Grímsá

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Laxfoss í Grímsá
Grímsá fellur úr Reyðarvatni norð-vestast, og fellur vest-norðvestur um Lundareykjadal þar til hún fellur í Hvítá þar sem hún á skamman veg til sjávar. Er brúuð á tveimur stöðum við Fossatún og Brandsmýri

Grímsá er bergvatnsá í Borgarfirði og rennur um Lundarreykjadal. Hún er 42 km löng með upptök í Reyðarvatni í 325 m hæð og endamark þar sem hún rennur í Hvítá. Hún er ein af bestu laxveiðiám landsins, en þar veiddust áður margir stórlaxar, þó þeir séu nú sjaldséðir.

Laxgengur hluti Grímsár er um 32 kílómetrar en þá eru eftir um tíu kílómetrar að upptökunum í Reyðarvatni, inn af Lundarreykjadal, en það er gott bleikjuveiðivatn. Efst í Lundarreykjadal rennur þveráin Tunguá í Grímsá og er hún einnig laxgeng. Af þekktum veiðistöðum í ánni má nefna Laxfoss, fyrir neðan mynni Lundareykjardals, Strengina og Svartastokk. Laxveiði hefur verið stunduð í Grímsá frá landnámsöld en fyrst er vitað um stangaveiði þar 1862 og voru þar Englendingar á ferð. Lengi vel voru það einkum enskir veiðimenn sem veiddu í Grímsá. Við Laxá var reist glæsilegt veiðihús 1972 sem teiknað er af bandaríska arkitektinum Ernst Schwiebert og það tekið í notkun 1973.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.