Skautafélag Akureyrar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skautafélag Akureyrar er íslenskt skautafélag. Félagið var stofnað 1. janúar 1937. Félagið hefur það að markmiði að efla skautaíþróttina og hefur rekið Skautahöllina á Akureyri síðan um áramótin 1999-2000. Þrjár deildir eru starfræktar innan félagsins; íshokkídeild, listhlaupadeild og krulludeild.

Íshokkí[breyta | breyta frumkóða]

Meistaraflokkur karla[breyta | breyta frumkóða]

Karlalið félagsins í Íshokkí, sem kennt er við Víkinga, leikur í rauðum búningum og spilar heimaleiki sína í Skautahöllinni á Akureyri. Félagið leikur í íslandsmóti karla í íshokki og er nítjánfaldur sigurvegari í þeirri keppni eftir að hafa unnið 1992, 1993, 1994, 1995, 1996, 1997, 1998, 2001, 2002, 2003, 2004, 2005, 2008, 2010, 2011, 2013, 2014, 2015, 2016 og 2018.

Meistaraflokkur kvenna[breyta | breyta frumkóða]

Kvennalið félagsins er einnig afar sigursælt en það hefur unnið flesta Íslandsmeistaratitlana sem spilað hefur verið um frá stofnun kvenna deildarinnnar árið 2001. SA Ásynjur hefur unnið íslandsmeistaratitilinn 16 sinnum á meðan SA Ynjur, U-20 lið SA, vann íslandsmeistaratitilinn árið 2017.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]