Saga (tímarit)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Vorhefti Sögu 2019.

Saga er ritrýnt tímarit sem kom fyrst út árið 1949. Sögufélag gefur Sögu út og er það gert tvisvar á ári, að vori og hausti.

Tímaritið er helsta fagtímarit og umræðuvettvangur íslenskra sagnfræðinga.[1]

Ritstjórar Sögu eru Kristín Svava Tómasdóttir og Vilhelm Vilhelmsson.

Saga Sögu[breyta | breyta frumkóða]

Saga tók við af Blöndu, sem Sögufélag gaf út á árunum 1918-1953. Markmiðið með stofnun Sögu var að stofna tímarit sem lyti strangari kröfum um fræðileg vinnubrögð og væri meira í takt við stefnur og strauma í sagnfræði en Blanda.

Fyrstu árin kom Saga út í örkum. Hver árgangur kom út í nokkrum heftum og því eru árgangar, eða bindi, Sögu mun færri en útgáfuár segja til um.[2] Saga bar þó ákveðin einkenni Blöndu fyrst um sinn, þannig kom tímaritið til að mynda út í sama broti og, rétt eins og í Blöndu, þá skrifaði forseti Sögufélags (sem þá var Einar Arnórsson) meirihluta greinanna í Sögu fyrst um sinn.[3]

Á árunum 1968-2001 kom út nýr árgangur af Sögu á hverju ári. Frá og með 2002, eða eftir að Ný Saga hætti að koma út, hefur Saga komið út tvisvar á ári.

Ritstjórar Sögu[breyta | breyta frumkóða]

Ritstjórar Sögu frá upphafi eru þessir:

Einar Arnórsson (1950-1955)

Jón Jóhannesson (1954-1958)

Björn Sigfússon (1954-1976)

Björn Þorsteinsson (1960-1972)

Björn Teitsson (1972-1980)

Einar Laxness (1973-1978)

Jón Guðnason (1979-1983)

Sigurður Ragnarsson (1981-2001)

Helgi Þorláksson (1984-1986)

Sölvi Sveinsson (1987-1989)

Gísli Ágúst Gunnlaugsson (1990-1994)

Ragnheiður Mósesdóttir (1995)

Guðmundur Jónsson (1995-2002)

Guðmundur J. Guðmundsson (1995-2002, 2005, 2007)

Anna Agnarsdóttir (1995-1996)

Már Jónsson (1997-1998)

Hrefna Róbertsdóttir (2002-2006)

Páll Björnsson (2003-2008)

Eggert Þór Bernharðsson (2007-2008)

Sigrún Pálsdóttir (2009-2016)

Erla Hulda Halldórsdóttir (2017-2018)

Vilhelm Vilhelmsson (2017- )

Kristín Svava Tómasdóttir (2019- )

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Saga - Tímarit Sögufélags á tímarit.is

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ólafur E. Friðriksson, "Vettvangur áhugafólks um sagnfræði", DV 16. nóvember 1983, bls. 19.
  2. „Saga – Tímarit Sögufélags | Sögufélagið“ . Sótt 24. júní 2019.
  3. Íris Ellenberger. Saga Sögufélags (vinnuheiti - óbirt handrit).