Fara í innihald

Efsta deild karla í knattspyrnu 1953

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Árið 1953 var Íslandsmótið í knattspyrnu haldið í 42. skipti. ÍA vann sinn 2. titil. Sex lið tóku þátt; KR, Fram, Víkingur, ÍA, Valur og Þróttur. Þróttur tók þátt í fyrsta skipti. Þetta ár var mótið haldið með nýju sniði. Leikið var í tveimur riðlum og sigurvegarar þeirra riðla mættust í úrslitaleik.

Mótið var einna þekktast fyrir það að markið sem réði úrslitum í úrslitaleik Vals og ÍA, „þaknetsmarkið“ svokallaða, var afar umdeilt. Margir vildu meina að það hefði ekki átt að standa.

Sæti Félag L U J T Sk Fe Mm Stig
1 ÍA 2 2 0 0 8 1 +7 4
2 KR 2 1 0 1 3 5 -2 2
3 Fram 2 0 0 2 2 7 -5 0

Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur


Úrslit (▼Heim., ►Úti)
ÍA 4-0 4-1
KR 3-1
Fram
  Heimasigur
  Jafntefli
  Útisigur
Sæti Félag L U J T Sk Fe Mm Stig
1 Valur 2 2 0 0 8 2 +6 4
2 Víkingur 2 1 0 1 6 3 +3 2
3 Þróttur 2 0 0 2 1 10 -9 0

Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur


Úrslit (▼Heim., ►Úti)
Valur 3-1 5-1
Víkingur 5-0
Þróttur
  Heimasigur
  Jafntefli
  Útisigur


Úrslitaleikur

[breyta | breyta frumkóða]
6. september 1953
ÍA 3 – 2 Valur Melavöllurinn, Reykjavík, Ísland
Áhorfendur: ~4.000
Dómari: Guðjón Einarsson
Þórður Þórðarson Skorað eftir 24 mínútur 24'

Ríkharður Jónsson Skorað eftir 49 mínútur 49'
Dagbjartur Hannesson Skorað eftir 68 mínútur 68'

Leikskýrsla Hafsteinn Guðmundsson Skorað eftir 29 mínútur 29'

Sigurður Sigurðsson Skorað eftir 45 mínútur 45'

Þaknetsmarkið

[breyta | breyta frumkóða]

Þann 6. september 1953, í rigningarveðri og 6 vindstigum, tókust Valsmenn og Akurnesingar á í úrslitaleik Íslandsmótsins það ár. Skagamenn fóru með 3-2 sigur af hólmi, en sigurmark Akurnesinga var vægast sagt umdeilt svo ekki sé meira sagt. Á 68. mínútu í stöðunni 2-2 hreinsar Dagbjartur Hannesson boltann frá miðjum vellinum, eftir að Valsmenn höfðu sparkað honum úr teig sínum. Boltinn fer í háan boga og áður en nokkur vissi af lá hann í marki Valsmanna, skot af 55 metra færi, og dómari leiksins, Guðjón Einarsson flautar umsvifalaust og dæmir mark.

Valsmenn taka þá við sér og mótmæla markinu harkalega, vildu meina að boltinn hefði aldrei farið yfir línuna, heldur í gegnum þaknetið og benda máli sínu til stuðnings á gat sem var komið á þaknetið. Dómarinn lét þó ekki segjast og dæmdi markið gott og gilt og var það þegar uppi var staðið, sigurmark leiksins.

Eftir leik fóru áhorfendur inn á völlinn til að líta gatið augum og fullyrtu sumir að boltinn hefði farið þarna í gegn á meðan aðrir sögðu hann hafa farið rétta leið inn í markið. Ekki var þó hægt að draga það í efa að þarna var gat á þaknetinu, það stórt að knötturinn hefði hæglega komist þar í gegn.

Ummæli þátttakenda leiksins

[breyta | breyta frumkóða]

„Ég athugaði netið áður en leikurinn hófst og var það þá alveg heilt. Hvernig netið hefur rifnað, er erfitt að geta sér til um. Línuvörðurinn gerði enga athugasemd við síðasta mark Akurnesinga og sjálfur sá ég ekki betur en markið væri skorað á löglegan hátt“

Guðjón Einarsson, dómari

„Ég misreiknaði ekki knöttinn. Ég sá að hann fór yfir þverslána. Ég var á þeim stað, sem kvötturinn fór yfir markið, og hafði báðar hendur fast við þverslána.“

Helgi Daníelsson, markvörður Vals

„Ég fullyrði, að síðasta mark okkar var algjörlega löglegt, enda hafði ég góða aðstöðu til að fylgjast með því.“

Ríkharður Jónsson, fyrirliði og þjálfari ÍA

„Ég athugaði netið áður en seinni hálfleikurinn hófst, og var það í fullkomnu lagi. Knötturinn féll næstum beint lóðrétt úr talsverðri hæð, og vegna þess hve hann var þungur vegna rigningarinnar reif hann einn möskvann á netinu. Á engan annan hátt hefur netið getað rifnað.“

Einar Halldórsson, fyrirliði Vals


Fróðleikur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Skorað voru 33 mörk, eða 4,714 mörk að meðaltali í leik.


Sigurvegari úrvalsdeildar 1953
ÍA
ÍA
2. Titill


Fyrir:
Úrvalsdeild 1952
Úrvalsdeild Eftir:
Úrvalsdeild 1954
Knattspyrna Besta deild karla • Lið í Besta deild 2024 Flag of Iceland
Stjarnan • FH  • KR  • Víkingur  • Valur  • KA   Breiðablik  • ÍA  • HK  • Grótta  • Fylkir  • Fjölnir
Leiktímabil í efstu deild karla (1918-2024) 

19181919192019211922192319241925192619271928192919301931193219331934193519361937193819391940194119421943194419451946194719481949195019511952195319541955195619571958195919601961196219631964196519661967196819691970197119721973197419751976197719781979198019811982198319841985198619871988198919901991199219931994199519961997199819992000200120022003200420052006200720082009201020112012201320142015201620172018201920202021202220232024

MjólkurbikarinnLengjubikarinnPepsi Max deild
1. deild2. deild3. deild4. deild

----------------------------------------------------------------------------------------------
Mjólkurbikar kvennaLengjubikar kvennaMeistarakeppni kvenna
Úrvalsdeild kvenna1. deild kvenna2. deild kvenna
DeildakerfiðKSÍÍslandshorniðReykjavíkurmótiðFótbolti.net mótið


http://www.rsssf.com/tablesi/ijshist.html