Grímsnes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kerið í Grímsnesi

Grímsnes er landsvæði á suðvestur-Íslandi þekkt fyrir eldstöðvar sínar.

Grímsnes er á milli Sogsins í vestri, Hvítár í suðri og Brúarár í austri. Í norðri taka Laugardalur og Lyngdalsheiði við. Grímsnes tilheyrir nú Grímsness- og Grafningshreppi en var áður sér hreppur; Grímsneshreppur.

Um alla sveitina eru gróin hraun sem öll hafa runnið eftir ísöld. Þar eru því þekktar eldstöðvar á borð við Kerið og Seyðishóla en einnig eru þar aðrar minni. Í Grímsnesi eru stórar sumarhúsabyggðir þar sem víða leynist kjarr og þurrlendi.

  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.