Stöð 2 Sport
Útlit
Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 sýna frá helstu íþróttaviðburðum, innlendum sem erlendum, og eru þeirra vinsælastir enska úrvalsdeildin í fótbolta, Meistaradeildin og Evrópudeild UEFA í fótbolta, enska bikarkeppnin, spænski boltinn, Formúla 1 kappaksturinn, NBA í körfubolta, íslenska úrvalsdeildin og bikarkeppnin í fótbolta, úrvalsdeildin í körfubolta, Sumarmót yngri flokkanna í fótbolta auk fjölda golfmóta, þar á meðal US Masters, boxbardaga og annarra stórviðburða í íþróttum. Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 eru reknar af Sýn.