Fara í innihald

John Major

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sir John Major)
Sir John Major
Forsætisráðherra Bretlands
Í embætti
28. nóvember 1990 – 2. maí 1997
ÞjóðhöfðingiElísabet 2.
ForveriMargaret Thatcher
EftirmaðurTony Blair
Persónulegar upplýsingar
Fæddur29. mars 1943 (1943-03-29) (81 árs)
St Helier, Surrey, Englandi
ÞjóðerniBreti
StjórnmálaflokkurÍhaldsflokkurinn
MakiNorma Johnson (g. 1970)
Börn2

Sir John Major (fæddur 29. mars 1943) er breskur stjórnmálamaður og fyrrum forsætisráðherra Bretlands á árunum 1990 til 1997. Á þeim tíma var hann líka leiðtogi breska Íhaldsflokksins. Hann var einnig utanríkisráðherra og fjármálaráðherra í ríkisstjórn Margrétar Thatcher. Hann var þingmaður kjördæmis Huntingdon á árunum 1979 til 2001.

John Major var talinn mildur miðað við Thatcher sem var talin mjög ströng. Snemma á ferli sínum bar hann ábyrgð á þátttöku Bretlands í Persaflóastríðinu fyrra (mars 1991) og samdi við önnur lönd í Evrópubandalaginu um Maastrichtsáttmálann fyrir hönd Bretlands. Þrátt fyrir samdráttarskeið í Bretlandi leiddi hann Íhaldsflokkinn í fjórða sigri þeirra. Hann vann fleiri atkvæði en áður hafði verið gert í kosningasögu Bretlands í almennum kosningum 1992, en meirihlutinn í Neðra málstofunni minnkaði talsvert.

Eftir að kalda stríðinu lauk breyttist margt í heiminum á meðan Major var í embætti. Meðal annars jókst mikilvægi Evrópusambandsins. Þetta var ennþá umdeilt mál í Íhaldsflokknum vegna hlutverks hans í falli Margrétar Thatchers. Major sá um fráhvarf Bretlands úr Evrópska gengiskerfinu (e. European Exchange Rate Mechanism) eftir Svarta miðvikudaginn 16. september 1992. Eftir það gekk Íhaldsflokkinum ekki vel í skoðanakönnunum.

Þrátt fyrir ýmislegt jákvætt eins og aukinn hagvöxt og byrjun friðarviðræðna á Norður-Írlandi flæktist Íhaldsflokkurinn í hneykslismál fram að miðju tíunda áratugsins og komu meðal annars þingmenn og nokkrir ráðherrar þar við sögu. Major varð fyrir svo mikilli gagnrýni að hann ákvað að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins, en hann var kosinn aftur árið 1995. Áður hafði „nýi Verkamannaflokkurinn“ endurnýjað forystu sína og hafði aftur náð vinsældum. Undir forystu Tony Blairs var Verkamannaflokkurinn talinn vera eitthvað nýtt og eftir átjan ára valdatíð tapaði Íhaldsflokkurinn í almennum kosningum 1997. Þetta var eitt versta kosningatap síðan árið 1832.

Eftir tapið sagði Major af sér og William Hague tók við af honum sem leiðtogi Íhaldsflokksins. Hann var ekki í framboði til þings í almennum kosningum 2001 og er nú hættur störfum.


Fyrirrennari:
Margrét Thatcher
Forsætisráðherra Bretlands
(1990 – 1997)
Eftirmaður:
Tony Blair