Fara í innihald

Spútnik 1

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af Spútnik 1 líkani á safni Bandaríska flughersins í Ohio fylki

Spútnik 1 var fyrsta geimfar sem var sett á braut um jörðu. Sovétríkin skutu á loft geimfarinu þann 4. október 1957, frá Baikonor í Kasakstan. Spútnik 1 er kúlulaga með 58 cm þvermál, ásamt sendum sem voru 2.4 til 2.9 metra langir. Upphaf ferðarinnar og Spútnik verkefnisins var bókin Dreams of Earth and Sky, skrifuð af rússanum Konstantin Tsiolkovsky og útgefin árið 1885. Bókin sýndi fram á hvernig væri hægt að senda gervihnött á braut um jörðu.

Skotdagur Spútnik-1 markar upphaf geimaldar og í Rússlandi er hann haldinn hátíðlegur árlega. Spútniksléttan á yfirborði Plútós er nefnd eftir honum.[1][2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Sputnik Planitia“. Gazetteer of Planetary Nomenclature. International Astronomical Union (IAU) Working Group for Planetary System Nomenclature (WGPSN). Afrit af upprunalegu geymt þann 13. september 2017. Sótt 24. september 2017.
  2. „Pluto Features Given First Official Names“. Международный астрономический союз. 7. september 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. september 2017. Sótt 15. september 2017.