Saga (tímarit)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vorhefti Sögu 2019.

Saga er ritrýnt tímarit sem kom fyrst út árið 1949. Sögufélag gefur Sögu út og er það gert tvisvar á ári, að vori og hausti.

Tímaritið er helsta fagtímarit og umræðuvettvangur íslenskra sagnfræðinga.[1]

Ritstjórar Sögu eru Kristín Svava Tómasdóttir og Vilhelm Vilhelmsson.

Saga Sögu[breyta | breyta frumkóða]

Saga tók við af Blöndu, sem Sögufélag gaf út á árunum 1918-1953. Markmiðið með stofnun Sögu var að stofna tímarit sem lyti strangari kröfum um fræðileg vinnubrögð og væri meira í takt við stefnur og strauma í sagnfræði en Blanda.

Fyrstu árin kom Saga út í örkum. Hver árgangur kom út í nokkrum heftum og því eru árgangar, eða bindi, Sögu mun færri en útgáfuár segja til um.[2] Saga bar þó ákveðin einkenni Blöndu fyrst um sinn, þannig kom tímaritið til að mynda út í sama broti og, rétt eins og í Blöndu, þá skrifaði forseti Sögufélags (sem þá var Einar Arnórsson) meirihluta greinanna í Sögu fyrst um sinn.[3]

Á árunum 1968-2001 kom út nýr árgangur af Sögu á hverju ári. Frá og með 2002, eða eftir að Ný Saga hætti að koma út, hefur Saga komið út tvisvar á ári.

Ritstjórar Sögu[breyta | breyta frumkóða]

Ritstjórar Sögu frá upphafi eru þessir:

Einar Arnórsson (1950-1955)

Jón Jóhannesson (1954-1958)

Björn Sigfússon (1954-1976)

Björn Þorsteinsson (1960-1972)

Björn Teitsson (1972-1980)

Einar Laxness (1973-1978)

Jón Guðnason (1979-1983)

Sigurður Ragnarsson (1981-2001)

Helgi Þorláksson (1984-1986)

Sölvi Sveinsson (1987-1989)

Gísli Ágúst Gunnlaugsson (1990-1994)

Ragnheiður Mósesdóttir (1995)

Guðmundur Jónsson (1995-2002)

Guðmundur J. Guðmundsson (1995-2002, 2005, 2007)

Anna Agnarsdóttir (1995-1996)

Már Jónsson (1997-1998)

Hrefna Róbertsdóttir (2002-2006)

Páll Björnsson (2003-2008)

Eggert Þór Bernharðsson (2007-2008)

Sigrún Pálsdóttir (2009-2016)

Erla Hulda Halldórsdóttir (2017-2018)

Vilhelm Vilhelmsson (2017- )

Kristín Svava Tómasdóttir (2019- )

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Saga - Tímarit Sögufélags á tímarit.is

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ólafur E. Friðriksson, "Vettvangur áhugafólks um sagnfræði", DV 16. nóvember 1983, bls. 19.
  2. „Saga – Tímarit Sögufélags | Sögufélagið“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. júní 2019. Sótt 24. júní 2019.
  3. Íris Ellenberger. Saga Sögufélags (vinnuheiti - óbirt handrit).