Skautafélag Akureyrar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Skautafélag Akureyrar er íslenskt skautafélag. Félagið var stofnað 1. janúar 1937. Félagið hefur það að markmiði að efla skautaíþróttina og hefur rekið Skautahöllina á Akureyri síðan um áramótin 1999-2000. Þrjár deildir eru starfræktar innan félagsins; íshokkídeild, listhlaupadeild og krulludeild. Íshokkílið félagsins sem kennt er við Víkinga leikur í rauðum búningum og spilar heimaleiki sína í Skautahöllinni á Akureyri. Félagið leikur í íslandsmóti karla í íshokki og er nítjánfaldur sigurvegari í þeirri keppni eftir að hafa unnið 1992, 1993, 1994, 1995, 1996, 1997, 1998, 2001, 2002, 2003, 2004, 2005, 2008, 2010, 2011, 2013, 2014, 2015, og 2016. Kvennalið félagsins er einnig afar sigursælt en það hefur unnið alla Íslandsmeistaratitlana sem spilað hefur verið um frá stofnun kvenna deildarinnnar frá árinu 2001.