Fara í innihald

Margrét prinsessa, greifynjan af Snowdon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Margrét Rós prinsessa,
greifynjan af Snowdon
Margrét Rós 1965
Fædd
Margaret Rose Windsor

21. ágúst 1930(1930-08-21)
Glamis kastala, Angus, Skotlandi
Dáin9. febrúar 2002 (71 árs)
Spítala Játvarðar 7. konungs, London, Englandi
Hvílir í Kappellu heilags Georgs í Windsor kastala
DánarorsökDánarorsök:
slag og eftirköst þess
StörfSystir drottningar
Þekkt fyrirLífstíl sinn
TitillYðar konunglega hátign
TrúBiskupakirkjan enska
MakiAntony Armstrong-Jones ljósmyndari og 1. jarl af Snowdon
BörnDavid Armstrong-Jones (f. 1961) 2. jarl af Snowdon
Sarah Chatto (f. 1964)
ForeldrarGeorg VI og Elísabet drottning (f. Bowes-Lyon)

Margrét prinsessa, greifynjan af Snowdon (Margaret Rose) (21. ágúst 19309. febrúar 2002) var yngri dóttir Georgs VI og Elisabetar drottningar. Margrét prinsessa var ávallt umdeildur meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar vegna einkalífs hennar sem oftar en ekki lenti á forsíðum bresku blaðanna.

Fjölskylda

[breyta | breyta frumkóða]

Þann 6. maí 1960 giftist Margrét Antony Armstrong-Jones ljósmyndara, og fengu þau eftir brúðkaupið titilinn jarlinn og greifynjan af Snowdon. Þau eignuðust tvö börn:

Mikið var fjallað um hjónaband þeirra en því var oft haldið fram, árin sem þau voru gift, að hjónaband þeirra stæði á brauðfótum. Þau skildu árið 1978.

Margét prinsessa lést 71 árs gömul, eftir að hafa fengið slag árið 2002.