Reykholt (Borgarfirði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Séð heim að Reykholti úr vestri,
Búrfell fyrir miðri mynd og Rauðsgil til hægri við það, Ok (frekar ógreinlegt) í fjarska til hægri.

Reykholt er skólasetur, kirkjustaður, prestsetur og gamalt höfuðból í Reykholtsdal í Borgarbyggð á Vesturlandi.

Fyrir aðrar merkingar má sjá aðgreiningarsíðuna.

Í Reykholti er enn fremur rekið Fosshótel í heimavist skólans á sumrin og þar er einnig rekin Snorrastofa, sem er miðstöð rannsókna í miðaldafræðum. Í Reykholti er Snorralaug, ein elsta heita laug á landinu, sem kennd er við Snorra Sturluson (1178) er þar bjó frá 1206 þar til hann var drepinn þar árið 1241. Snorri mun vera grafinn í Sturlungareit svokölluðum í Reykholtskirkjugarði og er Reykholt með merkari sögustöðum á landinu. Stytta er af Snorra Sturlusyni á hlaðinu fyrir framan skólabyggingu héraðsskólans. Hún er gerð af Gustav Vigeland og gefin þangað af Ólafi, þáverandi krónprins og síðar konungi Norðmanna árið 1947.

Héraðsskólinn í Reykholti árið 1934. Skólinn var reistur 1931 eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar.

Héraðsskóli var reistur í Reykholti 1931 og ber aðalbygging hans fagurt vitni um handverk arkitekts hennar, Guðjóns Samúelssonar. Þar eru einnig tvær kirkjur og er sú eldri reist á árunum 1886-1887. Jarðhiti er mikill í Reykholti og er hann notaður til upphitunnar gróðurhúsa, sundlaugar og annarra bygginga á staðnum. Tveir hverir eru þar helstir, Skrifla og Dynkur. Var vatni veitt í Snorralaug úr Skriflu eftir um 120 m löngum stokki og er baðlauga í Reykholti oft getið í gömlum heimildum. Snorralaug er með elstu mannvirkjum sem varðveist hafa hér á landi. Frá lauginn lágu jarðgöng til bæjarhúsa Snorra og hafa þau verið grafin upp að hluta.

Það hefur farið fram mikill uppgröftur og fornleifarannsókn við Reykholtskirkju á fyrsta tug 21. aldar. Guðrún Sveinbjarnardóttir hefur ásamt nokkrum meðhöfundum skrifað árlegar framvinduskýrslur, sem Þjóðminjasafnið hefur gefið út.

Myndir[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Vesturland.is - Afþreying og staðir“. Sótt 29. júlí 2010.
  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, L-R. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
  • Björk Ingimundardóttir og fleiri. „Reykholtskirkja“. Friðaðar kirkjur í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Þjóðminjasafn Íslands og fleiri, 2009: . .

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.