. Mig langar til þess að við getum haft áhrif á hvernig útlendingar á öðrum wikipedíum sjá staðsetningar á Íslandi en þá þurfum við að finna út úr því hvernig við getum haft áhrif og eitt það fyrsta er að virkja kortið sjálf svo við eigum auðveldara með að sjá vitleysurnar plús sjá hvar við gætum (ættum) að bæta við landafræðigreinum sem vantar eða hnita þær sem eru fyrir eða hvað það nú er sem við þurfum að gera svo þær byrtist hjá okkur. Ég er að vinna í því að komast að því.
Er líka búin að skrá mig inn á OSM sem er kortið á bak við greinarnar til að sjá hvernig samvinnu wikipedia og OSM er háttað og hvernig hægt er að hafa áhrif á hvað birtist á kortinu.
PS Snaevar, textin Kort, byrtist neðan við Hnitamerkinguna og lendir því inni á myndum og greinum, er hægt að laga Css'ið svo staðsetningin verði betri? Flestir virðast setja korta tengilin í sviga hægra megin við hnitið. Bragi H (spjall) 24. apríl 2012 kl. 11:29 (UTC)[svara]

þýðingar

Hello. I'm afraid I can't speak Icelandic. Could someone help us with a translation over at: http://en.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Reference_desk/Language#Language_poster Thank you. Halló. Ég er hræddur um að ég get ekki talað íslensku. Gat einhver hjálpað okkur með þýðingu yfir á: http://en.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Reference_desk/Language#poster.2Fis Þakka þér. 184.147.123.69 1. maí 2012 kl. 15:36 (UTC)[svara]

Frumrannsóknir

Í ljósi þess að útgefið efni á íslensku er langtum langtum minna en á enskri tungu, er spurning hvort að við slökum ekki á frumrannsóknaskilyrðinu. Í dag er beittasta fréttamennskan hjá bloggurum sem hafa fókus sem "viðurkenndir fjölmiðlar" hafa ekki, þróunin er hiklaust í þessa átt og ég tel að Wikipedia ætti að fara að aðlaga sig því. --Stalfur (spjall) 13. maí 2012 kl. 00:01 (UTC)[svara]

Ég er ósammála þessu. Ég sé enga ástæðu til að slaka á þessum kröfum bara til að geta skrifað um hluti sem annars eru ekki markverðir (ekki nógu markverðir til að um þá sé fjallað annars staðar). Ég er líka hærddur um að þetta verði slippery slope og kunni að hafa óæskilegar en ófyrirséðar afleiðingar. Frumrannsóknabannið er ein af þremur grundvallarreglum Wikipediu. Án hennar verðum við kríteríulaus gegn alls kyns óstaðfestanlegu rugli (enda er þessi regla hin hliðin á sannreynanleikareglunni). Þetta er líka -- í ljósi þess að þetta er ein af einungis þremur grundvallarreglum Wikipediu -- álíka og að leggja til að slaka á hlutleysiskröfunni; ekki skynsamlegt. --Cessator (spjall) 13. maí 2012 kl. 00:11 (UTC)[svara]
Hér er reyndar góður punktur frá Stefáni Pálssyni: Mér finnst reyndar Íslendingarnir vera að misskilja hugtakið frumrannsóknir. Ég hef samúð með því að Wikipedia sé á móti því að menn séu að setja inn sjálfstæðar TÚLKANIR eða að draga ályktanir sem ekki er hægt að finna sér stað annars staðar. Það að menn setji saman lista (s.s. listi yfir íslensk fótboltalið sem leika í bláum búningum eða listi yfir stjórnmálafélög sem draga nöfn sín úr norrænni goðafræði) þá er um allt annan hlut að ræða. Frumrannsóknarótti Wikikediu hlýtur að snúa að því fyrra en ekki því seinna. --Stalfur (spjall) 13. maí 2012 kl. 00:21 (UTC)[svara]
Hvað markverðugleikaregluna varðar þá er hún vafasöm, og sérstaklega þegar við erum með þúsundir greina um smáatriði í teiknimyndum á þeirri ensku. Hvað ef Diderot hefði tekið fyrsta alfræðiritið og hent úr því helmingnum sem ómarkverðu áður en hann gaf út... --Stalfur (spjall) 13. maí 2012 kl. 00:26 (UTC)[svara]
Ég blæs á þetta. Það má vel vera að orðið „frumrannsókn“ sé skilið ýmsum skilningi í mismunandi samhengi. En ef það er einhver misskilningur á ferðinni, þá eru það ekki Íslendingar sem eru að misskilja eða neitt slíkt, heldur Wikipedia (líka sú enska!). Málið er að Wikipedia (líka sú enska!) hefur skilgreint frumrannsóknir og sannreynanleika á ákveðinn hátt sem þjónar hennar tilgangi (eins og hún má gera til þess að útskýra hvaða reglur hún hefur sett sér): „Frumrannsóknir er hugtak sem er notað á Wikipediu til að lýsa innihaldi greina sem hefur ekki áður verið gefið út í viðurkenndum og traustum heimildum.“ Mundu (hina hliðina á peningnum) að „[l]ágmarkskröfur sem gerðar eru til efnis á Wikipediu eru ekki sannleikur, heldur sannreynanleiki“, þ.e. í traustum, útgefnum heimildum; en ekki með því að notendur fari út og telji rúllustiga (btw rúllustiga, seriously? Er það markvert?)
Það segir heilmargt að tillagan þín notar orðalagið „slaka á kröfunum“. Þessar grundvallarreglur eru það eina sem heldur verkefninu réttum megin við strikið. Hvað ætlum við þá að segja þegar einhver vill skrifa grein um, tja, t.d. íslenska hljómsveit sem engar heimildir eru til um? Ætlum við þá líka að slaka líka á kröfunum aðeins „[í] ljósi þess að útgefið efni á íslensku er langtum langtum minna en á enskri tungu“? Ætlum við þá að trúa notandanum sem segir á spjallsíðunni „kommon, mar, Ísland er svo lítið land; allir þekkja alla. Frændi minn er í hljómsveitinni, ég voucha bara fyrir þetta...“ Ég blæs líka á samanburðinn við Diderot (þú ert að bera saman epli og appelsínur): Það var verk sem naut ritstjórnar hans; við höfum enga ritstjórn til að halda okkur réttum megin við strikið — við höfum bara þessar grundvallarreglur, svo lengi sem við förum eftir þeim. --Cessator (spjall) 13. maí 2012 kl. 03:20 (UTC)[svara]

Séríslenskum stöfum skipt út

Sett hefur verið upp sía sem gefur notendum sem gera breytingar eins og þessa viðvörunina sem er gefin á Melding:Abusefilter-specialcharacters. Eins og er tekur sían eingöngu þær breytingar þar sem fædd er skipt út fyrir faedd og Reykjavík er skipt út fyrir Reykjavik. Það kemur líka til greina að hindra notandann frá því að geta gert slíkar breytingar.--Snaevar (spjall) 17. maí 2012 kl. 11:27 (UTC)[svara]

Flott. Það má vera að það þurfi að láta síuna greina fleiri algeng orð en þessi tvö. --Cessator (spjall) 17. maí 2012 kl. 13:17 (UTC)[svara]
Ég er farinn að fá þessa meldingu við undarleg tækifæri (t.d. hér og hér) þar sem ég var alls ekki að eyða út íslenskum stöfum eins og í dæmunum að ofan og skildi örugglega eftir jafn marga íslenska stafi. Það þarf stilla síuna aðeins betur. --Cessator (spjall) 20. maí 2012 kl. 14:53 (UTC)[svara]

Já, sammála. Afsakið ónæðið. Það þarf að endurskrifa hana því hún er ekki næginlega nákvæm. Á meðan verður hún óvirk svo hún ónáði ekkert frekar. Góður punktur að íslensku stafirnir séu jafnmargir fyrir og eftir breytinguna.--Snaevar (spjall) 20. maí 2012 kl. 15:42 (UTC)[svara]

Ekkert ónæði svo sem en mér fannst þetta svolítið forvitnilegt og spurning hverju þarf að breyta í stillingunum. Ég segi þó ekki að ég hafi talið íslensku stafina fyrir og eftir breytingu en ég skildi svo sannarlega eftir íslenska stafi. --Cessator (spjall) 20. maí 2012 kl. 15:50 (UTC)[svara]
Ég er búinn að lagfæra síuna og hún passar núna eingöngu við þær breytingar þar sem íslenskum stöfum er skipt út. Ég hef því endurvirkjað viðvörunina.... Fyrst þú nefnir stillingarnar, þá lagfærði ég síuna með því að láta hana leita að heilum orðum (en ekki reglulegum segðum eins og áður) og láta hana telja fjölda í og ð bæði fyrir og eftir breytinguna.--Snaevar (spjall) 16. júní 2012 kl. 15:30 (UTC)[svara]

Update on IPv6

(Apologies if this message isn't in your language. Please consider translating it, as well as the full version of this announcement on Meta)

The Wikimedia Foundation is planning to do limited testing of IPv6 on June 2-3. If there are not too many problems, we may fully enable IPv6 on World IPv6 day (June 6), and keep it enabled.

What this means for your project:

  • At least on June 2-3, 2012, you may see a small number of edits from IPv6 addresses, which are in the form "2001:0db8:85a3:0000:0000:8a2e:0370:7334". See e.g. w:en:IPv6 address. These addresses should behave like any other IP address: You can leave messages on their talk pages; you can track their contributions; you can block them. (See the full version of this announcement for notes on range blocks.)
  • In the mid term, some user scripts and tools will need to be adapted for IPv6.
  • We suspect that IPv6 usage is going to be very low initially, meaning that abuse should be manageable, and we will assist in the monitoring of the situation.

Read the full version of this announcement on how to test the behavior of IPv6 with various tools and how to leave bug reports, and to find a fuller analysis of the implications of the IPv6 migration.

--Erik Möller, VP of Engineering and Product Development, Wikimedia Foundation 2. júní 2012 kl. 01:04 (UTC)[svara]

Distributed via Global message delivery. (Wrong page? Fix here.)

2011 Picture of the Year competition

македонскиnorskpolski

Dear Wikimedians,

Wikimedia Commons is happy to announce that the 2011 Picture of the Year competition is now open. We are interested in your opinion as to which images qualify to be the Picture of the Year 2011. Any user registered at Commons or a Wikimedia wiki SUL-related to Commons with more than 75 edits before 1 April 2012 (UTC) is welcome to vote and, of course everyone is welcome to view!

Detailed information about the contest can be found at the introductory page.

About 600 of the best of Wikimedia Common's photos, animations, movies and graphics were chosen –by the international Wikimedia Commons community– out of 12 million files during 2011 and are now called Featured Pictures.

From professional animal and plant shots to breathtaking panoramas and skylines, restorations of historically relevant images, images portraying the world's best architecture, maps, emblems, diagrams created with the most modern technology, and impressive human portraits, Commons Features Pictures of all flavors.

For your convenience, we have sorted the images into topic categories.

We regret that you receive this message in English; we intended to use banners to notify you in your native language but there was both, human and technical resistance.

See you on Commons! --Picture of the Year 2011 Committee 5. júní 2012 kl. 18:23 (UTC)

Distributed via Global message delivery. (Wrong page? Fix here.)

Forsíða fyrir farsímavef wikipediu

Núna rétt í þessu er komin upp forsíða fyrir farsímavef íslensku wikipediu á vefslóðinni is.m.wikipedia.org. Endilega takið upp símann og segið það sem ykkur finnst.--Snaevar (spjall) 6. júní 2012 kl. 22:28 (UTC)[svara]

MediaWiki 1.20wmf6 deployment on Monday instead of Wednesday

Apologies for only posting in English. The deployment team here at Wikimedia Foundation has decided to shift the deployment time of MediaWiki 1.20wmf6 from it's usual time on Wednesday, July 4 to an earlier time on Monday, July 2, due to the upcoming U.S. holiday. Full timeline and status updates are available on the MediaWiki 1.20 roadmap page. -- mw:User:RobLa-WMF (talk) 29. júní 2012 kl. 22:05 (UTC)[svara]

Tillaga: Reglur um margmiðlunarskrár (upphlöðun og notkun þeirra)

1. Aðeins má hlaða inn margmiðlunarskrá hingað inn (á is.wikipedia) þegar engin sambærileg skrá finnst á Commons.

2. Heimilt er að hlaða inn margmiðlunarskrá í gagnrýnis- eða kynningarskyni sem uppfyllir eftirfarandi fjögur atriði:
a) Hún er brot eða hluti af bókmenntaverki, leiksviðsverki, kvikmyndaverki, tónverki, uppdrætti, teikningu, mótun, birtu listaverki eða fræðslugögnum.
b) Hún hefur þegar verið útgefin utan Wikipedia
c) Hún er að hámarki 300 dílar að breidd og/eða 30 sekúndur að lengd (eftir því sem við á).
d) Ef um íslenskt verk er um að ræða má aðeins hlaða inn mynd af einu verki sama höfundar.

3. Heimilt er að hlaða inn myndum af íslenskum byggingum og listaverkum sem eru staðsett varanlega utanhúss.

4. Heimilt er að hlaða inn myndum af vörumerkjum ef tilgreint er að um vörumerki er að ræða.

5. Heimilt er að hlaða inn gögnum frá íslenskum stjórnvöldum, þar með talið efni frá opinberri samkomu eða efni sem er lagt fram opinberlega.

6. Hlaða skal frjálsum myndum á commons (Frjálsar myndir hafa annaðhvort útrunninn höfundarétt, frjálst afnotaleyfi, eru sjálfgerðar en eru þó ekki innblásin af öðrum eða þar sem höfundur hefur leyft öllum að afrita, breyta og selja verkið).
a) Myndir sem falla undir þetta skilyrði og er hlaðið hingað inn skal færa yfir á commons.

7. Viðmið um eyðingu margmiðlunarskráa
a) Eyða skal myndum sem ekki falla undir ofangreind atriði.
b) Eyða skal myndum sem hafa annaðhvort engar, ófullnægjandi eða rangar upplýsingar um höfund, uppruna, leyfi (myndasnið) eða sanngjarna notkun.

Notkun mynda

1. Óheimilt er að breyta sérkennum verks.

2. Nota á skrár sem eru hlaðnar inn í gagnrýnis- eða kynningarskyni í eins fáum greinum og mögulegt er.

Umræða

Tvær ástæður eru fyrir þessum reglum. Í fyrsta lagi eru ekki til reglur um upphlöðun skráa á is.wikipedia, heldur vísanir á íslensk höfundaréttarlög. Í öðru lagi rakst ég á stefnu Wikimedia, Foundation:Resolution:Licensing policy. Þar stendur meðal annars: "Exemption Doctrine Policy (EDP) A project-specific policy, in accordance with United States law and the law of countries where the project content is predominantly accessed (if any), that recognizes the limitations of copyright law (including case law) as applicable to the project, and permits the upload of copyrighted materials that can be legally used in the context of the project, regardless of their licensing status." Ætlunin er að þessar reglur verði EDP stefna is.wikipedia.--Snaevar (spjall) 4. júlí 2012 kl. 12:37 (UTC)[svara]

Ég hnýt um þriðju greinina: „3. Heimilt er að hlaða inn myndum af íslenskum byggingum og listaverkum sem eru staðsett varanlega utanhúss.“ Samkvæmt commons megum við núna ekki hlaða slíkum myndum inn þar, þar sem höfundarleyfið á commons gerir ráð fyrir því að leyfa þurfi notendum að nota viðkomandi efni í hagnaðarskyni en Íslensk höfundarréttarlög banna slíkt þegar um byggingar og útilystaverk er að ræða. Ef við eigum að leyfa að slíkum myndum sé hlaðið hingað inn á íslensku wikipedia, hvernig höfundarleyfi eigum við þá að nota og hvernig getum við hindrað það að commons eða einhver annar innan Foundation hendi henni ekki út? Bragi H (spjall) 4. júlí 2012 kl. 12:57 (UTC)[svara]
Man ekki hvaða leyfi þyrfti að nota en það er þá með copyright á sér, og tilgreinir að ekki megi nota myndina í ábataskyni. Commons hendir bara út af commons, myndin má vera hér með sínu leyfi. Commons leyfir bara efni sem er fullkomlega frjálst að nota, einni í ábataskyni. Þar er munurinn. --Stalfur (spjall) 8. ágúst 2012 kl. 15:22 (UTC)[svara]

Help decide about more than $10 million of Wikimedia donations in the coming year

(Apologies if this message isn't in your language. Please consider translating it)

Hi,

As many of you are aware, the Wikimedia Board of Trustees recently initiated important changes in the way that money is being distributed within the Wikimedia movement. As part of this, a new community-led "Funds Dissemination Committee" (FDC) is currently being set up. Already in 2012-13, its recommendations will guide the decisions about the distribution of over 10 million US dollars among the Foundation, chapters and other eligible entities.

Now, seven capable, knowledgeable and trustworthy community members are sought to volunteer on the initial Funds Dissemination Committee. It is expected to take up its work in September. In addition, a community member is sought to be the Ombudsperson for the FDC process. If you are interested in joining the committee, read the call for volunteers. Nominations are planned to close on August 15.

--Anasuya Sengupta, Director of Global Learning and Grantmaking, Wikimedia Foundation 19. júlí 2012 kl. 20:09 (UTC)[svara]

Distributed via Global message delivery. (Wrong page? Fix here.)

Er þessi beiðni ekki enn ein ástæða til þess að stofnað sé íslenskt wikipeda félag til þess að geta komið fram fyrir hönd hennar útávið? Bragi H (spjall) 26. júlí 2012 kl. 11:18 (UTC)[svara]

Tilraun um hlutfall greina

Fyrir rúmlega 5 árum, fjölda greina voru þá nýkomnar yfir 15 þúsund, gerði notandinn Nori tilraun sem gekk þannig fyrir sig að 50 sinnum er takkinn „Handahófsvalin grein“ valinn. Tegund greinarinnar er þá skráður. Niðurstöður hans voru:

  • (40%) - 20 stubbar
  • (26%) - 13 greinar
  • (22%) - 11 nöfn
  • (06%) - 3 ártöl
  • (04%) - 2 dagar
  • (02%) - 1 listi

Ég ákvað að gamni að endurtaka tilraunina og sjá breytinguna. Niðurstöður mínar eru:

  • (42%) - 21 stubbar
  • (46%) - 23 greinar
  • (06%) - 3 nöfn
  • (02%) - 1 ártal
  • (00%) - 0 dagar
  • (00%) - 0 listar
  • (04%) - 2 aðgreiningarsíður

Sjá má að hlutfall stubba er svipað og áður en hlutfall greina hefur aukist mikið. Dregið hefur úr hlutfalli nafna, ártala, daga og lista. Tvær aðgreiningarsíður komu upp hjá mér en engar hjá honum. Ég er ekki viss hversu marktæk þessi tilraun er en mig langaði til að deila henni með ykkur. --Sennap (spjall) 24. júlí 2012 kl. 14:28 (UTC)[svara]

Marktækt eða ekki, það er alla vega gaman af þessu. Og reyndar er þetta eins og við er að búast. Greinum um daga, mánuði og ár mun ekki fjölga mikið upp úr þessu (það eru þegar til greinar um alla daga og mánuði, greinum um ár gæti fjölgað svolítið en ekki mjög mikið miðað við fjölgun greina almennt) svo að lægra hlutfall þessara greina er einmitt það sem búast mátti við. Sömuleiðis með nöfnin; nokkur þúsund greinum var dælt inn sjálfkrafa á sínum tíma en nafnagreinum mun fjölga mun hægar upp úr þessu. Hins vgar byrja flestar greinar smátt, sem stubbar en ekki sem langar greinar, svo að það kemur ekki á óvart að fjöldi stubba hafi verið eiginlega óbreyttur. Til gamans, taldirðu sem stubba einungis stubbamerktar greinar eða líka augljósa en ómerkta stubba? --Cessator (spjall) 24. júlí 2012 kl. 17:44 (UTC)[svara]
Þær síður sem voru mjög augljóslega stubbar taldi ég sem stubba og setti stubbasnið á þær, þetta gerðist tvisvar. Þetta var stundum matsatriði en þá lét ég alltaf núverandi stubbaflokkun ráða. --Sennap (spjall) 25. júlí 2012 kl. 08:55 (UTC)[svara]
Ég fann þessa undirsíðu undir notandasíðunni minni. Svipuð tilraun með hundrað handahófsgreinar frá 10. mars 2006 (ca. ári áður en fyrra úrtak Nóra?) --Bjarki (spjall) 5. desember 2012 kl. 14:20 (UTC)[svara]

Wikipedia Redefined

Nokkrar góðar hugmyndir að nýju útliti á http://www.wikipediaredefined.com/. Eitthvað sem við gætum skoðað að hluta? --Stalfur (spjall) 8. ágúst 2012 kl. 15:23 (UTC)[svara]

Ég hef tvær ábendingar. Í fyrsta lagi er til kerfisíðan 18 Vitna í síðu og ég myndi vilja sjá tengil í hana undir "Research" flipanum. Hún hlýtur að koma að notum þar. Í öðru lagi þá myndi ég henda "code" möguleikanum undir "edit" flipanum út. Ef fólki mislíkar WYSIWYG-ritillinn þá getur það alltaf farið í stillingarnar og afvirkjað hann. Það er í raun engin ástæða til þess að vera með tengla á tvo ritla í haus síðunnar.
Að lokum leitaði ég að þessari hugmynd og fann prufuútgáfu af henni sem hægt er að nota á wikipediu: https://www.netaction.de/wikipedia-redefined/ --Snaevar (spjall) 22. ágúst 2012 kl. 17:48 (UTC)[svara]

Tökuorð eða hvað?

Ég er örlítið á báðum áttum með það hvort Wikipedia sé tökuorð, og þar með nafnorð sem beygist sbr. Wikipediu hér að ofan, eða hvort þetta sé enskt orð Wikipedia, hin íslenska Wikipedia, um hina íslensku Wikipedia. Hvað finnst ykkur? --Jabbi (spjall) 9. ágúst 2012 kl. 12:16 (UTC)[svara]

Annaðhvort beygjum við orðið eða notum eitthvert annað orð (t.d. hið íslenska snarfræðirit). En það er ekki kostur í stöðunni að nota óbeygjanlegt orð. Það kemur eiginlega ekki til greina, því ef ekkert annað orð finnst, þá verður þetta óbeygjanlega orð að breytast í beygjanlegt tökuorð. Þannig virkar íslenska því annars væri fallkerfi hennar í hættu og hún gæti á tveimur til þremur kynslóðum orðið að norsku og myndi um leið glata endanlega tengslum við eldri málstig. Þess vegna leyfir íslenskan engin tökuorð nema það sé hægt að laga þau að íslensku beygingakerfi og ef það er ekki hægt, þá verður bara að finna nýtt orð. Ég held að það sé ekki gott í þessu tilviki af því að orðið „Wikipedia“ er of þekkt og er hvort eð er svo auðveldlega hægt að laga það að íslensku beygingakerfi með því að gera það að veikbeygðu kvk. orði (þ.e. með u-endingu í aukaföllum). --Cessator (spjall) 9. ágúst 2012 kl. 12:31 (UTC)[svara]
Ég tala alltaf um Wikipediu. --Stalfur (spjall) 10. ágúst 2012 kl. 23:02 (UTC)[svara]

Ljósmyndarar athugið

Wiki Loves Monuments is an international photo contest around cultural heritage monuments in September. Starting from the Netherlands in 2010 and organized on a European level in 2011, we go global in 2012! http://www.wikilovesmonuments.org/ --Stalfur (spjall) 10. ágúst 2012 kl. 23:03 (UTC)[svara]

More opportunities for you to access free research databases

The quest to get editors free access to the sources they need is gaining momentum.

  • Credo Reference provides full-text online versions of nearly 1200 published reference works from more than 70 publishers in every major subject, including general and subject dictionaries and encyclopedias. There are 125 full Credo 350 accounts available, with access even to 100 more references works than in Credo's original donation. All you need is a 1-year old account with 1000 edits. Sign up here.
  • HighBeam Research has access to over 80 million articles from 6,500 publications including newspapers, magazines, academic journals, newswires, trade magazines and encyclopedias. Thousands of new articles are added daily, and archives date back over 25 years covering a wide range of subjects and industries. There are 250 full access 1-year accounts available. All you need is a 1-year old account with 1000 edits. Sign up here.
  • Questia is an online research library for books and journal articles focusing on the humanities and social sciences. Questia has curated titles from over 300 trusted publishers including 77,000 full-text books and 4 million journal, magazine, and newspaper articles, as well as encyclopedia entries. There will soon be 1000 full access 1-year accounts available. All you need is a 1-year old account with 1000 edits. Sign up here.

You might also be interested in the idea to create a central Wikipedia Library where approved editors would have access to all participating resource donors. Add your feedback to the Community Fellowship proposal. Apologies for the English message (translate here). Go sign up :) --Ocaasi (talk) 16. ágúst 2012 kl. 02:16 (UTC)

Íslenzkir tónar

Tveir eða þrír notendur hafa verið ákaflega duglegir við að setja inn upplýsingar um plötuútgáfufyrirtækið Íslenska tóna og eitthvað af þeim fjölmörgu plötum sem það gaf út á þeim tæpu tveimur áratugum sem það starfaði. Það eina er að búið er að setja plöturnar inn eftir raðnúmeri þeirra (catalogue number) en ekki titli. Er ekki ráð að breyta þessu í þá veru? --Jabbi (spjall) 18. ágúst 2012 kl. 00:57 (UTC)[svara]

Sammála því að breyta greinarheitum til samræmis við heiti platnanna, eins og áður hefur verið gert. Raðnúmerin geta verið í textaboxi. Thvj (spjall) 23. ágúst 2012 kl. 04:24 (UTC)[svara]

I apologize for addressing you in English. I would be grateful if you could translate this message into your language.

The Wikimedia Foundation is conducting a request for comment on a proposed program that could provide legal assistance to users in specific support roles who are named in a legal complaint as a defendant because of those roles. We wanted to be sure that your community was aware of this discussion and would have a chance to participate in that discussion.

If this page is not the best place to publicize this request for comment, please help spread the word to those who may be interested in participating. (If you'd like to help translating the "request for comment", program policy or other pages into your language and don't know how the translation system works, please come by my user talk page at m:User talk:Mdennis (WMF). I'll be happy to assist or to connect you with a volunteer who can assist.)

Thank you! --Mdennis (WMF)6. september 2012 kl. 02:00 (UTC)[svara]

Distributed via Global message delivery. (Wrong page? Fix here.)

Wikidata is getting close to a first roll-out

(Apologies if this message isn't in your language.)

As some of you might already have heard Wikimedia Deutschland is working on a new Wikimedia project. It is called m:Wikidata. The goal of Wikidata is to become a central data repository for the Wikipedias, its sister projects and the world. In the future it will hold data like the number of inhabitants of a country, the date of birth of a famous person or the length of a river. These can then be used in all Wikimedia projects and outside of them.

The project is divided into three phases and "we are getting close to roll-out the first phase". The phases are:

  1. language links in the Wikipedias (making it possible to store the links between the language editions of an article just once in Wikidata instead of in each linked article)
  2. infoboxes (making it possible to store the data that is currently in infoboxes in one central place and share the data)
  3. lists (making it possible to create lists and similar things based on queries to Wikidata so they update automatically when new data is added or modified)

It'd be great if you could join us, test the demo version, provide feedback and take part in the development of Wikidata. You can find all the relevant information including an FAQ and sign-up links for our on-wiki newsletter on the Wikidata page on Meta.

For further discussions please use this talk page (if you are uncomfortable writing in English you can also write in your native language there) or point me to the place where your discussion is happening so I can answer there.

--Lydia Pintscher 10. september 2012 kl. 13:23 (UTC)[svara]

Distributed via Global message delivery. (Wrong page? Fix here.)

Wikipedia 2.0 logo

Hello! This wiki will be switched to the up to date Wikipedia logo in about a week. You can see it on commons:Wikipedia/2.0; please comment on talk if there's something wrong with it.
Thank you, Global message delivery (feedback) 22. september 2012 kl. 21:36 (UTC)