Menntamálastofnun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Menntamálastofnun er íslensk stjórnsýslustofnun sem sett var á laggirnar 2015. Hún sinnir þeim verkefnum sem tvær fyrri stofnanir sáu áður um, Námsgagnastofnun og Námsmatsstofnun, auk nokkurra annarra verkefna sem heyrðu beint undir Mennta- og menningarmálaráðuneytið.[1][2] Stofnunin sér grunnskólum fyrir námsgögnum, sér um samræmd próf og aðgangspróf til Háskóla Íslands, og er með eftirlit um skólakerfið.[3] Hún viðurkennir einkaskóla og gefur út leyfisbréf til kennara.[4]

Stofnunin heyrir undir Mennta- og menningarmálaráðuneytið.[3] Fjárlög til stofnunarinnar 2016 voru tæpar 800 milljónir króna.[5]

Við stofnun Menntamálastofnunar voru Námsgagnastofnun og Námsmatsstofnun lagðar niður.[5] Menntamálastofnunar tók svo við eigum, réttindum og skyldum þeirra.[6]

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Námsgagnastofnun[breyta | breyta frumkóða]

Námsgagnastofnun varð til 1980 við sameiningu Ríkisútgáfu námsbóka og Fræðslumyndasafns ríkisins og sá um að gefa út kennsluefni fyrir grunnskóla endugjaldslaust.[7]

Árið 1990 voru um 250 bókatitlar gefnir út á ári, þar af 100 nýir.[8]

Árið 2006 var 800.000 eintökum dreift til skóla, sem gerði stofnunina að einu stærsta útgáfufyrirtæki landsins.[9]

Stofnunin gerði allt sitt efni sjálf til 1999 þegar hún byrjaði að bjóða sum verk út.[10]

Námsmatsstofnun[breyta | breyta frumkóða]

Námsmatsstofnun sá um prófagerð, samræmd próf og námsmat. Stofnunin hét upphaflega Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála og var sett á laggirnar 1993 en nafninu var breytt árið 2000.[11]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Menntamálastofnun komið á laggirnar“. www.mbl.is . Sótt 3. nóvember 2020.
 2. „Mun ekki standa í samkeppni við fyrirtæki“. www.mbl.is . Sótt 3. nóvember 2020.
 3. 3,0 3,1 „Um Menntamálastofnun | Menntamálastofnun“. mms.is . Sótt 3. nóvember 2020.
 4. „Menntamálastofnun fimm ára - Vísir“. visir.is. Sótt 3. nóvember 2020.
 5. 5,0 5,1 „Engin stjórn yfir nýrri stofnun“. www.mbl.is . Sótt 3. nóvember 2020.
 6. „91/2015: Lög um Menntamálastofnun“. Alþingi . Sótt 3. nóvember 2020.
 7. „Námsgagnastofnun 25 ára“. www.mbl.is . Sótt 3. nóvember 2020.
 8. „Námsgagnastofnun 10 ára: Um 250 bókatitlar gefnir út árlega“. www.mbl.is . Sótt 3. nóvember 2020.
 9. „Útgáfufyrirtækið sem allir Íslendingar nota“. www.mbl.is . Sótt 3. nóvember 2020.
 10. „Námsgagnastofnun býður út gerð námsefnis“. www.mbl.is . Sótt 3. nóvember 2020.
 11. „Námsmatsstofnun annist prófagerð“. www.mbl.is . Sótt 3. nóvember 2020.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.