Árni Pálsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hvítárbrú við Ferjukot, Borgarbyggð, innbyggður 1928

Árni Pálsson (f. 4. janúar 1897, d. 4. október 1970) var íslenskur verkfræðingur.

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Árni fæddist á Geirseyri við Patreksfjörð, sonur Páls Einarssonar hæstaréttardómara og fyrsta borgarstjóra Reykjavíkur. Hann lauk verkfræðiprófi í Kaupmannahöfn 1924 og starfaði sem verkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins frá 1927 til 1967, þar af sem yfirverkfræðingur brúargerðar frá 1946. Sem slíkur kom Árni að gerð flestra stórframkvæmda í vegagerð á tímabilinu.

Hann sinnti einnig annars konar verkfræðilegum viðfangsefnum, s.s. vatnsveitugerð, byggingu síldarverksmiðja og var aðalhönnuður Andakílsárvirkjunar ásamt Jakobi Guðjohnsen.

Árni var alla tíð mikill áhugamaður um íslensk fræði og átti fágætt safn bóka og handrita, sem síðar hafa ratað á íslensk söfn.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Jón E. Vestdal (1981). Verkfræðingatal (3.útgáfa - aukin og bætt). Verkfræðingafélag Íslands.