Fara í innihald

Sambandslagafrumvarpið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sambandslagafrumvarpið var frumvarp sem kosið var um árið 1918. Það snerist um ríkjasamband Íslands og Danmerkur, en þar sagði að Ísland og Danmörk væru fullvalda ríki í sambandi um einn og sama konung. Þegar rætt var um frumvarpið árin á undan vildu flestir eða allir fullveldi en menn greindi á um hve langt skyldi ganga í næsta áfanga. Sjálfstæðisflokkur og Heimastjórnarflokkur voru tveir helstu stjórnmálaflokkar tímabilsins. Sá fyrrnefndi vildi ganga heldur lengra í kröfugerð Íslendinga.

Kosningaþátttaka var 43,8%. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra, eða 92,5% var samþykkur sambandslögunum eða 12.411 manns. Nei sögðu 999 kjósendur.

  Þessi sögugrein sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.