Fara í innihald

Richard von Weizsäcker

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Richard Weizsäcker)
Richard von Weizsäcker
Richard von Weizsäcker árið 1991.
Forseti Þýskalands
Í embætti
1. júlí 1984 – 30. júní 1994
KanslariHelmut Kohl
ForveriKarl Carstens
EftirmaðurRoman Herzog
Persónulegar upplýsingar
Fæddur15. apríl 1920
Stuttgart, Þýskalandi
Látinn31. janúar 2015 (94 ára) Berlín, Þýskalandi
StjórnmálaflokkurKristilegi demókrataflokkurinn
MakiMarianne von Kretschmann
Börn4
HáskóliBalliol-háskóli í Oxford
Georg-August-háskólinn í Göttingen
StarfStjórnmálamaður
VerðlaunNansen-verðlaunin (1992)
Undirskrift

Richard Weizsäcker (fæddur 15. apríl 1920 í Stuttgart; d. 31. janúar 2015 í Berlín) var þýskur stjórnmálamaður úr röðum kristilegra demókrata (CDU), borgarstjóri Berlínar 1981-1984 og forseti Vestur-Þýskalands (og sameinaðs Þýskalands) 1984-1994.

Herþjónusta

[breyta | breyta frumkóða]

Richard von Weizsäcker fæddist 15. apríl 1920 Nýju höllinni í Stuttgart. Fullt nafn hans er Richard Karl Freiherr von Weizsäcker. Þar sem faðir hans var diplómati, bjó fjölskyldan í Basel 1920-1924, í Kaupmannahöfn 1924-1926, í Osló 1931-1933 og í Bern 1933-1936. Richard Weiszäcker gekk í skóla í Berlín og varð stúdent þar, aðeins 17 ára gamall. Ári síðar var hann kallaður í herinn og látinn þramma inn í Pólland ásamt Heinrich Victor bróður sínum í upphafi heimstyrjaldarinnar síðari. Heinrich Victor lést í bardaga við Pólverja en Richard lifði af. Hann var sendur í landamæravörslu til Lúxemborgar og sem hermaður tók hann þátt í innrásinni í Rússland. Við borgardyr Moskvu særðist hann og var sendur á hersjúkrahús. Herflokkur hans var hins vegar stráfelldur skömmu síðar. 1943 tók hann þátt í umsátrinu um Leningrad (Sankti Pétursborgar). Árið 1945 særðist hann á ný í varnarorrustu við Rússa. Hann var sendur á hersjúkrahús í Potsdam en þegar sýnt þótti að Þýskaland myndi falla, fór hann til Bodenvatns og var þar til stríðsloka.

Lögfræðingur

[breyta | breyta frumkóða]

Strax eftir stríð fór von Weizsächer í lögfræðinám í Göttingen og lauk því 1953. Eftir það starfaði hann sem lögfræðingur. Meðan Nürnberg-réttarhöldin fóru fram var hann aðstoðarlögmaður föður síns sem var ákærður fyrir stríðsglæpi. Faðirinn, Ernst von Weizsäcker, fékk sjö ára dóm en hann var mildaður seinna í fimm ár. Von Weizsäcker starfaði eftir það sem lögfræðingur hjá mismunandi stórfyrirtækjum.

Stjórnmálaferill

[breyta | breyta frumkóða]
Richard von Weizsäcker borgarstjóri Berlínar, Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Helmut Schmidt kanslari. Myndin er tekið við Checkpoint Charlie 1982.

1954 hóf von Weizsäcker afskipti af stjórnmálum. Hann gekk til liðs við kristilega demókrata (CDU) og komst fljótt til metorða þar. 1968 bauð hann sig í fyrsta sinn fram sem forsetaefni Þýskalands fyrir CDU, en beið þar lægri hlut í innanflokkskosningum fyrir Gerhard Schröder, sem aftur beið lægri hlut fyrir Gustav Heinemann (SPD). 1969 var von Weizsäcker kosinn á þing (Bundestag) og sat þar til 1981. Von Weizsäcker var aftur forsetaefni Þýskalands fyrir CDU árið 1974, en beið lægri hlut í kosningum fyrir Walter Scheel (FDP). 1979-1981 varð von Weizsäcker varaforseti þýska þingsins. 1981 var hann kosinn borgarstjóri Berlínar og tók við af Hans-Jochen Vogel, sem aðeins hafði setið í hálft ár. 1983 varð hann enn forsetaefni Þýskalands og sigraði loks í kosningum í maí 1984. Hann varð þar með sjötti forseti Vestur-Þýskalands og tók við af Karl Carstens. Sem forseti ferðaðist von Weizsäcker mikið, meira en áður hafði þekkst hjá forseta Þýskalands. Þar á meðal heimsótti hann Ísland í júlí 1992. Frá 1984-2005 hafa 20 háskólar gert hann að heiðurdoktor.

Fjölskylda

[breyta | breyta frumkóða]

Richard Weiszäcker kvæntist Marianne von Kretschmann 1953. Saman eiga þau fjögur börn:

  • Robert Klaus (f. 1954)
  • Andreas (1956-2008)
  • Marianne Beatrice (f. 1958)
  • Fritz Eckard (f. 1960)


Fyrirrennari:
Hans-Jochen Vogel
Borgarstjóri Vestur–Berlínar
(11. júní 19819. febrúar 1984)
Eftirmaður:
Eberhard Diepgen
Fyrirrennari:
Karl Carstens
Forseti Þýskalands
(Forseti Vestur-Þýskalands til 1990)
(1. júlí 198430. júní 1994)
Eftirmaður:
Roman Herzog