Fara í innihald

Sýn Sport

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Stöð 2 Sport)

Sýn Sport (áður Stöð 2 Sport, þar áður Sýn) er íþróttarás í eigu Sýn.

Sýn fór upphaflega í loftið árið xxxx. 4. maí 1990[1] var stöðin sameinuð inní Íslenska útvarpsfélagið. Í upphafi var stöðin meira en aðeins íþróttastöð, en hún þróaðist sem slík undir sameinuðu félagi.

Stöðin sýnir frá helstu íþróttaviðburðum, innlendum sem erlendum, og eru þeirra vinsælastir enska úrvalsdeildin í fótbolta, Meistaradeildin og Evrópudeild UEFA í fótbolta, enska bikarkeppnin, spænski boltinn, Formúla 1 kappaksturinn, NBA í körfubolta, íslenska úrvalsdeildin og bikarkeppnin í fótbolta, úrvalsdeildin í körfubolta, Sumarmót yngri flokkanna í fótbolta auk fjölda golfmóta, þar á meðal US Masters, boxbardaga og annarra stórviðburða í íþróttum.

Þann 12. júní 2025 var vörumerkið Stöð 2 lagt niður og stöðvarnar kenndar við Sýn í stað þess.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Dagblaðið Vísir - DV - 173. tölublað (31.07.1990) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 16 júní 2025.
  2. „Vodafone og Stöð 2 verða Sýn“. Morgunblaðið. 12 júní 2025. Sótt 12 júní 2025.
  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.