Neil Armstrong

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Neil Armstrong
Neil Armstrong fyrir Apollo 11 ferðina.
Neil Armstrong fyrir Apollo 11 ferðina.
Fædd(ur) 5. ágúst 1930(1930-08-05)
Wapakoneta, Ohio, Bandaríkjunum
Látin(n) 25. ágúst 2012 (82 ára)
Tími í geimnum 8 dagar, 14 klukkustundir, 12 mínútur og 31 sekúnda
Verkefni Gemini 8 og Apollo 11
Ge08Patch orig.png Apollo 11 insignia.png

Neil Armstrong (5. ágúst 193025. ágúst 2012) var bandarískur geimfari og flugmaður. Hann hlaut frægð fyrir að vera fyrsti maðurinn til að stíga fæti á tunglið. Það gerði hann í annarri og síðustu geimferð sinni, með Apollo 11 þann 20. júlí 1969. Hann varði, ásamt Buzz Aldrin tveimur og hálfri klukkustund á yfirborði tunglsins á meðan Michael Collins var á sporbraut fyrir ofan.

Æfingar á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Aðalgrein: Æfingar tunglfara í Þingeyjarsýslum

Árið 1967 kom Neil Armstrong til Íslands til þjálfunar í vettvangsjarðfræði í Þingeyjarsýslum undir leiðsögn jarðfræðinganna Sigurðar Þórarinssonar og Guðmundar Sigvaldasonar. Armstrong nýtti ferðina einnig til að veiða í Laxá í Aðaldal ásamt félaga sínum Bill Anders. Myndir og munir frá æfingum geimfaranna eru til sýnis í Könnunarsögusafninu á Húsavík.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist