Míkrónesía (ríki)
Sambandsríkið Míkrónesía | |
Federated States of Micronesia | |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Peace, Unity, Liberty (enska) Friður, eining, frelsi. | |
Þjóðsöngur: Patriots of Micronesia | |
Höfuðborg | Palikír |
Opinbert tungumál | enska |
Stjórnarfar | Sambandsríki
|
Forseti | David W. Panuelo |
Sjálfstæði | frá Bandaríkjunum |
• Yfirlýst | 10. maí 1979 |
• Viðurkennt | 3. nóvember 1986 |
Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
271. sæti 702 km² ~0 |
Mannfjöldi • Samtals (2019) • Þéttleiki byggðar |
198. sæti 104.468 158/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2019 |
• Samtals | 0,367 millj. dala (214. sæti) |
• Á mann | 3.584 dalir (190. sæti) |
VÞL (2019) | 0.620 (136. sæti) |
Gjaldmiðill | Bandaríkjadalur |
Tímabelti | UTC+10 og +11 |
Þjóðarlén | .fm |
Landsnúmer | +691 |
Sambandsríki Míkrónesíu er eyríki í Suður-Kyrrahafi. Eyjarnar liggja norðaustan við Papúa Nýju-Gíneu, sunnan við Gvam og Maríanaeyjar, vestan við Nárú og Marshalleyjar og austan við Palá og Filippseyjar. Ríkið er í sérstöku sambandi við Bandaríkin. Fylkin eru (frá vestri til austurs): Yap, Chuuk, Pohnpei og Kosrae. Þau ná yfir samtals um 607 eyjar sem dreifast yfir meira en 2.600.000 ferkílómetra svæði í Kyrrahafi, rétt norðan við miðbaug. Höfuðborgin er Palikír á Pohnpei en stærsta borgin er Weno á Chuuk-rifi með um 14 þúsund íbúa.
Hvert fylki er með eina höfuðeyju og öll nema Kosrae eru með fjölda af smáeyjum og hringrifum í kring. Ríkið nær yfir hluta Karlseyja innan Míkrónesíu sem nær yfir þúsundir eyja sem margar eru undir stjórn annarra ríkja.
Fylkin voru áður hluti af Kyrrahafseyjaverndarsvæðinu í umsjá Bandaríkjanna frá 1946. Þau tóku upp stjórnarskrá 1979 og fengu sjálfstæði 1986 með sérstökum samningi um samband við Bandaríkin. Eyjarnar eru mjög háðar fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum.
Landfræði
[breyta | breyta frumkóða]Sambandsríkið Míkrónesía nær yfir 607 eyjar sem teygja sig í 2.900 km yfir Karólínueyjar austan við Filippseyjar. Samanlagt landsvæði eyjanna er 702 km2.[1]
Eyjarnar skiptast í fjögur fylki, Yap, Chuuk (sem hét Truk fram að janúar 1990), Pohnpei (kallað Ponape til 1984) og Kosrae (áður Kusaie).[2][3] Hver stjarna á fána Míkrónesíu stendur fyrir eitt þessara fylkja. Höfuðborgin, Palikir, er á Pohnpei.
Stjórnmál
[breyta | breyta frumkóða]Stjórnsýslueiningar
[breyta | breyta frumkóða]Sambandsríkið er myndað úr fjórum fylkjum:
Fáni | Fylki | Höfuðstaður | Landstjóri | Stærð (km²) | Íbúafjöldi | Þéttleiki byggðar (á km²) |
---|---|---|---|---|---|---|
Chuuk | Weno | Johnson Elimo | 127 | 54.595 | 420 | |
Kosrae | Tofol | Lyndon Jackson | 110 | 9.686 | 66 | |
Pohnpei | Kolonia | John Ehsa | 345 | 34.685 | 98 | |
Yap | Colonia | Sebastian Anefal | 118 | 16.436 | 94 |
Fylkin skiptast svo í sveitarfélög.
Efnahagslíf
[breyta | breyta frumkóða]Undirstaða efnahagslífs Míkrónesíu er aðallega sjálfsþurftarbúskapur og fiskveiðar. Fáar vinnanlegar námur eru á eyjunum, fyrir utan hágæðafosfat. Línuveiði á túnfiski hefur líka verið stunduð af kínverskum skipum undir lok 20. aldar. Talið er að hægt væri að þróa ferðaþjónustu á eyjunum, en fjarlægð þeirra og skortur á innviðum stendur í veginum. Fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum er helsta tekjulind eyjanna. Bandaríkin hétu því að fjárfesta 1,3 milljörðum dala í eyjunum milli 1986 og 2001. Þegar samningurinn var endurnýjaður 2004 hétu Bandaríkin 110 milljónum dala í þróunaraðstoð til 2023.[4] CIA World Factbook lýsir þessari miklu fjárhagsaðstoð sem helsta áhættuþætti sem eyjarnar standa frammi fyrir.[5]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „The World Factbook -- Central Intelligence Agency“. Cia World Factbook. Afrit af uppruna á 26. janúar 2021. Sótt 8. ágúst 2018.
- ↑ Keesing, Roger M. (1988). Melanesian Pidgin and the oceanic substrate. Stanford, Calif.: Stanford University Press. bls. 15. ISBN 0-8047-1450-9. OCLC 17383715. Afrit af uppruna á 7. desember 2021. Sótt 3. desember 2020.
- ↑ The Europa world year book 2004. London: Europa. 2004. ISBN 1-85743-253-3. OCLC 55795909. Afrit af uppruna á 5. ágúst 2020. Sótt 3. desember 2020.
- ↑ „US Relations with the Federated States of Micronesia“. United States Department of State. Afrit af uppruna á 4. júní, 2019. Sótt 22. maí, 2019.
- ↑ „Federated States of Micronesia“. Sameinuðu þjóðirnar. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. nóvember, 2012. Sótt 17. nóvember 2012.