Lundarreykjadalur
Jump to navigation
Jump to search
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Lundarreykjadalur, sem áður nefndist Reykjadalur syðri, er einn af Borgarfjarðardölum og er á milli Skorradals og Flókadals. Dalurinn er um 25 kílómetra langur og liggur frá vestri til austurs á milli tveggja brattra hálsa. Grímsá rennur um dalinn.
Dalurinn er kenndur við kirkjustaðinn Lund, sem er neðan við miðjan dal, norðan ár. Allmargir bæir eru í dalnum og var hann áður sérstakur hreppur, Lundarreykjadalshreppur, en sameinaðist þremur öðrum hreppum í Borgarfjarðarsveit árið 1998 og er nú hluti af Borgarbyggð. Í landi jarðarinnar Brautartungu er samnefnt félagsheimili og þar er sundlaug.
