Nýja höllin í Stuttgart

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Nýja höllin í Stuttgart

Nýja höllin í Stuttgart var reistur síðla á 18. öld og var aðsetur hertoganna og konunganna í Württemberg. Höllin og hallartorgið er miðpunktur borgarinnar Stuttgart.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

1737 varð Karl Eugen nýr hertogi af Württemberg. Hann krafðist þess að ný kastali og aðsetur yrði reist í Stuttgart, en síðustu ár hafði aðsetur hertoganna verið í Ludwigsburg. Framkvæmdir hófust þó ekki fyrr en 1746 og var ítalski byggingameistarinn Leopoldo Retti ráðinn til að stjórna verkinu. Hann lést hins vegar 1751 og var þá Frakkinn Philippe de La Guêpière kallaður til. Á hans tíma voru tvær álmur reistar, miðjuálman (aðalálman) og garðálman. 1762 brann hins vegar garðálman til kaldra kola og var þá einbeitt sér að því að ljúka aðalálmunni. Karl Eugen hertogi krafðist þess að garðálman yrði reist á ný. Auk þess breytti hann innréttingunum í sífellu, þannig að þær urðu stórbrotnari. Því var hann sakaður um að sólunda fé landsins. Philippe de La Guêpière hætti og fór til Parísar. Framkvæmdir voru stöðvaðar og Karl Eugen neyddist til að flytja til Ludwigsburg á ný. 1775 ákvað Karl Eugen að taka á móti Páli I Rússlandskeisara og eiginkonu hans Sophie Dorothee, en hún var frænka Karls Eugens. Móttakan fór fram í Nýja kastalanum í Stuttgart og var það fyrsta athöfnin sem fram fór í kastalanum. Karl Eugen lést 1793. Ýmis herbergi og salir voru þá fullkláraðir, en kastalinn sjálfur ekki. Framkvæmdir fóru fram í nokkrum áföngum næstu árin. 1807 mátti heita að kastalinn væri loks fullkláraður.

Í dag[breyta | breyta frumkóða]

Nýja höllin í miðborginni. Til hægri sér í Gömlu höllina

Þegar Prússland varð að keisararíki 1871 varð kastalinn eign keisara. Þegar keisarinn sagði af sér 1918 við tap Þjóðverja í heimstyrjöldinni fyrri, komst höllin í eigu Weimar-lýðveldisins. Var henni þá breytt í safn. Í lok heimstyrjaldarinnar síðari stórskemmdist kastalinn. Miklar umræður spunnust um hvort hann yrði rifinn eða endurbyggður. Ákveðið var á endanum að endurbyggja hann og stóðu framkvæmdir frá 1958-1964. Aðeins hluti af innréttingum kastalans var þó gert upp. Eftir það var hann notaður af landstjórn Baden-Württemberg sem fjármála- og menningarmálaráðuneyti. Hluti kastalans er opinn almenningi.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist