Forseti Þýskalands
Útlit
Forseti Sambandslýðveldisins Þýskalands
Bundespräsident der Bundesrepublik Deutschland | |
---|---|
Staða | Þjóðhöfðingi |
Opinbert aðsetur | Schloss Bellevue (Berlín) Villa Hammerschmidt (Bonn) |
Skipaður af | Kjörmannafundi sambandsþingsins |
Kjörtímabil | 5 ár, allt að tvenn kjörtímabil í röð |
Lagaheimild | Stjórnarskrá Þýskalands |
Forveri | Ríkisforseti |
Stofnun | 24. maí 1949 |
Fyrsti embættishafi | Theodor Heuss |
Staðgengill | Forseti þýska sambandsráðsins (Ex officio) |
Laun | €254.000 á ári[1] |
Vefsíða | bundespraesident |
Forseti Þýskalands (þýska: Bundespräsident) er þjóðhöfðingi þýska sambandsríkisins. Líkt og í mörgum öðrum þingræðisríkjum er forseti Þýskalands fremur valdalítill, en telst þó æðsti embættismaður þjóðarinnar. Forsetakjör í Þýskalandi fer fram á sérstökum kjörmannafundi sem skipaður er þingmönnum Sambandsþingsins og jafn mörgum fulltrúum kosnum af þingum sambandslandanna sextán. Núverandi forseti Þýskalands er Frank-Walter Steinmeier og er hann sá 12. í röðinni frá stofnun Sambandlýðveldisins árið 1949.
Á tíma Weimar-lýðveldisins og Þýskalands nasismans hét forsetaembættið formlega ríkisforseti (þýska: Reichspräsident).
Forsetar Þýskalands frá stofnun sambandslýðveldisins
[breyta | breyta frumkóða]Forseti | Embættistími | Stjórnmálaflokkur |
---|---|---|
Theodor Heuss | 1949-1959 | FDP |
Heinrich Lübke | 1959-1969 | CDU |
Gustav Heinemann | 1969-1974 | SPD |
Walter Scheel | 1974-1979 | FDP |
Karl Carstens | 1979-1984 | CDU |
Richard von Weizsäcker | 1984-1994 | CDU |
Roman Herzog | 1994-1999 | CDU |
Johannes Rau | 1999-2004 | SPD |
Horst Köhler | 2004-2010 | CDU |
Christian Wulff | 2010-2012 | CDU |
Joachim Gauck | 2012-2017 | - |
Frank-Walter Steinmeier | 2017- | SPD |
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Wie wird der Bundespräsident bezahlt?“. bundespraesident.de.