Fara í innihald

Geimkapphlaupið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Geimferðakapphlaupið)
Sovétríkin náðu snemma forskoti í geimkapphlaupinu með því að skjóta fyrsta gervitunglinu, Spútnik 1, á sporbaug árið 1957.
Bandaríkin unnu kapphlaupið um tunglið að endingu þegar Neil Armstrong (sjá mynd) og Buzz Aldrin lentu á tunglinu þann 20. júlí 1969.
Geimfararnir Thomas P. Stafford og Aleksei Leonov takast í hendur í geimnum til að létta á spennu kalda stríðsins.

Geimkapphlaupið var kapphlaup á 20. öld milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um yfirburði í könnun geimsins.

Eftir seinni heimstyrjöldina braust út annars konar deila. Sú deila var á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Þessar þjóðir voru þær langstærstu í heiminum á þessum tíma og voru með mjög mismunandi hugmyndir um hvernig samfélagið ætti að virka. Þær börðust fyrir því að breiða út sínar hugmyndir á tíma sem kallaður er Kalda stríðið. Eitt af þeim þáttum var geimkapphlaupið, þar sem Bandaríkin og Sovétríkin kepptust við að koma manninum til tunglsins.

Á sjötta áratugnum var Kalda stríðið komið vel af stað og aðalmarkmið Bandaríkjanna og Sovétríkjanna voru að vera betri en hinn. Meðal annars voru báðar þjóðir búnar að búa til nógu mikið að kjarnorkuvopnum samanlagt til að þurrka út allt líf á plánetunni. Ekki vegna þess að það væri kjarnorkustríð í vændum, einfaldlega bara til að hræða og sýna völd. Það var því mikið áfall fyrir Bandaríkin 4.október 1957 þegar Sovétmenn sentu Gervihnött út í geim, Spútnik, fyrsta manngerða hlutinn til að yfirgefa lofthjúp jarðar.

Til að bregðast við þessu fóru Bandaríkjamenn á fullt að reyna komast fram fyrir Sovétmenn í þessum málum. Bandaríkjamenn höfðu alltaf horft á geiminn sem næsta skref fyrir þá könnunarþjóð sem þeir sögðust vera og því var mikilvægt að vera ekki á eftir Sovétríkjunum í Geimkapphlaupinu. Einnig skapaðist sú hætta við þessa nýju tækni að Sovétmenn gætu auðveldlega sent kjarnorkuvopn út í geim sem gæfi þeim mun stærra tækifæri til að ráðast á Bandaríkin.

Bandaríkin sentu út sinn fyrsta gervihnött, Explorer 1, árið 1958 eða ári eftir Sovétmönnum. Sama ár var NASA (National Aeronautics and Space Administration) stofnað. Þrátt fyrir mikla vinnu Bandaríkjamanna voru þeir enn eftirá í kapphlaupinu. Árið 1959 sendu Sovétmenn fyrsta geimfarið til tunglsins, Luna 2. Tveimur árum seinna, 1961 var svo Júrí Gagarín fyrsti maðurinn til að fara út í geim. Til að svara þessu byggðu NASA keilulaga geimfar sem var miklu minna en Vostok, farið sem Yuri hafði farið í. Bandaríkjamenn prófuðu farið með simpönsum. Alan Shepard var svo fyrsti Bandaríkjamaðurinn út í geim en það gerði hann 5. maí árið 1961. Bandaríkjamenn leyndu því ekki að þeir væru svekktir yfir því að vera eftir á í geimkapphlaupinu og sagði forseti þjóðarinnar, John F. Kennedy, opinberlega að Bandaríkjamenn ætluðu sér að verða fyrstir til að senda mann til tunglsins. Það verkefni var kallað Apollo.

Frá árunum 1961-1964 var fjárhagur NASA styrktur um 500% og þegar mest var voru 34.000 menn í vinnu hjá þeim. Apollo-verkefnið lenti í smá bakslagi þegar þrír geimfarar létust þegar það kviknaði í geimferðarhermi. Á sama tíma, gekk frekar illa hjá Sovétríkjunum að koma manni á tunglið, meðal annars vegna deila innan þjóðarinnar um mikilvægi geimkapphlaupsins, og andláts Sergey Korolyov, en hann hafði verið aðal verkfræðingur Sovétmanna í tenglsum við geimferðir. Einnig höfðu Bandaríkjamenn mun meiri pening til að setja í verkefnið, og höfðu þau mikið forskot í þeim málum.

Árið 1969 náðu Bandaríkjamenn þeim mikla árangri að senda fyrsta manninn til tunglsins. Apollo 11 fór af stað 16. júlí árið 1969 og lenti á tunglinu 20. júlí sama ár. Tunglferjan sjálf var nefnd Örninn (Eagle) eftir skallaerninum á merki leiðangurins sem Michael Collins hannaði en hann var einn af geimförunum sem ferðaðist til tunglsins. Í geimskipinu voru Neil Armstrong, Edwin „Buzz“ Aldrin og Michael Collins. Þeir þurftu að fara í gegnum mikla æfingu fyrir geimferðina löngu og höfðu NASA í raun mun meiri áhyggjur af geimförunum heldur en geimskotinu sjálfu. Af þessum þremur er Neil Armstrong frægastur og helgast það mjög líklega að því að hann er fyrsti maðurinn til að stíga á tunglið. Þegar hann gerði það sagði hann fræga setningu sem verður líklega aldrei gleymt: „Þetta er lítið skref fyrir mig, en þetta er risastórt skref fyrir mannkynið.“ Þetta var að sjálfsögðu algjör sigur fyrir Bandaríkjamenn sem höfðu þarna eiginlega unnið geimkapphlaupið þrátt fyrir að hafa verið á eftir Sovétmönnum nánast allan tímann.

Á lokaspretti geimferðarkapphlaupsins sást að Bandaríkin höfðu mun meiri pening milli handana til að eyða í þetta verkefni. Það var svo að sjálfsögðu í rauninni ástæða þess að Kalda stríðið endaði í kringum byrjun tíunda áratugsins. Sovétmenn höfðu ekki nægan pening til að halda í við það sem Bandaríkjamenn voru að gera og á endanum hættu þeir að keppast við þá. Á sama tíma byrjuðu Sovétríkin að leysast upp og Berlínarmúrinn í Þýskalandi hrundi.