American Idol

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
American Idol
Einnig þekkt sem
  • American Idol: The Search for a Superstar
  • Bandaríska stjörnuleitin
TegundRaunveruleikasjónvarp
Búið til afSimon Fuller
Byggt áPop Idol
ÞróunSimon Fuller
Leikstjóri
  • Andy Scheer (2002)
  • Bruce Gowers (2003–2006, 2008)
  • Ken Warwick (2007, 2011–12)
  • Bill DeRonde (2009, 2014–15)
  • Gregg Gelfand (2010, 2013)
  • Louis J. Horvitz (2014)
  • Phil Heyes (2015–2016, 2018–í dag)
Kynnir
Dómarar
Höfundur stefs
  • Julian Gingell
  • Barry Stone
  • Cathy Dennis
UpprunalandFáni Bandaríkjana Bandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða21
Fjöldi þátta681
Framleiðsla
Aðalframleiðandi
  • Simon Fuller (2002–16)
  • Cecile Frot-Coutaz (2002–2016, 2018)
  • Simon Jones (2002–03)
  • Nigel Lythgoe (2002–08, 2011–13, 2016 úrslit)
  • Ken Warwick (2002–13)
  • J. Brian Gadinsky (2002)
  • Charles Boyd (2009–16)
  • Trish Kinane (2013–2016, 2018-í dag)
  • Jesse Ignjatovic (2014)
  • Evan Prager (2014)
  • Per Blankens (2014–15)
  • David Hill (2015–16)
  • Megan Wolflick (2015–2016, 2018-í dag)
  • Jessica Castro (2016)
  • Jennifer Mullin (2018–í dag)
  • Phil McIntyre (2018)
  • Chris Anokute (2019)
  • Brian Burke (2021–í dag)
StaðsetningÁheyrnaprufur: Mismunandi staðir
Hollywood prufur: Kodak leikhúsið í Hollywood
Undanúrslit og úrslit: CBS Television City
Úrslitaþáttur: Nokia leikhúsið.
Lengd þáttar22 – 104 mín.
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöð
  • Fox (2002 – 2016)
  • ABC (2018 – í dag)
Sýnt11. júní 2002 (2002-06-11)í dag
Tenglar
IMDb tengill

American Idol (Bandaríska stjörnuleitin) er sjónvarpskeppni þar sem leitað er að nýrri söngstjörnu. Þátturinn er einn af Idol-seríunni. Þátturinn var búinn til af Simon Fuller sem afbrigði af breska þættinum Pop Idol sem var sýnt 2001-2003. Þann 11. júní 2002 fór American Idol: The Search For a Superstar í loftið á FOX-sjónvarpstöðinni og er hann orðinn einn vinsælasti þátturinn í sögu bandarísks sjónvarps. Hann er með hæstu áhorfendatölurnar og er eini þátturinn sem hefur náð þeim árangri sex ár í röð.

Þátturinn leitar að besta söngvara landsins í gegnum raðir áheyrnaprufa sem eru haldnar um allt land og síðan velur almenningur sigurvegarann. Í gegnum SMS skilaboð og símhringingar hafa áhorfendur valið fyrrum sigurvegara Kelly Clarkson, Ruben Studdard, Fantasiu Barrino, Carrie Underwood, Taylor Hicks, Jordin Sparks, David Cook, Kris Allen og Lee DeWyze. Sá hópur sem má taka þátt er á aldrinum 16-28 ára. Aldurstakmarkið var 24 ár í fyrstu þremur þáttaröðunum.

Í þáttunum starfar dómnefnd sem gagnrýnir frammistöður keppendanna: Grammy-verðlaunahafinn, plötuframleiðandinn og umboðsmaður í tónlistarbransanum Randy Jackson og verðlaunahafinn tónlistarframleiðandi og umboðsmaðurinn Simon Cowell hafa verið dómarar öll árin. Grammy- og Emmy-verðlaunahafinn, poppsöngkonan og danshöfundurinn Paula Abdul var dómari í þáttunum fyrstu átta árin. Í upphafi voru aðeins þrír dómarar en söngkonan, lagahöfundurinn og plötuframleiðandinn Kara DioGuardi var bætt við sem fjórða dómaranum í áttundu þáttaröðinni. Þann 9. september 2009 var staðfest að Emmy-verðlaunahafinn og þáttastjórnandinn Ellen DeGeneres myndi taka stað Paulu Abdul í dómnefndinni í 9. þáttaröðinni. 11. janúar 2010 tilkynnti Simon Cowell að hann myndi yfirgefa þættina til að láta reyna á bandarísku útgáfu The X Factor þáttanna árið 2011.

Ryan Seacrest hefur verið kynnir þáttanna frá upphafi. Fyrsta árið var grínistinn Brian Dunkleman einnig kynnir. Rickey Minor stýrir American Idol hljómsveitinni.

Entertainment Weekly setti þáttinn á í-lok-áratugarins listann sinn og sagði „Hann hefur gefið okkur Kelly, Carrie, Daughtry og J. Hud. Idol er besti raunveruleikaþátturinn vegna þess að hann er sigurvegari áhorfendakannana FOX og honum er haldið uppi af frábærleika. Og Taylor Hicks? Hann er undantekningin sem sannar regluna.“

Tuttugu og ein þáttaröð hefur verið gerð af American Idol.

Ferlið[breyta | breyta frumkóða]

Fyrir-prufur[breyta | breyta frumkóða]

Áður en keppendurnir fá að sjá dómara þáttarins, þarf að fara í gegnum tvo niðurskurði. Sá fyrsti er áheyrnarprufa með þremur öðrum keppendum fyrir framan einn eða tvo framleiðendur þáttanna. Keppendurnir eru annaðhvort sendir áfram í næstu prufu með framleiðendum eða beðnir að yfirgefa staðinn. Mörg þúsund manns fara í áheyrnarprufur, en aðeins 100-200 fá að fara áfram í næstu umferð. Þeir keppendur sem komast í gegnum báðar umferðirnar koma fram fyrir dómarana fjóra sem ákveða hvort að keppandinn fari til Hollywood eða ekki.

Hollywood[breyta | breyta frumkóða]

Þegar komið er til Hollywood koma keppendurnir fram á mismunandi dögum, sem innihalda niðurskurð með dómurunum á hverjum degi. Í fyrstu 6 þáttaröðunum áttu keppendur að velja lag af lista til að syngja í fyrstu umferðinni. Í næstu umferð er keppendunum skipt í litla hópa og eiga þeir að syngja lag saman. Í síðustu umferðinni eiga keppendur að syngja lag að eigin vali án undirleiks.

Í sjöundu þáttaröðini var áheyrnarprufunum í Hollywood breytt og var anarri umferðinni breytt. Í staðinn sungu keppendur einir fyrsta daginn. Ef dómurunum fannst keppandinn vera framúrskarandi fór hann beint í lokaumferðina; annars hafði keppandinn eitt tækifæri í viðbót til þess að heilla dómarana áður en síðasta umferðin fór fram. Í fyrsta skipti höfðu keppendur þann möguleika að spila undir þegar þeir voru að syngja.

Undanúrslit[breyta | breyta frumkóða]

Þáttaraðir 1-3[breyta | breyta frumkóða]

Í fyrstu þremur þáttaröðunum voru keppendunum sem komust í gegnum Hollywood skipt af handahófi niður í hópa. Hver keppandi átti að syngja á því kvöldi sem hópurinn hans keppti. Í þáttaröð 1 voru hóparnir þríf og efstu þrír keppendurnir í hverjum hóp komust í úrslitin. Í þáttaröðum 2 og 3 voru fjórir hópar og efstu tveir keppendurnir fóru í úrslitin.

Fyrstu þrjár þáttaraðirnar innihéldu aukaþátt (e.wildcard show). Keppendum sem tókst ekki að komast í úrslitin í sínum hóp var boðið að koma og syngja aftur og reyna að komast í úrslitin. Í þáttaröð 1 voru keppendurnir í aukaþáttinn valdir af dómurum. En í þáttaröðum 2 og 3, valdi hver dómari einn keppenda og almenningur valdi þann fjórða. Í annarri þáttaröðinni voru nokkrir útvaldir sem komust ekki í gegnum undanúrslitin voru valdir af dómurunum og fengu að keppa aftur. Í þriðju þáttaröðinni útilokuðu dómararnir fjóra keppendur í aukaþættinum áður en þeir fengu að syngja.

Þáttaraðir 4-7[breyta | breyta frumkóða]

Í þessum þáttaröðum var skorið niður í 24 keppendur sem var kynjaskipt til þess að hlutfall milli kynjanna væri jafnt í úrslitunum. Karlarnir og konurnar sungu sitthvort kvöldið og tveir neðstu keppendurnir voru sendir úr leik, þangað til aðeins sex voru eftir í hvorum hóp.

Þáttaröð 8[breyta | breyta frumkóða]

Í seríu átta, voru keppendurnir í undanúrslitum 36. Á þremur þriðjudagskvöldum (mánudagar á Íslandi) komu fram 12 keppendur á hverju kvöldi. Þrír hæstu keppendurnir - einn karl, ein kona og sá næsthæsti komust áfram. Aukaþátturinn var enn á sínum stað og dómararnir völdu 3 keppendur sem höfðu ekki komist áfram í úrslitin. En þau völdu fjóra aukakeppendur þetta árið í staðinn fyrir þrjá og urðu úrslitakeppendurnir 13 en ekki 12.

Úrslit[breyta | breyta frumkóða]

Úrslitin eru send beint út á CBS stöðinni í Los Angeles fyrir framan áhorfendur. Úrslitin stóðu í átta vikur í fyrstu þáttaröðinni og ellefu vikur í þáttaröðunum eftir það. Hver keppandi flytur lag eða lög í samræmi við þema vikunnar. Í fyrstu vikunum syngur hver keppandi aðeins eitt lag. Efstu fjórir og fimm keppendurnir syngja tvö lög. Efstu 3 syngja svo 3 lög hver.

Þemun eru byggð á tónlistarstefnum - lög ákveðinna flytjenda, efstu lög Billboard listans. Þemun hafa verið á borð við Motown, Disco og Big-Band, en einnig hafa verið lög eftir Michael Jackson, Bítlana, Gloriu Estefan, Elton John, Andrew Lloyd Webber, Dolly Parton og Elvis Presley. Keppendur fá oftast frægan leiðbeinanda sem tengist þema hverrar viku.

Eftir hvern söngþátt er úrslitaþáttur þar sem kemur fram kosning þjóðarinnar. Vinsælustu keppendurnir eru ekki nefndir, þó það hafi stundum gerst. Þrír neðstu (tveir þegar líður á keppnina) keppendurnir (sem fengu fæst atkvæði) eru kallaðir fram á sviðið. Úr þremur neðstu er einn sendur aftur til baka svo að tveir keppendur standa eftir og að lokum er sá sem fékk fæstu atkvæðin sendur heim. Í áttundu seríunni höfðu dómararnir þann möguleika að geta bjargað einum keppenda frá því að fara heim, ef þeim fannst að þjóðin hefði gert mistök. Ef þau komust að einhljóma niðustöðu var hægt að bjarga keppendanum, en vikuna eftir þurfti þá að senda tvo keppendur heim. Þegar fimm keppendur eru eftir er ekki hægt að bjarga þeim lengur. Þegar keppandi er sendur heim, er sýnt stutt myndband sem sýnir reynslu og sögu hans í keppninni og eftir það syngur hann í síðasta sinn.

Í lokaþættinum, koma tveir síðustu keppendurnir fram og er einn krýndur sigurvegari. Sigurvegarinn er krýndur í úrslitaþættinum.

Sigurvegarinn fær eina milljón dollara og plötusamning í verðlaun. Í sumum tilfellum hefur keppandinn einnig fengið samning hjá umboðsskrifstofu og fengið plötusamninga við stór fyrirtæki.

Dómarar[breyta | breyta frumkóða]

Núverandi

Fyrrum

Kynnar

Þáttaraðirnar[breyta | breyta frumkóða]

Yfirlit[breyta | breyta frumkóða]

FOX, ásamt öðrum stöðvum höfðu áður neitað American Idol. En Rupert Murdoch, yfirmaður FOX var fenginn til þess að kaupa þáttinn vegna þess að dóttur hans, Elisabeth, fannst breska útgáfan svo skemmtileg. Fúli og harðskeytti dómarinn Simon Cowell hefur gert þáttinn einstakann. Þátturinn hóf nýlega göngu sína í níunda skiptið.

Fyrsta þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta þáttaröðin af American Idol var sumarþáttur í júní 2002 á FOX. Kynnar þáttarins voru Ryan Seacrest og Brian Dunkleman. Þátturinn stóð í 13 vikur frá júní fram í september. Það var reiknað út að um 50 milljónir manns horfðu á úrslitaþáttinn í september 2002.

Sigurvegarinn, Kelly Clarkson, skrifaði undir samning við RCA plötuútgáfuna. Stuttu seinna gaf Clarkson út tvær smásífur, önnur með keppnislaginu A Moment Like This. Síðan hefur Clarkson gefið út 4 plötur - Thankful, Breakaway, My December og All I Ever Wanted og hafa þær allar notið mikilla vinsælda. Clarkson er fyrsti keppandinn sem vinnur Grammy-verðlaun og hefur unnið fjölmörg önnur verðlaun og selt yfir 20 milljónir platna.

Justin Guarini sem lenti í öðru sæti skrifaði einnig undir samning við RCA plötuútgáfuna og gaf út plötu árið 2003 eftir lok þáttaraðar 2. RCA rifti samningum við hann eftir útgáfu plötunnar.

Aðrir keppendur þáttaraðarinnar hafa ekki orðið frægir fyrir söng.

Önnur þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Eftir miklar vinsældir fyrstu þáttarðar var sýningum 2. þáttaraðar flýtt og fór hún af stað í janúar 2003. Þættirnir voru fleiri og fékk þátturinn meira fjármagn og fleiri auglýsingahlé. Dunkleman yfirgaf þáttinn og varð Seacrest eini kynnirinn. Kristin Holt átti að verða meðkynnir Seacrest en það gekk til baka og hún fékk annað hlutverk í þáttunum.

Í þetta skiptið stóð Ruben Studdard uppi sem sigurvegari og varð Clay Aiken í öðru sætinu. Úr 24 milljónum atkvæða var Studdard 130.000 atkvæðum hærri en Aiken. Það var umræða uppi í samksiptabransanum að símakerfið hafi farið yfir um og að meira en 150 milljón atkvæði höfðu ekki verið tekin gild og gerði það atkvæðagreiðsluna grunsamlega. Síðan þá hefur atkvæðagreiðslunni verið breytt til þess að forðast þetta vandamál.

Í viðtali fyrir 5. þáttaröðina, sagði aðalframleiðandinn Nigel Lythgoe að Aiken hefði verið efstur á lista aðdáenda síðan í wildcard þættinum (aukaþáttur) alveg fram að úrslitunum. Aiken varð fyrsti keppandinn sem hafði ekki unnið sem átti smáskífu í efsta sæti á Billboard listanum og það smáskífan This Is the Night.

Til viðbótar við Studdard og Aiken hafa Kimberley Locke (3. sæti), Josh Gracin (4. sæti) og Carmen Rasmusen (6. sæti) skrifað undir plötusamninga hjá mismunandi útgáfufyrirtækjum.

Þátturinn varð umdeildur þegar keppandinn Frenchie Davis var felld úr keppni vegna þess að nektarmyndir af henni höfðu gengið manna á milli á netinu. Stuttu eftir það fékk hún hlutverk á Broadway í söngleiknum Rent og hefur unnið á Broadway síðan.

Árið 2005 gaf keppandinn Corey Clark (sem var rekinn úr keppni fyrir að hafa ekki skilað lögregluskýrslu) til kynna að hann og dómarinn Paula Abdul hefðu átt í sambandi á meðan hann keppti í þáttunum. Clark sagði einnig að Abdul hafi gefið honum sérstaka meðferð í þáttunum vegna sambands þeirra. Rannsókn á málinu fór í gang og tilkynnti FOX sjónvarpsstöðin að ekki væru til sannanir fyrir því að samband á milli þeirra hafi nokkurn tímann átt sér stað.

Þriðja þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Þriðja þáttaröðin fór í loftið 19. janúar 2004. Við lok þáttaraðarinnar hafði stöðin hagnast um meira en 260 milljónir dollara. Sigurvegarinn var Fantasia Barrino, seinna þekkt sem Fantasia, og var Diana DeGarmo í öðru sæti. Þriðja þáttaröðin var einnig sýnd í Ástralíu á stöð 10 um það bil hálfri viku eftir að þættirnir voru sýndir í Bandaríkjunum. Í maí 2005 var tilkynnt um að þriðja þáttaröðin hafði alls tekið á móti 360 milljón atkvæðum.

Í fyrrihluta seríunnar var í keppninni maður að nafni William Hung, nemandi í Kaliforníuháskóla í Berkeley og fékk hann mikla athygli út á sína útgáfu af laginu „She Bangs“ með Ricky Martin. Frammistaða hans og jákvætt viðhorf hans á dóma frá Simon Cowell gaf honum plötusamning og þénaði hann yfir 500.000 dali í plötusölu.

Á meðan þáttaröðinni stóð varð gildi keppninnar umdeild þegar rokkarinn Jon Peter Lewis og John Stevens héldu áfram í keppninni á meðan keppendur eins og Jennifer Hudson duttu út. Þrátt fyrir neikvæða dóma frá Simon, náði Jasmine Trias þriðja sætinu af LaToyu London sem hafnaði í fjórða sæti.

Yfir 65 milljón atkvæði voru greidd á úrslitakvöldina, fleiri en í fyrstu tveimur seríunum samanlagt. Fantasia var krýnd sigurvegari og gaf hún út fyrstu smáskífuna sín í júní 2004. Skífan náði fyrsta sæti á Billboard listanum og hélt hún því sæti í eina viku. Smáskífa Fanatsiu, I Believe hefur náð þrefaldri platínusölu og fengið þrenn Billboard tónlistarverðlaun.

DeGarmo fékk einnig plötusamning. En eftir að platan hennar kom út seldist hún illa og var samningnum rift. Síðan þá, hefur Diana leikið ýmis hlutverk á Broadway.

Til viðbótar við Fantasiu og Diönu DeGarmo, hafa Jasmine Trias, LaToya London, George Huff, Jennifer Hudson og Camile Velasco gefið út plötur. Hudson fékk mikla athygli eftir að hún lék í kvikmyndinni Dreamgirls (sem hún vann Óskarsverðlaun fyrir), hún hefur einnig leikið í Sex and the City: The Movie og The Secret Life of Bees.

Fjórða þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Fjórða þáttaröðin for í loftið 18. janúar 2005. Hámarksaldurinn var hækkaður í 28 ára til þess að auka fjölbreytni keppenda. Meðal þeirra sem högnuðust á þessari nýju reglu voru Constantine Maroulis og Bo Bice, sem eru talin hafa verið elstu og reyndustu keppendur þáttaraðarinnar. Ryan Seacrest var líka duglegur að nefna þau og kallaði þau oft í fjölmiðlum rokkarana tvo, þar sem síða hárið og val á rokklögum varð til þess að þau stóðu út úr. Þetta varð til þess að hvetja rokkara til að taka þátt í keppninni og hélt það áfram með Chris Daughtry í fimmtu þáttaröðinni sem var innblásinn af Bo Bice. Í maí 2005 tilkynnti Telescope að fjórða þáttaröðin hefði alls fengið 500 milljónir atkvæða.

Í þáttaröðinni voru kynntar til leiks nýjar reglur fyrir lokahluta keppninnar. Í staðinn fyrir að keppa í undanúrslitum þar sem tveir stigahæstu söngvararnir færu í úrslitin, voru valdir 24 keppendur; 12 karlar og 12 konur, sem kepptu ekki saman, þar sem tveir af hverju kyni voru sendur heim í hverri viku, þar til 12 lokakeppendur voru eftir. Þetta var til að koma í veg fyrir að aðstæður eins og í 3 þáttaröð myndu skapast en þá voru átta konur og aðeins fjórir karlar í úrslitakeppninni.

Sigurvegarinn var Carrie Underwood, kántrísöngkona. Fyrsta smáskífan hennar, Inside Your Heaven náði fyrsta sæti Billboard-listans þann 14. júní 2005 og seldist í 170.000 eintökum í fyrstu vikunni. Einni viku seinna, sendi Bo Bice, sem lenti í öðru sæti, frá sér sýna útgáfu af laginu, sem lenti í öðru sæti. 15. nóvember 2005 gaf Carrie út sína fyrstu sólóplötu, Some Hearts, sem náði mjög miklum vinsældum. Platan varð sjöföld platínumplata og varð söluhæsta American Idol platan. 11. febrúar 2007 varð Carrie annar American Idol sigurvegarinn til þess að hirða þrjú stærstu tónlistarverðlaunin (American Music, Billboard og Grammy Verðlaunin) í einni runu (2006-2007) en Kelly Clarkson var sú fyrsta (2005-2006). Hún er orðin ein af tekjuhæstu keppendum þáttarins og hefur selt yfir 10,5 milljónir platna í Bandaríkjunum.

Fimmta þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Fimmta þáttaröð American Idol byrjaði 17. janúar 2006 og var þetta fyrsta þáttaröðin sem var send út í háum gæðum. Þetta er vinsælasta þáttaröðin hingað til. Áheyrnaprufur voru haldnar í Austin, Boston, Chicago, Denver og San Francisco og svo bættust við Greensboro, Norður-Karólína og Las Vegas við eftir að hætt var við prufuna í Memphis eftir fellibylinn Katrínu. Sömu reglur voru og í þáttaröð 4.

Taylor Hicks var krýndur sigurvegari 24. maí 2006; og var hann fjórði keppandinn sem aldrei var meðal þriggja neðstu. Fyrsta smáskífan hans, Do I Make You Proud, náði miklum vinsældum og varð gullskífa. Platan hans, Taylor Hicks hefur selst í 703.000 eintökum. Önnur sólóplatan hans, The Distance kom út 10. mars 2009 hjá hans eigin útgáfufyrirtæki, Moden Whomp Records.

30. maí 2006 tilkynnti Telescope að alls hafði verið kosið 63,5 milljón sinnum í lokaþættinum. Í allri þáttaröðinni höfðu safnast 580 atkvæði. Taylor Hicks er annar sigurvegari þáttanna frá borginni Birmingham í Alabama (sá fyrsti var Ruben Studdard) og fjórði úrslitakeppandinn sem sterk tengsl til borgarinnar.

Vinsælasti keppandinn Chris Daughtry sem lenti í fjóra sæti og er núna söngvari hljómsveitarinnar Daughtry. Fyrsta platan hans seldist í yfir 5 milljónum eintaka og tók hann þá fram úr bæði Ruben Studdard og Fantasiu sem höfðu átt tvær plötur og tíu smáskífur. Platan var í tvær vikur í efsta sæti á bandaríska listanum.

Sjötta þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Í janúar 2007 hóf þátturinn göngu sína í sjötta skiptið. Alls horfðu 37,7 milljónir manna á fyrsta þáttinn og horfðu 41 milljón manna á síðasta hálftíma þáttarins. Jordin Sparks var krýnd sigurvegari keppninnar þann 23. maí 2007 og voru alls 74 milljónir atkvæða og lenti Blake Lewis í öðru sæti.

Unglingurinn Sanjaya Malakar var mest umtalaðasti keppandi þáttaraðarinnar og hélt hann áfram að komast í gegnum hinn vikulega niðurskurð. Netbloggið Kjósum þann versta hvatti menn til að kjósa Sanjaya. Hann datt svo út 18. apríl eftir yfir 38 milljónir atkvæða.

Söngvararnir í efstu sex sætunum sungu hjartnæma tónlist þegar Idol Gives Back fór í gang í fyrsta skipti og safnaði átakið meira en 60 milljónum dala. Þegar Ryan Seacrest var að fara að reka Jordin Sparks úr þættinum sagði hann að það væri góðgerðarvika og enginn keppandi dytti út og voru atkvæðin frá þeirri viku og næstu lögð saman og duttu tveir söngvarar út.

Sjöunda þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

American Idol sneri aftur í sjöundu þáttaröðinni þann 15. janúar 2008 í tveggja daga, fjögurra tíma þætti. David Cook var krýndur sigurvegari þáttaraðarinnar 21. maí 2008 og átti 56% af 97,5 milljónum atkvæða. Hann er þekktur fyrir sínar rokk útgáfur af lögum en hann útsetti flest þeirra sjálfur og var David fyrsti rokkarinn til að vinna keppnina.

Áður en þáttaröðin fór í loftið, viðurkenndi framleiðandinn Nigel Lythgoe að þáttaröð 6 hafði einbeitt sér meira að gestakennurunum en keppendunum. Breytingar á því væru áætlaðar í þessari seríu og átti athyglin að færast aftur yfir á keppendurna og upplýsa meira um bakgrunn þeirra og fjölskyldur. Til viðbótar við að byrja með Hollywood-umferðina, máttu keppendur spila á hljóðfæri.

Þetta árið gengur David Archuleta og David Cook til liðs við Kelly Clarkson, Clay Aiken, Carrie Underwood, Taylor Hicks og Jordin Sparks þegar þeir voru úrslitakeppendurnir sem hafa aldrei lent í þremur eða tveimur neðstu. Þetta var í fyrsta skipti sem hvorugur keppandinn hafði aldrei verið einn af þremur neðstu.

Áttunda þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Áttunda þáttaröð American Idol byrjaði 13. janúar 2009. Áheyrnaprufur byrjuðu 17. júlí árið áður. Í þessari þáttaröð voru færri þættir sem tengdust áheyrnaprufunum. Þá var kynntur til leiks fjórði dómarinn: plötuframleiðandinn, söngkonan og lagasmiðurinn Kara DioGuardi. Einnig var þetta síðasta ár Paulu Abdul sem dómari í þættinum.

Eftir að FOX og framleiðendur þáttarins höfðu lofað breytingum hætti Nigel Lythgoe sem aðalframleiðandi þáttarins til að einbeita sér frekar að So You Think You Can Dance. Það var einnig tilkynnt um það að Idol Gives Back myndi ekki snúa aftur vegna efnahagskreppunnar. Til viðbótar við það var Hollywood-lotan færð í Kodak leikhúsið og var lengd í tvær vikur.

Núna voru í fyrsta skiptið 36 undanúrslitakeppendur þar sem 12 kepptu í hvert skipti. Karlinn og konan auk þess keppanda sem var næstur í röðinni með flest atkvæðin fengu að halda áfram í topp 13. Í þessari þáttaröð var einnig Wild Card umferð sem síðast var notuð í 3. þáttaröð. Dómararnir völdu átta útslegna keppendur. Planið var að velja þrjá af þeim til að halda áfram í úrslitin. En þegar kom að því að velja völdu dómararnir fjóra keppendur í stað þriggja. Önnur breyting var neitunarvald dómnefndarinnar, þar sem hún getur neitað að senda einn keppenda heim þar til kemur í fimm manna úrslitin. Þetta var kallað "björgun dómnefndar". Sigurvegarinn var Kris Allen frá Arkansas. Til viðbótar við Allen fengu Adam Lambert, Danny Gokey, Allison Iraheta, Lil' Rounds og Michael Sarver öll plötusamninga.

Níunda þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Níunda þáttaröð American Idol fór af stað þann 12. janúar 2010. Áheyrnaprufur byrjuðu 14. júní árið áður, minna en mánuði eftir að áttunda þáttaröðin kláraðist. Ellen DeGeneres gekk til liðs við dómnefndina, en hún kom í stað Paulu Abdul og settist í sæti hennar í byrjun Hollywood vikunnar, sem var sýnd þann 9. febrúar 2010.

Í þetta skiptið var snúið aftur til 24 undanúrslitakeppenda.

Til viðbótar voru gesta leiðbeinendur m.a. Miley Cyrus, Alicia Keys, Shania Twain (sem einnig var gestadómari í áheyrnaprufunum í Chicago), Jamie Foxx (sem hafði áður verið), Harry Connick Jr. og Adam Lambert (fyrsti Idol keppandin til að verða leiðbeinandi).

Idol Gives Back sneri einnig aftur þann 21. apríl 2010.

Þetta var önnur þáttaröðin í röð þar sem báðir úrslitakeppendurnir höfðu aldrei verið á meðal tveggja eða þriggja neðstu. Crystal Bowersox og Lee DeWyze gengu til liðs við Kelly Clarkson, Clay Aiken, Carrie Underwood, Taylor Hicks, Jordin Sparks, David Cook og David Archuleta sem meðlimir í úrslitum sem höfðu aldrei verið meðal tveggja eða þriggja neðstu. Paula Abdul kom fram í lokaþættinum til að tala um Simon Cowell.

Lee DeWyze var krýndur sigurvegari 26. maí en Crystal Bowersox lenti í öðru sæti.

Verðlaun og velgengi American Idol-keppenda[breyta | breyta frumkóða]

Idol Keppandi og þáttaröð Bandarísku Tónlistarverðlaunin Billboard Tónlistarverðlaunin Grammy-verðlaun Óskarsverðlaun
Kelly Clarkson
(Sigurvegari 1. þáttaraðar)
4 12 2
2006 Besta pop-söngkona
2006 Besta popp-platan
0
Clay Aiken
(2. sæti, 2. þáttaröð)
1 3 0 0
Fantasia Barrino
(Sigurvegari 3. þáttaraðar)
0 3 0 0
Jennifer Hudson
(7. sæti, 3. þáttaröð)
0 0 1
2009 Besta R&B-platan
1
2006 Besta leikkona í aukahlutverki
Carrie Underwood
(Sigurvegari 4. þáttaraðar)
5
Uppáhalds plata (kántrí) 2007
Söngkona 2007 t
Uppáhalds plata (kántrí) 2008
14 4

Besta kántrísöngkona 2009
Besta kántrísöngkona 2008
Besti nýliðinn 2008
Besta kántrísöngkona 2007
0
Chris Daughtry
(4. sæti, 5. þáttaröð)
4
2008
6 0 0
Jordin Sparks
(Sigurvegari 6. þáttaraðar)
1 0 0 0

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „American Idol“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt maí 2010.