Wikipedia:Potturinn/Safn 4

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu


Safn 3 | Safn 4 | Safn 5


Nýjar greinar?

Má ekki lengur gera nýjar greinar án þess að senda fyrirspurn hingað? Satúrnus 10:48, 16 ágúst 2006 (UTC)

Jú. En óinnskráðir notendur geta ekki búið til nýjar greinar. Innskráðir notendur á borð við þig mega og geta gert allt sem þeim sýnist. --Smári McCarthy 11:02, 16 ágúst 2006 (UTC)
Já, ég fattaði bara ekki að ýta á rauða linkinn, það kom einu sinni alltaf spurning um hvort maður vildi ekki bara skrifa greinina (með link í spurningunni).
Ananrs var ég að pæla hvort það væri ekki sniðugt og viðeigandi að skrifa grein um rómverska herinn. Satúrnus 11:05, 16 ágúst 2006 (UTC)
Jú, það væri mjög viðeigandi og sniðugt. Gott efni í grein. --Sterio 14:52, 16 ágúst 2006 (UTC)
Já, rómverski herinn verðskuldar grein. --Cessator 20:12, 16 ágúst 2006 (UTC)

Skilgreindir CSS klassar

hvar finn ég þá?

Til að mynda hér: http://is.wikipedia.org/wiki/Melding:Monobook.css --Friðrik Bragi Dýrfjörð 10:03, 24 ágúst 2006 (UTC)
Já, og að sjálfsögðu eins og þú sérð ef þú skoðar Monobook.css þá er http://is.wikipedia.org/wiki/Melding:Common.css þarna etc. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 12:07, 24 ágúst 2006 (UTC)

Sameiningar greina og enskir tungumálahlekkir

Rakst fyrir tilviljun á greinarnar Þróun lífvera og Þróunarkenningin, sem fjalla báðar um sama hlutinn, og vísa báðar á ensku greinina en:Evolution. Ég merkti þær með sameiningarsniðmáti, en nú spyr ég: Er einhvernvegin hægt að fá lista yfir þau greinapör á íslensku Wikipedia þar sem báðar greinarnar vísa á sömu ensku greinina í tungumálahlekknum. Ég myndi halda að 90% slíkra para væru greinar sem ætti að sameina, og hefðu orðið til því að síðari greinarhöfundurinn rambaði ekki á þá grein sem þegar var búið að skrifa.--Magnús Þór 17:40, 25 ágúst 2006 (UTC)

Grein um viðmótshönnun

mig langar að bæta inn grein um viðmótshönnun. Þurfa öll ný hugtök að vera samþykkt hér?

kv, Jónheiður

Nei. Viðmótshönnun er óskrifað blað :) --Jóna Þórunn 15:10, 28 ágúst 2006 (UTC)
Skrifaðu bara eins og þér listir, ef einhver hefur athugasemd varðandi skrifin þá koma þau bara fram á spjallsíðunni og við leysum úr þessu. Annars er ágætt að styðja sig við orðabankan á http://ismal.hi.is eins og hægt er. Gangi þér vel að skrifa :-)--Friðrik Bragi Dýrfjörð 18:38, 29 ágúst 2006 (UTC)

BBC

Bendi á grein á BBC vefnum í dag, "Not as wiki as it used to be", sem fjallar um umræðuna um að koma upp strangara ritstjórnarferli á Wikipedíunum. Þarna er minnst á að koma því þannig fyrir að allar breytingar þurfi að vera samþykktar (af stjórnendum væntanlega) áður en þær birtast á síðunum. Svoleiðis hugmyndir hafa reyndar verið uppi alveg frá upphafi Wikipedia en ég hafði ekki áður heyrt af því að það væri verið að íhuga þetta í alvörunni. --Bjarki 13:30, 29 ágúst 2006 (UTC)

Hugmyndin á bara við um læstar síður, þ.e.a.s. í stað þess að læsa síðunni alveg er hægt að breyta henni en það þarf einhver stjórnandi að yfirfara breytinguna. Það er í raun ekki verið að leggja til að ritstjórnaferlið verði strangara. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18:36, 29 ágúst 2006 (UTC)
Það eru reyndar líka til stórtækari hugmyndir þó að það sé nú bara á óformlegu umræðustigi enn sem komið er og ég vona að þar verði þær áfram. Blaðamaðurinn virðist eitthvað hafa misskilið þetta (eins og fjölmiðlar eru svo gjarnir á þegar Wikipedia í hlut) og gert fullmikið úr hlutunum en hefur núna reyndar bætt aðeins við upphaflega pistilinn vegna athugasemda sem bárust. Jimbo hafði aðeins eitt stutt og dálítið pirringslegt komment um þetta að segja í dag. --Bjarki 19:20, 29 ágúst 2006 (UTC)
Og hér er nákvæm útskýring á því hvað nákvæmlega það er sem stendur til að prufa á þýsku útgáfunni. --Bjarki 19:39, 29 ágúst 2006 (UTC)

wikipedia tungumal eftir hofdatolu

Afsakid ad eg er ekki med islesnka stafi. En eg var ad paela. Er Islanska wikipedia sidan ekki med rosalega margar greinar mida vid hofdatolu. Er buid ad reikna ut hversu margar greinar eru a tha sem kunna tungumalid. Abyggilega miklu fleyri en a tha sem kunna ensku. Og tha er eg ekki ad tala um ad hafa ensku sem modurmal. Er eitthver Wikipedia sida sem getur gert betur heldur en vid? --87.197.149.157 15:28, 1 september 2006 (UTC)

Betur en við? Ábyggilega engin! Við erum bezt í heimi! Annars held ég þetta gæti verið rétt hjá þér, það eru ansi margar greinar, miðað við talendur, á íslenskunni. Í fljótu bragði reiknast mér svo út að hver íslendingur hafi skrifað 0,3666... greinar, en hver enskumælandi að móðurmáli um það bil 0,04. Það er ansi mikill munur. Þessar tölur eru samt mjög fljótfærnislegar, ekki trúa þeim of mikið! --Sterio 16:13, 1 september 2006 (UTC)
Mér reiknast til að við höfum skrifað um 0,0376 greinar á hvern Íslending (11280 greinar / 300.000). Hins vegar hefur ido (endurbætt esperantó) vinninginn: 13.744 greinar / 2500 málnotendur = 5,4976 greinar á mann. Aragónska slær líka íslenskunni við: 3645 greinar / 30.000 málnotendur = 0,1215 greinar á mann. Og korsíkanska 4737 / 100.000 málnotendur = 0,04737 greinar á mann (deilt er um fjölda málnotenda). Kornbreska hefur líka betur: 1178 greinar / 3500 málnotendur = 0,33657 greinar á mann. Lúxembúrgíska er líka mjög nálægt okkur: 10.595 / 300.000 málnotendur = 0,03532 greinar á mann. Til að finna sambærilegar tölur þarf ekki að leita í stóru wikipediurnar með flestu greinunum heldur í þær litlu með fæstu málnotendunum. --Cessator 17:14, 1 september 2006 (UTC)
Já þegar ég reikna þetta aftur fæ ég sömu niðurstöðu og þú með íslenskuna. Hlýt að hafa slegið inn einum of fá núll eða eitthvað... Rosalega geri ég mikið af fljótfærnismistökum þessa dagana! --Sterio 17:49, 1 september 2006 (UTC)

Stingskata

Vill ekki einhver skrifa um stingskötu? Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 85.197.255.33 (spjall | framlög)

Hér er stutt grein um stingskötur.  :-) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18:23, 6 september 2006 (UTC)

Baykalvatn

Baykalvatn er 31 500 ferkílómetra stórt og liggur í suður Síberíu. Það er 636 kílómetra langt og 14-80 kílómetra breitt. Í því má finna um 20 prósent af öllu ferskvatni á yfirborði jarðar. Vatnið er talið vera um 25 miljóna ára gamalt sem þýðir að það er eitt elsta vatn í heimi. Þrjár stórar ár og um 300 lækir renna í vatnið sem er óvenju tært. Ströndin er talin mjög fögur en umhverfis vatnið eru fjöll og skógar. Vatnið er krökkt af fiski og fiskveiðar eru mjög mikilvægar fólkinu sem býr þar í kring. Mikill iðnaður er í kringum vatnið og það hefur leitt til þess að mikil mengun er í vatninu. Á síðastliðnum árum hefur verið reynt að stöðva þessi náttúruspjöll og hreinsa vatnið.

Þess má svo geta í lokinn að Öskjuvatn er dýpsta vatn Íslands 220 metra djúpt.

c:\new folder\Baykal.jpeg Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 157.157.67.149 (spjall | framlög)

Sjá Bajkalvatn. --Jóna Þórunn 21:13, 9 september 2006 (UTC)

Mediawiki - undirsíður í wikibókum?

Hæ, ég er í vandræðum með mediawiki, ekki reyndar wikipedia heldur wiki.khi.is Ég er að kenna nemendum að setja upp wikibækur og ætla að láta þau byrja að æfa sig á wiki hjá okkur áður en þau setja verkefni á is.wikibooks.org

Ég finn hins vegar ekki út hvernig maður getur sett undirkafla í venjulegt wiki nema undirkafla undir notendur. Það virkar hins vegar fínt í wikibooks og skv því sem ég hef lesið þá er það vinnubrögð sem maður á að hafa á wikibooks Það er hægt að setja svona undirkafla í wikibooks:

[[/undirkafli 1]]

Þetta virkar hins vegar eingöngu undir notendasvæðum á venjulegu wiki, ég hef prófað það bæði á www.esjan.net/wiki og wiki.khi.is

Veit einhver hvað maður gerir? Er þetta eitthvað template sem er bara fyrir wikibooks? Hér er dæmi um undirkaflann Sjávarspendýr í wikibókinni Líf í opnu hafi Ef ég bý til síðuna með [[/Sjávarspendýr]] þá verður slóðin á síðuna http://is.wikibooks.org/wiki/Líf_í_opnu_hafi/Sjávarspendýr og það kem alltaf tengill á aðalsíðuna. --Salvör Gissurardóttir 21:02, 9 september 2006 (UTC)

Þarft að breyta LocalSettings.php og stinga inn þessu:
$wgNamespacesWithSubpages = array(
	NS_TALK      => true,
	NS_USER      => true,
	NS_USER_TALK   => true,
	NS_PROJECT_TALK  => true,
	NS_IMAGE_TALK   => true,
	NS_MEDIAWIKI_TALK => true,
	NS_TEMPLATE_TALK => true,
	NS_HELP_TALK   => true,
	NS_CATEGORY_TALK => true,
	NS_MAIN		 => true
	);

Það sem þetta gerir er að skilgreina í hvaða nafnrými undirgreinar eru leyfðar, NS_MAIN er aðalnafnrýmið og það er lykillinn að því að fá þetta til að virka, sjá meira hér [1] --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22:06, 9 september 2006 (UTC)

Bestu þakkir, þetta hjálpaði mikið,nú virkar þetta. --Salvör Gissurardóttir 19:25, 14 september 2006 (UTC)

Title + wiktionarie kuplo

Translation request (2 sentences)

For the front page of the Novial Test Wikipedia it would be nice to have an Icelandic translation of the following 2 sentences:

<>

Welcome to the Wikipedia in the Novial language!

You can read about the international auxiliary language Novial here.

<>

See the original request at Wikimedia Incubator here.

Thank you, Nov_ialiste

Njósnir og hleranir á íslandi

Ég fékk þá glóru í höfuðið áðan að það gæti verið áhugavert að skrifa grein á Wikipediu um njósnir og hleranir á íslandi. Nýleg grein í Þjóðmálum (sjá hér) gæti verið ágæt heimild sem undirstaða - ég hef að vísu ekki lesið hana - og upplýsingar sem komu fram um símhleranir gæti líka verið góð heimild ef grein er til.

Ég held að þetta gæti verið áhugavert efni sem tengist fortíðinni og samtímanum og hugsanlega gæti Wikipedia verið eitthvað sem hinn almenni borgari les um um málið - ég held að fæstir fari í tímarit eins og Þjóðmál í leit að svoleiðis...

Þetta að vísu getur verið hættulegt, þetta er nátengt pólítík og það er reiði tengd þessum hlerunum (ekkert hefur komið fram varðandi njósnir ennþá, kemur í ljós), svo að það verður að fara mjög varlega. En hvað finnst ykkur? Er einhver sem vill skrifa svona grein? Ég hef ekki tíma - en ég væri alveg til í að skoða þetta ef ég gæti...

--Gdh 19:40, 22 september 2006 (UTC)


Nokkrar pælingar og hugmyndir

Ég hef oft pirrast á hvað það eru mikið af rauðum hlekkjum á wikipediu og einnig fundist mjög óviðeigandi að hlekkja á eitthvað sem er til grein um. Skýrasta dæmið er að mér finnst mjög oft óþarfi að hlekkja ártöl, það er kannski hugsað til að auðvelda lesandanum að setja hlutina í sögulegt samhengi en því miður held ég að það heppnist sjaldnast. Einnig sér maður mikið af rauðum hlekkjum á hluti sem er afar ólíklegt að einhver skrifi grein um og jafnvel þótt einhver myndi skrifa grein um hana muni hún ekki uppfylla „notability“ skilryrðið. Dæmi sem mér dettur í hug er þegar fólk hlekkir nöfn á einstaklingum sem teljast ekki nógu merklegir til að fá grein um sig. Eru til reglur um hvenær eigi að hlekkja á aðra grein og hvenær ætti að gera rauðan hlekk. Mig hefur oft langað til að fjarlæga slíka hlekki en hef ekki gert það vegna þess að ég þekki ekki neinar reglur sem réttlæta slíkar breytingar.

Varðandi mannanafnasíðurnar. Oft hlekkjast hlutir á mannanafa síður þegar þeir ættu alls ekki að gera það (dæmi hér tengist hlekkur á Ómar á mannanafnið Ómar þegar það ætti ekki að gera það). Væri ekki sniðugt að bæta sviganum mannanafn fyrir aftast í nafn þeirra greina eins og reyndar er búið að gera við sumar af mannanafna greinunum.

Svo hef ég oft pælt í því fyrir hvern wikipedia sé ætluð. Aðalega hef ég pælt í því þegar ég les stærðfræðitengdar síður sem innihalda oft bara mjög þurrar og formlegar skilgreiningar sem ég skil í sumum tilvikum ekkert í (og ég er búinn að vera stærðfræðitímum/-kúrsum/-áföngum í u.þ.b. 16 skólaár). Mér þætti til dæmis æskilegt að wikipedia ætti að geta hjálpað framhaldsskólanemendum að læra framhaldsskólastærðfærðina en því miður held ég að þurrar formlegar skilgreiningar gagnist þeim ansi takmarkað, séu fráhrindandi og orsaki jafnvel stærðfræðifóbíu. Þetta er kannski eitthvað sem ég ætti frekar að taka í mínar hendur frekar en að nöldra yfir ...

Meira um stærðfræðigreinar, ég held að það ætti að vera einhvernvegin hægt að gera þær aðgengilegri með því að vísa eihverstaðar (í hverri grein) í greinar um rithætti og tákn þar sem maður sér oft rithætti eða tákn sem maðurhefur ekki áður séð (og tákna eitthvað sem maður þekkir með öðrum rithætti) og gera því lesandum stunum erfitt fyrir að skilja greinar. Þegar maður les ekki stærðfræðitengda grein og rekst á hugtak sem maður kann ekki skil á þá er það frábæra við wikipediu að geta oftast smellt á það til að fá útskýringu og það væri mjög kúl ef það væri hægt að yfirfæra þetta einhvernvegin á stærðfræðitákn og -rithætti... (þetta á líka við um ensku og aðrar wikipediur) og gera þær þannig aðgengilegri... --Orri 20:38, 23 september 2006 (UTC)

Notability lærist smátt og smátt, þannig að greinar eftir nýja notendur gætu verið fullar af rauðum tenglum sem aldrei eiga eftir að verða rauðirbláir. Mér finnst ágætt að hlekkja í ártöl í fyrsta sinn sem það kemur fyrir í grein eða klausu. Varðandi mannanöfnin þá eru mörg þeirra sem eru tvíræð (t.d. Selja) og ef einhver ætlar að skrifa um samheiti nafnsins er greinin hreinlega færð og samheitið gert að aðgreiningu. Um stærðfræðina ætla ég ekki að tjá mig. --Jóna Þórunn 20:47, 23 september 2006 (UTC)
Væri þá ekki grundvöllur fyrir reglur eða leiðalínur sem gefa rúm fyrir aðra til að breyta rauðum tenglum í ekki tengil? Afhverju finnst þér ágætt að hlekkja ártal í fyrsta sinn sem það kemur fyrir í grein?--Orri 21:08, 23 september 2006 (UTC)
en:Wikipedia:Notability, sjá þessa litlu klausu og Wikipedia:Markvert efni. Finnst bara gott að tengja í ártalið, gott að komast inn á greinina til að sjá frekar um það, ef maður er forvitinn um eitthvað - alveg eins og að maður tengir í efnafræði í flóknum efnafræðigreinum, til að útskýra hvað efnafræði er. --Jóna Þórunn 21:15, 23 september 2006 (UTC)
Ég vissi af þessu. Ertu s.s. að segja að ég megi breyta hlekki í ekki hlekk ef þessi skilyrði eru ekki uppfyllt? Varðandi ártölin á þetta kannski stundum við en t.d. um daginn skrifaði ég grein um hljómsveitina Hella og þú hlekkjaðir ártölin 2001 og 2006 og ég á mjög erfitt með að ímynda mér hvernig það gagnist lesandanum. Það varð einmitt m.a. kveikjan að því að ég fór að velta þessu fyrir mér. --Orri 21:30, 23 september 2006 (UTC)
Gerðu eins og þú vilt - be bold in editing eins og stendur þar. --Jóna Þórunn 00:47, 24 september 2006 (UTC)
Varðandi mannsnöfnin tók ég fyrir einhverju síðan saman þau mannsnöfn sem eru grunsamleg, og flokkaði þau eftir því hvort þau eru rétt eða röng. Það eru mörg verri dæmi en Ómar, til dæmis Hamar. Þetta er bara spurning um að vinna í þessu, gera nýjar greinar og aðgreiningarsíður eftir því sem við á :-) Magnús Þór 02:05, 24 september 2006 (UTC)
Síðan sem ég tók saman er aðgengileg á Notandi:Torfason/Mannsnafnaárekstrar. Ef einhver vill færa hana inn á Wikipedia nafnasvæðið væri það hið besta mál af minni hálfu. Magnús Þór 02:05, 24 september 2006 (UTC)
Ef þú skilur ekki reglurnar skaltu hundsa þær. Ef okkur hinum líkar ekki hvað þú ert að gera þá er alveg öruggt að við böggum þig. Annars finnst mér þægilegt að hafa ártölin upp á að setja sig í sögulegt samhengi, maður spyr sig stundum: „hvað var að gerast í heiminum um þessar mundir?“ --Friðrik Bragi Dýrfjörð 12:26, 24 september 2006 (UTC)

Hvernig anda flugur?

Anda flugur eða hvað?

Já, þær hafa öndunarkerfi og þurfa súrefni eins og við. Kerfið er hinsvegar töluvert einfaldara en okkar, þær hafa svokallaðar loftæðar sem að flytja súrefni inn í bolinn. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17:51, 25 september 2006 (UTC)

Opinn hugbúnaður - samræða milli skólastiga

Vil benda þeim íslensku vikverjum (vikverjar - tilraun til þýðingar á "Wikipedians" :-) sem áhuga hafa á samvinnu um þýðingar á opnum hugbúnaði á að ég verð með netmálstofu á morgun föstudaginn 29. september kl. 16. Allar upplýsingar eru á þessari vefslóð http://fyrirlestrar.khi.is/salvor/akureyri --Salvör Gissurardóttir 11:08, 28 september 2006 (UTC)

Hvað þýðir þetta orð?Er þetta ekki orðasamaband?

Hugtök og heiti á kínversku

Ég hef tekið eftir miklu ósamræmi um notkun á kínverskum heitum og staðanöfnum. Til dæmis er borgin Shanghai bæði skráð skrifuð sem Sjanghæ og Shanghæ, þó svo að aðalgreinin var undir Sjanghæ. Beijing skrifað sem Peking og Najing sem Naking. Taiwan ýmist sem Tævan og Taívan.

Það er gott og gilt að nota hefðbundin íslensk heiti á þessar borgir en það þarf að setja einhvers konar viðmið eða reglu um þetta því þetta er við að fara úr böndunum. Mín skoðun er sú að við ættum að fara eftir stöðluðum leiðum og nota Pingyin nöfnin sem heiti á greinunum og vísa á gömlu heitin þegar við á. Greinin "Sjanghæ" ætti á það heita Shanghai (með tilvísun frá Sjanghæ, Shanghæ eða vottever. Linkar á gömlum nöfnum ættu þá sjálfkrafa vísast á aðalgreinina.

Ástæður fyrir að breyta eru: 1) Pingyin kerfið er staðlað og er viðurkennt af Kínverjum. 2) Núverandi kerfi er ruglandi og óskilvirkt. 3) Allir skilja hvað er átt við þegar Pingyin er notað. ...ég finn fleiri ástæður seinna ;) Syw 23:43, 28 september 2006 (UTC)

Ég er nú ekki alveg sammála þessu. Að því skildu að þetta sé ekki nákvæmlega það kerfi sem Kína vill nota sjálft. Pinjin er verslunarmál sem þróaðist út frá blöndu af ensku og kínversku. Í raun er það því sérstakt tungumál sem er ekki kínverska. Er það t.d. notað á frönsku og þýsku útgáfum Wikipedia? Samræmdar umritunarreglur úr kínversku ritmáli væru vissulega til bóta ef þær eru til (skrifa Baldri Ragnars...) en þangað til ætti að notast við hefðbundin heiti - þar sem þau eru til að minnsta kosti. Samræmdar umritunarreglur gilda auk þess aðeins þar sem ekki er komin rík hefð á annað, þannig að Sjanghæ ætti að vera grunnheiti greinarinnar, en ekki Shanghai, sem er einfaldlega enska og er ekki „rétt“ miðað við íslenskar framburðarreglur. --Akigka 02:02, 29 september 2006 (UTC)
Hvað með að búa til lista yfir staðarheiti sem má umrita á tvo eða fleiri vegu og ákveða hvaða umritunaraðferð eigi að nota til tryggja samræmi og koma í veg fyrir misskilning? Við getum haft samband við Íslenska málstöð og spurt þá hvort einhverjar umritunarreglur eru til eða hvort það sé ríkari hefð fyrir ákveðinni umritunaraðferð o.s.frv. Annars er ég sammála Akigka varðandi notkun Pingyin. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 11:09, 29 september 2006 (UTC)
Íslensk málstöð er með þessa síðu þar sem má sjá Peking en ekki Beijing. Við skrifum Róm en ekki Roma eða Rome, því sé ég ekkert að því að skrifa Peking í stað Beijing. --Stalfur 11:47, 29 september 2006 (UTC)
Persónulega hef ég ekkert á móti því að nota Peking, Sjanghæ eða Naking eða Kanton þar sem þetta eru ríkjandi orð í íslensku. Skilaboðið komst greinilega vitlaust til skila, ég vildi einfaldlega setja reglu um notkun á þessum þ.a. að þetta veldur engum misskilningi. Er t.d. rétt að skrifa Tævan eða Taívan? Kannski er stóra spurningin hvað telst vera vitlaust. Er hægt að segja að Beijing sé vitlaus ritun? Er ekki líka hægt að setja redirect link á Beijing, Shanghai osfrv? Syw 12:35, 29 september 2006 (UTC)
Íslensk málstöð segir á áðurnefndri síðu að rita eigi Taívan. Skv. síðunni þeirra þá er Peking viðurkenndur ritháttur. Varðandi redirect þá veit ég ekki hvort þeirra þarf við? --Stalfur 12:53, 29 september 2006 (UTC)
Gæti einhver tekið að sér að skrifa málstöðinni hvort til séu samræmdar umritunarreglur fyrir kínversku og arabísku, og eins hvort umritunarreglur fyrir rússnesku og taílensku séu einhversstaðar aðgengilegar á tölvutæku formi? Það myndi vera til mikilla bóta að hafa þær aðgengilegar hér. Varðandi kínversku t.d. er nánast engin hefð til, nema fyrir umrædd borgaheiti og einstaka nöfn, eins og Laó Tse o.s.frv., sem bindur á vissan hátt hendur þeirra sem hér skrifa og skapar rugling þegar fólk fer að eltast við fyrirmyndir úr ensku, þýsku, dönsku og guð veit hverju fyrir nöfn sem ekki hafa áður birst í íslenskum textum. Beijing finnst mér sjálfsagt að hafa sem redirect, en er ekki alveg eins viss með Shanghai. --Akigka 13:14, 29 september 2006 (UTC)
Ég er ekki að einblína á ákveðið dæmi hér heldur er ég að tala almennt um kínverskt efni. Á meginlandinu (þar sem flestir Kínverjar eru) er alltaf notað Pingyin en eyjaskeggjar (Taívanar, Hong Kong - búar, osfrv.) halda sér að hluta til við þetta "gamla". Í raun er nauðsynlegt að láta Pingyin fylgja tengdu efni, t.d. Shanghai við hliðina á Sjanghæ, Laozi við Laó Tse, Kong Fuzi við Konfúsísus o.s.frv. upp á það að auðvelda að leita sér heimilda annars staðar á netinu. Nýju heitin á öðrum borgum og mönnum ætti þá framvegis að skrifa með Pingyin. Að sjálfsögðu ætti vera redirect á öllum leit með Pingyin til síns efnis en ekki velja eitt og skilja annað útundan.Syw 13:45, 29 september 2006 (UTC)
Ég er að rugla Pinyin saman við annað... (púff - afsakið fljótfærnina). Var að lesa þessa ágætu grein um kínversku... Ef Pinyin eru samræmdar umritunarreglur sem mælt er með fyrir öll mál sem nota latneskt letur, sé ég ekkert að því að notast við það sem staðal. Það er þá væntanlega alþjóðlegra en Wade-Giles-kerfið. Vissara væri samt að ræða við íslenska málstöð og spyrja hvort það sé þetta sem þeir mæla með að sé notað. Svipaður alþjóðlegur staðall er til fyrir umritun úr arabísku, en ég veit ekki hversu útbreiddur hann er. --Akigka 13:56, 29 september 2006 (UTC)
Mér finnst að það ætti að láta pingyin og kínverskt letur (bæði einfaldað og hefðbundið) flygja með allavega í upphafi greinar og jafnvel þegar kínversk heiti eru nefnd í miðjum greinum líka (bara unidir höfundi komið). Pingyin er staðlað, það er til einn pingyin ritháttur fyrir hvert einasta tákn í kínversku og það mun aldrei verða til svo góður staðlaður íslenskur ritháttur fyrir kínversku. Hvað redirect varðar finnst mér þægilegast að hafa sem flest redirect. Taka allamögulega þekkta rithætti (jafnvel ranga) jafnvel á fleiri tungumálum og redirecta á greinina sem við á.--Orri 14:09, 29 september 2006 (UTC)
"Taka alla mögulega þekkta rithætti (jafnvel ranga) jafnvel á fleiri tungumálum og redirecta á greinina sem við á." Sammála. Wikipedia er alfræðiorðabók, ekki stafsetningaræfing. --Magnús Þór 19:12, 3 október 2006 (UTC)
Hvernig ætlið þið að meta hvað er algengur rangur ritháttur? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17:33, 4 október 2006 (UTC)

Loka á ákveðnar IP-tölur?

Sökum endurtekinna skemmdarverka frá til dæmis Notandi:82.112.90.2 sem er vefsel (proxy) fyrir Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, og því notað af líklega öllum grunnskólum borgarinar, væri þá ekki ráð að banna þá IP-tölu en leyfa nýskráningar frá henni? Bannið þýðir það eitt að viðkomandi getur ekki breytt greinum eða búið til. Ef viðkomandi vill leggja eitthvað af mörkunum þá getur hann nýskráð sig, við getum sett athugasemd varðandi þetta á Notandaspjall:82.112.90.2. Þetta hindrar vonandi skemmdarverk án þess að útiloka þá sem nota þetta vefsel í að finna efni eða nýskrá sig til að bæta við. --Stalfur 11:51, 29 september 2006 (UTC)

Sama á við um Notandi:82.112.90.1 --Stalfur 12:54, 29 september 2006 (UTC)
Að mínu mati er það óþarfi. Það eru þrjú skemmdarverk tengd fyrri IP-tölunni og tíu (eða í raun átta) tengd seinni. Ekki neitt til að tala um, bannið gæti komið í veg fyrir viðbætur síðar meir (það lesa ekki allir athugasemdir á spjallinu). Á meðan tilfellinn eru ekki fleiri held ég að við ættum að leyfa notendunum að njóta vafans. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 14:10, 29 september 2006 (UTC)
Ég er sammála Friðriki Braga. Þetta er stórt vefsel og eins og komið er þá hafa þetta ekki verið nein risaskemmdarverk. Látum það drasla. --Jóna Þórunn 17:46, 29 september 2006 (UTC)

Óendanleikinn

Nú reynir á alla djúpt þenkjandi heimspekinga og gróflega trúaða einstaklinga að bæta við greinina óendanleiki sem ég var að stofna svona rétt til að svara framhaldsskólaspurningum um þetta heillandi hugtak. Svo kann ég ekki að láta síður vísa í aðrar, td er asnalegt hvernig tvinntala er til en rauntala ekki, heldur bara rauntölur (íslenskan er svo spes með sínar beyingar, blessunin). Tók ekki langan tíma að laga...

Sólbrekkuskógur

Hvað er það?

Sólbrekkuskógur er opinn skógur á Reykjanesi, nánar tiltekið vestan Grindarvíkurvegs. Sjá frekar á vef Skógræktarfélags Íslands. :) --Jóna Þórunn 10:46, 2 október 2006 (UTC)

Hnútafræði

Mér þætti mjög gaman að sjá hér grein um hnútafræðina (knot theory) sem er hluti af topologiunni.

Hnútafræði Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Gakera (spjall | framlög)

wikibooks - youtube og htm skjöl

Ég er núna að prófa is.wikibooks.org með nemendum og er að sýna kennaranemum á námskeiði hjá mér hvernig við getum notað mediawiki fyrir námsefni. Nú er gallinn hins vegar sá að við getum lítið sett inn nema texta og myndir. Það er að ég best veit ekki til neitt kerfi fyrir gagnvirkar æfingar og ekki hægt að spila t.d. vídeó frá youtube.

Ég nota forritið Hot potatos (ókeypis) til að láta nemendur búa til æfingu og þetta forrit skilar út venjulegri htm síðu og ég myndi geta látið nemendur gera gagnvirkar æfingar sem einn hluta námsefnis ef ég gæti hlaðið svoleiðis síðum inn í wikibooks. Hins vegar er is.wikibooks.org þannig að það leyfir ekki upload nema á skrám .gif og .png . Er þetta einhver ófrávíkjanleg regla? Mig minnir að ég hafi séð á ensku wikipediu að þar er hægt að hlaða upp t.d. excel skjölum sem einum hluta af wikibókum. Ég er að tala um htm skrár eins og t.d. þetta krossapróf

Ég er líka að sjá að það er til viðbót sem gerir kleift að spila youtube vídeó og vídeó á wmw formi inn í mediawiki, hér er slóð sem sýnir það http://meta.wikimedia.org/wiki/User:Jcobbers/youtube_extension

er mögulegt að setja svona extention inn í is.wikibooks.org eða er það andstætt einhverjum wikibooks reglum?

Ég tek eftir að http://www.wikispaces.com býður upp á skemmtilega möguleika til að taka alls konar kóða inn í wikisíður. Ég sakna þess að hafa ekki þessa möguleika í wikibooks.

--Salvör Gissurardóttir 21:21, 4 október 2006 (UTC)

Þetta er annað stillingar atriði í LocalSettings.php. Þú getur annarsvegar tilgreint hvort það megi upphala einhverju og hinsvegar skilgreint hverskonar skráarendingar eru leyfðar eða jafnvel slökkva alveg á þessu kerfi. Það eru upplýsingar um þetta hér: http://www.mediawiki.org/wiki/Manual:Configuration_settings#Uploads . Það ætti að vera augljóst hvað er hvað af þessu og svo er hægt að smella á breyturnar og skoða hvernig þær virka. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18:37, 5 október 2006 (UTC)

Tónlist frá Grænlandi

vantar tónlist frá grænlandi sem er hægt að hlaða niður (TIL DÆMIS BROT AF YMSUM TOGA ROKK KLASSIK) MEÐ ÞÖKK RJ.

Melding

það vantar greinagóða útskýringu á orðinu melding, hvaðan það kom og hvað það stendur fyrir, þar sem þetta orð er orðið mikið notað í daglegu tölvutali og er frekar nýlega farið að verða útbreitt.

Flakk-valmyndin aftur komin í rugl

Hvernig fer maður að því að breyta þessu til baka? --Akigka 19:28, 8 október 2006 (UTC) Er búið að laga þetta? Ég sé ekkert að. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16:58, 9 október 2006 (UTC)

Já, hún komst í lag í dag einhvern tíma. Ætli það gerist sjálfkrafa? --Akigka 17:08, 9 október 2006 (UTC)

Hellisheiðavirkjun

E.t.v væri hægt að gera stuttan pistil um Hellisheiðavirkjun. Ég á nú að skila inn ritgerð um hana og hef leitað allstaðar, ekki mikið um hana á netinu.

Bara hugmynd, Takk.

Setti inn grein um Hellisheiðarvirkjun --Salvör Gissurardóttir 19:39, 16 október 2006 (UTC)

Hellisheiðarvirkjun. --Jóna Þórunn 19:45, 16 október 2006 (UTC)

Vegagerdin

Hi, I was wondering whether anyone here at IS wiki can verify that Islandic road signs are in fact Public Domain (as stated by PD-Vegagerdin). The english part of the Vegagerdin homepage contains no information about this. Any findings (supporting or refuting) should be brought forward on commons:Template_talk:PD-Vegagerdin. Many thanks /Lokal_Profil 13:28, 14 október 2006 (UTC)

I have replied to your concern in that talk page. --Stalfur 20:31, 14 október 2006 (UTC)
Once again many thanks /Lokal_Profil 00:18, 15 október 2006 (UTC)

Gæðalistar?

Var að spá, það er töluvert til af góðum og fræðandi listum hérna hjá okkur. Þetta eru greinar sem passa ekki alveg inn í gæðagreina/úrvalsgreina flokkana en er full athygli að vekja athygli á. Það er t.d. gert með sérstökum flokki á enskunni. Væri ekki sniðugt að gera eitthvað svipað hér? Annaðhvort með því að koma upp sérstökum flokki fyrir gæðalista eða þá að fella þá undir núverandi skilgreiningu á gæðagreinum. Eftirfarandi er upptalning á býsna góðum listum sem ég hef rekist á, þeir eru eflaust fleiri. --Bjarki 00:54, 16 október 2006 (UTC)


Mér líst ágætlega á að hafa sérstakan flokk fyrir gæðalista eins og á ensku Wikipediu. En mér fyndist meira viðeigandi að hafa í slíkum flokki lista sem eru tæmandi. Maður getur t.d. ímyndað sér að listi yfir Noregskonunga gæti verið tæmandi upptalning þar sem allir konungar Noregs frá upphafi eru nefndir og flokkaðir og kannski fylgja einhverjar skýringar. En listi yfir t.d. heimspekinga er í eðli sínu ekki tæmandi listi í sama skilningi. Flestir listar sem þú nefnir gætu verið tæmandi listar og þegar því marki er náð og ef t.d. uppsetning er til fyrirmyndar, þá sé ég ekkert að því að gefa þeim gæðastimpil. --Cessator 01:19, 16 október 2006 (UTC)

Kannski smá viðbót. Ég hef örlitlar áhyggjur af því að sumir listar séu e.t.v. ekki mjög stöðugir og eftir því sem upplýsingarnar úreldast hraðar er meiri hætta á að listinn sjálfur verði villandi og eigi því síður skilinn gæðalistastimpil. --Cessator 01:23, 16 október 2006 (UTC)
Ég var ekki alveg viss um heimspekingalistann heldur þar sem hann getur aldrei orðið tæmandi (ekki frekar en Listi yfir hljómsveitir sem kæmi aldrei til greina að veita gæðastimpil). Einnig er æskilegt, ef ekki skilyrði, að gæðalistar séu sérstaklega upplýsandi um ákveðið, afmarkað efni. Þ.e.a.s. listi yfir íslenska forsætisráðherra í tímaröð er töluvert gagnlegri en listi yfir alla íslenska stjórnmálamenn í stafrófsröð. Það er náttúrulega alltaf hætta á að gæðalistum verði illa viðhaldið ef þeir eru þess eðlis að úreldast hratt en kannski má segja það sama um margar úrvals- og gæðagreinar. --Bjarki 01:47, 16 október 2006 (UTC)

Tenglar undir greinum

Hæ hó gott fólk.

Ég er glænýr hérna. Hafði hugsað mér að setja inn greinar um anarkisma og anarkismatengt efni úr bókum sem ég hef þýtt en áttaði mig fljótlega á því að texti þeirra allra er allt of hlutdrægur. Því spyr ég hvort ég megi setja tengil frá greininni um stjórnleysisstefnuna á mitt greinasafn á www.andspyrna.org þar sem eru ýmsar greinar og ritdómar? Fyrir áhugasama þá stofnaði ég einnig og rek anarkistabókasafn í Friðarhúsi (á horni Njálsgötu og Snorrabrautar) og Kaffi Hljómalind (á Laugavegi). kveðja Sigurður

Fyrir mitt leyti held ég að það sé í lagi. Settu bara tengil neðst í greinina undir fyrirsögninni Tengill eða Tenglar. --Heiða María 12:36, 17 október 2006 (UTC)
Það er í góðu lagi. Ég var búin að tengja í síðuna þína frá aðalgreininni um anarkisma fyrir einhverju. Afbragðs safn rita hjá þér annars ;) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18:36, 17 október 2006 (UTC)

Wikipedia í Speglinum

Sveinn Ólafsson í viðtali um Wikipediu í þættinum Spegillinn á rás 1 fimmtudag 19.október. Hægt að hlusta á hérna --Stalfur 12:39, 20 október 2006 (UTC)

Hver skrifar Wikipedíu?

Bendi ykkur á áhugaverða grein Who writes Wikipedia? eftir Aaron Swartz um skrif í Wikipedia. Þetta er hugleiðing og gagnrýni að það sem Jimmy Wales heldur á lofti þ.e. að aðeins 500 manns skrifi megnið á alfræðiritinu. Aaron skiptir fólki sem skrifar í "innsiders" og "outsiders" og skoðar eina grein og fær út að á meðan innherjar vinni mikið í greininni með að flokka hana og staðla þá sé mikið af inntaki greinar komið frá fólki sem ekki hefur mikla sögu á Wikipedia. --Salvör Gissurardóttir 13:48, 24 október 2006 (UTC)

Blessuð bókaárin

Er ekki ráð að eyða þessum 2000 ónotuðu bókaáraflokkum sem eru inni á Wikipedia? Fyrir þessu eru þrjár ástæður:

 1. 90% af ónotuðum flokkum eru bókaáraflokkar, sem gerir eftirlit með ónotuðum flokkum tafsamt og leiðinlegt (af því að það er nú svo skemmtilegt fyrir :-)
 2. 90% af eftirsóttustu flokkunum eru bókaáratugirnir, sem bókaárin hlekkja í. Þetta gerir eftirlit með eftirsóttum flokkum tafsamt og leiðinlegt (af því að það er nú svo skemmtilegt fyrir :-)
 3. Af hverju bókaár, en ekki kvikmyndaár, íþróttaár, tölvuleikjaár eða hrossaræktarár? Bækur ættu einfaldlega að vera í flokknum 2000 ef þær eru gefnar út árið 2000, rétt eins og kvikmyndir sem eru gefnar út það ár og svo framvegis. Ef áraflokkarnir yrðu of langir mætti endurskoða þetta, en eins og staðan er í dag er (mjög) langt frá því að svo sé. --Magnús Þór 21:56, 28 október 2006 (UTC)
Mér finnst það mætti eyða þessu og finnst við ættum að notast við flokka sem heita útgefið xxxx (fyrir bækur, kvikmyndir, tónlist o.s.frv.) og stofnað xxxx (fyrir samtök, fyrirtæki, byggingar o.s.frv.) eftir þörfum, eins og við höfum gert með flokkana Fædd xxxx og dáin xxxx. --Akigka 22:08, 28 október 2006 (UTC)

Wikimania 2007 Team Bulletin

Published by the Wikimania 2007 Taipei Team, Wikimania 2007 Team Bulletin provides the latest news of the Team's organizing work to everyone who is interested in Wikimania; it also gives the Team chances to announce calls for help/participation, so assistance in human and other resources can be sought in a wider range. Team Bulletin is published at the official website of Wikimania 2007 and released to the public domain. Issue 1 and Issue 2 has already published.--218.166.212.246 01:57, 29 október 2006 (UTC)

seinni heimstyrjöldin á íslandi

ég er að gera ritgerð um seinni ritgerðina á íslandi. og ég fór í leit,og leitaði að því. en ég fékk ekkert út úr því. Það ætti einhver að gera grein um seinni heimstyrjöldina á íslandi,s.s. um hernámið,ástandið,siglingar og mannfall o.fl.


Fært af Wikipediaspjall:Potturinn

Látum orðið berast

Ég er að senda tölvupóst á nokkra í fjölskyldunni til að fá sem flesta til að skrifa inná wikipediu, sérstaklega um séríslenskt efni sem erfitt er að nálgast. Mér datt í hug að skella skeytinu hingað líka, ef fleiri vildu gerast svo frakkir við smölun. Bara muna að keðjupóstur er leiðinlegur þegar innihaldið á ekki við!
Ég nota alfræðiorðabókina Wikipediu svolítið og mér datt í hug að það væri sniðugt að benda þér á hvernig hún virkar.

Á http://is.wikipedia.org/ er hún til á íslensku og er orðin nokkuð vel hirt, þar eru margar mjög góðar greinar um hina ýmsustu hluti.

Ef þú hefur tíma er gaman að blaða í henni, leita að einhverju sem vekur áhuga, eða nota handahófsvalda grein:
http://is.wikipedia.org/wiki/Kerfiss%C3%AD%C3%B0a:Random
Í greinum eru oft tenglar á aðrar greinar og maður endar alltaf á að læra eitthvað nýtt! Ef tenglar eru bláir er til grein um efnið en ef tenglar eru rauðir þá vantar grein um það efni og hægt að fara beint í að skrifa.

Það getur hver sem er skrifað án þess að skrá sig, en skráning er ókeypis og henni fylgja engar kvaðir, einungis kostir.
http://is.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Samf%C3%A9lagsg%C3%A1tt

Það er um að gera að skrifa um það sem maður hefur vit á, það þarf bara að passa að vitna í heimildir ef við á og að afrita ekki allan texta beint af annarri síðu, án þess að leyfi sé gefið fyrir því (og taka það fram ef leyfi er fyrir hendi, á hverri síðu er 'spjall' flipi fyrir svoleiðis).
Á ensku wikipedia eru margar góðar greinar um ýmislegt efni sem má þýða beint ef maður hefur áhuga á að fleiri geti lært um tiltekið efni á sínu móðurmáli, íslensku!

Hérna er kynningarsíða sem fer í gegnum helstu atriði:
http://is.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Kynning

Potturinn er staðurinn fyrir spurningar og annað spjall:
http://is.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Potturinn

Handbókin er með leiðbeiningar um hvernig á að fara að því að bæta við efni:
http://is.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Handb%C3%B3k


Hérna er td handhægur listi yfir þá staði á Íslandi sem gaman væri ef meiri fróðleikur væri til um:
http://is.wikipedia.org/wiki/Notandi:J%C3%B3na_%C3%9E%C3%B3runn/Desemberuppb%C3%B3t
Það er um að gera að bæta við því sem maður veit um sína heimasveit!
Það má segja að það sé í raun bráðnauðsynlegt að bæta við sem mestu um sögu Íslands því það efni er nær ómögulegt að finna á einum stað á netinu og nokkuð öruggt að enginn sér um að skrifa það nema íslendingar.

Íslenska greinin um Gullfoss er stórglæsileg og um gott að lesa hana fyrir innblástur:
http://is.wikipedia.org/wiki/Gullfoss
En eins og sjá má efst í þessari grein er ekkert búið að skrifa um skipið Gullfoss, þarna er rauður tengill sem einhver fróður þarf að smella á!

Ef íslenska wikipedia vekur áhuga þinn eru einnig til orðabækur og bókasöfn í svipuðum dúr, allt á íslensku og allt ókeypis!

Endilega að senda þennan póst á sem flesta svo allir geti fræðst og frætt aðra um Ísland!


Frekar corny...I know. En ég var að senda þetta á mömmu og henni fanst þetta sniðugt. Ef svona lagað er illa séð biðst ég afsökunar, en mér fanst samt sniðugt að reynað benda sem flestum á þennan viskubrunn. Gakera

Desemberuppbótin mín! --Jóna Þórunn 23:58, 1 nóvember 2006 (UTC)
Já, þessi listi höfðar þvílíkt vel til föðurlandsástarinnar í fólki, ætti að húkka nokkra inn, vonandi. Gakera
Þetta er flott :). Kannski maður fari bara að spamma vini og ættingja með þessu... --Akigka 00:21, 2 nóvember 2006 (UTC)

Ógeðslegalöngnöfnogannaðbullsemþarfaðþýðaafenskuwikipediuyfiráíslenskunagóðu

Hæhó. Eins og yfirskriftin segir til um er ég í vandræðum með að þýða nafn á grein; List of songs deemed inappropriate by Clear Channel following the September 11, 2001 attacks. Dettur helst í hug Listi fyrir lög sem Clear Channel dæmdi óviðeigandi eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001, er það alveg út í hött? --Jóna Þórunn 19:03, 5 nóvember 2006 (UTC)

Legg til „Listi yfir...“ og „mat“ í stað „dæmdi“ og þá er þetta gott held ég. --Bjarki 19:55, 5 nóvember 2006 (UTC)
Nota það. --Jóna Þórunn 19:57, 5 nóvember 2006 (UTC)

Message from Nepal Bhasa Wikipedia

Nepal Bhasa wikipedia has recently started developing here . We would like to increase co-ordination between the two wikipedia, share resources as well as to learn from this version. If someone is interested, please visit Nepal Bhasa Embassy. Thank you. --Eukesh

Uplausn höfundarins - wiki í námi og kennslu

Ég (Salvör Gissurardóttir) verð með erindi miðvikudaginn 8. nóvember kl. 16:15 - 17:00 í fyrirlestrarsalnum Bratta við Stakkahlíð

Í þessu erindi verður fjallað um á hvern hátt ný verkfæri eins og wiki breyta samspili höfundar og lesanda, séstaklega hvað varðar fræðsluefni og námsefni. Gerð verður grein fyrir hvernig námsgagnagerð getur orðið samvinnuverkefni og samvinnuskrif þar sem afurðin eða námsgögnin geta breyst, vaxið og endurnýjast í síkviku sambandi kennara, nemenda og námsefnishöfunda. Ítarefni með fyrirlestri er á vefslóðinni http://wiki.khi.is Fyrirlestrinum er sjónvarpað á slóðinni http://sjonvarp.khi.is/ --Salvör Gissurardóttir 21:22, 6 nóvember 2006 (UTC)

Taka út tilkynningu á wikibooks

hvernig er hægt að taka út tilkynningu á is.wikibooks.org ? Það er úrelt tilkynning núna um að það sé hægt að sækja um styrki fyrir wikimania (var í ágúst) --Salvör Gissurardóttir 19:08, 7 nóvember 2006 (UTC)

Fjarlægði tilkynninguna. --Stalfur 09:14, 15 nóvember 2006 (UTC)

hves vegna ekki

hves vgena kemur ekki oskarfils þegar ég er að leta að þ´vi það vikað í gær en hves vegna ekki núna

Það er af því að síðunni var eytt býst ég við. --Akigka 18:30, 10 nóvember 2006 (UTC)

Þjónustusiðfræði

Gott kvöld Þjónustusiðfræði er eitthvað til um það?

Mér er ekki alveg ljóst hvað þjónustusiðfræði á að vera. Ertu að tala um „etiquette“ í þjónustu? Eða siðfræðilegar spurningar tengdar þjónustu? Hið fyrrnefnda myndi ekki kallast siðfræði. Hið síðarnefnda myndi væntanlega falla undir hagnýtta siðfræði þótt þar hafi menn einkum áhuga á spurningum tengdum heilbrigðisþjónustu auk ýmislegs annars; en eins og þú sérð er tengillinn rauður og greinin því enn óskrifuð. --Cessator 19:23, 15 nóvember 2006 (UTC)

Greinar um fólk

Í tilefni af umræðunni áður um dæmda nauðgara, og nú tveim greinarstúfum um morðingja og fórnarlamb, ættum við ekki að koma okkur upp einhverju álíka og en:Wikipedia:Biographies_of_living_persons. --Stalfur 09:12, 17 nóvember 2006 (UTC)

Jú, ég held að það væri sniðugt. --Cessator 17:23, 17 nóvember 2006 (UTC)
jú, mjög þarft. Þessi æviágrip lifandi fólks er það sem mest er gagnrýnt í Wikipedia. --Salvör Gissurardóttir 15:15, 23 nóvember 2006 (UTC)

hæhæ

Viljið þið koma með eikkað um Njósnir þjóðverja á Íslandi ??

hæ aftur

Viljið þið líka koma með eikkað um menn sem handteknir voru í seinni heimsstyrjöldinni?

Síður um íslenska framhaldsskóla

Ég sé að það eru margar síður hérna um Menntaskólann Hraðbraut og mér finnst það óeðlilegt. Ég hef lesið að á ensku wikipedíu þá sé síðum um einstaka "high schools" eytt umsvifalaust. Væri ekki sniðugt að hafa verklagsreglur um framhaldsskólasíður þ.e. t.d. bara ein síða um skóla. það hlýtur að vera nóg að vísa í vefsíður skóla varðandi námsbrautir --Salvör Gissurardóttir 15:20, 23 nóvember 2006 (UTC)

Sammála. Fjórir listar yfir nöfn starfsfólks, þ. e. kennara, skrifstofufólk, stjórnendur og yfirsetufólk eru alveg fáránlegir. --Mói 16:07, 23 nóvember 2006 (UTC)
Mér þykir þetta líka afskaplega furðulegt. Ég held það þurfi að teygja skilgreininguna á því hvað telst fræðilegt heldur mikið til þess að námsbrautarlýsingar fyrir staka framhaldsskóla teljist fræðilegar. Passar ekki í alfræðirit að mínu mati. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16:31, 23 nóvember 2006 (UTC)
Sammála. Greinin um Hraðbraut er fín sem slík - en námsbrautirnar og listarnir ættu að eyðast, enda síbreytilegar upplýsingar sem varla er hægt að hugsa sér að verði viðhaldið hér næstu ár og áratugi. --Akigka 16:59, 23 nóvember 2006 (UTC)
Sammála. Mig grunar að þetta sé vegna nýliðunar hér úr hópi nemanda í Hraðbraut sem eru kannski að læra inn á wiki-kerfið og taka það fyrir sem þeim þykir nærtækast. Hver veit nema kennarar þar hvetji sérstaklega til þess að nemendur séu virkir á wiki....? (Þetta var smá útúrdúr en) Í hverju falli eru þetta óþarfa smáatriði. Tek þó ofan fyrir vandvirkninni. --Jabbi 17:44, 23 nóvember 2006 (UTC)
Ég er sammála. Ég held að það væri ráð að sameina þessar greinar aðalgrein um viðkomandi skóla (það eru líka til greinar um námsbrautir MR) en listar yfir skrifstofufólk finnst mér að ættu ekki að vera til og ekki heldur að þeir ættu að vera hluti af aðalgreininni. --Cessator 18:30, 23 nóvember 2006 (UTC)
Greinin um hraðbraut er ágæt en nokkuð áróðurskennd. Listunum mætti henda út mín vegna, en ég hugsa að brautalýsingarnar mætti nota sem uppistöðu í greinar um þessar brautir almennt (þar sem þær eru mun viðar). Koettur 21:24, 23 nóvember 2006 (UTC)
Mér finnst að brautalýsingarnar ættu líka að fara, enda varla annað en endurtekning á upplýsingum úr námskrám skólanna. Mér finnst að þær megi nefna í kafla um námsframboð í grein um viðkomandi framhaldsskóla, en engin sérstök þörf að það komi fram hversu margar einingar í íslensku t.d. þær feli í sér. --Akigka 21:37, 23 nóvember 2006 (UTC)
Jamm, grein um málabraut við hraðbraut finnst mér að ætti að fara. Meinti að lýsingin á brautunum er ekki svo vitlausum til að lýsa þeim brautum sem eiga að vera almennt í boða til stúdentsprófs í þeim skólum sem bjóða upp á slíkt. Koettur 21:41, 23 nóvember 2006 (UTC)
Hið sama finnst mér raunar gildi um upptalninguna á deildum og námsgreinum í Háskóla Íslands. Mér fyndist feykinóg að minnst væri á deildirnar og þær lítillega útskýrðar í samfelldu máli. Þessir listar eru ógnarlangir og hafa mjög takmarkað upplýsingagildi í greininni, AMM. --Akigka 21:43, 23 nóvember 2006 (UTC)
Ég ætla bara að kvitta undir það sem aðrir hafa þegar sagt hér og virðist vera sátt um, listar yfir starfsfólk og ítarlegar lýsingar á einstökum brautum eiga ekki heima hér. Sammála Salvöru um að eina grein um hvern framhaldsskóla sé almennt alveg nóg, allar markverðar upplýsingar um viðkomandi skóla geta verið þar. --Bjarki 22:10, 23 nóvember 2006 (UTC)

Ég legg til að þessum listum og sömuleiðis greinum um einstakar námsbrautir, stofur o.s.frv. verði eytt og að framvegis verði finna svona upplýsingum stað í greinunum um skólana (eða sleppa þeim). Er einhver mjög andvígur? --Cessator 22:08, 23 nóvember 2006 (UTC)

Sammála. --Bjarki 22:10, 23 nóvember 2006 (UTC)
Er sammála Salvöru og þykir alveg út í hött að lista upp þá skrifstofustarfmenn sem sinna starfi sínu á hverjum tíma. Annað sem ég tók eftir var „frægir nemendur Menntaskólans Hraðbraut“ (sem Koettur tók reyndar út) - til hvers að lista það upp þegar það er enginn? Jæja, best að rausa ekki mikið um þetta. MR-listarnir þyrftu líka að fara. --Jóna Þórunn 23:09, 23 nóvember 2006 (UTC)
Henti út Hraðbrautarsíðunum og MR-síðunum og tengdum sniðum. Veit ekki til að fleiri séu til. --Stalfur 14:59, 27 nóvember 2006 (UTC)

Tilvísun í heimildir

Ég er að velta fyrir mér hvort það væri ekki sniðugt að auðvelda notendum að vísa í heimildir með því að bæta við sértáknin undir breytingaboxinu t.d. <ref></ref> og <references/> eða <div class="references-small"> líkt og er á ensku Wikipediu. Ég myndi vera djarfur og gera þetta sjálfur en ég bara kann það ekki. Þetta myndi sjálfsagt auðvelda einhverjum lífið, örugglega byrjendum og kannski okkur hinum líka. --Cessator 03:07, 27 nóvember 2006 (UTC)

Það væri líka sniðugt að geta fengið „[[Flokkur:]]“ með því að smella bara á einn takka. --Cessator 03:08, 27 nóvember 2006 (UTC)
Ég bætti þessu inn í viðkomandi meldingu. --Bjarki 03:29, 27 nóvember 2006 (UTC)

Knattspyrnulið

Ég er að reyna að gera eitthvað um knattspyrnulið, og þá sérstaklega íslensk, vandinn er sá að ég get ekki fundið neitt snið hér á íslenska Wikipedia, svipað því sem er svo ágætt í ensku útgáfunni. Ef það er til, getur þá einhver bent mér á það? En ef það er ekki til, væri einhver til í að koma því upp, af því að ég hef ekki hugmynd um hvernig á að fara að því. Siggi 19:50, 27 nóvember 2006 (UTC)

Bjó til {{Knattspyrnulið}}, henti því inn á Dýnamó Höfn til prufu. Þú sérð cirka hvernig þetta er notað þar. Spurningar og ábendingar eru annars vel þegnar. --Jóna Þórunn 21:51, 27 nóvember 2006 (UTC)
Þetta er ágætis byrjun. Það væri samt skemmtilegt að hafa þetta nokkurn veginn eins og í enska, eins og t.d. það sem ég er búinn að gera hérna[2]. Svo væri líka rosalega gaman ef það væri hægt að gera búningana með svipuðu móti og þeir gera á enska Wikipedia, þ.e. slá bara inn formúluna fyrir litina[3]. Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Siggi (spjall | framlög)
Mér þykir bara betra að þýða sniðin upp á íslensku í stað þess að hjakkast á enskunni. Komið í lag núna. --Jóna Þórunn 08:48, 28 nóvember 2006 (UTC)

Sigurður örn Arnarsson

ég vil fá grein um þenann frábæra fótboltamann sem hefur spilað viða um heim byrjaði i liði úti 16 ára og er einþá i fótbolta 44ára eg vil fá dáld eða ekka soleiðs sona inna þessu um hann

Eini Sigurður Örn Arnarsson sem KSÍ er með á skrá er fæddur 1991 og spilar með Breiðabliki. --Stalfur 14:26, 28 nóvember 2006 (UTC)

Hjámengi

Gott væri að fá útskýringar á því hvað þetta nákvæmlega er og hvernig þetta er í sambandi við Grúpur.

Hryðjuverkin 11. september 2001

Er ekki nauðsynlegt að fá grein um þennan atburð? Það þarf einnig að samhæfa heiti á þeirri grein, til eru margir tenglar sem tengjast á t.d. "11. september 2001", "Hryðjuverkin 11. september 2001", "Árásirnar 11. september 2001" og svo framvegis. 85.220.73.71 12:32, 2 desember 2006 (UTC)

Ég myndi nú ekki kalla það nauðsyn, ýmislegt álíka áhugavert hefur gerst í sögu mannkyns. Hinsvegar er þér frjálst að skrifa um þennan atburð ef þú vilt, ég legg til að þú notir titilinn „Hryðjuverkin 11. september 2001“. Hitt má svo laga síðar með tilvísunum. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17:30, 2 desember 2006 (UTC)

Þýðing úr Ensku yfir á Íslensku (og öfugt) - nú 100% auðveldari!

Ég var að komast að því að mörg orð eru þýdd yfir á íslensku á [4] , þýðingarnar birtast neðst (allavega oftast, hjá mér), undir því sem kallast Kernerman English Multilingual Dictionary (Beta Version) . Það kemur reyndar tonn af skilgreiningum líka, fyrir ofan, en maður getur verið snöggur með Ctrl+f og leitað að Kernerman. Ef maður leitar að íslenskum orðum koma þau líka, td skóli, bygg og etv. fleiri. Gakera

Mikið að finna í orðabanka Íslenskrar málstöðvar [5] sem kannski ekki allir vita af. Kannski væri sniðugt að koma upp tenglasafni með tenglum sem geta aðstoðað fólk við þýðingar o.fl. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 23:03, 2 desember 2006 (UTC)
Kannski sniðugt að skella því á Wikipedia:Þýðingar ? --Jóna Þórunn 23:05, 2 desember 2006 (UTC)

Bauhaus og Walter Gropius

Gætuð þið sagt mér eitthvað fróðlegt og skemmtilegt frá Bauhaus og Walter Gropius? Takk fyrir Sigrún.. Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 194.144.9.38 (spjall | framlög)

Um Bauhaus og Walter Gropius er hægt að lesa á enska hluta Wikipedia. Ef áhugi er fyrir hendi er jafnvel hægt að þýða eitthvað af þessum greinum yfir á íslensku. --Jóna Þórunn 21:49, 3 desember 2006 (UTC)

Stærri en :simple

Hafiði pælt í því að is.wikipedia er stærri (fleiri greinar) en auðvelduð enska (simple english). Munar ekki miklu en samt... --Jóna Þórunn 14:19, 4 desember 2006 (UTC)

Ekki lengur :( --Nori 13:33, 3 janúar 2007 (UTC)

Channel for figthing vandalism

Someone might want to translate this notis into the local language

Several languages in Scandinavia are about to set up a channels for fighting vandalism, most likely a common channel will be called #vandalism-scan-wp with additional channels for local languages if necessary. For about 8 months such a channel has been active for Norwegian (Bokmål) Wikipedia and the increased effectivness in vandal fighting is very nice as it lets the users spend less time loooking for vandalism and more time on writing articles. Some of the larger languages will use separate channels for reporting vandalism, and some of the smaller will report directly into the common channel. For more information about the bot, see en:Wikipedia:Cleaning up vandalism/Bots, or visit #vandalism-no-wp for the channel for Norwegian (Bokmål) Wikipedia. Jeblad 4. des 2006 kl. 20:28 (UTC)

Málið er að nú er bókmálið búið að vera með slíkt "skemmdarvarga-eftirlit" á bókmálinu í 8 mánuði, eins og Jeblad segir, og danskan er að hugsa sér að fá slíkt kerfi einnig. Lítil tungumál eins og færeyska, íslenska, samíska og grænlenska hafa ekki mikla umferð eins og komið er og er því lítið um skemmdarverk. Hins vegar væri allt í lagi að koma upp einu "skandinavísku" kerfi, þ.e. með öllum tungumálunum sem kæmu á skan.wiki. Ég hef sjálf unnið við þetta kerfi (er stjórnandi á bókmálinu) og þykir það mjög þægilegt að öllu leyti - auðvelt í notkun og á allan hátt auðskilið. Spurning væri að koma svona kerfi í kring hér á is.? Býst við því að Jeblad ætli að ráðast í þetta (væntanlega með mig sem stuðningsfulltrúa á meðan á uppsetningu stendur). Segið endilega álit ykkar, ef einhver eru. --Jóna Þórunn 20:55, 4 desember 2006 (UTC)
Þetta er allt að komast í gang, búið er að setja upp [6] sem er sameiginlega rás fyrir flest málin sem talin voru upp og líka búið að setja upp [7] sem er sér rás fyrir is.wiki. Það á eftir að finna einhver til að keyra botta, helst eiga þeir að vera í ólíkum löndum til að þeir detti ekki samtímis út ef netleysi verður alvarlegt vandamál í einhverju landi. Það verður amk. einn í Noregi, spurning um að vera með einn hér heima. --Jóna Þórunn 18:35, 6 desember 2006 (UTC)
The admin Jóna Þórunn is now staffer at the bot channels for fighting vandalism. Jeblad 19:16, 6 desember 2006 (UTC)
Nú er þetta allt að smella. Prufurnar sem gerðar voru í kvöld voru til að æfa sig á hvernig bottinn virkar - að það sem tekið er aftur af stjórnendum fer á gráan lista í korter, þeir sem eru í banni lenda sjálfkrafa á svörtum lista. Stjórnendur eru á sér lista og svo er hægt að bæta almennum notendum (sem við treystum) á hvítan lista. Til er CVP-listi (Commonly vandalised pages) og bætti ég inn á hann þeim síðum sem hafa verið verndaðar í gegnum tíðina og eitthvað smotterí annað. Danirnir eru með sér botta sem sér um þeirra verkefni og enn sem komið er er þó nokkur læti í honum á sameiginlegu rásinni. Sjá WP:CUV/Bots fyrir ítarlegar upplýsingar um hvernig bottanir virka og vinna saman. --Jóna Þórunn 00:42, 8 desember 2006 (UTC)

Sía vs. sía

Það þyrfti að gera síðu sem gerir greinarmun á Síu (mannsnafninu) og síu (e. filter). Síur eru notaðar mikið í merkjafræði til þess að hleypa í gegn eða stoppa ákveðnar tíðnir. Sævar Öfjörð 00:01, 6 desember 2006 (UTC)

Færði síðuna og bjó til aðgreiningu. Þú vilt kannski líta yfir síðuna og laga þetta sem varðar merkjafræðina?!? Ég hef ekki nógu mikla þekkingu til að miðla þessu rétt frá mér. --Jóna Þórunn 12:03, 6 desember 2006 (UTC)

Frjálsa?

Það fer í taugarnar á mér í hvert einasta skipti sem ég sé að þetta sé kallað Frjálsa alfræðiritið. Hvers vegna köllum við þetta ekki opna alfræðiritið? Það á mun betur við.--Brynjarg 15:20, 10 desember 2006 (UTC)

Frekar við hæfi að ræða í Pottinum en annars er þetta frekar klaufaleg þýðing. Ég er sammála því. Í mínum skilningi kæmi „Ókeypis alfræðiritið“ líka til greina --130.208.181.95 15:35, 10 desember 2006 (UTC)
En það er einfaldlega ekki það sem átt er við. Wikipedia er ókeypis, en það sem gerir hana svo merkilega er það að hún er líka frjáls. Allir geta breytt efni hennar og hver sem er má nota það í hvað sem er. Ég held svosem að opin gæti gengið, en hitt er bara hefð, og líka atriði með samræmingu, það er sama slagorðið á öllum tungumálum (svo best ég veit). --Sterio 16:44, 10 desember 2006 (UTC)
Opna alfræðiritið segir ekkert til um sérstöðu wikipedia gagnvart öðrum alfræðiritum. Varla er hægt að segja um Alfræðiorðabók AB að hún sé „lokuð“ eða hvað? Frjálsa alfræðiritið vísar svo til ákveðins skilnings sem er þekktur úr heimi hugbúnaðarþróunar en er kannski ekki mjög almennur, en eins og bent hefur verið á þá er þetta eins á nær öllum hinum tungumálunum. --Akigka 18:14, 10 desember 2006 (UTC)
Ég er sammála því að „frjálsa alfræðiritið“ hljómar illa. Ég er líka sammála því að „opna alfræðiritið“ hljómar betur. Það er opið í sama skilningi og dagskrá er stundum sögð opin (þ.e. aðgangur að henni er opinn, hún er ókeypis); í þeim skilningi er Alfræðiorðabók AB einmitt ekki opin. Ég held líka að „opin“ geti vísað til þess að það sé hægt að breyta henni („ritstjórnarlegur“ aðgangur er opinn). En þá er samt spurning hvaða orð nær best þeirri hugmynd sem Bjarki leggur áherslu á, nefnilega höfundarréttarlegri stöðu efnisins. Ég sé ekki að orðið „opin“ sé verra en „frjáls“. Ég meina, það liggur alls ekkert í augum uppi að önnur alfræðirit séu ekki frjáls; það liggur bara ekki í augum uppi hvað það merkir að rit sé frjálst. Kannski væri bara best að segja að þetta sé „alfræðiritið sem er opið og laust undan höfundarrétti“. --Cessator 20:30, 10 desember 2006 (UTC)
Ég er alveg sammála því að „frjálsa alfræðiritið“ hljómar ekkert alltof eðlilega en það venst nú með tímanum. Ég hef ekki ennþá heyrt betri tillögu að því hvernig á að lýsa því ástandi sem „frelsið“ vísar til. Wikipedia er vissulega bæði opin (í þeim skilningi að hver sem er getur breytt henni) og ókeypis og þetta eru þeir eiginleikar sem margir myndu segja að skildu Wikipediu frá öðrum alfræðiritum en þetta er þó ekki það sem felst í frelsinu umrædda. Það vísar til höfundaréttarlegrar stöðu innihaldsins, texta, mynda og margmiðlunarefnis. Það er frjálst í þeirri merkingu að hverjum sem er, er heimilt að afrita það, breyta því eða jafnvel hagnast á því með vægum skilyrðum. --Bjarki 18:31, 10 desember 2006 (UTC)
Opið alfræðirit hljómar bara fáránlega í mínum eyrum. Eins og með margar bækur þarf að lesa þær allar áður en maður skilur titil þeirra. Hugsanlega eru menn bara ekki nógu vanir frjálsum hugbúnaði til að skilja af hverju hún er kölluð frjáls frekar en opinn. Þið getið hugsað þetta sem frjálst undan hefðbundnum takmörkunum höfundarréttar, er þetta þá skiljanlegri þýðing? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22:24, 11 desember 2006 (UTC)

Frjálst finnst mér fínt. Það er einmitt dálítið skrýtið og knýr menn frekar til að staldra við og athuga við hvað er átt. Opið er ekkert hræðilegt en ég held það virki ekki alveg á sama hátt. Haukur 14:00, 19 desember 2006 (UTC)

Þýðingarverkefni

Project Gutenberg nálgast nú 20.000 ritverk. Einn maður vill sýna fram á þann fjölda tungumála sem er að finna á PG og vill því setja saman verk sem yrði 20.000 ritið, það er frísnesk þjóðsaga þýdd á eins mörg tungumál og hægt er. Hann notast við wiki-kerfi, sem stendur eru 20 þýðingar komnar en enn vantar til dæmis íslensku og norsku (hæ Jóna). Þeir sem vilja taka þátt í því að þýða þessa stuttu þjóðsögu geta kíkt á Translation Experiment. --Stalfur 12:54, 11 desember 2006 (UTC)

Ég held alveg ábyggilega að ég eigi þessa sögu einhversstaðar á íslensku, en það væri nú líklega svindl :P --Sterio 18:49, 11 desember 2006 (UTC)
Íslenska og norska komin þökk sé Móa og Jónu. Mér sýnist reyndar að það vanti þýðingu á titli, undirtitli og skrásetjara á þá norsku (og norska klausuna um hver var þýðandi) og ég þarf að laga aðeins upphafið á íslensku (þýðandi á að koma aftast held ég, held að þar sem nú er minnst á þýðanda eigi að vera um skrásetjarann).
Einhverjir aðrir hér með tungumál sem ekki er þegar að finna þarna? --Stalfur 19:35, 17 desember 2006 (UTC)

hver er skilgreiningin á brúttótonni

veit einhver

Brúttó er forskeyti sem samsvarar því að setja heildar- fyrir framan orð. Þegar verið er að tala um skip er gjarnan átt við heildar rúmmál, þar sem eitt tonn er 100 rúmfet. Ég held að þetta sé skilgreiningin allavega ;) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 23:57, 11 desember 2006 (UTC)
Samkvæmt greininni tonnage í en:wikip. get ég upplýst eftirfarandi: Það er rétt að skilgreining á tonni, talandi um burðargetu skipa, var 100 rúmfet í lest. Þessi skilgreining hefur hins vegar verið aflögð. Núverandi skilgreining á brúttótonni (en: gross tonnage, GT) í uppmælingu skipa miðast við allt innilokað rými skipsins og byggir á rúmmetrum en ekki rúmfetum. Fyrir þessu er gefin eftirfarandi formúla: GT = K * V, þar sem V = heildarrúmmál skipsins í rúmmetrum frá kili og upp í skorstein og K er tala á bilinu 0,22 til 0,32, sem er fall af V og fæst þannig: K = 0,2 + 0,02log10V). Þetta þýðir með öðrum orðum að GT = V*(0,2 + 0,02log10V) = 0,2V + 0,02V*log10V = 0,02V*(10 + 1 + logV) eða að endingu GT = 0,02V*(11+logV). Þannig að ef skip er 10000 m3, þá telst það vera 0,02*10000*(11+log10000) = 200*15 = 3 þúsund brúttótonn. --Mói 15:11, 13 desember 2006 (UTC)

Constrained Dynamics

Hefur nokkur íslenskt heiti á Constrained Dynamics?

Vantar grein um Cockney, lágstéttarmál.

Þú getur skrifað hana, smelltu bara á orðið hérna að ofan. ;) --Sterio 19:04, 15 desember 2006 (UTC)

Gári

Páfagaukstegund

Einnig stóðhestur frá Auðholtshjáleigu í Ölfusi og jafnframt hrútur frá Hesti í Borgarfirði. --Jóna Þórunn 21:49, 18 desember 2006 (UTC)

Þáttatekjur

Um er að ræða einhverskonar viðskipti við útlönd og er orðið oft notað í tenslum við viðskiptjöfnuð Íslands við útlönd (Dæmi: Vaxandi þáttatekjuhalli, sem fram kom í nýlegum gögnum um greiðslujöfnuð, er ennfremur sagður leiða til þess að horfur fyrir viðskiptahallann og hreina erlenda stöðu þjóðarbúsins versni þegar fram í sækir.)

Gaman væri ef einhver gæti upplýst um merkingu þessa orðs.

23.12.2006 Jólakveðjur, Sigurður Þór

Villa

Þú hefur fylgt tengil á síðu sem er ekki til ennþá. Þú getur búið til síðu með þessu nafni með því að skrifa í formið að neðan (meiri upplýsingar á Handbókinni).

Þetta ætti að vera: tengli --Brynjar Guðnason 19:05, 29 desember 2006 (UTC)

Breytti því. --Jóna Þórunn 19:13, 29 desember 2006 (UTC)
Frábært :) --Brynjar Guðnason 20:03, 29 desember 2006 (UTC)